Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967.
4 fms. Akns’eyrZssgar
horiSia ú
AKUREYRI 23. janúar. —
Íþróttaíélagið Þór gekkst fyrir
Ltós2*2s3<i'ii
flutti þjéfinn
í Slysavarð-
stafnna
SNEMMA á mánudagsmorg-
un voru rúður brotnar í
þremur skartgripa- og úra-
verzlunum hér í borg og
framdir þjófnaðir þar. Hafði
þjófurinn á brott með sér
gripi úr gluggum allra verzl-
ananna, og var samanlagt
verðmæti þeirra eitthvað um
20 þús. kr.
Það kom í Ijós að þjófurinn
hafði skorið sig á einum inn-
brotsstaðnum, og skildi hann
eftir sig blóð á öllum stöðun-
um þremur. Lögreglan var
síðar beðin um að flyja mann
á Slysavarðstofuna, þar sem
hann hefði skorið sig á hendi.
Við athugun kom í ljós að hér
var um sama mann að ræða.
Játaði hann að hafa framið
þessi rúðubrot, enda fundust
úrin á honum.
álfadansi og brennu á eyrunum
norðan Glerár í gærkvöldi.
Svæðið var skrautlýst og prýtt
á margan hátt og norðan þess
logaði í geysimiklum bálkesti.
Veður var milt og hæg sunnan
gola.
Álfakóngur óg álfadrottning
(Eiríkur Stefánsson og Ragn-
heiður Stefánsdóttir) óku inn á
svæðið í skreyttum bíl (Sleða
varð ekki viðkomið vegna snjó-
leysis) og fylgdi þeim fagurbúin
fylking álfa undir logandi blys-
um, skrípitröll, púkar, jólasvein-
ar og ýmsar kynjaverur aðrar,
sumar ríðandi. Síðan uppihófst
söngur og dans álfameyja og
álfasveina. Álfakóngur var for-
söngvari. Síðar kom Ómar Ragn-
arsson fram í jólagervi og vakti
mikla kátínu.
Gífurlegur mannfjöldi sótti
þessa álfagleði, og munu áíhorf-
endur varla hafa verið mikið
innan við 4000 manns, eða um
% allra bæjarbúa.
Skemmtuninni lauk með flug-
eldasýningu, en svo slysalega
tókst til að logandi svifblysin
bárust flest inn yfir mannfjöld-
an sem átti sér einskis ills von.
Urðu nokkrir fyrir fataskemmt-
un. Að öðru leyti en þessu var
samkoman mjög ánægjuleg og
íþróttafélaginu Þór til sóma.
— Sv. P.
Frá álfadansleik iþróttafélagsins Þór á Akureyri, en 4 þúsund Akureyringar voru viðstaddir
hann.
<S>-
Eidur í gömíu verzl-
unarhúsi á Húsavík
Húsavík, 23. jan.
UM TVÖ leytið í nótt urðu
menn varir við það, að eldur var
laues í Söludeild, gömlu verzlunar
húsi Kaupfélags Þingeyinga, en
húsið hefur undanfarið verið not
að sem vörugeymsla. Þegar
slökkviliðið kom á staðinn var
töluverður eldur á efri hæð húss-
ins, svo að lagði út um glugga.
Logaði þar m.a. í dekkjum af
bifreiðum og fleiri vörum.
Slökkviliðinu gekk vel að
slökkva eldinn, en skemmdir á
vörulager urðu miklar.
Þá má teljast lán að fljótt varð
vart við eldinn, því að hús þetta
stendur í miðri þyrpingu margra
gamalla timburhúsa. Eldsupptök
eru ókunri. — Fréttaritari.
BLAÐBURÐARFÓLK
l EFTIRTALIN HVERFI:
VANTAR
Líndargata
Skerjafjörður —
sunnan flugv.
Túngat.a
Lambastaðahverfí
Miðbær
Fáikagata
Snorrabraut
Lynghagi
Sjafnargata
Talið rið afgreiðsluna, sími 22480
í GÆR var austan átt hér á
landi. Skúrir voru í Skafta-
fellssýslu og á Austfjörðum,
en yfirleitt bjart veður víða
annars staðar. Hitinn nyrðra
var í kring um frostmark en
rétt yfir frostmark sunnan
lands. Horfur voru á því í
gær að austan átt yrði þrálát
og þá svipað veður áfram.
Hafísinn var í gær 50-60 sjó-
mílur NV af Vestfjörðum.
Þyria með gírkassa í
bilaðan bíl inn að
Hvítárnesi
Á SUNNUD AGSKV ÖLD kl. 9
lögðu sjö manns upp frá Blöndu-
ósi á þremur jeppum, og var ferð
inni heitið að Hveravölium. Var
þetta býsna tvísýnt fyrirtæki,
þvi að sú leið hefur aldrei verið
farin áður á þessum árstíma.
Ferðin gekk þó allsæmilega,
enda þótt allmargar ár yrðu á
leiðinni, sem voru erfiðar yfir-
ferðar vegna íshröngls. Á einum
stað fóru leiðangursmenn yfir á
snjóbrú, en yfir aðra ár kom-
ust þeir með því að brjóta is-
nibburnar með járnkörlum og
höknm. Var flokkurinn kominn
að Hveravöllum um kl. 3 aðfara-
nótt mánudagsins. Leiðangurs-
menn höfðu þar stutta viðdvöl
og héldu nær strax aftur til
Blöndués. Voru þeir komnir
þangað um kl. 8 í gærkvöldi. í
flokknum var ein kona.
