Morgunblaðið - 02.12.1966, Page 10

Morgunblaðið - 02.12.1966, Page 10
MORGUNBLADID Fostudagur 2. des. 1966 HEIMA OG HEIMAN tJr vemngasolum sést vel yfir flugvöllinn. U ndanfarin ár hefur leið þúsunda Islendinga legið um Renfrew-flugvöllinn í Glas- gow. Hefur mönnum otft kom- ið saman um, að þetta hafi verið ein hrörlegasta flug- höfn, sem íslenzkar flugvélar komu í erlendis. Voru það einkum „transit“-farþegarnir, sem fundu fyrir þvi, að lítið var gert til þess að lappa upp á húsakynni — og þjón- ustan var oft ámóta lök. Nú hefur orðið mikil breyt- ing á. Snemma í sumar var Renfrew flugvöllurinn lagður niður og annar tekinn í notk- un í hans stað og er bragur- inn þar aliur annar. Nokkur undanfarin ár hefur verið unn ið að lagfæringum og endur- bótum á herflugvellinum i Abbotsinoh — og er aðstaðan þar nú hin fullfeomnasta. Þeg ar flugvöllurinn var svo tek- inn í notkun við hátíðlega at- höfn í sumar var hann skírð- ur upp — og nefnist nú „Glasgow Airporf". M örg ár eru síðan þar- lendum varð Ijóst, að Renfrew flugvöllur væri að verða of Mtill til þess að anna vaxandi umferð og fullnægja breytt- um kröfum. Miklar deilur urðu um það hvort gera ætti nýjan flugvöll við Glasgow eða beina allri flugumferð til og frá borginni að hinium stóra flugvelii í Prestwicfe. Vandamálið var ekki óMkt því, sem hér ber stundum á góma, þegar rætt er um að leggja Reykjavíkurflugvöil niður og flytja alla umtferð- ina til Keflavíkurflugvallar, eða gera nýjan flugvöll. Fjarlægðin milli miðhluta Glasgow og Prestwiok er tæp- ir 50 kílómetrar og varð það niðurstaða þeirra, sem fjöll- uðu um málið, að allar flug- samigöngur við borgina mundu lamast stórlega, ef flutt yrði þangað. Þessvegna var horfið að því að endurbyggja um- ræddan herflugvöll, en þang- að tekur aksturinn frá hjarta Glasgow-borgar 20 minútur og verður skemmri, þegar nýrri hraðbraut, sem ná. er í smíðum, verður lokið innan skamms. Aðalflugbrautin er 6,720 fet að lengd en hana er hægt að lengja upp í 9.000 fet, þeg- ar þörf krefur. Þarna geta at- hafnað sig allar smærri þotur, sem fjúga á meðallöngum vegaengdum — t.d. Oomet IVb, Caravelle, BAC 111, Boeing 727, DC-9 og aðrar slíkar — og stærri þotur geta einnig farið frá Glasgow flugvelli, en þó með takmörk- unum á hleðslu. Allur öryggis útbúnaður fugvallarins er á borð við það bezta og m.a. hefur verið lokið öllum nauð- synlegum undirbúningi varð- andi blindlenlingartækin, sem væntanlega verða tekin í notk un eftir 2—3 ár. BEA hetfur gert svipaðar ráðstatfanir af sinni hálfu, því í Trident-þot- um félagsins er gert ráð fyrir þessum útbúnaði, sem mun gera flugvélum fært að lenda án þess að mannshöndin komi þar nærri — og verður þá ekki lengur talað um að flug- völlur „lokist“ vegna þoku. F lugleiðin milli Gasgow og London er ein hin fjöl- farnasta í Evrópu. Yfir hálf milljón farþega fór þessa leið á síðasta ári — og er hinn nýi flugvöllur einkum mið- aður við að fulnægja auknum futningum á þessari leið, en hins vegar er ennfremur stefnt að því að skapa Evrópu flugfélögum það góða aðstöðu þarna, að þau hefji beinar flugferðir til Glasgow svo að farþegar þurfi ekki að fara um London á leið til fjarlæg- ari staða, eins og nú tíðkast mjög. Á síðasta ári fóru 1,2 milljónir farþega um Ren- frew — og þegar flugstöðvar- húsið á nýja flugvellinum var í byggingu var reiknað með, að umferðin yrði komin upp I 1,6 milljónir árið 1970. Nú eru menn óðum að hækka þessa áætlun — og hún er þeg ar komin upp í tvær milljónir. Hin bætta aðstaða, sem Glas- gow hefur nú fengið, hetfur aukið áhuga flugfélaganna það mikið. Ný flugfélög bæt- aet í hóp þeirra, sem áður flugu til borgarinnar, og þau, sem hingað til hafa flogið til Prestwick, eru frðin óróleg. Spánska félagið Iberia ætlar að flytja sig yfir tii Glasgow á næsta ári — og hin stærri, m.a. SAS, BOAC, Pan Ame- rican, Air Canada og KiT.M eru sögð horfa þangað löng- unaraugum. msir vilja halda því fram, að nú orðið skipti það ekfei máli hvort flugtfarþegar séu hálfan eða heilan tíma að komast út á flugvöll. En þetta skiptir einmitt máli nú, þegar sjálí flugferðin styttist óðum með auknum hraða í