Morgunblaðið - 05.11.1966, Page 3

Morgunblaðið - 05.11.1966, Page 3
Laugardagur 5. nðv. 1966 MUKQU N BLAOIO vJ ____ t Meðal þelrra, sem sátu ráðstefnuna í Helsinki, voru norrænu málfræðingarnir Chr. Westergárd Nielsen, prófessor í Árósum, Trygve Knudsen, prófessor í Osló, Karl Hampus Dahlstedt, dós- ent í Umeá og Lars Huldén, prófessor í Helsingfors. Námskeið á íslandi þriðfa kverl ár .. - góð reynsla af norrœnu tungumálanámskeiði Fellibylur geng- ur yfir Indland Hianntjón og skipsskaðaa* O t lok síðasta mánaðar var haldin í Helsinki fjórða ráð- stefna máianámskeiðanefnda Norðurlanda. Voru þar lagðar fram skýrslur 22. kennara í norrænum tungumálum um þátttöku í norrænu tungumála- námskeiðunum, sem haldin hafa verið undanfarin ár. Kom fram af skýrslum þessum, að árangur af námskeiðunum hefur reynzt með ágætum. Námskeið þessi voru tekin upp fyrir sex árum, að frum- kvæði 'stúdenta og nutu frá upp hafi fjárhagsstuðnings frá norr ænu menningarmálanefndinni. Nú er þetta starf orðið fastur þáttur í menningarsamstarfi Norðurlanda og fjallar föst nefnd í hverju landi um námskeiðin. Námskeiðin hafa verið haldin Dómur í stór eignuskattsmóli UNDIRRiÉTTARDÓMUR var kveðinn upp 3. þ.m. í bæjar- þingi Reykjavíkur í stóreigna- skattsmáli frú Ingibjargar Cl. Þorláksson gegn ríkissjóði. Var niðurstaða dómsins sú, að skatt- ur frúarinnar féll úr kr. 198.898.00 í kr. 32.012.00. Lækk- un kr. 100.886.00. Auk þess var ríkissjóður dæmdur til að greiða frúnni kr. 21.000.00 í máls- kostnað. Málflytjendur voru Gústav A Sveinsson hrl., fyrir frú Ingi- björgu og Áki Jakobsson, hrl., fyrir ríkissjóð. Kvikmyndasýn- ing Germaníu Fyrsta kvikmyndasýning Ger- maníu á þessum vetri verður í Nýja bíói í dag kl. 14.00. Sýndar verða fjórar kvik- rnyndir. Meðal þeirra er fréttakvikmynd frá Þýzkalandi. Þá verður sýnd mynd, er sýnir hvernig snjóflóð myndast og þær miklu hættur, sem af þeim stafa í Alpafjöllunum. Einnig verður eýnd mynd um „Reihnland — Pfalz“, náttúrufegurð þess, menmingararfleið og líf og starf fólks þar í dag. Að lokum verður sýnd mynd um listaverk mál- arans Paula Modershon — Beck- er, en hún lifði á seinni hluta 19. aldar. Aðgangur að kvikmyndasýn- Íngu þessari er ókeypis og öll- um heimill; börnum þó aðeins í fylgd með fuliorðnum. á hverju vori í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, en þriðja hvert vor á íslandi. f Finnlandn hófst námskeið sl. sumar, voru haldin á tveimur stöðum, annað í Tammerfors, fyrir þá, sem nemt finnsku eða finnsk- ugrisku, hitt í Vasa fyrir þá, sem sænsku læra og jafnframt þá, sem hafa sérstakan áhuga á finnsku þjóðlífi eða einhverjum ákveðnum þáttum þess. Fyrsta skólaár hins sameiginlega Bréfaskóla SÍS og ASÍ er að hefjast, en svo sem kunnugt er þá sameinuðust þessir tveir aðil- ar um starfrækslu skólans fyrir síðustu áramót. Starfsemi Bréfa- skólans verður í öllum aðalatrið- um svipuð því sem verið hefur en ýmsir nýir bréfaflokkar eru í undirbúningi og væntanlegir á næstunni. Á vegum skólans verða kennd- ir 29 kennslubréfaflokkar, sem gefnir höfðu verið út fyrir til- komu sameignastofnunarinnar. Allir snerta þeir atvinnulífið í landinu, sjávarútveg, landbúnað, verzlun og viðskipti. Þá munu 9 kennslubréfaflokkar fjalla um erlend tungumál, 7 flokkar um almenn fræði, fyrst og fremst ís- lenzku og stærðfræði, og S flokk- ar um félagsfræðileg efni. Hefur Árni G. Eylands fyrrum stjórnar- ráðsfulltrúi samið nýjan flokk um landbúnaðarvélar og verk- færi og mun Jóhannes Eiríksson ráðunautur semja bréf um mjaltavélar, Guðmundur Ágústs- son hagfræðingur mun semja bréf um bókhald verkalýðs- félaga. Kristmundur Halldórs- son, hagræðingarráðunautur mun semja bréf í vinnuhagræðingu. Einnig verða samin bréf um sögu verkalýðshreyfingarinnar og vinnulöggjöfina. Þá verða námsbréf um kjör- búðastörf og mun Húnbogi Þor- steinsson kennari annast þá kennslu. Kennslu um almenn búðarstörf mun Höskuldur Goði Karlsson