Sunnanmenn reyndu einnig að
komast á Hveravelli um helg-
ina, en þeim gekk ekki eins vel
og Norðlendingum. Til dæmis
lögðu sex menn á tveimur jepp-
um upp frá Selfossi á laugardag
og ætluðu sem leið lá til Hvera-
valla. Fóru þeir upp Biskups-
tungurnar, en er kom inn á Blá-
fellsháls brotnaði afturfjöður i
öðrum jeppanum. Urðu þeir að
skilja jeppann þar eftir, en héldu
allir ferðinni áfram í hinum
jeppanum, þar sem þeir vissu að
á undan þeim voru menn á tveim
ur jeppum úr Reykjavík, og ætl-
uðu þeir að hafa samflot við þá.
Eftir þetta gekk ferðin að ósk-
um alveg þar til stutt var eftir í
skála Ferðafélagsins við Hvítár-
nes, nema hvað hvergi fundu
þeir félaga sína úr Reykjavík, né
heldur neina slóð eftir þá. En er
jeppinn átti skammt eftir ófarið
að Ferðafélagsskálanum brotn-
aði gírkassi jeppans. Voru nú góð
ráð dýr, því að ekki var viðlit
að reyna að gera við gírkassann
þarna. Talsstöð var í jeppanum,
og sáu þeir ekki annan mögu-
leika í þessum vandræðum, en
að kalla upp Gufunes, og biðja
menn þar um að fá Andra Heið-
berg til þess að fljúga með nýj-
an gírkassa frá Reykjavík í þyrlu
sinni. Eftir nokkra stund kom
svo Andri fljúgandi með girkass-
ann í þyrlunni, og tók skamma
stund að koma honum á sinn stað
í jeppanum. Þeir félagar hættu
sér nú ekki lengra, heldur sneru
við aftur til byggða. Höfðu þeir
af því fréttir, að félagar þeirra
úr Reykjavík, sem þeir ætluðu
að hitta hefðu lent í annarri
slóð, þar sem jeppar þeirra fest-
ust. Hefðu þeir svo snúið við,
þegar loks tókst að ná þeim upp
aftur.
|jMWMsaa»aa^^^^pHÍ 'f
7 ;; sm&Mmmmik m m m
r, ó>4
>' -
1
Æ ms.
> t r , <
f?.' ;
,
m
am
IH
A. S. Isjkov 1
opinbera heimsókn
A. S. ISJKOV, sjávarútvegsmála
ráðherra Rússlands er væntanleg
ur í opinbera heimsókn til Is-
lands í apríl mánuði nk. — Er
hann með því að endurgjalda
heimsókn Emils Jónssonar, fyrir
rúmum þremur árum. — Hefur
rússneski ráðherrann ekki séð
sér fært að koma hingað fyrr,
vegna anna. Dagskrá heimsókn-
arinnar hefur ekki verið birt
enn.
JARÐSKJÁLFTAR
Tashkent, 23. jan. -(NTB)
Jarðskjálfta varð vart i
borginni Tashkent í Sovét-
ríkjunum á sunnudag. Eru
þetta 714. jarðhræringarnar
frá jarðskjáiftunum miklu í
april í fyrra þegar mikill
hluti borgarinnar eyðilagðist.
Stern heimilað að birta
bók Manchesters óstytta
Hamborg, 23. janúar - AP.
BORGARALEGUR dómstóll i
Hamborg kvað í dag upp
þann dóm, að v-þýzka tíma-
ritinu Stern væri leyfilegt, að
halda áfram að birta óstytta
b ó k Williams Manchester
„Dauði forseta". Dómurinn
var óhliðhollur bandaríska
timaritinu Look, sem höfðaði
mál á hendur Stern tii að
hindra það, sem ritstjórar
Look kváðu ólögmæta útgáfu
bókarinnar. Stytta útgáfan er
um þessar mundir birt í
Look.
Málið var, eins og kunnugt
er, höfðað eftir að Stern neit-
aði að stytta upprunalega text
ann, að beiðni Kennedy-fjöl-
skyldunnar, en Look og
Manohester höfðu fallizt á þá
beiðni.
Aðalritstjóri Stern, Henry
Nannen, sagði í gær, að hon-
um hefði borizt bréf frá lög-
fræðingum Manohesters, en
höfundurinn hefur enn ekki
höfðað mál til að hindra birt-
ingu Stern á umræddum köfl-
um í þessari mjög umdeildu
bók.
1 bréfinu segir, að Man-
chester hefði fallizt á þá
beiðni Kennedy-fjölskyldunn-
ar og Look, að fella niður
þessa kafla. Nannen sagði:
„Jafnvel þótt Manöhester höfð
aði mál á hendur okkur
mundi hann tapa því máli
sökum hinna nýju (þýzku)
laga um útgáfurétt. Þessi lög
tryggja höfundi svonefndan
„endurheimtingarrétt" einung
is á meðan verkið er ekki til-
búið til prentunar. En Stern
hefur þegar birt tvo kafla
þessa verks“.
Talsmaður Stern lét um-
mælt fyrir dómsuppkvaðning-
una, að fjárhæðin, sem í tafli
væri fyrir tímaritið næmi 20
milljón kr. íslenzkum.