lotftinu. Reynslan í Skotlandi sannar það. Þótt reynslan sé ekki löng hefur hún þó sýnt, að þessi góða aðstaða eykur ekki aðeins farþegaflutninga til borgarinnar og hleypir nýju fjöri í viðskipti við hótel, veitingahús og aðra, sem ann- ast þjónustustörf, heldur greiðir hún fyrir auknum við- skiptum á breiðari grundvelU, skapar ný sambönd í verzlun og milliríkjaviðskiptum. í>eg- ar er ráðgert að reisa við flug völlinn stórt og nýtízkulegt hótel og fleiri hugsa til hreyf ings í þeim máletfnum þar um slóðir. L angmest ber á BEA á flugvellinum í Glasgow, en auk þess halda f.tta önnur flugfélög uppi reglubundnum samgöngum til og frá hinum nýja flugvelli. Frá Glasgow er nú flogið til 35 borga í átta löndum. Bæði íslenzku flug- félögin hafa þar viðkomu eins og kunnugt er. Flugfélagið á leiðinni til og frá Kaupmanna- hötfn og ennfremur í Færeyja flugi, Lotftleiðir á flugleiðinni til Amsterdam og London. Flugfélagið er hið eina, sem haft hefur beinar ferðir milli Glasgow og Kaupmannahafn- ar — og hefur það fengið mikla flutninga á þeirri leið undanfarin ár þótt SAS fljúgi Mka á milli Skotlands og Dan merkur. Skýringin: SAS flýg- ur frá Prestwick. Flugfélags- menn hafa ráðgert að fljúga um Glasgow fái þeir leyfi til að hefja ferðir til Franktfurt. En þeir verði efcki einir um hituna á þessari leið, því bæði British United og British Eagle hafa fengið leyfi til ferða milli Glasgow og Frank furt — og nú.er Lufthansa að íhuga möguleikana á að hefja ferðir til hins nýja Glasgow- vallar. Ennfremur félög á borð við Air France og Alitalia. V ið getum ekki lokið þessu án þess að minnast á hina glæsilegu flugvallarbygg ingu, sem kostað hefur tvær milljónir steringspunda. Hún getur annað farþegastraumi sem svarar til liðlega eitt þús und á klufckustund, en gert er ráð fyrir að stækka bygging- una um helming, þegar þess gerist þörf — og stórauka jafn framt aðstöðu til afgreiðslu flugvéla. Nú geta 17 flugvél- ar staðið samtímis við flug- stöðvarhúsið, en þegar allt verður komið í kring verður afgreiðsluaðstaða fyrir 32. Hér er bragurinn annar en á Renírew. Á þremur hæðum er hægt að finna allt, sem ferðamaður leitar að í flug- stöð atf þessari stærð: verzl- anir, bank-i, bílaleigur o.s.frv. Á annarri hæðinni er veitinga salur, „Lomond Grill“ og „Sanderling“ barinn. Frá „Blythswood" veitingasalnum á þriðju hæð er útsýnið gott yfir flugvöllinn — og veiting arnar engu lakari — og þar er ennfremiur „Highland Coc- tail Bar“. Þeir, sem vilja kom ast „hátt upp“ þurfa senni- lega ekki að fara lengra. Har. J. Hamar. Nýja flugstöðvarbyggingin á Glasgow-flugvelii. Sexfugur i dag: Oskar Pétursson SEXTUGUR er í dag, Óskar Pét- ursson, fyrrverandi formaður og núverandi varaformaður Knatt- apyrnufélagsins Þróttar. óskar er öUum Þrótturum og öðrum að góðu kunnur fyrir sitt geysi- mikla starf í þágu félagsins um margra ára skeið eða aUt frá því er hann gekk í félagið á bernsku skeiði þess. Óskar hefur í þau ár sem hann hefur verið í fé- laginu ávallt staðið í fremstu víglínu ef svo mætti að orði komast, í stjórn félagsins hefur hann verið í nær 13 ár samfleytt og þar af lengst sem formaður. Ætt Óskars og æviatriði er ekki ælunin að rekja hér, enda er þetta fyrst og fremst af- mæliskveðja og örlítill þakk- lætisvottur frá félaginu fyrir hið mikla og fórnfúsa starf sem Ósk ar hetfur innt af hendi fyrir Þrótt. Ég undirritaður kynntist Ósk- ari ekki að ráði fyrr en ég hóf að starfa í stjórn félagsins fyrir nokkrum árum, en mér er ávallt minnistætt hve áhugasamur Óskar er um hag félagsins, og í einu máli hefur hann að mín- um dómi unnið hvað mest starf, en þar á ég við félagssvæðið, sem félaginu var úthlutað á 15 ára afmæli s'V’ Að enuingu vxi eg fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Þróttar þafeka Óskari fyrir hans marg- víslegu störf og óska honum heilla á þessum merkisdegi. Jón Björgvinsson. ritari. Ulpur Mikið úrval af barna- og kvenúlpum. Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn. LAUGAVEGI 31. Blaðburðarfólk vantar í Kópavog Talið við afgreiðsluna i Kópavogi Sími 40748

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.