Morgunblaðið - 05.11.1966, Qupperneq 12
12
MORGUN BLAÐIÐ
Laugardagur 5. nóv. 1966
Nauðsyn miklu
hagstjórnartækja
Úr ræðu dr. Jóhannesar IMordals
bankastióra á fundi iðnrekenda
D .JÓHANNES NORDAL, Seðla
bankastjóri flutti fyrir nokkrum
dögum athyglisvert erindi á
fundi Félagi ísi. iðnrekenda þar
sem hann ræddi þá erfiðleika,
sem framundan eru í efnahags-
málum og benti á nauðsyn miklu
sterkari og öflugri hagstjórnar-
tækja en nú eru fyrir hendi. í
því efni vakti hann athygli á
þrennu: Að útgjöid opinberra
aðila, ríkis- og sveitarfélaga eru
eitt mikilvægasta tækið til þess
að jafna hagsveiflur. Að veru-
legar umbætur á sviði skatta-
mála og innheimtu geta dregið
dr hagsveiflum. Að komið verði
upp skattfrjálsum sparnaðarform
um sem bæði einstaklingar og
fyrirtæki eigi aðgang að undir
tilteknum kringumstæðum.
Þá sagði Seðlabankastjórinn
að á sl. 12 mánuðum hefði út-
lánaaukning banka og spari-
sjóða orðið meiri en nokkru sinni
fyrr og numið 23% en útlán til
iðnaðar á sama tíma aukizt um
23,5%.
Dr. Jóhannes Nordal sagði, að
í einföldustu mynd sinni mætti
segja, að meginvandamál efna-
hagsmálanna í dag væru fólgin í
því, að verðlag og framleiðslu-
kostnaður hefði hækkað hér á
landi miklu örar á árinu 1965
og það sem af væri þessu
ári heldur en mikill hluti at-
vinnuveganna hefði þolað.
Reynslan væri því miður sú,
að rík tilhneiging hefði verið til
verðbólguþróunar nú um þrjá
áratugi, og kæmu þar tvímæla-
laust til margvíslegar efnahags-
legar og þjóðfélagslegar orsakir.
Væri þar aukning útflutnings-
tekna ein af orsökunum. Á hinn
bóginn mætti segja, að helzti
hemill á eftirspurnarþenslu hér
á landi, hefði verið fólginn í
áhrifum á afkomu útflutnings-
atvinnuveganna og greiðslujöfn-
uðinn. Þótt mörgum hefði verið
ljós hin margvíslegu skaðvæn-
legu áhrif verðbólgu á efnahags
þróunina, hefði það eitt ekki
nægt til þess að knýja fram
nægilega öflugar* gagnráðstafan-
ir. Hins vegar hefðu menn ekki
komizt hjá því að spyrna við
fótum, þegar verðbólguþróun
hefði farið að stefna efnahag
þjóðarinnar út á við og sam-
keppnishæfni atvinnuveganna í
hættu.
Nú hefði það verið þannig um
nokkur undanfarin ár, að verð-
lag íslenzkra útflutningsafurða
hefði farið síhækkandi jafnframt
því sem síldveiðar hefðu stór-
aukið útflutningsframleiðsluna
og bætt afkomu þeirra, sem pær
hefðu stundað. Á meðan þessu
hefði haldið fram, gat verðbólgu
þóunin haldið áfram, án þess að
afleiðingar kæmu fram í stöðu
þjóðarbúsins út á við. Hins veg-
ar hlutu vandamál að skapast,
jafnskjótt og breyting varð á
verðþróun á útflutningsmörkuð-
um okkar, en að því hlaut að
reka fyrr eða síðar.
Þetta hefði komið skýrt í ljós
síðustu mánuði. Verðhækkanir
hefðu ekki aðeins stöðvazt, held-
ur hefðu átt sér stað verulegar
lækkanir á verði ýmissa helztu
útflutningsafurðanna, svo sem
síldarmjöli og lýsi og freðfiski.
