Morgunblaðið - 12.11.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 12.11.1966, Síða 3
i_iau£aiucigui 14. uuv. ilmju iriunuuiiDLMyiy u {.i ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN VOLKSWAGEN 1600 „Fastback KOMIÐ ^ SKOÐIÐ og KYNNIST^ þessum glœsilega bíl Verð kr. 210.700 HEKLA hf . í&Mm Z m . Dreymandl drengur. konuna, prýdd fjölmörgum myndum af verkum hennar, Ýtarlegan formála með bók- inni, þar sem rakinn er á skemmtilegan hátt listferill og lífshlaup Gunnfríðar, skrif ar Steingrímur Davíðsson fyrrum skólastjóri á Blöndu- ósi. Bókin fæst í bókabúðum og heima hjá listakonunni. „Ég fór sem sveitastúlka að heiman," segir Gunnfríður, „en 18. júlí 1931, er eiginlega upphafið að mínum listferlL sýn, styttunni, sem stendur hjá Strandarkirkju, og sjálf- sagt er einna kunnast verka minna. Þetta er fyrsta stytta á íslandi úr graníti og er hoggin út í Noregi. Þangað var send gibsafsteypa af henni. Hún er úr ljósu graníti úr Störenfjalli, ofan- vert við Niðarós. Ég fór á sínum tíma frá Osló yfir Dofrafjöll, og þá sá ég Stören fjall. Landsýn stendur fyrir sínu, sagði séra Sigurður í STAKSTEIMAR Ceri þeir eins á íslandi, þá fer vel Listaverkabók eftir Cunn- fríði Jónsdóttur komin út „MAÐUR á að hafa Norður- lönd sem stökkbretti, áður en lagt er af stað suður i lönd. Það veitir manni visst öryggi ©g jafnvægi, einkanlega þeg- ar maður fæst við myndlist," sagði Gunnfríður Jónsdóttir listakona, þegar við heim- sóttum hana á dögunum að Freyjugötu 41, en þar er heimili hennar og vinnustofa. Tilefni heimsóknarinnar var það, að nýlega er komin út myndarleg bók um lista- Það var þá, sem ég gerði lít- inn leirplatta, en það næsta var svo myndin Dreymandi drengur. Fyrirmyndin var 12 ára drengur inni á Kirkju- sandi, sem hét Siggi Valur, hann er víst núna bílstjóri einhvers staðar í ósköpunum, ég veit ekki meir.“ Og við flettum með Gunn- fríði hinni fallegu bók, og spyrjum um einstakar mynd- ir. „Hérna er mynd af Land- Holti. Myndin af Gunnari Björns syni ritstjóra varð til, eftir að hann hafði setið 8 sinnum fyrir hjá mér. Gunnar er kempukarl og honum er gam- an að kynnast. Hann er faðir Valdemars fjármálaráðherra og þeirra bræðra. Hér er mynd af móður minni. Einhver hafði orð á því, hvort ég væri alltaf að móta Ceasar í leir. Grime- land, sá, sem sá um skreyt- inguna á Ráðhúsinu í Osló, sá mynd þessa á Norðurlanda- sýningu, hafði spurt um mynd mínar, og benti á þessa og sagði: Geri þeir eins á Is- landi, þá fer vel. Svo er hér mynd af föður mínum. Ég gerði litla skissu af honum, þegar hann lá banaleguna á Siglufirði. Myndina af múlattanum gerði ég, þegar ég var auka- nemandi á Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Myndin af síldarstúlkunum er varðveitt í bronce í Ráðhúsinu í Stokk- hólmi. Ég sá stelpur niðri í Miðstræti, þegar verið var að byggja húsið hér, og mér fannst þær góð fyrirmynd." Síðan sýndi Gunnfríður okkur vinnustofu sína, og þar var margt fallegra mynda, Gunnfriður Jónsdóttir sumar geysistórar. Myndir af þessum verkum er að finna í hinni nýútkomnu bók. „Finnst þér ekki gaman að hafa gefið út þessa bók?