Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967. Paramount-félagið Á myndinn sést hvernig gilið, sem Steinsholtsá rennur um, hefur i'yllzt af jökulruðningi. — Hrikalegt um að litasteftir jökulhlaupið í FYRRADAG fóru sex ungir menn úr Ferðafélagi íslands, á tveimur jeppum inn að Þórsmörk til þess að kanna verksummerki eftir jökulhlaupið, sem þar varð á dögunum. Blaðamaður Mbl. náði tali af Jóhannesi Ellertssyni frá Kópavogi, sem var einn þátt- takenda, og bað hann að segja frá ferðinni. Jóhannes sagði að þegar kom- ið hefði verið inn að Steinsholtsá hefði mátt sjá mjög hrikaleg verksummerki eftir jökulhlaup- ið — stóra kletta á víð og dreif, sem borizt hefðu með hlaupinu, og liefðu sumir þeirra verið allt NORSKA söngkonan Edith Thal- laug, sem söng fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins í Austur- bæjarbíói í gærkvöldi, hefir glæsi lega mezzo-sópranrödd, að vísu ekki ýkja hljómmikla á lágsvið- inu, en þó jafna og misfellulausa, og kann forkunnarvel að fara með hana. Einkum létu henni vel hin dramatískari viðfangs- efni, enda virðist hún búa yfir ósviknu listamannsskapi og ótví- ræðum hæfileika til innlifunar í hvert það verkefni, sem hún vel- ur sér. Kom þetta allt fram þeg- ar í upphafi efnisskrárinnar, í þrem lögum eftir sænska tón- skáldið Gösta Nyström, og þá ekki síður í átta ungverskum þjóðlögum sem Béla Bartók hef- ir fært í búning. Misjafnari þóttu mér þrjú lög eftir Hugo Wolf og önnur þrjú eftir Schubert, nema hið síðasta, „Dvergurinn" (Der Zwerg), sem var eitt af því er hæst bar á fyrra hluta efnis- skrárinnar, bæði vegna skýrrar mótunar og dramatískra tilþrifa. Eftir hlé var fluttur lagaflokk- urinn „Haugtussa" eftir Grieg, og mun það vera í fyrsta skipti, sem hann heyrist í heilu lagi hér á landi utan útvarps. Vafalaust er þessi flokkur eitt af beztu verk- um Griegs, ekki vegna þess að hann sé svo sérlega stór í snið- um (þessi átta lög eru að mestu samin í strófísku formi, og end- urtekningar því miklar), heldur vegna þess einlægnislega og ótil- gerða tóns, sem þar kveður við og mun eiga vaka sinn í ljóðum Arne Garborgs. Þessi lög voru að 150—200 rúmmetrar að stærð. Jóhannes kvað þá félaga hafa farið unp Bólhcfuð og upp að Rjúpnafelli, og hefðu þeir þá séð þar að gilið, sem Steinsholtsá rennur eftir, var gersamlega fullt af stórgrýti og aur eftir jökul- hlaupið, og rynni áin nú yfir háisinn fyrir ofan Bólshöfuð og niður í Krossá. Þá sagði Jóhannes að þeir fé- lagar hefðu séð að stórt stykki hefði tekið úr svonefndu Innsta- Höfði, sem er klettahaus, sem stendur upp úr jöklinum, en skriðjökullinn kemur þarna fram flutt af hrífandi látleysi og inni- leik, svo að eftirminnilegt mun verða. Ég hefi orðið þess var, að þeim sem láta sér annt um norska menn og menntir þótti heldur hallað á Arne Garborg í frétta- tilkynningum Tónlistarfélagsins um þessa tónleika. Þar var sagt ma.a.'s „Ljóðin (við lagaflokk Griegs) voru eftir kennara af Jaðri, Árna Garborg, sem ritaði á byggðamáli sínu, bölsýnan trú- arsveimsmann og skáld gott“. — Allt þetta er endurprentað í efn- isskrá tónleikanna. Af því virðist helzt mega ráða, að „kennari“ þessi hafi dottið ofan á að setja saman nokur smákvæði á „byggðamállýzku" sinni, en hafi fátt annað unnið sér til frægðar. Nú er mér tjáð, að Garborg hafi lítt eða ekki stundað kennslu um dagana, og hitt mun flestum kunn ugt, að landsmálið norska er ekki mál neinnar einnar byggðar, svo að það, að Garborg var ekki að- eins „skáld gott“, heldur eitt af höfuðskáldum Noregs um sina daga. Annars er skáldinu sýndur sá sómi í efnisskránni, að ljóðin við lög Griegs eru prentuð þar í heild, og er það vel En æski- legt hefði verið, að ljóðum við önnur lítt kunn lög á efnis- skránni hefðu verið gerð svipuð Skil. Undirleikari á tónleikunum var Jan Eyron, dugandi píanó- ieikari en stundum helzt til harð- hentur á hljóðfærinu. Jón Þórarinsson. milli Innzta-Höfuðs og Rjúpna- íells. Loks hefðu miklir jökul- ruðningar verið í Stakkholtsgjá. SAMKVÆMT lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna ber stjórn B.S.R.B. að taka á- kvörðun um uppsögn kjarasamn- inga fyrir ríkisstarfsmenn. Síðan segir í lögunum: „um ákvörðun hennar skal fara fram allsherjar- atkvæðagreiðsla starfandi ríkis- starfsmanna er í hlut eiga til samþykktar eða synjunar.