Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1967,
31
Fengu lágar einkmniír
Frömdu sjálfsmorð
Madras, Indlandi, 23. jan.
AP.
SJÖ stúlkur í Kallupatti-
gagnfræðaskólanum í Madras
reyndu að fremja sjálfsmorð
á laugardag sokum þess, að
þær höfðu fengið lágar eink-
unnir í forprófi fyrir fulln-
aðarpróf, sem fara fram í
marz. Sex stúlknanna dóu en
þeirri sjöttu var bjargað.
Liggur hún nú í sjúkrahúsi í
Madras og er á batavegi.
Samkvæmt frásögn stúlk-
unnar, sem er 16 ára gömul,
bundust þær fastmælum um
að fremja sjálfsmorð eftir að
hinár lágu einkunnir þeirra
höfðu verið kunngerðar.
Gengu þær að brunni, sem
liggur í fjallshlíð um þrjár
mílur frá skólanum. Þar
bundu þær saman hárfléttur
sínar og ein þeirra, sem kunni
að synda, batt saman fætur
sína til þess að freistast ekki
tii að synda, er í vatnið væri
komið. Síðan báðu þær sam-
an um fyrirgefningu guðs og
köstuðu sér í brunninn. Bóndi,
sem heyrði til þeirra, kom
þegar á staðinn en náði aðeins
að bjarga lífi einnar stúlk-
unnar.
Bráðabirgðaviðgerð
Þrir af sindstæðingum Mao Tse-tungs, sem orðið hafa „menningarbyltingunni" að bráð. Talið frá
vinstri: Lo Jui-ching, fyrrnm yfirmaður herráðsins, s'em framdi sjálfsmorð. Þá kemur Po I-po,
fyrrum aðstoðarforsætisráðherra. Hann framdi einnig sjálfsmorð. Lengst til hægri er Teng Hsiao-
ping, fyrrum aðalritari flokksins. Hann gerði misheppnaða tilraun til sjálfsmorðs.
á Jökuisárbrú lokið
ASTANDIÐ á vegakerfi landsins
er nú gott, ef miðað er við árs-
tíma, fært nálega um allt land,
nema á Austurlandi. Er ágæt
færð um Suðurland, Snæfellsnes
og vestur í Reykhólasveit, svo
og norður yfir Holtavörðuheiði,
allt til Hólmavíkur og Akureyr-
ar, og þaðan til Húsavíkúr. Á
Austfjörðum er á hinn bóginn
víðast ófært á fjallvegum, enda
var þar snjóhraglandi yfir helg-
ina.
Bráðabirgðaviðgerðum á veg-
um og brúm sem skemmdust í
leysingunum um sl. helgi er nú
að mestu lokið. Mest umferðar-
töf af þessum völdum varð yfir
brúnna á Jökulsá á Sólheima-
sandi, sem laskaðist mjög mikið.
Seig stöpull undir miðri brúnni
en við það hallaðist brúin mjög.
Á laugardag luku starfsmenn
vegagerðarinnar við að lyfta
brúnni til bráðaibrgða, og hún
opnuð til umferðar aftur.
- KINA
Framhald af bls. 1.
ins og geti hvenær sem er sent
tvær og hálfa milljón hermanna
gegn „afturhaldsöflunum“.
Japanskir fréttaritarar skýra
frá liðssafnaði andstæðinga Maos
í Mansjúríu. Segja þeir að fyrir
helgina hafi Rauðir varðliðar
reynt að leggja undir sig skrif-
stofur öryggis- og umferðarlög-
reglunnar og slökkvistöðvar borg
arinnar Changchin í Mansjúríu,
en verkamenn og starfsmenn
kvikmyndavers í borginni hafi
umkringt staðina og lagt til at-
lögu við varðliðana. Stóðu átök
in í sjö klukkustundir. Nú eru
andstæðingar Maos búnir að
safna saman 60 þúsund manna
her frá héruðunum Kirin, Liaon-
ing og Heilunkiang, og er her
þessi á leið til Changchin.
í Kiangsi héraði tilkynntu út-
varpsstöðvar, sem eru í höndum
stuðningmanna Maos, að komið
hafi til mikilla árekstra að und-
anförnu. Bardagar hafa geisað
þar í tvo daga, og viðurkenna
Mao-istar að þeir hafi beðið
mikið tjón. Segir útvarpið í
Kiangsi að enn gæti mikillar
andstöðu við Rauðu varðliðana í
héraðinu. Afturhaldsöflin hafi
ekki iðrazt gjörða sinna, og hafl
það leitt til blóðsúthellinga. Einn
ig segir útvarpið frá verkföllum,
matarskorti og efnahagsöng-
þveiti.
Dagblað alþýðunnar, málgagn
kommúnistaflokksins í Peking,
segir í ritstjórnargrein um ástand
ið að hrifsa verði öll völd úr
höndum andbyltingaraflanna.