“ „Jú, mér finnst það reglu- lega ánægjulegt, og ég held að þetta sé fyrsta listaverka- bókin eftir konu, sem komið hefur út á íslandi. Leiftur- prentsmiðjan hefur prentað hana, og tekizt vel“ sagði Gunnfríður um leið og við kvöddum og héldum út í kvöldkulið. — Fr. S. Síldarstúlkurnar. Myndin er í Ráðhúsi Stokkhólmsborgar. Framfarir á sviði heilbrigðismála Á síðustu árum hafa óum- deilanlega orðið miklar framfarir á sviði heilbrigðismála og veru- legar umbætur á löggjöf hafa verið gerðar. Má í því sambandl benda á, að sett hafa verið ný sjúkrahúsalög og ennfremur læknaskipunarlög, en þessi lög- gjöf hvor á sínu sviði, markar vissulega tímamót í þessum efn- um. Af hálfu ríkisvaldsins hefur verið lögð áherzla á vaxandi fjár framlög til heilbrigðismála og má í því sambandi minna á, aS framlag til ríkisspítala er aukið um 60% á fjárlögum næsta árs. Það verður því ekki um það deilt, að á sviði heilbrigðismála hefur vel verið unnið á undan- förnum árum, en það er líka alveg ljóst að mikil verkefni eru framundan á þessu sviðL Gífurlegar i framkvæmdir Á þessar staðreyndir minnti Jóhann Hafstein, heilbrigðismála ráðherra í umræðum í efri deild Alþingis fyrir nokkrum vikum, þegár hann sagði meðal annarsí „Ég vil þakka Alþingi fyrir það, að það hefur verið örlátt á á- vaxandi og örar hækkanir á fram lögum til heilbrigðismála. Gífur- legar framkvæmdir hafa staðið yfir á því sviði, en samt vantar gífurlega á í þeim efnum, og er mér það efst í huga geðveikra spítali, sem kostar mörg hundruð milljónir króna“. Af þessum um- k mælum heilbrigðismálaráðherra er ljóst að af hálfu ríkisstjórnar- innar er fullur skiningur á þeim miklu nauðsynjamálum, sem fram þarf að koma á þessu sviði, en því verður heldur ekki á móti mælt, að verulegar umbætur hafa orðið í þessum mikilvægu málum nú á síðustu árum. Stendur á svari EJerflugvél með 19 er saknað Boston, 11. nóv. — AP. TALTÐ er ,að Constellation, flug- vél frá bandaríska flughernum, með 19 manna áhöfn, .hafi fallið í sjó niður, um 290 km. austur .af Cape Cod, snemma í morgun. Vont veður var á þessum slóðum, þoka og illt í sjó. Ekki hefur komið fram af fregnum, að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt, að þeir væru í nauðum staddir. Samband rofn- aði þó allt.í einu við vélina. Þegar í stað var hafin leit, er til þess spurðist, að fiskimenn hefðu séð flugvél steypast í haf- ið. Leitarflugvélar tilkynntu síð- ar, að brak hefði sézt á sjónum, skammt frá þeim stað, er síðast spurðist til flugvélarinnar. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að ganga úr skugga um, hvort brakið er úr flugvélinni, sem saknað er. Fyrir nokkru lét Austri Þjóð- viljans svo um mælt, að til væru ríki, þar sem menn þyrftu leyfi lögreglunnar til fundahalda, og sumsstaðar væri því lögreglu- valdi beitt af miklu gerræði. Al- þýðublaðið spurðist fyrir um það hjá Þjóðviljanum hvaða lönd þarna væri átt við, og hann svar aði út í hött. Alþýðublaðið sagði svo s.L fimmtudag: „Ritstjóri Þjóðviljans treystir sér ekki til þess að svara þeirri spurningu, hver þau ríki væru, sem hann þarna ætti við, heldur sló úr og í, og sagði að líklega ætti þetta við um meirihluta heimsins. Sú staðreynd er alkunn, að í mörg- um Austur-Evrópuríkjunum, þar sem kommúnisminn er ríkjandi stjórnarfar, hefur aðeins verið hægt að framkvæma kommúnism ann með því að koma á fót öflug- um lögregluríkjum, þar sem póli- tísk lögregla hefur haft ÖU ráð þegnanna í hendi sér, og menn hafa ekki einu sinni getað hvísl að óhultir á milli sín gagnrýni um stjórnarvöldin. Þetta eru þau ríki, sem Þjóðviljaritstjórarnir vilja að við íslendingar tengj- umst böndum og tökum upp þeirra stjónarfar. Alþýðublaðinu þykir nú rétt að ítreka spurningu sína, og hafa hana þá um leið nokkru þrengri: Telur Austri að Sovétríkin, Austur-Þýzkaland eða Kina, þar sem hann er mæta- vel kunnugur, séu lögregluríki? Fróðlegt væri að fá svör við þessu“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.