Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967. Tékkar unnu veröskuldaðan sigur á HM Rúmenar í þriðja sæti eftir sigur yfir Sovét 21-19 TÉKKAR urðu heimsmeistarar í handknatUeik, eins og stuttlega var frá skýrt í sunnudagsblaðinu. Unnu þeir Dani í úrslitaleiknum með 14-11, en í hálfleik var staðan jöfn, 8-8. Frammistaða Dana í þessari keppni hefnr komið mjög á óvart —- ekki sízt í Danmörku. Einn leikmanna Dana, markvörðurinn Erik Holst, var af fréttamönnum kjörinn bezti markvörður keppn- innar. Sagði Holst fyrir leikinn, að danska liðið hefði sett sér það markmið að verða ekki neðst í 8 liða úrslitum. En síðan áttu þeir tvo stórleiki — sigur yfir Júgósiövum og Rússum. Og þó sigur Tékka hafi verið verðskuldaður var frammistaða Dana þeim til sóma. I baráttu um þriðja sætið unnu Rúmenar (heimsmeistararnir í tvö síðustu skipti) Rússa 21-19 eftir framlengdan leik. Jafnt i byrjun Flestir eru á einu máli um að Tékkar hafi átt sterkasta liðið í þessari keppni og sigur þesss hafi því verið fyllilega verðskuldað- ur. Þeir hafa komizt í úrslitaleik tvívegis áður og tapað í bæði skiptin naumlega — þó sumir 4 (2 úr víti), Bruna 4, Duda 3, Mares 2, Havlik 1. — Mörk Dana: Christiansen 4 (2 víti), Vods- gaard 2, Verner Gaard 2, Per Svendsen 1, C. Lund 1 og Klaus Kaae 1. Dómari var Svíinn Torild Janerstam (sem hér dæmdi lands leik við V-Þjöðverja á dögun- um) og fær misjafna dóma. Rúmenía — Sovét Sovétmenn sýndu í byrjun miklu betri leik og komust tví- vegis í mjög gott forskot. Fyrst komust þeir í 6:2 en á þeim tíma lögðu Rúmenar alla áherzlu á að gæta Klimovs, en slepptu öðr- um lausum. Síðan náðu Rúmenar að jafna 6:6, en aftur komust Sovétmenn í forystu 11:6. En Rúmenum tókst að ná jafnvægi í leikinn aftur og á síðustu mín- útu að ná að jafna 18:8. Fram- lengt var og þá voru Rúmenarn- ir hinir sterkari og unnu 21:19. Þeir fóru því ekki allslausir heim hvað verðlaun snertL Rúmeninn Gruia átti stærstan þáttinfi 1 þessu afreki Rúmena, skoraði 12 mörk (3 úr víti) en var þó sér- staklega gætt. Fréttamenn segja að Sovét- menn kunni út í þaula nokkrar leikaðferðir, en þegar mótherj- inn finni vörn við þeim, sé getn þeirra lokið. Þessi sé skýringin á góðum leikköflum, sem færa þeim góð forskot í mörkum. Molar ERIK HOLST markvörður Dana á HM hlaut sérstök heið ursverðlaun Dagens Nyheter fyrir beztu og óvæntustu frammistöðu í keppninni. V-Þjóðverjar hlutu „fair- play“ bikarinn en hann hlýt- ur það lið, sem missir leik- menn sína sjaldnast af velli fyrir gróf leikbrot eða ítrek- ’ uð. Fóru V-Þjóðverjar aðeins þrívegis af velli eða í 6 mín. samtals. Júgóslavar í 8 mín., Svíar 10 mín, Danir 13, Tékk- ar 16, Sovét 18, Rúmenar 20. Markhæstu menn: Lúbking V-Þýzkal. Schmidt V-Þýzkal. Milkovics, Júgóslavíu Klimov, Sovét Bruna Tékkóslóv. Gruia Rúmeníu Fenyöe Ungverjal. Duda, Tékkóslóv. Marosi Ungverjal. Jan Hodin Svíþjóð Horvat Júgóslavíu Jacob Rúmeníu Göran Hárd Svíþjóð Uremovic Júgóslavíu 38 36 36 35 34 34 30 28 28 23 22 21 20 20 teldu þá að þeir hefðu átt sigur skilið. Danir hafa aldrei náð jafn langt og nú. Baráttan nú milli þeirra og Dana var mjög spennandi fram- an af. Tvívegis í fyrri hálfleik voru Danir með 2 marka forskot (6:4 og 7:5) en á síðustu sekúnd um var Tékkum dæmt vítakast og í hléi var staðan jöfn, 8:8. Betra úthald Tékka Er líða tók á síðari hálfleik kom í ljós að Danir höfðu hvergi nærri úthald á við Tékkana og þegar Tékkar komust yfir 12:10 var sýnt hvernig færi. Spennan ríkti þó enn, því næstu 5 mín. þar á eftir voru án marka. Dan- ir komust ekki í færi og það var eins og Tékkar vildu ekki gera tilraun til að skjóta — nema ör- uggt mark yrði. Þeir virtust á- nægðir með 2 marka forskot. Og loks skoruðu Tékkarnir 13:10 og þar með var útséð hvern ig færi þó 6 mín. væru til leiks- loka. Síðari hálfleikur leiksins var mjög harkalega leikinn, slagsmál á köflum og mikið múður við^ dómarann og í þeim efnum voru Danir yfirburðamenn Tékkanna. Beztan leik í liði Dana áttu Holst markvörður, Jörgen Vod- gaard og Iwan Christiansen. Holst gekk þó ekki heill til skóg- ar. Meiðsli í öxl frá fyrri leik tóku sig upp. Þá fékk hann blóð nasir eftir högg og allur var hann aumur á olnbogum og hnjám eftir leikinn við Rússa, en þá sýndi hann þá frammistöðu „að betur verður ekki gert“, eins og blöðin sögðu. Lið Tékka var betra, jafnara, og umfram allt úthaldsbetra. Mörk Tékka skoruðu Konecny Hér er Erik Holst með silfurver ðlaun sín. Enginn í liði Dana er sagður betur að þeim kominn en einmitt Holst markvörður. Frá úrslitaleik HM. Per Svendsen hcfur komizt inn fyrir vorn Tékka og skorar. Max Nielsen og Verner Gaard horfa spenntir á. KR vann KFR, 93-60 og IKF vann stúdenta 73-56 Leikskýringar í hátalara til áhorfenda vinsælar ÍSIiANDSMEISTARAMÓTINU í körfuknattleik var áfram haldið í Iþróttahöllinni í Laugardal á sunnudagskvöld og voru leiknir tveir leikir í I. deild. KR sigraði KFR með 93:60 og ÍKF vann ÍS 73:56. Sá skemmtilegi siður hef ur verið tekinn upp við leiki í Danir og Rússni í kvöld DANSKA handknattleikssam- bandið vill hamra sitt járn með- an það er heitt. í kvöld verður danska HM-liðið er silfurverð- launin hlaut hyllt í Kaupmanna- höfn og á að sýna að það var engin tilviljun að Danir hlutu silfurverðlaunin. Reyndu Danir bæði að fá Japana, Rúmena og Rússa til að koma til kappleiks í Kaupmannahöfn. Tvö fyrst- nefndu löndin gátu ekki þegið boðið vegna heimferðar, en Sovét menn voru til í tuskið og mætast Danir og Rússar í kvöld í stærstu höll Kaupmannahafnar. I. deild að Bogi Þorstelnsson skýrir ieikinn í hátalarakerfi hússins, og hefur þessi nýbreytni vakið ánægju meðal þeirra áhorf enda, sem körfuknattieik sækja, en þeir eru reyndar alltof fáir. KR — KFR 93:60, I. deild. Leikurinn hófst með fremur rólegu spili af beggja hálfu og léku KFR-ingar maður mann vörn en KR-ingar beittu svæðis- vörn. Styrkleikamunur liðanna kortr þó fljóilega í ljós og gefur staðan í hálfleik 48:30 fyrir KR nokkuð góða mynd af gangi leiks ins. Hjörtur Hansson var beztur KR-inga enda var hans mjög illa gætt og slcoraði hann 18 stig á þessu tímabili. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn heldur og um miðbik hálfleiksins var staðan 39:57 KR í vil. Fór þá þreytan að segja til sín hjá KFR en þeir höfðu aðeins einum varamanni á að skipa og bættu KR-ingar veru lega við forskot sitt undir lokin og sigruðu með yfirburðum 93:60. Hjá KR skoraði Einar Bolla- son 34 stig og Hjörtur Hansson Framhald á bls. 31 §und meistara- mót R.víkur SUNDMEISTARAMÓT Reykja víkur 1967 verður háð í Sund- höU Reykjavíkur 3*1. janúar kk 8.30. Keppt verður í eftirtöldum sundgreinuim í þessari röð: 100 m skriðsund kvenna 200 m skriðsund karla. 100 m flugsund kvenna 200 m bringusund karla. 200 m bringusund kvenna. 100 m flugsund karla. 100 m baksund kvenna 100 m baksund karla. 4x100 m sfcriðsund kvenna. 4x100 m skriðsund karla. Einnig fer fram úrslita- leikur Sundknattleifcsmeistara- móts Reykjavíkur 1967. Utanbæjarmönnuim er heimil þátttaka sem gestum, án verð- launa. Þátttökutilkynningar skRist tB Guðmundar Þ. Harðarsonar, Sundlaug Vesturbæjar (simá 15004) eða Péturs Kristjánsson- ar sími 35705. Þátttaka tilkynn- ist fyrir 27. janúar. (Sundráð Reykjavikur),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.