Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967. 17 Veirur eru örsmáar agnir... Viðtal við dr. Halldór Þormar DR. HALLDÓR Þormar er nú aftur við störf á íslandi •ftir dvöl í Venezuela og held- nr áfram veirurannsóknum •inum á Tilraunastöðinni á Keldum. Meðan Halldór var í burtu flutti Mbl. þá frétt að hann hefði hlotið doktorsnafn- bót við Kaupmannahafnarhá- skóla án þess að þurfa að verja doktorsritgerð sína og er það •Uóvenjulegt. Nú þegar Hall- dór er aftur í seilingar f jarlægð frá okkur, gripum við tækifær- ið til að fá að ræða við hann um þetta og annað. Halldór er Eyfirðingur, frá Laufátói við Eyjafjörð. Hann •tundaði háskólanám í Kaup- mannahöfn, fyrst í almennri líffræði, en síðar , lífeðlisfræði og lauk magistersprófi í þeirri grein árið 1956. Hann hefur lengst af starfað á Keldum síð- an hann lauk námi, utan eitt ár, er hann var við framhalds- nám í veirufræði og rafeinda- sjárrannsóknir við Kaliforníu- háskóla í Berkeley í Banda- ríkjunum, og rúmlega eitt og hálft ár, er hann starfaði við veirudeild Statens Seruminst- itut í Kaupmannahöfn. Síðast liðið ár vann hann við Raun- vísindastofnun Venezuela í Caracas, en það er eina vísinda •tofnunin í Suður Ameríku, sem fæst eingöngu við frum- eða grundvallarrannsóknir í líffræði og læknisfræði. Doktorsritgerð Halldórs fjall- aði um rannsóknir á mæði- og visnuveirum. — Uppistaðan í þessari ritgerð hafði áður birtzt í 11 tímaritsgreinum, sem komu i erlendum vísindaritum á ár- unum 1960 til 1965. En síðan dró ég niðurstöðurnar saman í yfirlitsritgerð, sem ég sendi Hafnarháskóla ásamt greinum þeim, sem áður voru birtar. Algengt er að hafa þennan hátt á við doktorspróf á Norðurlönd um, einkum þegar að baki liggja tilraunir, sem æskilegt er að koma á framfæri jafnóð- um og niðurstöður eru fengn- ar, segir Halldór. En hvað snert ir doktorsvörnina þá stóð þann ig á að ég hafi beðið um að fá að verja ritgerðina áður en ég færi til Venezuela. En tím- ans vegna var ekki hægt að koma því við, og ákvað háskól- inn þá að sleppa mér við vörn- ina með samþykki andmælenda. — Og hver var höfuðniður- •taðan í ritgerðinni? — Ritgerðin fjallaði um rannsóknir á eiginleikum mæði- og visnuveira og sam- •nburð á þeim. Niðurstöðurnar •ýndu, að veirur þessar eru ná •kyldar og e.t.v. ein og sama veirutegundin. Þetta staðfestir það, sem raunar var grunur um áður, að mæði og visna orsak- ist af sama sýkli. Spurður um samband þess- •ra veira við sjúkdóma í dýr- um annans staðar og við sjúk- dóma í fólki, svarar Halldór, að til skamms tíma hafi ekki verið vitað til að visna fynd- ist annars staðar en hér á landi. Hins vegar séu i öðrum lönd um til sjúkdómar í kindum, sem líkjast mæðiveiki, t.d. í Hollandi. Nýlega hafa hollenzk ir veirufræðingar ræktað veiru úr lungum sjúkra kinda með sömu aðferð og við notum hér til að einangra visnu- og mæði- veirur. Reyndist veira þessi náskyld okkar mæðiveiru og er sennilega sama veirutegundin. Hollendingarnir fóru þá að skyggnast um eftir visnu í mæðisjúkum hjörðum sínum og fundu raunar fáein tilfelli af visnu eins og hún þekkist hér á landi. Þetta er eins og búast mátti við, ef sama veir- an getur orsakað báða sjúkdóm ana. — Hvað snertir skylda sjúk- dóma í mönnu-m, þá er það rétt að álitið hefur verið að visnu svipaði til ákveðinna hæg- gengra lömunarsjúkdóma í fólki, segir Halldór. En nánari rannsóknir hafa ekki bent til þess, að hér sé um sama sjúk- dóminn að ræða, eða að hann orsakist af sömu