Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. nóv. 1966
— Þú mátt ekki snerta neitt hérna á heimilinu, Jón, þú verður
skítugur á höndunum.
slétt. Ef hann hefði verið með
byssu, hefð hún sézt undir föt-
unum.
— Ertu viss?
— Já, ég mundi ekki segja
þér það annars.
— En þetta er lítil skamm-
byssa, sagði hann en þagnaði
síðan snögglega. En- níu mm
sjálfvirk byssa mundi ekki vera
fyrirferðarlítil. Hún mundi vega
ein tvö pund og fyrirferðin eftir
því. Þetta væri gripur, sem mað
ur mundi ekki bera á sér held-
ur skilja eftir í káetunni sinni.
— Ef .....
Hún hafði verið að horfa fram
an í hann. — Hvað er það?
— Hann hefur bara skilið
byssuna eftir í káetunni, sagði
hann, dræmt.
Hún leit beint í augu hans. —
Ég gæti nú séð til þess, að hann
færi ekki neitt j káetuna sína
lengi.
■— Hvernig.
— José skal sjá um það.
— José?
— Vertu rólegur. Ég þarf
ekki að segja José neitt um þig.
José skal spila við hann í kvöld.
— Banat verður til í að spila.
Hann er fjárhættuspilari. En
ertu viss um, að José bjóði hon-
um það?
— Ég ætla að segja José, að
ég hafi séð þennan mann opna
veski, sem var fullt af pen-
ingum. Þá skal José fá hann t.il
að spiia. Þú þekkir ekki José.
— Þú ert viss um, að þú getir
komið þessu í kring?
Hún kreisti handlegginn á hon
um. Auðvitað. Ég vil ekki, að
þú sért með þessar áhyggjur.
Og ef þú nærð í byssuna hans,
hefurðu ekkert að óttast, eða
hvað?
— Nei, þá hef ég alls ekki
neitt að óttast. Hann var næst-
um hissa þegar hann sagði
þetta. Það virtist allt svo ein-
falt. Hversvegna hafði honum
ekki dottið það fyrr i hug? Jú,
hann hafði ekki vitað þá, að
maðurinn var með nans eigin
byssu. Ekkert annað en taka
frá honum byssuna, þá gat hann
ekki skotið. Það var ekki annað
en einföld rökfræði. Og gæti
hann ekki skotið, var ekkert að
óttast. Það var líka rökrétt.
Kjarni allrar herkænsku er ein-
feldnin.
Hann sneri sér að henni. —
Hvenær geturðu komið þessu í
kring?
— Bezt í kvöid. José er ekk-
ert mikið fyrir að spila seinni-
part dags.
— Hve fljótt í kvöld?
— Þú verður að vera þolin-
móður. Það verður einhvern-
tima eftir mat. Hún hikaði. —
Það væri heppilegra, að við sæj
umst ekki mikið saman í eftir-
midddag. Þú vilt sjálfsagt ekki
láta hann vita, að við séum vin-
ir.
— Ég verð að spila br'dge
jeinni partinn við hann Ku-
wetli og Mathishjónin. En nvern
ig get ég vitað, að allt sé í lagi?
— Ég skal finna upp á ein-
h verju til að gera þér aðvart.
Hún hallaði sér upp að honum.
— Þú ert Viss um, að þú sért
■nér ekki reiður út af ska.-nm-
byssunni hans José?
— Vitanlega er ég ekkert
reiður.
— Það sér enginn til okkar.
Kysstu mig!
— Bankastarfsemi! var Mathis
að segja. — Hvað er hún annað
en okur? Bankaeigendur eru út-
iánarar, okurkarlar! En af því
»ð þeir lána út annarra manna
peninga, eða peninga, sem
bvergi eru til, hafa þeir á sér
gott orð. En Orkrarar eru þeir
jafnt fyrir það. Einu sinni var
okur synd gegn guði og svívirði
legt athæfi, og að vera okurkarl
var sama sem að vera giæpamað
ur, sem verðskuldaði ekki annað
en fangaklefann. í dag eru okur
karlarnir drottnar heimsins og
eina dauðasyndin er sú að vera
fátækur.
— Það eru svo margir fátæk-
ir, sagði Kuwetli hátíðiega. —
Það er hræðilegt til þess að
hugsa!
Mathis yppti öxlum óþolin-
móður. — Og þeir verða þó
fleiri áður en þessari styrjöld
lýkur. Það getið þér reitt yður
á. Þá verður gott að vera her-
maður. Þeir fá þó að minnsta
kosti að éta.
—O, hann er alltaf með þessa
vitleysu, sagði frú Matnis. —
Alltaf! Alltaf! En þegar við kom
um til Frakklands, breytist
þetta. Vinir hans þar verða ekki
þolinmóðir að hlusta á hann.