“ Samningur sá, sem nú er í gildi er dómur Kjaradóms, frá 30. nóv. 1965. Er hann uppsegjanlegur á þessu ári og fellur úr gildi við næstu áramót, ef honum er sagt upp. Stjórn B.S.R.B. hefur nú sam- þykkt einróma að segja samning- úm upp. En samkvæmt því, sem vitnað er til hér að framan, verð- ur að fara fram allsherjarat- kvæðagreiðsla um þessa sam- þykkt stjórnarinnar, þannig að ótvírætt liggi fyrir hver er vilji meirihluta starfandi ríkisstarfs- manna í þessu efni. Atkvæðisrétt eiga allir ríkis- starfsmenn innan B.S.R.B. og einnig þeir fastráðnir ríkisstarfs- menn, sem ekki eru félagsbundn- ir í B.S.R.B. Yfirkjörstjórn B.S.R.B. hefur ákveðið eftirfarandi fyrirkomu- lag á allsherjaratkvæðagreiðsl- unni: í Reykjavík Kópavogi, Akra- nesi, ísafirði, Siglufirði, Akur- eyri, Vestmannaeyjum, Selfossi, Keflavík, Keflaví'kurflugvelli og Hafnarfirði fer atkvæðagreiðslan yfirleitt fram á hverjum vinnu- stað og verður fyrirkomulag svip að og í utankjörstaðaatkvæða- greiðslu í almennum kosningum. Verður henni stjórnað af undir- kjörstjórnum, sem annast dreif- ingu kjörgagna samkvæmt kjör- skrá og skila atkvæðum til yfir- kjörstjórnar. Á þessum kjör- svæðum hefur yfirkjörstjórn á- kveðið, að atkvæðagreiðslan skuli einkum framkvæmd dag- ana 13,—'18. febrúar nk. SLÖKKVILIÐIÐ var kallað út kl. 6.08 á sunnudagsmorgun vegna elds í kartöflukofa í Smá- löndum. Kofinn var í björtu báli er slökkviliðið kom á staðinn og að falli kominn. — AUur eldur var slökkt.ur í kofarústunum. Eftir Bob Thomas — AP EFTIR fimmtíu ára starfsævi sem eitt af athafnasömustu fé- lögum kvikmyndaiðnaðarins, hef ur Paramount-kvikmyndafélagið lognazt út af og er ekki lengur sérstakt fyrirtæki. Paramount hefur verið þurrk- að út af viðskiptalista Kauphall- arinnar í New York, og var loka- verðið 76 5/8. Þeir, sem áttu verð bréf í félaginu, höfðu greitt at- kvæði með því að sameina það Gulf and Western iðnfyrirtæk- inu, sem hefur höfuðstöðvar i Texas. En það hafði áður engar fjárfestingar gert á skemmtana- sviðinu. Sameiningin var í samræmi við stefnu, sem látið hefur á sér kræla í iðnaðinum. Skemmtana- félög hafa leitað inntöku í stór- margbrotin fyrirtæki og hafa þannig forðazt tímabundnar kreppur, sem geta skollið á, er smekkur almennings breytist. The American Broadcasting Co. — Paramount Theatres var gleypt á þessu ári af Inter- national Telephone and Tele- graph. United Artists kannaði möguleika á sameiningu við Consolidated Foods og nú við Transamerican Corp., trygginga- og fjárlánarisafélag í Kali- forníu. Breytingar þær, sem hin nýja samsteypa hefur gert á Para- mount, eru áhyggjuefni starfs- Þeir ríkisstarfsmenn á þessum kjörsvæðum, sem kunna að hafa fallið út af kjörskrá geta á sama tíma neytt atkvæðisréttar á skrif stofu B.S.R.B. og þar liggur heildarkjörskrá nú frammi. Nú þegar hafa verið póstlögð kjörgögn til allra ríkisstarfs- manna, sem starfa utan þeirra kjörsvæða sem fyrr er getið og nokkurra einstaklinga á þessum stöðum. Þurfa þeir að kjósa strax og þeir fá kjörgögnin, svo að at- kvæðin komist til yfirkjörstjórn- ar í Reykjavík fyrir febrúarlok, en þá lýkur atkvæðagreiðslunni. Ef kjörseðill hefur ekki borizt ríkisstarfsmanni úti á landi í febrúarbyrjun, þá er viðkomandi béðinn að tilkynna það til skrf- stotfu B.S.R.B., Bræðraborgarstíg 9, símar 13009 og 22877, sem jafnframt gefur allar upplýsing- ar um atkvæðagreiðsluna. Þeir