veiru og visna. Hins vegar má vera, að margir þessir hæggengu sjúk- dómar. bæði í mönnum og dýr- um, séu í eðli sínu hliðstæðir visnu og orsakist af enn óþekkt um veirum. Mætti þá nota svip aðar aðferðir við rannsókn á orsökum þeirra eins og hér hefur verið beitt við visnu og mæði. En það hefur komið í ljós, að oft þarf að bíða mjög lengi frá því að kind er sýkt og þar til einkenni um þessa sjúkdóma koma í ljós. — Hvað lengi? Jafnvel nokkur ár. Dr. Björn Sigurðsson vakti fyrstur athygli á þessu. Og sú stað- reynd, að svo langur tími get- ur liðið frá því að sýking á sér stað þangað til sjúkdómsein- kenni koma í ljós hefur hvatt vísindamenn, sem fást við rann sóknir á hæggengum sjúkdóm um, að temja sér meiri þolin- mæði við sýkingartilraunir sín ar og dæma þær ekki neikvæð ar, þótt enginn árangur sjáist fyrsta árið. Það hefur komizt talsverður skriður á rannsókn ir af þessu tagi síðari árin. Eru . t.d. í Bandaríkjunum í gangi tilraunir þar sem reynt hefur verið að sýkja tilrauna- dýr, m.a. mannapa, með ýms- um hæggengum sjúkdómum, og er beðið úrslita. Annars liggja nú þegar fyrir niðurstöð ur af einni slíkri tilraun, og tókst þar að sýkja apa með sérkennilegum hæggengum löm unarsjúkdómi, sem er algengur meðal frumstæðra íbúa Nýju Guineu. Er þetta í fyrsta sinn sem tekst að sýkja apa með sjúkdómi af þessu tagi og spáir góðu um frekari árangur. i — Og allar þessar tilraunir miða að sjálfsögðu að . . . — Allt miðar þetta að því að finna orsök sjúkdómanna og þá er á eftir auðveldara um allar aðgerðir, þótt enn eigi það vafalaust langt í land að hagnýtur árangur náist af bess um rannsóknum. — Fer ekki mæðiveiki minnkandi hér. Verður hún ekki horfin áður en rannsókn ir komast á lokastig og ráð finnst gegn henni? — Jú, mæðiveiki fer minnk- andi. Aldrei er þó að vita hvort tekzt að útrýma henni með öllu. Og þó að svo vel takist til og rannsóknir á mæði hafi því ekki hagnýtt gildi hér í fram- tíðinni, þá koma þær þó vafa laust að haldi annars staðar auk þess sem þær hafa almennt fræðilegt gildi. Annars hafa þessar mæðirannsóknir þegar borið hagnýtan árangur, fyrst og fremst þann, að tekizt hef- ur að finna blóðpróf, sem ger- ir fært að greina mæðisýkingu í hjörð, áður en sjúkdómsein- kenni koma í Ijós hjá einstaka kind. Þannig má spara dýrmæt an tíma og koma í veg fyrir að hin sýkta hjörð smiti frá sér. Annars höfum við verið að ráðgera tilraun með bólusetn- ingu gegn mæðiveiki og nota til þess dauðar mæðiveirur. Dr,- Halldór Þormar Engu er þó hægt að spá um hvort slík bólusetning muni gefa árangur og verður reynslan að skera úr um það. í líkamanum hegðar mæðiveiran sér að ýmsu leyti ólíkt því sem aðrar þekktar veirur gera. Stundum myndast alls ekki verndandi mótefni í líkama þeirra kinda, sem sýk- ingu hafa tekið. Og jafnvel þótt mikið mótefni myndist megn- ar það í mörgum tilfellum ekki að vernda dýrið gegn mæði- veikinni, sem heldur áfram að ágerast. Þetta er ólíkt því, senr; er um flesta aðra veirusjúk- dóma þar sem mótefnin valda varanlegum bata. — Helöur þú áfram rann- sóknum þínum á þessum veir- um eftir að þú ert kominn heim aftur? Hvað ertu að fást við núna? — Já, ég held að mestu leyti áfram sömu verkefnum. Ég hef að undanförnu verið að byrja tilraunir með svonefnd fluor- iserandi mótefni gegn visnu- og mæðiveirum. Með slíkum efnum er hægt að lita veirurn- ar mjög spesifikt, því að litar- efnin bindast ekki öðru en veirunum. Með þessu móti má finna hvar í frumunum veir- urnar