Hefði þegar gjörbreytt afkomu-
horfum sjávarútvegsins, jafn-
framt því að hafa mikil áhrif til
hins verra á greiðslujöfnuð við
útlönd. Atvinnuvegirnir gætu
því með engu móti þolað frek-
•ri hækkanir framleiðslukostn-
aðar, ef forðast ætti verulegan
samdrátt í framleiðslu. Þessar
staðreyndir og þörfin á verð-
og kostnaðarstöðvun væru nú
orðnar ljósar ekki einungis at-
vinnurekendum, heldur öllum
almenningi.
Bankastjórinn sagði að fróð-
legt væri að kanna orsakir og
eðli þess vandamáls, sem við
nú stæðum frammi fyrir. Síðan
í ársbyrjun 1965 hefði risið hér
sterk eftirspurnaralda, sem væri
í ætt við þær hagsveiflur, sem
þekktar væru úr efnahagssög-
unni og enn ættu sér stað, þótt
áhrif þeirra væru ekki eins al-
varleg og áður fyrr. Áhrifin væru
í fyrstu lítil á verðlagið, en eftir
því sem eftirspurnarþrýstingur-
inn ykist og breiddist út um
hagkerfið ykist tilhneigingin til
verðhækkana, einkum þar sem
framleiðslugetan yrði ekki auk-
in með skjótum hætti. Þegar
svo vinnuafl og aðrir framleiðslu
þættir væru fullnýttir ykust
víxláhrif verðlags og launa og
hreint verðbólguástand mynd-
aðist. Jafnframt yrði vaxandi
fjárfesting og hækkandi rekstr-
arkostnaður valdur að aukinni
eftirspurn lánsfjár, enda færi
sparnaður minnkandi, þegar svo
væri komið. Þegar slíkar sveiflur
ættu sér stað hjá stórþjóðum
endaði hún að lokum í alvarleg-
um efnahagslegum afturkipp, en
áhrif slíkrar þenslusveiflu hjá
minni þjóðum kæmu fram í al-
varlegum greiðsluhalla út á við,
sem leiðrétta yrði með ströngu
efnahagslegu aðhaldi.
Fyrir því væri margvísleg og
dýrkeypt reynsla í heiminum
að slíkar hagsveiflur hefðu mikla
efnahagslega sóun í för með sér,
auk þess sem þær færðu allt
verðlagskerfið og fjármál fyrir-
tækja úr eðlilegum skorðum.
Það væri því orðið eitt af megin
markmiðum heilbrigðrar stefnu
í efnahagsmálum að forðast slík-
ar hagsveiflur og reyna að koma
í veg fyrir að eftirspurnar-
þróunin gæti náð svo langt, að
hættulegt verðbólguástand mynd
aðist.
Bankastjórinn ræddi því næst
um orsakir fyrir kapphlaupi verð
lags og kaupgjalds og sagði að
verðhækkanir hefðu að nokkru
leyti þjónað þeim tilgangi, að
gefa öllum stéttum hlutdeild í
þeirri aukningu þjóðartekna,
sem átt hefðu sér stað sérstak-
lega innan síldariðnaðarins. Jafn
framt hefði dregið úr vaxtar-
hraða ýmissa framleiðslugreina,
sem ekki væru samkeppnisfærar
um afköst. Þótt þessi þróun hetði
gegnt nokkru efnahagslegu hlut-
verki hefði hún þegar á heildina
væri litið skapað miklu fleiri og
erfiðari vandamál en hún hefði
leyst. í fyrsta lagi kæmu til á-
hrif víxlhækkana, sem hefðu orð
ið þess valdandi, að verðhækk-
anir hefðu haldið áfram miklu
lengur en hin upphaflega fram-
leiðsluaukning hefði gefið til-
efni til. Hefði þetta valdið al-
mennri verðbólguþróun, sem
væri orsök þeirar erfiðleika, sem
nú blöstu við. Við þetta bættist
svo sá eiginleiki verðlags- og
launakerfisins, að það virtist
hafa teygjanleik eingöngu upp
á við. Þannig yrðu verðhækkan-
ir auðveldlega til jafnvægis milli
atvinnuvega, á meðarx útflutn-
ingsverðlag og framleiðni væru
hækkandi, en sama gilti ekki
verðlag erlendis lækkaði á ný
og atvinnuvegirnir hættu að geta |
öflugri
borgað hið háa kaupgjald. Þá
þætti gott, ef hægt væri að ná
verðstöðvun, er gæfi atvinnuveg
unum nokkurt svigrúm til aðlög-
unar að hinu nýja ástandi.
