Morgunblaðið - 02.12.1966, Side 26

Morgunblaðið - 02.12.1966, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. des. 1966 Vilja stofna hér íshokkí-félag Kunnáttumaður frá Kanada boðar til fundar ÁHUGAMENN nm íshokki hafa ákveðið að gera tilraun til að mynda félagsskap, sem hafi það á stefnuskrá að sinni að læra og iðka hina skemmtilegU og spenn- andi íshokki-íþrótt. Það er Kanadamaður að nafni Raymond Goeres, starfsmaður Loftleiða um nokkurt skeið, sem er drif fjöðurin, en hann lék ísknattleik hér er færi gafst í fyrravetur og hefur nú fengið til liðs við sig áhugamenn bæði frá Akureyri og úr Reykjavík, og vilja þeir stofna félag sem annist um málin iðkendur. Reymond Goeres hefur því ákveðið að efna til fundar í dag kl. 5 á Hótel Borg (veitingasal) og væntir þess að hitta þar menn sem áhuga hafa á iðkun fþróttarinar eða taka þátt í upp- bygginu félags eða klúbbs er skapi aðstöðu fyrir hina yngrl Er við hittum Raymond Goer- es í gær barst talið að hinu fræga liði „Falcons", sem vann gull- Hondbolti í kvöld og ó sunnudng REYKJAVÍKURMÓTINU 1 handknattleik verður haldið á- fram föstudaginn 2. des. í Laug- ardalshöllinni og hefst kl. 20.15 Leiikið verður í eftirtöldum flokk um: Mfl. kvenna: Valur — Fram Ármann — K.R. 2. flokkur karla K.R. — Fram Valur — Þxóttur Víkingur — Í.R. Sunnudaginn 4. des. í Laug- ardalshöllinni verður leikið í mfl. karla og hefjast leikirnir kl. 15 .-00. K.R — Fram Í.R. — Armann Þróttur — Víkingur. Staðan í mfl. karla er nú þessi. Félög Fram Valru kjk Í.R. Ármann Víkingur Þróttur L 4 5 4 4 4 4 5 1* 3 0 5 mörk 74-43 80-61 61-52 66-67 45- 60 46- 58 48-79 H.K.R.R. Pele visað af velli PELE, hinum fræga knatt- spyrnukappa, var vísað af velli í fyrsta leik bikarkeppn- innar í Brasilíu. Leiknum lauk með tapi liðs Pele, Santos 2 mörk gegn 6. í hálf- leik stóð 5-0. Pele var vísað af velli seint í síðari hálfleik er hann lenti í áflogum við bakvörð mót- herjanna sem var liðið Crusei ho. Var þeim báðum vísað á brott. Bakvörðurinn hafði stað ið sig mjög vel og m.a. kom- ið í veg fyrir að Pele gæti sýnt sínar venjulegu listir. verðlaun á Olympíuleikum 1920. í íshokki, en sú sveit var ein- göngu skipuð mönnum af ís- lenzkum ættum. Fyrirliði „Fálk- anna“ var Frank Fridriksson og var hann fyrsti þjálfari Ray- mond Goeres. Vonandi fær Goeres duglega samherja, svo að vetraríþróttum bætist skemmtileg iþróttagrein hér á landi, þó iðkun hennar verði stundum stopul vegna breytilegrar veðráttu. ísknatt- leikur á hvarvetna miklum vin- sældum að, fagna, þar ®em hann er iðkaður og kapleikir í grein- inni eru æsispennandi. Glímukapparnir. Næst stendur Ingvi Guðmundsson, sem vann í þyngsta flokki. Heildarsvipur Flokkaglímu Rvíkur var nokkuð góður FLOKKAGLfMA Reykjavíkur 1966 fór fram að Hálogalandi 27. nóvember sl. Valdimar Óskarsson, form. Ungmennafélagsins Víkverja, setti mótið með stuttri en góðri ræðu, síðan kynnti glímustjór- inn, Skúli Þorleifsson, fyrrv. glímukóngur íslands, keppend- ur. Átján voru mættir til keppni. Tólf frá KR, en sex frá Víkverja. Þrír akráðir keppendur glímdu ekki að læknisráði. Yfirdómari var Ingimundur Guðmundsson sem einnig hefur orðið glúnu- kóngur. Ingimundur