verða til og í hvaða vefj um sjúklingsins þær setjast einkum að. Og þá eru meiri möguleikar á að gera sér ljóst, hvernig veiran veldur sjúk- dómnum. Þessi aðferð hefur rutt sér mjög til rúms, bæði í bakteríu- og veirufræði. — Áður en við höldum lengra, Halldór. Hvaða skepna er annars veiran? — Það er erfitt að útskýra í fáum orðum þannig að öllum verði skiljanlegt. Veirur eru örsmáar agnir gerðar af eggja- hvítuefnum og kjarnasýrum, en það eru sömu efnin og gen eða erfðavísar allra lifandi fruma eru gerðir af. Sumir álíta því, að veirur hafi upphaflega orð- ið til á þann hátt að gen eða litningaþræðir hafi losnað frá frumum og öðlast að vissu leyti sjálfstæða tilveru. Aðrir álíta hinsvegar, að veirur hafi þróazt af bakteríum, sem smám saman urðu sérhæfðari og háðari hýsl inum um alla efnastarfsemi. Þegar veira berst í heilbrigða frumu, leysist hún í sundur og kjarnasýra hennar, eða gen, byrja að starfa eins og þau ættu heima í frumunni. Þau taka að framleiða efni í nýjar veirur og nota til þess efnakerfi hýsilfrumunnar. Við þetta ruglast öll starfsemi hinnar síð arnefndu, hún sýkist og deyr oftast að lokum. — Hvernig stendur á því, að nú heyrrr maður svo miklu meira talað um veirur og þeim kennt um hvers konar krank- leika? Hafa þær magnazt í heiminum eða bara dulizt svona vel fram til þessa? — Veirusjúkdómar hafa orð- ið tiltölulega þýðingarmeiri á seinni árum, vegna þess að svo góð meðul hafa fundizt við bakteríusjúkdómum, að þeir hafa orðið miklu viðráðanlegri en áður var. Gegn veirusjúk- dómum eru hins vegar ekki til nein örugg lyf, sem duga eftir að sýking hefur orðið. Hægt er í mörgum tilvikum að fyrir- byggja þá með bólusetningu, en ekki lækna. Lítið er hægt að gera við þeim annað en að fara vel með sig, og svo að koma í veg fyrir ýmsa auka- kvilla. Reyndar er til eitt lyf, sem virðist gefa góða raun við lækningu á sérstökum augn- sjúkdómi, er stafar af herpes- veiru. Auðvitað eru í gangi um fangsmiklar rannsóknir viða um heim til að reyna að finna efni, sem vinna á veirum, án þess að skaða líkamann. Við slíkar rannsóknir er aðallega beitt tvenns konar aðferðum. Önnur er happa- og glappa að- ferðin, þ.e. fjöldi efna er próf- aður gegn ýmsum veirum og þau sem kunna að gefast vel eru tekin til nánari rannsókn- ar. Hin aðferðin er að rannsaka veirurnar og efnasiarfsemi þeirra og reyna svo á rökræn- an hátt að finna meðul, sem hindra efnastarfsemina og þar með fjölgun veiranna í frumun um. En það hefur sem sagt reynzt miklu erfiðara að finna lyf gegn veirum en bakteríum og er orsökin auðvitað sú, hvað þær hafa lítil sjálfstæð efna- skipti, sem eru sérkennileg fyr- ir þær. — Eru rannsóknir og vinnu- aðferðir það hliðstæðar, að hægt sé að fara milli landa og stofnana og vinna umsvifalaust verkefni þar, eins og þú gerðir GEIR Hallgrímsson. borgarstjóri sagði á borgarstjórnarfundi s.l. fimmtudag, að' áætlað væri að staðsetja fæðingar- og kvensjúk dómadeild í B-álmu Borgarspít- ans. Viðræður fara nú fram milli forráðamanna spítalanna í Reykjavík til að samræma fram kvæmdaáætlanir við sjúkrahúsa byggingar. Þá kom fram, að aðeins 2% fæðinga í Reykjavík fara fram í heimahúsum. Borgarstjóri sagði að ekki væri unnt á þessu stigi málsins að fullyrða um framtíðarlausn fæð ingarrýmis í borginni. Viðræð- ur standa nú yfir milli forráða- manna spítala um venkaskipt- ingu þeirra. Borgarstjóri lagði áherzlu á, að ráðin yrði bót á sjúkrarúmaskorti í ýmsum grein um eftir mati forráðamanna