Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 20

Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1966 Sigurður A. Magnússon: Víetnam og vestræn viðhorf UM FYRRI helgi kom til Iands- ins ssenaka skáldkonan Sara Lidman, einn aí merkarí höf- undum sem nú eru uppi á Norð- urlöndum, og flutti hér erindi um stríðið í Víetnam, aðdrag- anda þess og afleiðingar. Kveðj- urnar sem skáldkonan fékk hjá ýmsum íslenzkum blaðamönn- um, áður en hún ílutti eríndi sitt, voru í meira lagi kaldrana- legar og báru vitni taugaveikl- un sem oft verður vart þegar xnenn fá pólitíska hitasótt. Skal ekki fjölyrt um þau sóðaskríf hér; einungis látin í ljós sú fróma ósk, að annað hvort verði siða- reglur Blaðamannafélags ís- lands, sem samþykktar voru fyr- ir tæpum tveimur árum, teknar alvarlega eða numdar úr gildi að öðrum kosti. Taugaveiklunin, sem virðist grípa marga íslenzka blaðamenn þegár minnzt er á framferði Bandaríkjamanna í Víetnam öðru visí en lofsamlega, gefur hvort tveggja til kynna, að bandarísk- ur áróður eins og hann gerist lítilmótlegastur eigi vísan hljóm- grunn á íslandi, og að samvizka þeirra sem fyrir hvern mun vilja tileinka sér hann sé ekki í sem beztu ástandi, hvað sem veldur. Hitt er að mestu látið liggja í láginni í skrifum hérlendis, að bandarísk blöð og tímarit eru alls ófeimin við að ræða um stríðið í Víetnam og þá glæpi sem þar er verið að fremja, enda studdist Sara Lidman nær eingöngu við bandarískar heim- ildir í fyrirlestri sínum, auk þes« sem hún vék stuttlega að eigin dvöl í Norður-Víetnam. í>eir sem tóku sér fyrir hendur að ata skáldkonuna auri opin- berlega hefðu gert rétt í að hlýða á mél hennar, þó ekki væri annað, áður en þeir hófu skít- kastið. í>að má deila um margt í sam- bandi við hina illræmdu styrjöld í Víetnam, en að mínu viti er það barnaskapur, sem tæplega er ætiandi fullorðnu fólki, að halda því fram að Bandaríkin fórni mannslífum og fjármunum í Víetnam af hugsjónaástæðum. Þar kemur ekki til neitt annað en kaldrifjuð hagsmunapólitík, eem m.a. stefnir að því að tryggja Bandaríkjunum hlutdeild i gif- urlegum auðlindum Suðaustur- Asíu, og þá einkanlega við Mekongfljótið. Bandaríska viku- ritið „Newsweek" (sem talið er langbezta vikurit vestan hafs af yfirgnæfandi meirihluta banda- rískra blaðamanna) getur þess í yfirlitsgrein um stefnu Banda- ríkjanna í Asíu 31. október, að Bandaríkjamenn muni leggja mikið fjármagn í orkuver við Mekong-fljótið, og hefur eftir- farandi ummæli eftir forseta bandarisks stórfyrirtækis: „Fyr- irtæki mitt veðjar á þann mögu- leika, að á næstu tíu árum muni Bandarikin eyða svo miklu fé í Asíu, að Marshall-hjálpin (37 milljarðar dollara) verði hrein- asti hégómi (peanuts) í saman- burði við það“. Eins og stendur eru 331.000 bandarískir hermenn og 8.400 óbreyttir borgarar í Víet- nam, og Bandaríkin leggja fram 15 milljarða dollara árlega til Siður-Vietnams. Ætli þessar fórn ir séu færðar af umhyggju fyrir fólkinu í Víetnam eða stjórninni í Saígon? Ég held ekki. Dulles, Eisenhower og ýmsir aðrir leið- togar Bandaríkjanna hafa ekki farið í launkofa með, hvað fyrir þeim hefur vakað frá upphafi. Genfarsáttmálinn þverbrotinn í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp atburðina í Ungverjalandi fyrir réttum tíu árum. Hvers vegna komu Banda- ríkjamenn þá ekki til liðs við Ungverja? Það var ekki af ótta við nýja heimsstyrjöld (Víet- nam-stríðið er miklu líklegra til að kveikja nýjan heimsófrið), heldur einfaldlega vegna þess að í Ungverjalandi höfðu Bandarík- in ekki efnalegra hagsmuna að gæta. Þeir