Bankastarfsemi. Hvað ætli hann
svo sem viti um slíkt?
— Jú, jú. Þetta munu banka-
stjórarnir vilja heyra! Banka-
starfsemi er leyndardómur! Hún
er offlókin fyrir venjulegt fóik
að skilja! Hann hló háðslega. —
Ef þú segir að tvisvar tveir séu
fimm, þá er það leyndardómur!
Hann sneri sér grimmdarlega að
Graham. — Alþjóðabankastjór-
arnir eru hinir raunverulegu
stríðsglæpamenn! Aðrir hafa
fyrir því að drepa menn, en þeir
sitja, kaldir og rólegir, í skrif-
stofunum sínum og raka að sér
fé.
— Graham fannst hann verða
eitthvað til málanna að leggja
og sagði: — Ég er nú hræddur
um, að eini alþjóðbankastjórinn,
sem ég þekki sé mjög áhyggju-
fullur maður og með ristilbólgu
í þokkabót. Hann er svei mér
ekki rólegur, heldur er hann
alltaf að kvarta.
— Einmitt! sagði Mathis,
sigrihrósandi. — Það er skipu-
lagið. Ég get sagt yður.........
Og hann hélt áfram að segja
þeim. Graham tók upp fjórða
viskíglasið sitt. Hann hafði
mestallan eftirmiddaginn veríð
að spila bridge við Mathishjónin
og Kuwetli og var orðinn dauð-
þreyttur á þeim. Hann hafði séð
Josette bregða fyrir aðeins einu
sinni allan þennan tíma. Hún
hafði stanzað við . spilaborðið og
kinkaði kolli til hans. Hann
skildi það þannig, að José hefði
brugðið við, er hann heyrði að
Banat ætti peninga og að ein-
hverntíma kvöldsins yrði óhætt
að fara í káetu Banats.
Hann varð hvorttveggja í senn
feginn og hræddur við þessi tíð-
27
indi. Hann ætlaði að fara inn
í káetuna, taka byssuna, fara
síðan inn i sína eigin káetu,
fleygja byssunni út um kýraug-
að og ganga síðan aftur inn í
salinn, laus við þennan þrúg-
andi þunga, sem á honum hafði
hvílt. En á næstu stundu tóku
samt efasemdirnar að gera vart
við sig. Þetta var alltof einfalt.
Banat kynni að vera geðveik-
ur, en hann var samt enginn
bjáni. Maður, sem hafði ofan af
fyrir sér á þennan hátt og var
enn í lifenda tölu, gat ekkert
lamb verið við að ieika. Setjum
svo, að hann fengi grun um íyrir
ætlun Grahams og stæði allt í
einu upp frá borðinu hjá José
og gengi til káetu sinnar? Setj-
um svo, að hann hefði mútað
þjóninum til að hafa auga með
káetunni, undir því yfirskim,
að þar væru geymd verðmæti7
En hver var svo hinn kostur-
inn .......? Átti hann að biða
rólegur og athafnalaus meðan
Banat veldi sér stundina til að
myrða hann? Það var hægast
fyrir Haki að segja, að umsetinn
maður ætti bara að verja sig, en
með hverju átti hann að verja
sig? Meðan óvinurinn var svona
nærri honum, eins og Banat nú.
var árásin bézta vörnin. Já.
þarna kom það! Allt betra en
að bíða átekta. Og fyrirætlun
hans gat heppnazt. Það voru ein
mitt þessar einföldu árásir —
áætlanir sem heppnuðusf.
Manni með álíka sjálfsþótta og
Banat mundi aldrei detta í hug,
að rveir menn gætu fundið upp
á því að stela byssu, og umseiin
kanína gæti bitið á móti. Hann
skyldi bráðiega komast að því,
að honum hefði skjátlazt.
José og Josette komu nú inn,
ásamt Banat. José virtist vera
að víðra sig upp við manninn.
—....... það þarf ekki annað
en nefna eitt orð: Briey! lauk
Mathis máli sínu. — Þegar það
er sagt, er allt sagt.
Graham tæmdi glasið. — Al-
veg rétt. Viljið þér eitt gias til?
Það var eins og hjónunum
yrði hverft við, en Kuwetli
brosti vingjarnlega.
— Þakka yður fyrir, hr. Grah-
am, það vil ég gjarna.
Mathis stóð upp og hleypti
brúnum. — Það er kominn tími
til að laga sig til fyrir kvöld-
verðinn. Þér afsakið okkur.
Þau fóru, og Kuwetli færði
stólinn sinn nær.
— Þetta var eitthvað snöggt,
sagði Graham. — Hvað gengur
að þeim?
— Ég held, sagði Kuwetli var-
lega, — að þau hafi haldið, að
þér væruð að gera gys að þeim.
— Hví í ósköpunum ætti þeim
að geta dottið það í hug?
Kuwetli leit undan. — Þér buð
uð þeim að drekka þrisvar á
fimm mínútum. Þér bjóðið þeim
einu sinni. Þau afþakka. Þér
bjóðið aftur. Þau segja aftur
nei. Þér bjóðið þeim enn. Þau
skilja ekki enska gestrisni.
— Ég skil. Ég er hræddur um,
að ég hafi verið eitthvað ann-
ars hugar. Ég verð að beiðast af-
sökunar.
— Æ, verið þér ekki að því.
Kuwetli var alveg frá sér num-
inn. — Það er engin ástæða til
að beiðast afsökunar á gestrisni.
— En nú er næstum kominn
kvöldverðartími, sagði hann og
leit hikandi á klukkuna. Þér lof-
ið mér að þiggja seinna þennan
drykk, sem þér voruð svo vænn
að bjóða mér?
— Já, vitanlega.
— Og þér hafið mig afsakað-
an núna?
— Þó það nú væri.
Þegar Kuwetli var farinn,
stóð Graham upp. Hann hafði
vissulega drukkið. einu glasinu
ofmikið á fastandi maga. Hann
gekk út á þilfarið.
Á stjörnubjörtum himninum
voru smá, reyklit ský. í fjarska
sáust Ijósin á strönd Ítalíu. Hann
stóð þarna stundarkorn og lét
ískaldan vindinn stinga sig í and
litið. Eftir eina eða tvær mín-
útur yrði bumban barinn til
kvöldverðar. Hann hræddist
þessa yfirvofandi máltíð, á sama
hátt og sjúklingur hræðist
lækni með sprautu. Nú munöi
hann sitja, eins og hann hafði
gert við hádegisverðinn, og
hlusta á eintal Hallers og hvísl-
ingarnar í ítölsku mæðgin.tnum
um volæði þeirra, og pína matn-
um niður í magann, sem hafði
óbeit á honum, og vera að hugra
um manninn, sem sat andspæv.is
honum. — Hversvegna harui
væri þarna og hvað hann tákn-
aði.
Hann sneri sér við og hallaðist
upp að stoð. Meðan hann sneri
þannig baki í þilfarið, var hann
stöðugt að líta um öxl, til þess
að fullvissa sig um, að hann
væri einn. Hann var rólegri þeg
ar ekkert þilfarsrými var að
baki honum.
Gegnum eitt kýraugað á saln-
um gat hann séð Banat, ásamt
Josette og José. Þau sátu þarna
eins og hópur í málverki eftir
Hogarth. — José samanbiíinn
og ákafur, Josette brosandi,
Banat að segja eitthvað, sem
teygði varirnar á honum fram.
Loftið þarna inni var grátt af
tóbaksreyk, og sterkt ljósið frá
hlífarlausum lömpunum eins
og flatti út alla andlitsdrætti
þeirra. Þau voru álíka náleg og
mynd, sem tekin er í drykkju-
stofu við blossaijós.
Einhver sneri sér við úti við
endann á þilfarinu og gekk í
áttina til hans.' Þegar maðurinn
kom fram í birtuna, sá hann, að
þetta var Haller. Gamli maður-
inn stanzaði.
— Gott kvöld, hr. Graham.
Þér lítið út eins og þér njótið
raunverulega góða loftsins. En
eins og þér sjáið, þarf ég bæði
frakka og trefil til þess að geia
lagt í það.
— Það er svo loftillt inni.
— Já, ég tók eftir því í eftir-
middag, að þér spiluðuð bridge
eins og hetja.
—■ Þér hafið kannski ekkert
gaman af bridge?
— Það breytist hjá manni
smekkurinn. Hann starði á ljós-
in í landi. — Að sjá svona land
úr skipi eða skip úr landi. Mér
þótti áður gaman að hvoru-
tveggja. Nú er mér illt við hvort
2 ja herb. íbúð
Ný 2ja herb. íbúð við Háaleitisbraut til
sölu. — Útborgun kr. 600 þúsund. —
Upplýsingar í sínia 33579 milli kl. 5 og 7.
Fyrirtæki til sölu
Fyrirtæki með möguleika á framleiðslu fyrir er-
iendan og innlendan markað, er til sölu. —
Fyrirtækið er vel staðsett á stórri lóð, sem kaup-
andi getur yfirtekið. Mjög hagstæð lán. Útborgun
samkomulag, leiga moguleg eða eignaskipti.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN. Austurstræti 12,
Sími 14120, — heimasími 35259.
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM
Athugið oð merki þetta sé ó húsgögnum sem Óbyrgðorskírteini fylgir Koupið vönduð húsgögn. 0254ZF RAMLEIÐANDI í : NO
i§ IÚSGAGNAMEISTARA ÉLAGI REYKJAVÍKUR —
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR