Morgunblaðið - 24.01.1967, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967.
21
Orfá orð um kvik-
myndagagnrýni
1 GREIN I Morgunblaðinu (17.
jan. sl.), „Kvikmyndir, sjónvarp
og gagnrýni", eftir Svein Krist-
insson, koma fram skoðanir á
lástgagnrýni, nánar tiltekið kvik
myndagagnrýni, sem ég get ekki
látið hjá líða að gera örfáar at-
hugasemdir við.
Listamenn, jafnvel þeir sem
(?) „telja sig einna fínasta hér
á landi“ að dómi S.K., hafa
mér vitanlega aldrei kastað hnút
um að kvikmyndum almennt
(•e.t.v. með einni undantekn-
ingu) — eins og S.K. lætur liggja
að — heldur að kvikmyndahús-
unum, rikjandi sjónarmiðum
þeirra I vali á myndum. Það er
Mtt skiljanlegt, hvaða tilgangi
á að þjóna — hin skelegga vörn
eða samúð S.K. með forráða-
mönnum kvikmyndahúsanna,
þótt við þurfum ekki endilega
að kalla þau „gróðrarstíu eða
uppsprettu andlegrar upplausn-
ar og siðspillingar". Val kvik-
myndahúsanna er a.m.k. í ákaf-
lega litlum tengslum við list-
ræn sjónarmið eins og kunnugt
er, af hverju sem það nú staf-
ar. Manni finnst, að kvikmynda
gagnrýnanda beri sízt að verja
slíkt. Miklum meirihluta þeirra
mynda, sem hingað berast, hljóta
raunverulegir gagnrýnendur að
hafna gersamlega. Kvikmynda-
Hstin er ung, enda nýtur hún
hér enn minni skilnings en aðrar
listir. Kvikmyndagagnrýnendur
ættu ekki að sætta sig við þetta
auma ástand, en reyna að bæta
það eftir föngum. Mér vitan-
lega hefur þó sorglega lítil við-
leitni birzt í þá átt að undan-
förnu.
Hins vegar hefur mikilvirk-
asti kvikmyndakynnir okkar
sjálfur gert nokkra grein fyrir
viðhorfum sínum til listar og
gagnrýni. Þótt öll „hugverk séu
misjöfn að gæðum“ og listsköp-
un geti aldrei orðið „fullkom-
leikinn sjálfur“, verður hún eigi
að síður að vera „tilraun til að
tóapa fullkomið verk“, segir
S.K. framarlega 1 grein sinni.
Þessu er ég alveg sammála, svo
langt sem það nær. Listaverk
eru auðvitað mjög mismunandi
fullkomin. En þó að þau séu
ekki fullkomleikinn sjálfur, verð
ur gagnrýnandinn samt, þótt
honum skjátlist oft, að „leita full
komleikans í list“, meta hana
eftir því, hvernig honum finnst
hún hafa tekizt sem tilraun til
að skapa fullkomið verk. En um
leið hlýtur að verða að gera
nokkuð hliðstæðar kröfur til
gagnrýni og listar, svo nátengt
sem þetta tvennt er. En svo virðist
ekki vera að dómi S.K. Þar sem
hann ræðir um gagnrýnina, fær
ÖU viðleitni til fullkomnunar
ísmeygilega háðsmerkingu. Hann
lýsir ýtarlega hvílíkir skaðræð-
isgripir „óskeikulir" gagnrýn-
endur mundu vera. Sá gagnrýn-
andi sem leitar fullkomleikans í
list, reynir að greina á milli list
ræns og ólistræns, velja og
hafna, virðist í stórkostlegri
hættu á að verða óskeikull. Þar
eð kvikmyndagagnrýnendur
þurfa helzt „að búa yfir mjög
víðtækri þekkingu og hæfileik-
tun“ eru þeir að vísu „í einna
minnstri hættu allra listdómara
að verða óskeikulir“. En að sögn
S.K. fussar þessi „óskeikulleiki"
við allri listrænni viðleitni, sker
allt ofan l sama trogið, gamalt
og nýtt, og er sannkallaður „drag
bítur á allt lista- og menntalíf".
Þess vegna má víst ekki vanda
gagnrýnina um of. Þess vegna
má sem sé ekki vera með þess-
ar sífelldu kröfur til hennar.
Ekki veit ég, hvernig list á
íslandi væri háttað, ef allir hugs
uðu á þennan veg. Slík van-
traustsyfirlýsing á list og gagn-
rýni, sem felst í orðum S.K., er
aem betur fer fátíð og bætir
•kki um fyrir honum sem gagn-
rýnanda. Mönnum er nauðsyn að
trúa á það, sem þeir eru að gera.
Þótt við getum ekki náð ein-
hverjum óumræðilegum alfull-
komleika, eigum við ekki að
láta kákið nægja, heldur velja
verkefni til hæfi og leggja okk
ur öll fram. Þetta gildir í list-
gagnrýni eins og í listinni og
raunar lífinu sjálfu.
Hérlend kvikmyndagagnrýni
hefur, eins og fyrr segir, óvenju
lítið hrós fengið að undanförnu,
og er það sennilega undirrótin
að skýringum S.K. á sjónarmiði
sínu. Þótt mér finnist þau skrif
hans um kvikmyndir, sem ég hef
séð, fremur geta kallazt umsagn
ir eða úrdrættir en gagnrýni, þá
er hann þar á öðru máli og taiar
t.d. um „okkur gagnrýnendur'*.
En vandi fylgir vegsemd hverri.
Það er fróðlegt að heyra álit
Danans Carls Th. Dreyers á hlut
verki gagnrýnenda, en sjálfur
er hann heimsfrægur brautryðj-
andi í kvikmyndalist. Þarna er
ekki verið að snakka um daginn
og veginn. Hann segir: „Eigi dag
blaðagagnrýni yfirleitt nokkurt
erindi, verður hún að miðast að
því að vera sívakandi samvizka
listarinnar. Gagnrýnandinn verð
ur að dæma myndina frá list-
rænum — og aðeins listrænum
— sjónarmiðum án þess að láta
sig nokkru skifta tekjur eða
tímabundna aðstöðu stjórnand-
ans. Kostir og gallar myndarinn
ar sem listaverks verða að ráða
úrslitum". Allt annað er „svik
við kvikmyndina sem list og
gagnrýnina sem köllun".
Af orðum S.K. má ráða, að enn
vilji hann ekki teljast alveg
óskeikull og vilji veita öllum
ábendingum jákvæða viðtöku.
Hann kvartar undan því og e.t.v.
með nokkrum rétti, að yfirleitt
sé þess létið ógetið í hverju hon
um sé „helzt ábótavant" sem
gagnrýnanda, og aðfinnslurnar
séu „of almenns eðlis“ til að
hann geti „haft af þeim telj-
andi not“,
Þessum litlu ábendingum hér
að framan hef ég orðið að stilla
í hóf, þær verða sannarlega eng
in kennslubók í kvikmynda-
gagnrýni. Vona ég samt, að S.K.
geti dregið af þeim einhvern
lærdóm.
Magnús Skúlason.
dura-gloss
1R
MíLAUKK
í ár eru sokkar með dálítið öðrum hætti en verið hefur undan-
farin ár. Þeir hafa oft grófa áferð, þó að fíngerðir sokkar sjáist
líka. Þeir eru aliavega mynztraðir, köflóttir, rósóttir og í öll-
um regnbogans litum. Sokkar þessir eru mjög klæðilegir við
alla lághælaða skó, sem nú eru mest notaðir, og notkun þeirra
er alls ekki bundin við ungu stúlkurnar eingöngu, heldur
klæðast konur á öllum aldri slíkum sokkum.
varð stöðugur leiðinda háv-
aði, sem alla ætla’ði að æira.
Vera miá, að mörg bömin
hafi verið ánægð við Leiks-
lok, að minnsta kosti þau,
sem allt þetta eignuðust, eða
það skyldi maður ætla. En
hin vioru líka mör,g, sem
heyrðust rella um að fá hitt
og þetta, sem þarna var tii
sölu og sýnds á áberandi stað.
Veit ég, að öllum mæðrum
hefur gramizt þes,si sölu-
mennska, lika þeim, sem gáf-
ust upp fyirir ofureflinu.
En svo er önnur hlið á
þessu má’li og hún er sú, sem
snýr að fjárha,gnum. Sjá nú
alli-r, hversu útgj'a!lldafr1ekuI•
einn slíkur eftirmrðdagur
verður þar sem eru kannske
4—S börn og búi'ð er að kaupa
aðgöngumiða handa hverju
barni fyrir 90—100 krónur, ef
afan á þann kostnað bætast
kaup á þeim hlutum, sem
nefndir er,u hér að framan.
Mikil 'held ég að gleði
mæðra yrði, ef félagssamtök
sæu sér fiært að afinema ai'la
sliíka sölu á skemmtunum sín
um næstu jói og framvegis.
Og ekki yrði gleði barnanna
minni, þau gætu þá notið
dagsins eins og upphaflega
var tii æitlázt, í friði fiyrir
hinni ísmeygílegu nútíma
sölumeninsku.
- KVENNADÁLKAR
Framhald af bls. 14
sælgætis- e'ða ,,'ukkupok.a" og
epli, sem oftast er afíhent um
leið og börnin fara heim.
Býst ég við, að gjald það, sem
greitt er fiyrir aðgöngumiða
sé á hverjum tkna sanngjarnt,
að minnsta kosti er ekki trú-
'legt, að félög haíi siíkar
skemmtanir að fiéþúfu. En
það eru fleiri aðilar, sem
þarna koma við sögu, það
eru þeir, sem leigja út hús sín
og sali fyrir slíkar skemmt-
anir.
Mér er ekki kunnugt um,
hver stór hluti af miðaverð-
inu rennur til veitingamanns-
ins, en sýnilega finnst hionum
hann ekki bera nóg úr být-
um. Undanfarin ár, að af-
loknum jólalböllum, hafa
h^yrat óáinægjuraddir mæðra
yfir því, sem reynt er að
trdða inn á börnin og svo
verðinu á þvá. í ár held ég,
að fleiri konur séu enn reið-
ari en nokkru sinni áður.
Pappírshattar haifia undamfar-
ið verið seldir á jölatrés-
skemmtunum, í fyrra kostuðu
þeir víst kr. 15.00 stykkið en
nú seldir á kr. 25.00—45.00.
Hattar þessir prýddu marga
kolla í því húsi, sem ég var
í, margir þeirra voru orðnir
veiktir í 'lokin, já, héngu
varla saman. Þarna vöru láka
blöðrur til sölu að óglteymdu
sælgæti og kók, sem selt var
á kr. 20.00 flaskan, og svo
það, sem hivimileiðast var af
öllu, einhverskionar „ýlur“,
sem börn þau er eignuðust
blésu af ákafa, svo að úr
. * H<m<U mtnn^
•t auglýslng
i útbreiddasta blaðlno
borgar sig bezt.
Nauðuiigaruppböð
Eftir kröfu Arnar Þór hrl. fer fram nauðungar-
uppboð þriðjudaginn 31. janúar 1967 kl. 15 í skrif-
stofum embættisins að Suðurgötu 8 Hafnarfirði.
Selt verður veðskuldabréf að fjárhæð kr. 200 þús.
eign Sæmundar Jóhannssonar með veði í jarðhæð
fasteignarinnar að Löngufit 36 Garðahreppi.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Fegurstu konur nota dura
gloss naglalakk. Konan er
ekki vel snyrt án þess ad
hafa fallega litaðar neglur.
Fæst i fjólmörgum litum,
bæði venjulegt og sanserað.
HALLDÓR JÓNSSON H. F.
heildverzlun. Halnarslrætil 8
Sima* 23995 og 12586
Hiísgagnasmiðir — Hiisasmiðir
Ilöfum fengift:
HJÓLSAGARBLÖÐ, margar stærftir
KARBÍT-HJÓLSAGARBLÖÐ — NÓTSAGARBLÖÐ
B ANDS AG ARBLÖÐ — VÉLHEFILTENNUR
41 — 51 — 61 cm.
FRÆSIBAKKA — FRÆSITENNUR meft KARBÍT
HJÓLSAGARBLÖÐ o. fL
Laugavegi 15,
sími 1-33-33.
k
LUDVIG STORR 1 ' i
% V