Segir blaðið að undir frábærri
stjórn Maos muni hundruð míll-
jóna byltingarsinna, sem vopnað
ir eru hugsjónum Maos, vinna
bug á öllum erfiðleikum, og fletta
ofan af hverjum þeim, sem reyn
ir að blása lífi í fjandsamlegar
glóðir.
Drengs leitað á
Sigiufírði í gær
LÖGREGLAN á Siglufirðl aug
lýsti seint í gærkveldi eftir mönn
um á Siglufirði til þess að að-
stoða, við leit 15 ára drengs úr
bænum, en til hans hafði þá ekk
ert spurzt frá því kl. 13.
Er álitið að drengurinn hafi
farið upp í fjallið fyrir ofan bæ-
Inn til þess að taka ljósmyndir.
Þegar MbL hafði samband við
lögregluna laust fyrir miðnætti
dreif að menn úr bænum til þess
að taka þátt í leitinni, en veður
var þá hagstætt. Átti fyrst að
leita í fjallinu.
Enska knaStspyrnan
27. UMFERÐ ensku deilda-
keppninnar fór fram s.l. laugar-
dag og urðu úrslit leikja þessi:
1. deild.
Blackpool — Arsenal 0—3
Chelsea — Aston Villa 3—1
Leeds — Fulham 3—1
Leicester — Sunderland 1—2
Liverpool — Southampton 2—1
Manchester C. Manchest U. 1—I
Newcastle — N. Forest 0—0
Sheffield U. — Stoke 2—I
Tottenham — Burnley 2—0
W.B.A. — Everton 1—0
West Ham — Sheffield W. 3—0
2. deild.
Birmingham — Preston 3—1
Blackb. — Wolverhampton 0—0
Bolton — Cardiff 3—1
Bristol City — Coventry 2—2
Carlisle — Ipswich 2—1
Charlton — Huddersfield 1—2
Derby — Crystal Palace 2—0
Hull — Millwall 2—0
Norwich — Bury 2—0
Plymouth — Northampton 1—0
Portsmouth — Rotherham 3—2
í Skotlandi urðu úrslit m. a.
þessi:
Celtic — Hibernian 2—0
Falkirk — Rangers 0—1
Kilmarnock — Dundee 4—4
St. Mirren — Airdrieonians 0—3
Staðan er þá þessi:
I. deild.
1. Liverpool 37 stig
2. Manchester U. 36 —
3. N. Forest 35 —
4. Stoke 32 —
5. Chelsea 32 —
6. Leeds 32 —
2. deild.
1. Coventry 35 stig
2. Wolverhampton 33 —
3. Carlisle 33 —
4. Huddersfield 31 —
5. Preston 31 —
6. Crystal Palace 31 —
7. Millwall 31 —
STÓRBRUNAR í NOREGI.
Bergen og Larvik, 23. jan.
(NTB).
Tveir stórbrunar urðu í
Noregi um helgina. 1 Larvik
brann skóverksmiðja, og er
tjónið metið á margar milljón
ir norskra króna. I Bergen
kviknaði í fjölbýlishúsi við
Konsul Börs götu, og brunnu
þar inni 54 ára maður og
ellefu ára dóttir hans.
-JOHNSON
Framhald af bls. 1.
okkar og sitja þar sem þið
sitjið nú, hérna í höll fyrr-
um landstjora Frakka í Indó
kina,“ sagði Ho. Látið John-
son koma með eiginkonu sina
og dætur, einkaritara, lækni
og matreiðslumann. En látið
hann ekki. koma með skamm
byssu sér við hlið, látið hann
ekki koma með flotaforingja
sína né hershöfðingja".
Ho forseti fullvissaði nefnd
armenn um að Johnson væri
engin hætta búin, ef hann
féllist á að koma til Hanoi.
Að sögn Feinbergs sagði Ho:
„Sem gamall byltingarmaður
heiti ég því, og legg æru mína
að veði, að öryggi Johnsons
verður tryggt til fullnustu1*.
Þá kvaðst Feinberg hafa feng
ið heimild Ho forseta til að
flytja Johnson heimboðið og
skýra frá því opinberlega,
þótt hann vissi ekki til að
það hefði borizt Bandaríkja-
forseta enn eftir réttum leið-
um.
Kvaðst Feinberg álíta að
með yfirlýsingunni vildi
stjórnin í Hanoi gefa í skyn
að hún væri reiðubúin til að
skapa grundvöll fyrir friðar-
viðræðum. Loks sagði hann
að nefndarmenn hefðu fengið
að hitta að máli tvo banda-
riska stríðsfanga í Norður
Vietnam. Ekki gaf hann upp
nöfn fanganna, né sagði neitt
frekar um þær viðræður ann-
að en að fangarnir hafi litið
vel út.