menn, sem réttilega töluðu um þjóðarmorð í Ung- verjalandi haustið 1956, en treyst ast ekki til að nefna aðfarir Bandaríkjamanna í Víetnam sama nafni, eru að mínu viti annað hvort hræsnarar eða blindaðir af pólitískri ofsatrú. Mergurinn mólsins í öllum um- ræðum um Víetnam-stríðið er sá, að Genfarsáttmálinn frá 1954 var þverbrotinn að undirlagi Banda- rikjanna, sem neitað höfðu að undirrita hann. Samkvæmt hon- um átti að efna til almennra kosninga í landinu árið 1956 og sameina það. Bandaríkjamenn þóttust vissir um að Hó Tsjí- Mín mundi fara með sigur af hólmi í almennum kosningum (Eisenhower taldi að hann mundi fó um 80% atkvæða), og því gripu þeir til þess að setja í veldisstól í Suður-Víetnam lepp- inn Díem (sem myrtur var með þöglu samþykki Bandaríkja- manna þegar þeir töldu sig ekki lengur hafa hans not). Eftir fall hans kom hver leppurinn af öðr- um, unz nú er svo komið að helzta haldreipi Bandaríkjanna í Víetnam er yfirlýstur aðdáandi og lærisveinn Hitlers, Ky hers- höfðingi. Ef menn ganga með þá grillu að Bandaríkin séu að þjóna mál- stað lýðræðis í heiminum með atferli sínu í Víetnam, Dómin- íska lýðveldinu og víðar, mættu þeir sömu menn gjarna velta því fyrir sér í góðu tómi, hvers vegna Bandaríkjamönnum er svo gjarnt að styðja við bakið á verstu afturhalds- og einræðis- öflunum í Asiu, Afríku og Róm- önsku Ameriku. Að minni skoð- un hefur ekkert einstakt riki unnið kommúnismanum í van- þróúðum löndum jafnaugljóst gagn og einmitt Bandaríkin með þeirri nálega ófrávíkjanlegu stefnu að styðja forréttindaklík- ur, kúgara og arðræningja í þess- um löndum. Jafnvel í löndum eins og Grikklandi, þar sem mað ur hélt að lýðræði væri á næstu grösum, er árangur slíkrar stefnu að koma á daginn með næsta átakanlegum hætti. Viðhorfin í Evrópu Ég tel míg ekki vera minni vel- unnara Bandaríkjamanna en hvem annan, en mig hefur oft- lega furðað á því, hve undirlægju hátturínn víð opinber bandarísk sjónarmið hefur veríð áberandi í skrifum íslenzkra blaða, og hljóta að liggja til þess einhverj- ar leyndar sálrænar orsakir. f flestum lýðfrjálsum löndum Evrópu er þessu allt annan veg farið. í áðurnefndu hefti af „Newsweek" er grein eftir einn helzta fréttamann blaðsins í Evrópu um afstöðu Evrópu- manna tii Víetnam-stríðsins, þar sem hann segir m.a.: „Þrír af hverjum fjórum Evrópumönn- um, sem ég hef átt tal við undan- farna tólf mánuði, hafa gagnrýnt afstöðu Bandaríkjanna í Víet- nam harðlega". Hann segir enn- fremur: „Vaxandi viðbjóður á stríðinu meðal þjóða Vestur- Evrópu mun þegar fram líða stundir hafa áhrif á stjórnmála- þróunina; hér er nefnilega um að ræða lýðræðisríki þar sem rödd mannsins, sem situr fyrir framan sjónvarpstækið sitt, má sín nokkurs“. Bandarískur sjónarvottur Söru Lidman var fundið það til foráttu af einhverjum íslenzk- um blaðamönnum, að hún hefði einungis gist Norður-Víetnam og gæti því ekki skýrt satt og rétt frá staðreyndum. (Hve margir af þeim fréttamönnum, sem blöð hérlendis birta daglega frá frétta klausur um gang stríðsins, skyldu hafa dvalizt fyrir norðan 17. breiddarbaug?) Til að jafna met- in þykir mér rétt að vitna hér í grein eftir bandarískan frétta- ritara sem var í Suður-Víetnam nálega fjögur ár á vegum stór- blaðsins „The New York Times“, sem af mörgum er talið vand- aðasta dagblað í víðri veröld. Höfundurinn, NeilSheehan, birti grein sína 9. október sl. Kveðst hann hafa farið til Víetnams í apríl 1962 fullur áhuga og sann- færingar um réttmæti þeirra hluta sem Bandaríkjamenn voru að gera í Víetnam. En trú hans kulnaði fljótlega