spítalanna á því, hvar þörfin væri brýnust. Nú mundu flestir vera sammála um, að sjúkra- rúmaskortur væri alvarlegastur í geð- og kvensjúkdómum, en frekari upplýsingar munu liggja fyrir, að loknu því starfi, sem nú færi fram við samræmda framkvæmdaáætlanir um sjúkra húsabyggingar. Borgarstjóri taldi eðlilegt, að þetta ár, sem þú varst í Venez- uela? — Já, það er hægt. Vísindin eru nú einu sinni alþjóðleg. Eitt ár ^r kannski í minnsta lagi, því að það tekur tlsverð- án tíma að koma tilraunum í gang, einkum ef maður tekur ekki með sér verkefnin. Ég var þarna aðallega \ið að reyna að einangra veiru, sem veldur smitándi blóðsjúkdómi í hross um. Sjúkdómur þessi er mjög hæggengur, og hestur getur gengið með veiruna í blóðinu árum saman án þess að ein- kenni komi í ljós, nema við viss skilyrði, t.d. ef hann verð- ur fyrir mikilli áreynslu. Þessi sjúkdómur er óþekktur hér á landi, en til víða um lönd og er mjög algengur í Suður- Ameríku og veldur miklu tjóni t.d. á veðreiðahrossum. — Hvernig er að vera í Venezuela? Þú hefur ekki freistazt til að setjast þar að? — Nei, ég var þó jafnvel að hugsa um að vera lengur. En ég hafði ársleyfi héðan og af ýmsum ástæðum hvarf ég frá því. Þarna var gott að búa. Við voruim uppi í fjöllunum, í 1700 metra hæð, og þar má heita að loftslagið sé alveg fullkomið, um 20 stiga hiti allan ársins hring, þó þetta sé í miðju hita- beltinu. En maður er langt frá vinnum og ættingjum. Við bjuggum á svæði, sem vísinda- stofnunin stendur á, um 20 km ofan við Caracas. Þaðan eru 20 einbýlishús á lóð stofnunar- innar og búa margir erlendu starfsmennirnir í þeim, meðan innlendir búa fremur niðri í borginni. Þarna er því mjög alþjóðlegt umhverfi, fólk af 15 mismunandi þjóðum. Við eignuðumst þarna vini af mörg- um þjóðernum og fræddumst allt að því eins mikið um lönd þeirra eins og um landið, sem við dvöldum í. Eftir þessa huggulegu lýsingu kvaddi ég og hélt út í íslenzka veðrið, lemjandi rigningu og rok með skammdegismyrkri. Leiðin lá í bæinn frá Keldum, eftir ófærum aðalveginum inn í borgina, yfir fullar holur af leðju, sem slettist á bílrúðurn- ar, svo stanza varð í hvert skipti sem annar bíll fór hjá. í von um að sjá eitthvað þegar leðjan tæki að leka af rúðun- um. Skelfing hlýtur sá maður að eiga ánægjuleg skyldmenni og vini, sem skiptir á þessu og sólarlandi með hita allan ársins hring, jafnvel þó nóg sé af veirum á báðum stöðum. — E. Pá. fæð- '65 fæðingar- og kvensjúkdóma- deildir yrðu reknar saraan og þótt sjúkrarúmaskortur væri al- varlegri hvað kvensjúkdóma snerti, mundi ef til vill vera hægt að leysa hvort tveggja samtímis. Borgarstjóri sagði að því væri ekki að neita, að rúmleysi gerði vart við sig á fæðingarstofnun- um. En ef ávallt ætti að vera nægilegt rými, þannig að aldrei þyrfti að vísa barnshafandi kon- um frá, stæði töluvert rými ó- notað mestan hluta ársins. Árið 1965 fæddu aðeins 3S konur í Reykjavík í heimahús- um eða um 2%. Samkvæmt töi- um frá nágrannalöndunum er hlutfallið svipað í Svíþjóð, en í Danmörku og Englandi fara 26 til 30% fæðinga í borgum fram í heimahúsum. Þess er að gæta, að miðað við fólksfjölda er fæð- ingartalan hérlendis hærri en víðasi hvar annars staðar. Upplýsingar þessar komu fram vegna áskorunar, sem Bandalag kvenna í Reykjavík, sendi borg- arstjórn í nóvember s.l., þess efnis, að bygging fæðingarstofn- unar dragist ekki á langinn. 98°/o fæðinga á ingarstofnunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.