á mikið lof skilið fyrir dómarastörf sín. en hann hefur dsemt á opinberum mótum 1 hátt á annan áratug. Meðdómarar voru Sigurður Sigur jónsson og Tryggvi Haraidsson er voru báðir orku glímumenn á sínum tima. í Flokkaglímu Reykjavíkur hlýtur sigurvegari hvers flokks Reyk j avíkurmeistaratitil. í fjrrsta flokki sigraði Ingvi Guðmundsson U.V. Hann glímdi aðeins eina glímu, er hann lagði Hannes Þorkelsson U.V. á leggjarbragði. Lítið er hægt að dæma um getu þeirra á þessari einu glímu, en mér virtust þeir vera í góðri æfingu. í öðrum flokki sigraði Guð- mundur Jónsson KR. Hann vann Hilmar og Ágúst á vinstri fótar klofbragði, en Garðar á hæl- krók utanfótar með hægra fæti. Guðmundur er geysisnöggur glímumaður og fylginn sér. Byltur þær, er hann gerði Hilm- ari og Garðari, brjóta að mínu áliti 15. gr. laga Glímusambands ins, en þar stendur m.a.: Sigur- vegari telst þó einn, sem gerir viðfangsmanni sínum byltu án þess að falla á hann ofan, ýta honum niður eða hrekja hann úr handvörn. Annar varð Hitonar Bjarna- son KR, hann vann Garðar á vinstri fótar sniðglímu og Ágúst á hælkrók hægri á vinstri. Hilm ar tók fyrst þátt í glímumóti fyrir tæpum tuttugu árum og held ég að það sé einsdæmi að sami glímumaðurinn sleppi skki úr nokkru ári í svo langan tlma. Hilmar tók faliegasta bragð mótsins í glímunni við Ágúst. Glímunni við Garðar fylgdi hann nokkuð eftir og hefðu þeir ■ átt að glíma áfram. Þegar í byrj un giímunnar við Guðmund náði hann vinstri fótar ktof- bragði og Guðmundur virtist gjörsamlega varnarlaus, en það ótrúlega skeði að Hilmar lét tækifærið ganga sér úr greipum og urðu hinir mörgu áhangend- ur hans fyrir vonbrigðum. Þriðji varð Garðar Erlendsson KR. Hann vann Ágúst á vinstri fótar klofbragði. Garðar var ó- heppinn í glímum sínum við Guðmund og Hilmar eins og áð- ur er getið. Ágúst Bjarnason UV er skemmtilegur glímumaður og er vel glíminn, hann stóð bezt að glímunni í þessum flokki, en vantaði reynslu á við hina kepp endurna. Þessi flokkur var lang sterk- asti flokkur mótsins. í þriðja flokki sigraði Ómar Úlfarsson KR, hann vann Helga og Elías á sniðglímu með vinstra fæti á lofti. Ómar hefur tekið framförum síðan í fyrra. Hann þarf »ð slappa betur á vöðvun- um milli bragða og hafa meiri stiganda. Annar varð Helgi Árnason U.V., hann lagði Elías bróður sinn á utanfótar hæl’krók með vinstra fæti. Helgi þarf að standa betur að glímunni og horfa ekki á fætur viðfangs- mannsins. Elías Árnason KR, varð þriðji að þessu sinni. Hann glímdi vel að vanda, en er næstum æfingar laus. Fyrir mótið hefði ég spáð honum sigri, en máltækið sann- ar að allt getúr gerst í íþróttum. í unglingaflokki sigraði Einar Kristinsson KR, hann vann Ólaf og Sigurð á sniðglímu hægri niðri. Einar hefur tekið framför um frá því í fyrra, er léttur og hefur góðan stíganda, en þarf að varast, að gefa andstæðing- um sínum færi á mótbrögðum með því að sækja brögð af langt. Annar varð Ólafur Sigurgeirs son KR, hann vann Sigurð á hælkrók hægri á vinstri. Ólafur er léttur og liðugur, og á án efa ekki lögleg. Einar var kominn •uinguijæ ipuepjequieaje sú er Einar veitti honum var Sjaui luunuiijg i jguej eu ge jijjs 