í næðingi veru- leikans. Hann segir að banda- rískum hermönnum hafi alla tíð gramizt, að hugsjónaeldurinn og fórnfýsin voru að verulegu leyti forréttindi óvinarins. Víetkong hafi sífellt getað fjölgað liðsafla sínum, en Saígon-stjórnin hafi átt í miklum erfiðleikum við að auka liðsstyrk sinn sökum lið- hlaups. Um 85% af herafla Saíg- on-stjórnarinnar séu málaliðar, sem berjist einungis vegna pen- inganna, og hafi það bæði áhrif á viðhorf þeirra til almennra borgara og á baráttuþrek þeirra. Hann kveðst loks hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Víetnamar vilji miklu heldur deyja fyrir stjórn sem er innlend og gefur þeim einhverja von um betri lífs- kjör, þó hún sé kommúnísk, en fyrir stjórn sem sé handaverk valdhafanna í Washington og hugsi um það eitt að halda öllu óbreyttu. Sheehan segir að spillingin í Suður-Víetnam sé með ólíkind- um og vaxi í réttu hlutfalli við sívaxandi peningastrauminn frá Ameriku. Er talið að um 20% af því fé, sem verja á til upp- byggingar úti á landsbyggðinni, komist í hendur Víetkong, en 30 —40% fari í vasana á opinberum embættismönnum. í Suður-Víet- nam lóta um 1000 óbreyttir borg- arar lífið af völdum stríðsins mán aðarlega, en ura 2000 særast. Flest af þessu fólki fellur eða særist af völdum bandarískra loftárása og stórskotahríða, segir Sheehan. Flóttamannafjöldínn er kominn | yfir eina milljón, og þó þarf mik- j ið til að fá bóndann í Víetnam til að yfirgefa jarðarskika sinn j og grafir feðranna. „Fátækra- ; hverfi flóttamanna hafa risið upp . í borgum nálega jafnört og her- I mannaknæpur", segir Sheehan og bætir við að á fyrstu sex mán- uðum yfirstandandi árs hafi Bandaríkjamenn gereytt 59.000 ekrur af hrísgrjónaökrum með eiturefnum. Sheehan rekur f ófögru máli hvaða áhrif stríðið hefur haft á þjóðlíf í Víetnam. Verðbólgan er orðín svo gegndarlaus, að enginn ræður við neitt. Siðgæðisupp- iausnin sem skapazt hefur af dvöl bandarísku hermannanna í borgum og bæjum er eins og faraldur. „Vínstofur og pútna- hús, þúsundir ungra Víetnam- kvenna sem vanvirða sjálfaf sig með vændi og saurlifnaði, hópar pörupilta og betlara og barna sem selja eldri systur sínar og stunda vasaþjófnað eru orðin megin- einkennin á öllu borgarlífi". Hefur nokkurt ríki rétt til þess? Sheehan kveður ekki útilok- að að á mörgum árum muni Bandaríkjamönnum takast að vinna stríðið í Víetnam, en er ekki viss um endanlegan ávinn- ing af því. „En það sem veldur mér fremur áhyggjum er, hvað við erum að gera okkur sjólfum með því að heýja og kannski vinna þetta stríð. í seinni heims- styrjöld og Kóreu var árás eins ríkis á annað ótvíræð staðreynd. Bandaríkin skárust í leikinn með fullum siðgæðislegum rétti og Bandaríkjamenn börðust eins og þeim finnst ævinlega að þeir berjist — fyrir mannlegu frelsi og sjálfsvirðingu. í Víetnam hafa þessir siðgæðislegu yfirburðir látið í minni pokann fyrir sið- leysi stórveldaátaka, og þá eink- anlega fyrir þeim vanda að halda Bandaríkjunum sem voldugasta ríki í Suðaustur-Asiu. Víetnam- þjóðin er ekki annað en peð i þeirri baráttu. Hvaða óskir hún kann að ala í brjósti, skiptir ekki máli. Bandarikin geta ekki fram ar látið sem þau séu að berjast til að vernda sjálfstæði Suður- Víetnams. Návist 317.000 banda- rískra hermanna í landinu hef- ur gert fullvéldi þess að skrípa- leik, og herforingjaklíkan i Saigon mundi ekki endast eina viku án bandarískra byssu- stingja til að verja hana“. Sheehan lýkur grein sinni á þessum orðum: ,,En ég get ein- faldlega ekki hætt að hafa á- hyggjur af því, að Við séum að spilla