annast. Húnbogi Þor- steinsson mun einnig annast Verkfall við Búrfell BOÐAÐ skyndiverkfall verka- manna við Búrfell kom til fram- kvæmda í nótt og stendur til kl. 24 á þriðjudag, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Madras, 4. nóvember — AP Hvirfilvindur gekk í dag yf- ir hafnarborgina Madras á Indlandi. Talið er a.m.k. 26 kínverskir sjómenn hafi látið lífið, tvö skip hafi stór- skemmzt auk þess sem 10,000 manns hafa misst heimili sín. Hafnarstjórinn í Madras, K. Parthasarathy, skýrði frá því í dag, aðaðeins 14 af 40 manna áhöfn skipsins „Pro- gress“, sem á heimahöfn í Panama, hefði verið bjargað, eftir að áhöfninni harst loks hjálp. Þá sagði hann, að áhöfn ann- ars skips, „Marihoran" frá Lí- beríu, hefði verið bjargað, en skipið væri nú að liðast í sund- NÝTT HEFTI tímaritsins ICELAND REVIEW er komið út, fjölbreytt og vel úr garði gert. Er það að hluta helgað Halldóri Laxness og leikritagerð hans. Matthías Johannessen, ritstjóri, kennslu bréfaflokka um deildar- stjórn í búðum. Höskuldur Har- aldsson mun veita tilsögn í aug- lýsingateikningu. Bréfaflokk um s ö g u Samvinnuhreyfingarinnar hefur Guðmundur Sveinsson skólastjóri samið. Þá hefur Snorri Þorsteinsson, yfirkennari, samið bréfaflokk um ensk verzl- unarbréf. Mun hann sjálfur ann- ast kennsluna. Þá mun bréfaskóli SÍS og ASÍ koma á nýju fræðsluformi, sem ekki hefur þekkzt hérlendis. Það er hin svo kallaða leshringastarf- semi, kennsluform, sem býr yfir möguleikum til að auka fjöl- breytni menntunar og menning- arstarfsemi. Ofangreindar upplýsingar eru hafðar eftir Guðmundi Sveins- syni, skólastjóra, og komu þær fram á fundi með blaðamönnum, sem haldinn var fyrir stuttu síð- an. Fundinn sátu auk Guðmund- ar, Erlendur Einarsson, fram- kvstj. SÍS, Hannibal Valdimars- son, forseti ASÍ, Baldvin Þ. Kristjánsson, skólastjóri, og Jó- hann Bjarnason, afgreiðslumað- Þá hat'ði borizt hjálparkall frá öðru skipi, sem heimahöfn á í Líberíu „Stamatis", en áhöfnin er þó ekki talin í bráðri hættu. Indverskt skip, „State of Raj- asthan“, hefur strandað við mynni Adyar-árinnar, við Beng- al-flóa. Ekki er kunnugt um af- drif skipshafnarinnar. Skipstjórinn í „Progress", sem nú liggur í sjúkrahúsi í Madras, segir, að óveðrið hafi skollið á, er skipið var 5 km. undan Ind- landsströnd, skammt frá Madras. Sagðist hann hafa varpað tveim- ur ankerum, en þau hefðu ekki haídið. Allar ráðstafanir til að forða strandi jnistókust. Áhöfnin beið eftir björgun á strandsta'ð .í 2 stundir, en þar kom, að áhöfnin varð að varpa sér í sjóinn til að reyna að kom- ast til lands. Eins og fyrr segir, fórust 26 úr áhöfninni, allir kín- verskir. . skrifar viðtal við skáldið, Sig- urður A. Magnússon, skrifar um tvö síðustu leikrit Laxness — og margar myndir eru birtar úr Prjónastofunni Sólinni og Dúfna- veizlunni. í þessu hefti eru birtur kafli úr Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar, myndskreyttur, og segir þar frá átökunum á Englandi ár- ið 1066, en í sumar_hefur 900 ára afmæli þessara atburða verið minnzt veglega á Bretlandi. Prófessor Þórhallúr Vilmundar- son ritar inngang að þessari kynningu ICELAND REVIEW á fornsögunum og ennfremur hef- ur Halldór Pétursson teiknað kort yfir vettvang atburðanna. ítarlegt viðtal við dr. Jóhann- es Nordal, bankastjóra, er í rit- inu og er þar fjallað um erlent fjármagn og afstöðu íslands til þess. Af ýmsu öðru mætti nefna við- tal við dr. Jón Vestdal og frá- sögn af starfsemi Sementsverk- smiðjuna, sagt er frá fyrirhug- uðum þotukaupum Flugfélags íslands — og bandarískur ferða- maður skrifar grein um ísland nútímans í augum útlendingsins. Fjölmargt annað efni er í rit- inu, en kápa heftisins er í tengsl- um við kynningu þess á Heims- kringlu. Kennedy-höfða, 4. nóv. - NTB Bandaríski flugherinn skýrði frá því í dag, að annar af tveim- ur fjarskiptahnöttum, sem skotið var á loft í gær, fimmtudag, sé bilaður. Er talið, að loftnet hans