sem eru á kjörskrá í Reykjavík, en verða fjarverandi 13—18. febrúar, geta greitt at- kvæði hjá undirkjörstjórn fyrir þann tíma, eða á skrifstofu B.S.R.B. Þar geta einnig greitt atkvæði þeir ríkisstarfsmenn ut- an af landi, sem staddir kunna að vera í Reykjavík í febrúar. Alls munu yfir 5000 ríkisstarfs- menn hafa atkvæðisrétt varðandi uppsögn samninganna. Starfs- mannafélög bæjarstarfsmanna munu hvert um sig annast at- kvæðagreiðslu um uppsögn samn inga þeirra við viðkomandi bæj- arfélag. FÉLAG íslenzkra fræða hefur fengið Stefán Karlsson mag. art., starfsmann Árnasafns í Kaup- mannahöfn, til að halda tvo fyrirlestra á vegum félagsins. Fyrri fyrirlesturinn, sem nefnist: íslenzk bókagerð fyrir Norðmenn á 13 og 14. öld, verður haldinn í fyrstu kennslustofu Háskóla íslands miðvikudaginn 25. janú- manna kvikmyndaversins þessa dagana. Það hefur nokkuð haml að framleiðslu kvikmyndafélags- ins síðastliðin þrjú ár, að háð hefur verið viðskiptastyrjöld og henni tapað af fjármálamannin- um Herbert J. Ziegel og Broad- way farmleiðandannm. Ernest H. Martin Fyrsta hálfrar aldar saga Paramount taldi mörg glæsileg ár og nokkur slæm, einkum með an á kreppunni stóð. Félagið var stofnað 19. júlí 1916 með fyrstu samsteypunni — Famous Play- ers, sem var eign Adolph Zukor, og Hesse Lasky-félaginu. Á næsta ári bættust við tólf önnur kvikmyndaframleiðslufyrirtæki. Zukor trúði á stærðina, og árið 1919 hóf hann að kaupa kvikmyndahús til þess að sjá hin- um frægu Players-Lasky-mynd- um fyrir sýningarstöðum. Hann framleiddi einnig epískar stór- myndir — „Langnemavagninn" og „Boðorðin tíu“, sem Cecil B. DeMille stjórnaði árið 1923. Zukor greiddi stærstu stjömum sínum rausnarlega; Mary Pick- ford fékk eina milljón dollara á ári gegn því að yfirgefa ekki félagið. Paramount, eins og það hefur verið nefnt síðan 1927, lenti í kröggum á krepputímabilinu. Þungi auðugra kvikmyndahúsa varð fyrirtækinu að falli og gjaldþroti 1933. Það var endur- reist 1935, og félagið hóf sín glæsilegustu starfsár. „Ef það er Paramount-mynd er það bezta myndin í bænum.*4 var hið djarfmælta kjörorð, sem oft var notað. Kvikmyndaverið sérhæfði sig í íburðarmiklum lífsflóttamyndum á síðari hluta fjórða tugs aldarinnar, og á þeim fimmta voru Bing Crosby og Bob Hope eitt helzta einkenni Para- mount-myndanna. Andrúmsloft- ið í verinu var fjörmikið, óform- legt og þrungið spaugi. Árið 1949 skipaði sambands- stjórn Bandaríkjanna Paramount og öðrum félögum að aðskiba framleiðslu og sýningar. Para- mount-kvikmyndahúsin tengd- ust ABC-hringnum. Kvikmynda- verið sjólft dafnaði áfram, eink- um á síðari stórmyndum Cecil B. DeMille. En rénandi mark- aður og innri vandamál gerðu það að verkum, að. síga tók á ógæfuhliðina fyrir Paramount. Iðnaðurinn gerir sér vonir um að snúa megi til betri vegar með nýju fjármagni frá Gulf and Weaern. Elclur í timmirhúsi SLÖKKVILIÐIÐ var kallað út kl. 15.02 sl. laugardag að litlu íbúðarhúsi úr timbri við Vatps- veituveg. Mikill reykur var í húsinu er slökkviliðið kom að því. Þakið var rofið og gaus eldurinn þá upp úr því. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins, en talsverð- ar skemmdir urðu. Talið er lík- legt, að kviknað hafi í út frá olíueldavél, en enginn var í hús- inu, er eldurinn kom upp. Vegfarendur eða fólk í næsta nágrenni mun hafa gert slökkvi- liðinu aðvart. ar og hefst kl. 20. Seinni fyrirlesturinn, sem nefn ist: Brot úr tveimur íslenzkum þýðingum eftir „Jarteinapost- Ulu“ Kristjáns Péturssonar 1518, verður á sama stað fimmtudag- inn 26. janúar og hefst kl. 20.30. Öllum er heimilt að koma og hlýða á fyrirlestrana. Tónleikar Tón8istarfélagsms Edith Thallaug Atkvæðogreiðola meðol 5000 opinherra starísmanna Stefán KarSssca llyluv tvo lyrirfiestra hér — á vegum Félags íslenzkra frœða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.