sjálfum okkur með þvf að heyja þetta stríð. Þegar ég virði fyrir mér sundursprengd bændaþorpin, munaðarleysingj- ana sem betla og stela á götun- um í Saígon, og konurnar og börnin með napalm-brunasárin í sjúkrahúsunum, þá veltí ég því íyrir mér, hvort Bandaríkin eða nokkurt ríki annað hafi rétt til að leggja alla þessa þjáningu og niðurlægingu á aðra þjóð í eigin- hagsmunaskyni. Og ég vona að við munuffl ekki, í nafni ein- hverrar and-kommúnískrar krossferðar, gera þetta aftur. Þetta voru orð manns sem kynntist Víetnam-stríðinu af eigr in raun og verður varla sakað- ur um hlutdrægni eða „nytsamt sakleysi". Fyrir rúmu óri komst annar kunnur bandarískur blaða maður, James Reston, að svip- aðri niðurstöðu, þegar hann ski if- aði grein í sama blað undir fyrir- sögninni „Við kunnum að vinna stríðið, en tapa þjóðinni". Það er afdrifaríkur íslenzkur misskilningur, að baráttan við kommúnismann verði bezt háð með háværum upphrópunum um Iýðræðisást og blindri trú á guð- legt hlutvérk Bandaríkjanna I heimsmálunum. Frjósamasti jarð vegur kommúnismans er ofstæk- ið sem skrif sumra „and-komm- únista“ eru barmafull af, órétt- lætið sem margir svonefndir lýð- ræðissinnar afsaka eða láta sér í léttu rúmi liggja, og grimmd- aræðið sem hernaður Bandaríkj- anna í Víetnam er átakanlegast dæmi um, svo átakanlegt að ýmsar helztu menntastofnanir vestan hafs, eins og t.d. Harvard- háskóli, hafa neitað að taka þátt í rannsóknum á gerviefnum til sýklahernðar, sem beita á gegn þrautpíndum Víetnam-búum, er biðja um það eitt að eiga land sitt I friði og utan við átök stór- veldanna um auðlindir og póli- tíska aðstöðu. Sjónvarp Eramhald af bls. 12 Ef ég man rétt hefur a.m.k. einn samtals eða umræðu- þáttur verið í sérhverri send- ingu sjónvarpsins. Þar við bætast nokkrir slíkir þættir hjá útvarpinu í hverri viku. Mér er tjáð, að stjórnendur þessa mýgrúts samtalsþótta séu oft og tíðum á höttum eftir sömu mönnunum í þætti sína, stundum rekist hags- munir í þeim efnum á Vera má, að hægt verði að reka þessa samtalsstefnu með óbreyttu lagi í nokkrar vik- ur enn, en skyldu þá ekki Sjálfstæöiskvennafélagið Hvöt heldur iunu í Sjálfstæðishúsinu mánudagskvöld 14. nóvember kl. 8,30. FLNDMiEFNI: Félagsmál. Herra Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, talar á fundinum og svarar fyrirspurnum. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Skemmtiatriði og kaffidrykkja. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. flestir verða búnir að fá nóg. Ég held að það sakaði ekki að fækka þessum þáttum eitt- hvað, þó ekki væri til ann- ars en að eiga að nokkra menn, sem ekki hefur verið talað við. Knattspyrnuáhugamenn eru margir heldur illir vegna tíma þess, sem í sl. viku var valinn til sendingar á knatt- spyrnukappleik, sem fram fór í heimsmeistarakeppninni í Bretlandi í júli í sumar, Þeir eru margir, sem áhuga hafa á knattspyrnu. Hinsveg- ar er það alveg rétt hjá sjón-, varpsmönnum að verja ekki „bezta tíma“ sjónvarpsin* hverju sinni (prime time) til þess að sjónvarpa efni bundnu við séráhugahópa, jafnvel þótt fjölmennir séu. En finna hefði mátt annaa dag og tíma fyrir þessa kvik- mynd. Myndin hófst skömmu eftir sex á föstudegi. Þá eru verzlanir enn opnar o.s.frv. Telja flestir betra að myndinni hefði ver- ið sjónvarpað í lok dagskrár fremur en í upphafi. Slíkar knattspyrnumyndir eru að sjálfsögðu bezt komnar í sjónvarpinu síðdegis á laug- ardögum, og væri raunar ósk andi að laugardagssjónvarp gæti hafizt sem allra fyrst. Haukur Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.