sé úr lagi gengið. STAKSIEIMR Bágstaddir menn Framsóknarmenn eiga bágt um þessar mundir. Þeir liafa nú væntanlega gert sér grein fyr- ir einni óhagganlegri staðreynd islenzkra stjórnmála: Framsókn- arflokkurinn hefur enga mögu- * leika á því að efla þingstyrk sinn i þingkosningunum á næsta vori. Þetta er staðreynd, sem þeir komast engan veginn fram hjá. Ef til vill er hún orsök þeirr ar einkennilegu stefnu, ‘ eða stefnuleysis, sem Framsóknar- flokkurinn rekur í stjórnarand- stöðu. Flokkurinn h#fur nú um margra ára skeið, rekið algjör- lega ábyrgðarlausa pólitík gagn- vart fjármálum ríkisins, krafizt lækkunar skatta, en aukinna út- gjalda. Gagnvart atvinnuvegun- um og launþegasamtökunum hef ur flokkurinn rekið algjöra henti stefnu, annars vegar haldið því fram, að stefna ríkisstjórnarinn- ar sé að Ieggja atvinnuvegina í rúst, en hins vegar hvatt laun- þegasamtökin til þess að gera sí- * fellt meiri kröfur á hendur þess- um sömu atvinnuvegum sem Framsóknarmenn segja að standi svo illa. Og loks virðist Fram- sóknarmönnum sérstaklega illa við, að horfast í augu við ákveðn ar staðreyndir í uppbyggingu hins íslenzka þjóðféiags. Þetta viljaleysi Framsóknar- manna til þes^ að horfast í augu við staðreyndir, og jafnframt tilraun til þess að blekkja sjálf- a sig og aðra, kemur greini- lega fram í viðbrögðum þeirra við því að forsætisráðherra hef- ur að undanförnu bæði á Alþingi og á öðrum vettvangi vakið athygli á ákveðnum staðreynd- um í uppbyggingu hins íslenzka þjóðfélags, sem ekki þýðir að loka augunum fyrir, ef menn vilja finna skynsamlega lausn á þeim verkefnum og vandamálum, sem jafnan liggja fyrir í þjóðfél- agi, sem er í mikilli og örri úpp- byggingu. Lí f sk j arabylting Það er t.d. furðuleg sjálfsblekk ing þegar Tíminn í forystugrein í gær talar um „ófarir stefnu og stjórnar 7 síðustu ár“ og segir að þær „ófarir" séu orðnar þjóðinni augljósar. En hverjar eru hinar óhagganlegu staðreyndir um stjórnartímabil núverandi ríkis- stjórnar. Þeirri spurningu verð- ur bezt svarað með því að vitna í merka ræðu, sem forsætisráð- herra Bjarni Benediktsson flutti á fundi Landsmálafélagsins Varð ar fyrir nokkrum vikum, en þar sagði hann meðal annars: „En á síðustu 5 árum segja öruggar skýrsiur, að lífskjör íslendinga, þjóðarheildar og einstaklingaL. hafi batnað sem svarar þriðjungi, eða öllu heldur tveimur fimmtu, 33—40%. Menn gera sér oft ekki grein fyrir þessum miklu breyt- ingum, öruggustu samfelldu lífs- kjarabreytingu, sem yfir islenzku þjóðina hefur gengið. En þessu taka menn ekki alltaf eftir, þvi með bættum hag, aukast kröf- urnar. En lítum á okkar eigið um hverfi, við getum litið á vega- gerð, opinberar byggingar, bíla- innflutning. Á síðustu árum hef- ur tíundi hver Islendingur haft efni á því að fara til útlanda. Það eru aðeins örfáar þjóðir, sem hafa treyst sér til þess að veita sínu fólki meiri munað. Lítum til þess þegar vinstri stjórnin gafst upp 1958. Frá þeim * tíma hafa íslenzkir atvinnuveg- ir eignast skuldlaust 50% meira af atvinnutækjum, en þeir áttu í upphafi tímabilsins, og þetta er reiknað í raunhæfum verð- mætum, og það er líka athyglis- vert að þessi fjármunamyndun hefur orðið án þess að skuldir við útlönd hafi aukist svo telj- andi sé. ef aftur á móti er talið það handbært fé, sem er í er- lendum verðmætum" Um hádegið var vindur hvass á norðaustan með snjó komu um norðanvert landið. Vestanlands var einnig hvasst og þar gekk á með éljum suður um Borgarfjörð. Rign- ing var á Austfjörðum, en léttskýjað sunnanlands. Veð- ur fór kólnandi. Var 3ja til 5 stiga frost á Vestfjörðum, en hiti 4—6 stig á Suðurlandi. Hæðin yfir Grænlandi er á austurleið á undan lægðinni sem sézt til yfir Labrador- skaga. Má því búast við lygn andi og batnandi veðri í dag. Fyrsta skóSaár bréfaskóla SÍS og ASÍ að heffast ur. Laxness og lelkrit hans í nýju hefti lceland Review

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.