18. gr. 3. málsgr. laganna. Ef glímumaður sækir bragð með því að láta fallast á hönd eða hné, áður eða um leið og það er tekið, Skulu keppendur glíma að nýju. Þriðji var Sigurður Hlöðvers- son KR, hann er nýliði á glímu- velli, glímdi létt og virðist gott efni. í drengjaflokki sigraði eins og vænta mátti Hjátonur Sigurðs- son UV, hann vann Sigurbjörn á mjaðmahnykk, en Magnús á klofbragði með vinstra fæti Falleg brögð hvort tveggja. Hjálmur hafði yfirburði í flokkn um, en gaf Sigurbirni óþarfa tækifæri í byrjun. Sigurbjörn náði hnéhnykk, en vantaði að út færa bragðið rétt, kiknaði und- an Hjálmi, eftir þetta var um ein stefnu Hjálms aðræða. Annar varð Sigurbjörn Svav- arsson KR, hann lagði Magnús á hnéhnykk. Sigurbjöm er harð ur og hefur gott keppnisskap. Þriðji varð Magnús Ólafsson UV, hann glímdi ágætlega og hefur hæfileika til að vera góð- ur glímumaður. í sveinaflokki sigraði Jón Unn dórsson KR, hann lagði Inga & sniðglímu á lofti með vinstra fæti, en Gunnar Viðar á klof- bragði með sama fætL Hann hafði eins og Hjálmur yfirburði hvað getu og burð,i snerti, Jóa er of daufur í glímunni, hana þarf að stiga meira. Annar varð Gunnar Viðar Árnason KR, hann lagði Inga á leggjarbragði. Gunnar Viðar þarf að læra vörn við klofbragði betur. Hann er bróðir Helga og Eliasar Árnasona er glírndu J þriðja flokki. Þriðji varð Ingi Sverrisson KR, hann glímdi vel, en Jón og Gunnar Viðar hafa æft meira en hann. Heildarsvipur glímunnar var nokkuð góður, en hún stóð ol stutt yfir vegna þess að keppend ur voru of fáir. Að lokum afhenti Valdknar Óskarsson form, Ungmennafé- lagsins Víkverja, verðlaun og sleit mótinu. Ungmennafélagið Víkverji sá um Flokkaglímu Reykjavíkur að þessu sinnL Sigtryggur Sigurðsson. 1000kr. þátttöku gjald í ísl.móti ÞAÐ skal enginn halda að starf- semi íþróttafélaga kosti ekki skildinginn sinn. Fyrir dyrum stendur nú íslandsmót i körfu- knattleik og hefur KKÍ auglýst eftir þátttökutilkynningum. Til þess að leikirnir geti farið fram í íþróttahöllinni, ákvað nýafstað ið ársþing sambandsins að þátt- tökugjald flokka í mótinu skuli hækka verulega og er það 1000 kr. í meistaraflokki. í tilkynningu KKÍ segir svo: Þátttökutilkynningar fyrir ís- landsmótið í körfuknattleik ár- ið 1967, þurfa að hafa borizt Körfuknattleikssambandi ís- lands fyrir 15. desember n. k. Ráðgert er, að mótið hefjist um miðjan janúar n.k. Tekið skal fram, að sama félagi er einung- is heimilt að senda eitt lið til þátttöku i hverjum ílokki. Þátt- tökugjald ,eins og það var á- kveðfð á naýfstöðnu þingi KKf, skal greiða um leið og þátttöku- tilkynningar eru lagðar fram eða sendair. Þátttökugald er sem hér sagir: Mfl. karla kr. 1000,— 1,2 ffl. karla og Mfl. kvenna kr. 250.— 3,4 ffl. karla og 2 ffl. kvenna kr. 100,— Þátttökutilkynningar skal senda til: Körfuknattleikssamlband íslands íþróttamiðstöðinrú, Laugardal, Reykjavík. Olympíunefnd Finnlands hefur ákveðið að senda 6 göngumenn, 4 stökkmenn og alpagreinarmann ásamt 4 keppendum í skíðaskotfimi, 4 skautamenn og 3 skautakon- ur til „prufuleikanna" í Gren oble í janúar n.k. Vetrar OL. verða í Grenoble 1968.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.