Ný hagstjórnartæki.
Dr. Jóhannes Nordal sagði, að
nauðsyn væri að leita miklu
sterkari og öflugri hagstjórnar-
tækja, sem tryggðu það, að
sveiflur innan einstakra atvinnu
vega yrðu ekki til þess að setja
allt efnahagskerfið úr skorðum.
Benti hann síðan á nokkur at-
riði sem dæmi um aðgerðir, sem
gætu orðið til mikilla bóta.
Dr. Jóhannes Nordal
Vék hann fyrst að því að
stefna í fjármálum og útgjöld-
um opinberra aðila, ríkis- og
sveitarfélaga, væii eitt mikil-
vægasta tæki, sem nota mætti
til þess að jafna hagsveiflur.
Leitast ætti við að auka opinber
útgjöld, þegar heildareftirspurn
væri of lítil og ástæða væri til
að örva efnahagsstarfsemina,
en hins vegar bæri að draga úr
ríkisútgjöldum og hækka skatta,
þegar hætta væri á ofþenslu og
verðbólgu. í mörgum löndum
væri nú sterk viðleitni í þá átt,
að hinn opinberi búskapur frek-
ar drægi úr, en yki hagsveiflur.
Þessu hefir ekki verið svo hátt-
að hérlendis og hefði reyndar
þótt nógu langt gengið, að íá
því framfylgt, að ekki skuli reka
búskap ríkis- og sveitarfélaga
með halla í sæmilegu árferði.
Reyndin hérlendis hefði fremur
verið sú að starfsemi hins opin-
bera hefði beinlínis haft áhrif
í þá átt að auka hagsveiflur í
stað þess að draga úr þeim.
Stafaði þetta m.a. af því að
þegar tekjuaukning og veltuaukn
ing ætti sér stað í þjóðfélaginu
hefðu tekjur ríkis- og sveitar-
félaga tilhneigingu til þess að
hækka mjög ört. Þá hefðu kröf-
ur um framkvæmdir þessara að-
ila og aukna þjónustu við borg-
arana aukizt hröðum skrefum,
og þá jafnvel stundum örar en
tekjurnar. Ofan á eftirspurnar-
þensluna, sem stafað hefði upp-
haflega af velgengni atvinnuveg
anna, hefði því venjulega verið
hlaðið stóraukningu opinberra
útgjalda og framkvæmda. Sér-
staklega hefði þessi tilhneiging
verið áberandi hjá sveitarfélög-
um hér á landi undanfarin ár,
enda mætti segja, að stjórnir
sveitarfélaga væru algerlega
rofnar úr samhengi við hina ai-
mennu stefnu, sem rekin væri
af ríkinu í efnahagsmálum hverju
sinni. Við þetta bættist svo, hve
þunglamalegt og seint í vöfum
allt fjármálakerfi ríkis- og sveit-
arfélaga væri, þar sem allt væri
bundið í fjárhagsáætlunum, sem
gerðar væru fyrirfram fyrir
heilt ár í senn, en það í sjáifu
sér torveldaði mjög allar að-
gerðir í þá átt að aðhæfa stefnu
þessara aðila þróun þjóðarbú-
skaparins á hverjum tíma.
Annað svið, þar sem gera
mætti verulegar umbætur í því
skyni að draga úr hagsveiflum
væru skattamál og fyrirkomu-
lagið á innheimtu skatta. Mikil-
væg umbót í þessu efni væri
fólgin í því að taka upp slað-
greiðslukerfi beinna skatta hér
á landi, en það mál hefði verið
mikið kannað að undanförnu.
