Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigur'ður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorhjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlar.cU. í lausasölu kr. 7.00 eintakiS. BORGARSJÚKRAHÚSIÐ Ðorgarsjúkraihúsið í Foss- vogi er ein umfaegs- mesta framkivæmd, sem Reykjavíkurborg hefur ráð- iat í. Það má sjá af því að fuillbyggt verður Borgar- sjúkrahúsið ívið stærra en Landsspítalinn er nú ásamt þeiim viðbyggingum hans, sem í smíðum eru, svo og hinu, að sjúkráhúsið í Foss- vogi mun fullbyggt kosta yfir 400 milljónir kr. ♦ Framikvæmdir við bygg- ingu Borgarsjúkrahússins hóf ust á árinu 1954, en allt fram tiil ársins 1960 kornu ströng fjárfestingarhöft í veg fyrir að verulegur skriður kæmist á sjúkrahúsbygginguna en fram til 1960 hafði aðeins ver ið varið tiil byggingarinnar um 31 millj. kr. en frá 1960 og til síðustu áramóta hafði verið varið til byggingarinn- ar um 180 miflllj. kr., þar af 66 milllj. á árinu 1966. Áður en Reykjavíkurborg hófst handa um byggingu Borgarsjúkrahússins til þess að leysa úr fyrirsjáanlegri þörf fyrir sjúkrarými í borg- inni, voru teknar upp viðræð ur við ríkið um samstarf um sjúkrahúsabyggingar í Rvík en þess reyndist ekiki kostur að efna til Slíks samstarfs. Skömmu eftir að bygging Borgarsjúkrahússins var haf- in var hins vegar byrjað á viðbyggingu við Landsspítal- ann. Gefur auga leið að heppi legra hefði verið, að ríki og bæjarfólagið hefðu haft sam starf sín á miili eins og Reykjavíkurborg óskaði og má þá búast við að örari við- bót hefði orðið við sjúkra- rými í borginni en orðið hef- ur af þessum söíkum. Sá áfangi Borgarsjúkra- hússins, sem nú er í bygg- ingu hefur þegar kostað um 2l0 miililj. kr. en áætlað er að endanlegur kostnaður við hann verði um 300 millj. kr. Þannig að enn er eftir að leggja um 90 milljónir króna till sjúkrahússins. Skv. lögum ber ríkinu að greiða 60% af byggingar- kostnaði sjúikrahúsa utan lausabúnaðar, en hins vegar hafa ekki verið lögbundnar reglur um það, á hvað löng- um tíma ríkisframlagið skyldi greiðast fyrr en með lögum frá 1964, þar sem al- menna reglan er að þáttur rík isins skuili greiðast á 8 árum. Hins vegar .aki þessi lög ekki til Borgarsjúkraihússins í Reykjavík og er nú verið að leita samninga á hvað löng- um tíma ríkissjóður greiði þátttökUhlutfalll sitt. Alls mun lögboðinn hluti rífcisins í byggingu Borgarsjúkrahúss ins frá árinu 1960 hafa numið um 108 milljónum króna og er ógreitt af þeirri upphæð 76 mililjónir. Si. ár fékik borgin fyrir tilstuðlan ríkisstjórnar- innar Mn að upphæð 30 mildjónir til 4 ára, sem vænt- anlega endurgreiðist af ríkis- framlagi þessara ára en að öðru leyti hefur Reykjavíkur borg orðið að leggja mismun- inn fram og ættu alilir að skilja, að Sliíkt hlýtur að valda borgarfélaginu tölu- verðum erfiðleikum, jafnvel þótt fé þetta komi inn síðar. Þá er þess að gæta að á þ eim tíma, sem byggingu Borg arsjúkráhússins hefur staðið, hafa miklar breytingar orðið á þeim kröfum, sem gerðar eru til sjúkrahúsa og hefur því kostnaður við sjúkrahús- bygginguna orðið mun hærri en áætlað hafði verið, eink- um að því er varðar tækja- búnað. Á 3l. ári gengu fram- kvæmdir við sjúkrahúsið af- ar hægt vegna erfiðleika, sem einn aðalvexiktaki Borgar- sjúkraihússins ienti í og stöðv uðust framikvæmdir hjá hon- um í septembermánuði en síðan hefur verið unnið að uppgjöri við eldri verktaka og að samningum við nýja verktaka og standa vonir til að þeim verði bráðlega lofcið. