Morgunblaðið - 29.11.1966, Side 1

Morgunblaðið - 29.11.1966, Side 1
32 síður Ríkisstjórnin leggur fram á Alþingi heimildarfrv. um VERÐST OÐ V D M RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild til verðstöðvunar. Er það þáttur í þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir að undanförnu til þess að koma á almennri verðstöðvun vegna verðlækkana á þýðingarmestu útflutningsafurðum okkar. Af þeim sökum er nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari hækkun framleiðslukostnaðar útflutnings-atvinnuveganna. Beiting þeirra heimilda, sem ríkisstjórninni á að veita sam- kvæmt frumvarpinu byggist á þeirri forsendu að ekki verði kauphækkanir, sem geri verðstöðvun óframkvæmanlega. Helztu atriði frumvarpsins eru þessi; f Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða bann við verð- hækkunum á öllum vörum og á seldri þjónustu í hvaða formi, sem hún er, nema með samþykki hlutaðeig- andi yfirvalda. } Óheimilt er að leyfa verð- hækkanir nema þá sem ó- hjákvæmileg er vegna hækkunar á tollverði inn- fluttrar vöru. | Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að álagningar- stigar útsvara og aðstöðu- gjalds megi ekki hækka frá því sem ákveðið var í hverju sveitarfélagi 1966 nema samþykki ríkisstjórn- arinnar komi til og hún telji hana óhjákvæmilega vegna f járhagsafkomu hlut aðeigandi sveitarfélags. ^ } Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða bann við hækk- un annarra opinberra gjalda frá því sem var á ár- inu 1966. t Verði verðhækkanir frá þeim tíma, sem frv. þetta er lagt fyrir Alþingi og þar til það er orðið að lögum er slík verðhækkun ógild og hlutaðeigandi skyldur að lækka verðið í það sem það var á þeim tíma er frv. þetta var lagt fram. | Lögin skulu gilda til 31. okt. 1967. Hér fer á eftir verðstöðvun- arfrumvarp ríkisstjórnarinn- ar í heild og greinargerð þess: 1. gr. Ríkisstjóminni er heimilt að á- kveða, að eigi megi hækka verð á neinum vörum frá því, sem var, er frumvarp tifl. þessara ia>ga var lagt fyrir AlJþingi, nema með samiþykki 'Muitaðeigandi yfir- valda, og rnega !þau þé eigi leyfa neina 'hækkun á vöruverði, nema þau telji hana áhjákvæmilega, svo sem vegna hækkunar á toM- verði innfluttrar vöru. Enn frem- ur er ríkisstjórninni heimilt a'ð ákveða, að eigi megi hækka hundraðshiluta á'lagningar á vör- um í heildsölu og smásölu frá þvi, sem var, er frumvarp til þess ara iaga var lagt fyrir A'lþi.ngi. Sama gifldir um umboðslaun vegna vörusöflu og um hvers kon ar álagningu, sem ákveðin er sem hundraðshfluti á selda vinnu eða þjónustu. Fyrirmæfli fyrri málsgr. þess- arar gr. ta'ka á hliðstæðan hátt tifl seldrar þjónustu í hvaða tformi Framh. á bls. 23. Mynd þessi var tekin úr turni „Empire State Building", hæstu byggingar í New York, nú fyrir helgina, er mengun andrúmsloftsins í milljónaborginni náði hámarki. I»á kom yfirvöldum og sérfræðingum saman um, að óhreinkun lofts hefði jaðrað við það, sem hættulegt verður að telj- ast. — AP. Kiesinger kanzlari og Brandt varakanzlari? Vlst er talið að mynduð verði samsteypustjórn Kristilegra demokrata og Sósialdemókrata Krag sjálfur ut anríkisráðherra Hækkerup verður leiðtogi sosíaldemékrata á þingi Kaupmannahöfn 28. nóv. NTB Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, gerði í dag grein fyrir skipun hinnar nýju stjórnar sinnar á blaðamanna- fundi. Jafnframt greindi Krag frá því, að hann mundi hvetja þau Norðurlandanna, sem væru aðilar að Fríverzlunarbandalagi Evrópu EFTA, til þess að hefja samningaviðræður við Efnahags- bandalag Evrópu ef úr viðræðum Breta verður við Efnahagsbanda lagið, en Wilson forsætisráðherra Breta hefur boðað slíkar viðræð lir. , Krag sagði, að sameiginleg af- ptaða Norðurlanda á EFTA-ráð stefnunni í London um næstu helgi yrði til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlanda og forseta Norðurlandaráðs í Marien borg við Kaupmannahöfn á mið yikudag og fimmtudag. : Varðandi hina nýju skipan dönsku ríkisstjórnarinnar sagði Krag, að Per Hækkerup, utan- ríkisráðherra, hafði óskað að láta af því embætti sökum þess, að hann telji sig hæfari til að gegna hinni mikilsverðu stöðu leiðtoga sósíaldemókrata í danska þinginu sitji hann ekki í ráð- herrastóli. Krag sagði í þessu sambandi að starfsemi stjórnar- flokksins á þingi hefði mjög mikla þýðingu „Það er þar, sem lagafrumvörp eru lögð fram og rædd“, sagði hann. Krag verður sjálfur utanríkis ráðherra auk þess sem hann er forsætisráðherra. Hann mun njóta aðstoðar Tyge Dahlgaard, verzlunar- og markaðsmálaráð- herra, og Hans Sölvhöj áður menntamálaráðherra, sem nú verður aðstoðarutanríkisráðherra og á að fjalla um mál er varða NATO og þróunarlöndin. Núverandi kirkjumálaráðherra frú Bodil Koch, verður menn- ingarmálaráðherra í stað Sölvhöj en kirkjumálaráðherra verður Framh. á bls. 23. Bonn, 28. nóv. — NTB. MIKLAR líkur eru nú taldar á því, að Kurt Georg Kiesinger, kanzlaraefni Kristilega demó- krataflokksins, verði kjörinn kanzlari í stað Ludwig Erhards um miðja þessa viku. Kosning kanzlara fer fram af sambandsþinginu. Taki Kiesinger við af Erhard, verður það fyrsta verk kanzlar- ans nýja að taka höndum til við myndun samsteypustjórnar Kristilegra demókrata og Sósíal- demókrata. Láti Erhard nú af embætti, eins og allt bendir til, mun hann taka sæti á sambandsþinginu, jafnframt því, sem hann gegnir áfram formennsku Kristilega demókrataflokksins. Ýmsir aðilar innan Sósíal- demókrataflokksins, einkum í smærri borgum og út um sveit- ir, hafa lagzt gegn samstarfi við Kristilega demókrataflokkinn, en þó er víst talið, að þingmenn Sósíaldemókrata greiði atkvæði með samstarfinu. Stjórnmála- fréttaritarar segja, að erfitt sé að gera sér í hugarlund, að meiri hluti þingmanna flokksins snú- ist gegn leiðtogunum, Willy Brandt og Herbert Wehner, en þeir hafa lagt sig mjög fram við lausn stjórnarkreppunnar. Þá segja þeir, sem telja sig þekkja vel til í Bonn, að þótt ekkert hafi verið látið uppi um það opinberlega, hvernig ný stjórn verði skipuð, þá megi full yrða, að Brandt verði varakanzl- Budapest, 28. nóv. — NTB: ITNGVERJAR tóku í dag undir tillögu Sovétmanna og Búlgara um, að haldin skuli alþjóðaráð- stefna kommúnistaríkja, er á- kveða skuli, til hvaða ráðstaf- ana skuli gripið gegn kínversk- um kommúnistum, sem stefni að því að kljúfa alþjóðakommún- istalir ey f inguna. ari og utanríkisráðherra. Sömu- leiðis er talið, að Wehner muni fara með sam-þýzk málefni í stjórninni. Taki Franz Josef Strauss við ráðherraembætti, Framhald á bls. 23. Janos Kadar, leiðtogi ung- verskra kommúnista, sagði, að „ekki væri nauðsynlegt að bann lýsa Pekingstj órnina“. Hins vegar sagði Kadar, að klofningsstefna sú, sem kín- verskir kommúnistar fylgdu, væri hættuleg. Sagði hann einn ig, að Pekingstjórnin hefði lagt Framhald á bls. 23. Bíða Kínverjar að síðustu lægri hlut? Hugsjonadeilan heldur áfram, þótt hugsjonir séu vart kjarni deilunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.