Það mundi tvímælalaust vinna
á móti óeðlilegum eftirspurnar-
sveiflum, ef skattar væru lagðir
á tekjur um leið og þeirra væri
aflað, en ekki ári síðar eins og
nú ætti sér stað. Ennþá mikil-
vægara væri samt, ef hægt væi'i
að koma á tekjujöfnunarskatt-
lagningu í útflutningsframleiðsl
unni, t.d. með einhvei's konar
útflutningsgjaldi, er safnað væri
saman, þegar tekjuaukningin
væri ör, en greitt út að nýju,
þegar samdráttur ætti sér stað.
Þetta væri ekki ný hugmynd, og
reyndar hefði hún verið við lýði
í mörg ár. Aflatryggingasjóður,
sem gegndi slíku hlutverki í
smáum stíl. Með vaxandi sildar-
útgerð væri sveifluhættan í út-
flutningsatvinnuvegum okkar
orðin miklu meiri en áður, og ,
því þeim mun meiri þörf á að-
gerðum til tekjujöfnunar. Ef lit-
ið væri til reynslu síðustu 5—6
ára mætti sjá, hve mikilvægu
hlutverki slík tekjujöfnun gæti
hafa gegnt. Með henni hefði ver-
ið unnt að draga verulega úr
þensluáhrifum hins mikla síld-
arafla og háa verðlags undaniar
inna tveggja ára, en jafnframt
mundi verðlækkun sem orðið
hefði síðustu mánuði, ekki hafa
skapað þau vandamál, sem raun
bæru vitni.
Þá nefnid bankastjórinn til
enn eitt tæki, sem hann sagði að
komið gæti að verulegum not-
um í því skyni að draga úr hag-
sveiflum og væri ef til vill það
aðgengilegasta, og framkvæman-
legasta. Væri hér um að ræða
að komið yrði upp skattfrjálsum
sparnaðarformum, er bæði eín-
staklingar og fyrirtæki ættu að-
gang að undir tilteknum kring-
umstæðum. Að þvi er varðaði
fýrirtæki, gæti þetta verið í
svipuðu formi og svonefnd „in-
vestment kredit“, sem tíðkast
hefði t.d. í Svíþjóð. Fælist í þvi,
að fyrirtæki gæti, þegar ágoði
væri óvenjulega mikill, lagt
hluta af tekjum sínum til hliðar
í skattfrjálsan sjóð. Sjóðurinn
væi'i svo ávaxtaður á bundnum
reikningi í Seðlabankanum og
þá helzt með verðtryggingu,
þangað til aðstæður leyfðu al-
menna aukningu fjárfestingar,
en þá mætti fyrirtækið taka inn-
eign sína út og nota nana til
framkvæmda. Með þessu væi'i
fyrirtæki með skattfríðindum
til þess að flytja fjárfestingu
sína af þensluárunum -yfir á þau
ár, þegar eftirspurn væri hófleg.
Hliðstæð sparnaðarform, er
hentugt launþegum, mætti einnig
hugsa sér.
Ástandið í peningamálum
Að lokum sagði dr. Jóhannes
Nordal: Margt af því, sem ég
hef sagt hér um hagsveiflur,
eðli þeirra og þau vandamal,
sem þær skapa, er að mínum
dómi nauðsynlegt til skilnings á
þróuninni í peningamálum. Á-
standið á lánsfjármarkaðinum
nú og undanfarna mánuði er
átakanlegt dæmi um það. hversu
skaðlegt það er efnahagskerfinu
og fjármálum fyrirtækja, þegar
ofþensla og verðhækkunaröldur
fá að rísa eins hátt og reynd hef-
ur orðið hér undanfarin tvö ár.
Þar liggur fyrst og fremst skýr-
inging á því, að hér er nú me’ra
kvartað undan lánsfjárskorti en
um margra ára skeið, eftir mestu
útlánaaukningu, sem um getur,
undanfarna 12 mánuði. Á þessu
tímabili hefur útlánaaukning
banka og sparisjóða nurnið
hvorki meira né minna en 1778
millj. kr. auk þess sem fjárfest-
ingarlánastofnanir hafa lánað
meir en nokkru sinni fyrr. Hlut-
fallslega hefur útlánaaukning
bankakerfisins numið 23%. Þess
má geta, að í hlut iðnaðarins
hefur fallið fyllilega eðhleg'ir
hlutur þessarar aukningar, eða
reyndar heldur betur, þar sem
hluti af aukningu lána til sjávxir
útvegsins stafar af óeðlilegri
birgðasöfnun. Hafa útlán til iön-
aðar á þessu tímabili hækkað
um 221 millj. kr. eða 23,5%.
Ég nefni þessar tölur hér ekki
á neinn hátt í því skyni að
guma af þeim fyrir hönd bank-
anna eða Seðlabankans. Sann-
leikurinn er sá, eins og öllum
ætti að vera augljóst, sem
nokkra nasasjón hafa af efna-
hagsmálum, að 23% útlánaaukn-
ing á einu ári er á engan hátt
samrýmanleg efnahagslegu jafn-
vægi eða heilbrigðri fjármála-
stjórn. Þetta á ekki sízt við,
þegar þess er gætt, að sífellt
minnkandi hluti þessarar útlána
aukningar hefur verið borinri
uppi af raunverulegum sparnaði
í formi innlánsaukningar í bönk
unum. Þannig var útlánsaukn-
ingin mánuðina júlí til septem-
ber í ár 534 millj. kr., en inn-
lánsaukningin aðeins 92 milij.
eða 17%, og frá áramótum hafa
bankarnir lánað út helmingi
meira en nemur innlánsaukning-
unni. Þótt endurkaup afurða-
víxla vegna mikillar útflutnings
framleiðslu eigi þátt í þessum
mikla mismun útlána og inn-
lána, er hér um mjög alvarlega
þróun að ræða, sem þegar hei'ur
orðið til þess að mest allt lausa-
fé viðskiptabankanna er upp
urið, og þeir komnir í verulegar
skuldir við Seðlabankann.
Ég held að þessar tölur og
reynsla fyrirtækja í lánsfjár-
málum sé í sjálfu sér góð vís-
bending um það, að hóflaus aukn
ing útlána er engin lausn þexrra
vandamála, sem hér er við að
etja. Séu íslenzkir atvinnuvegir
nú komnir í lánsfjárerfiðleika,
sem sízt er að efa, eftir 1778
millj. kr. útlánaaukningu á einu
ári, stafar það augsýnilega ekki
af eðlilegri aukningu rekstrar-
'fjárþarfar. Skýringuna er að
finna í efnahagsþenslu, sem ýtt
hefur undir óheilbrigða fjárfest
ingu, spákaupmennsku og ógæti
lega meðferð rekstrarfjár. Aukn-
ing bankaútlána án þess að
raunverulegur sparnaður sé lyrir
hendi til þess að mæta þeim get-
ur engan vanda leyst, þegar svo
stendur á, heldur mundi hún
þvert á móti viðhalda þensiunni,
gera allar tilraunir til stóðvun-
ar verðlags og kaupgjalds að
engu og bitna þyngst á þeiin
fyrirtækjum, sem mesta viö-
leitni sýna til heilbrigðrar með
ferð fjármuna .Hér eru engin
ný sannindi á ferðinni. Af þess-
ari reynslu hafa allar þjóðir
mátt læra og þá ekki sízt íslend-
ingar á undanförnum þenslu-
skeiðum".
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 46., 47. og 48 tbl. Lögbirtingablaðsins
1966 á hluta í Ránargötu 11, hér í borg, þingl. eign
Viktors A. Guðlaugssonar, fer fram eftir kröfu Axels
Einarssonar hrl., og Hafþórs Guðmundssonar hdl. á
eigninm sjálfri, þriðjudaginn 8. nóvember 1966, kl. 3Vz
síðdegis.
Borgarfógetaembættift í Reykjavík.