Reeves biskup kvaðst ekki
álíta að með heimboði sínu
hafi Ho forseti átt við það að
efnt yrði til fjölmennra frið-
arumleitana í Hanoi. Taldi
hann að Ho vildi aðeins bjóða
Johnson persónulega að heim-
sækja Hanoi.
Biskupinn sagði að heim-
sóknin til Hanoi hefði sann-
fært sendinefndina um að
loftárásirnar á Norður Viet-
nam væru brot á alþjóðalög-
um samkvæmt Genfarsamn-
ingnum um Indókína frá 1954,
og einnig væru þær brot á
stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna. Las Reeves upp úr
skýrslu, sem hann hafði sam
ið um heimsóknina, og sagði
m.a.: „Þjáningarnar, sem loft
árásirnar hafa valdið börnum,
konum, öldruðum og ibúun-
um í heild eru dýrslegar, ó-
mannúðlegar og algjörlega
siðlausar. Auk þess sjáum við
ekki að þær þjóni nokkrum
hernaðarlegum tilgangi.“
Nefndarmenn ræddu við
Ho Chi Minh í hálfa klukku
stund, og talaði forsetinn
ensku. Síðar ræddu þeir um
málefni kirkjunnar við Pham
Van Dong, forsætisráðherra
Norður Vietnam, í hálfa aðra
klukkustund.
Fréttamenn í London inntu
eftir því hvort sendinefndin
hefði spurt Ho forseta hvort
hann væri reiðubúinn til að
koma til fundar við Johnson
í einhverju hlutlausu landi.
Ekki kvað Reeves biskup
nefndarmenn hafa gert það,
en hinsvegar hefði forsetinn
lýst því yfir að hann vildi
ekki fara til New York.
í Washington sneru frétta-
menn sér til eins af blaðafull-
trúum forsetans. Skýrði full-
trúinn, George Christiansen,
svo frá að þangað hefðu eng-
in boð borizt frá Ho Chi Minh.
„Ég get ekki dæmt það af
fréttastofufregnum frá Lond-
on hvað Ho Chi Minh sagði,
eða á að hafa sagt. Við höfum
marg lýst því yfir að við vilj
um miklu fremur leysa deilur
sem þessa við samningaborðið
í stað vígvallarins. En okkur
hafa engin boð borizt frá Ho
Chi Minh. Berizt þau boð hins
vegar, munu þau tekin til ítar-
legrar athugunar".
- IÞROTTIR
Framhald af bls. 30
27 stig en hjá KFR Þórir Magnús
son 24 og Marinó Sveinsson 23.
Átti Marinó beztan leik KFR-
inga. Dómarar voru Jón Eysteins
son og Einar Oddsson.
ÍKF — ÍS 75:56, I. deild.
Leikur þessi bauð upp á held
ur lélegan körfuknattleik en var
engu að síður allspennandi á að
horfa frarnan af. ÍS kemst yfir
í byrjun en ÍKF menn sækja í
sig veðrið og ná forystunni um
miðjan fyrri hálfleik og halda
henni allt til loka og sigruðu ör-
ugglega með 73:56. Hjá ÍKF voru
stigahæstir Friþjófur með 25 stig
og Hilmar með 20, en Grétar og
Hjörtur skoruðu flest stig hjá ÍS,
12 hvor. Dómarar voru Guðmund
ur Þorsteinsson og Agnar Frið-
riksson.
- SUKARNO
Framhald af bls. 1.
sé einungis upphafið á mik-
illi mótmælahreyfingu gegn
forseta Indónesíu. Sukarnó
hefur sætt sívaxandi gagn-
rýni síðan hann neitaði að
skýra frá því hvort hann
væri viðriðinn samsæri
kommúnista haustið 1965.
Adam Malik, utanríkisráð-
’herra, hefur látið svo ummœlt,
að Sukarnó verði að hverfa frá
völdum. Sagði hann á blaða-
mannafundi á sunnudag, að á
þann hátt einan vaeri endi
bundinn á stjórnmálakreppuna í
landinu. Malik vildi ekkert uim
það segja, hver yrði næsti for-
seti landsins. Hópar stúdenta
hafa krafizt þess, að það verði
Suharto hershöfðingi.
Þjóðþing Indónesíu hé!t sinn
fyrsta furvd á árinu í dag og
ver’öur það hlutverk þess, að á-
kveða framtíð Sukarnós og auk
þess, að skipa þingmenn í þau
108 sæti, sem standa auð eftir
að kommúnistaflokkurinn var
bannaður í landinu. Þykir ein-
sýnt, að sæti þessi gangi til
flokka og flokksbrota, sem and-
stæð eru stjórn Sukarnós.
FLÓ*>.
Rio de Janeiro, 23. jan AP
Miklar rigningar hafa or-
sakað flóð víða í Brasiliu. Vit
að er um 19 manns, sem
drukknað hafa í flóðunum, en
oii.szi um 30 aðra.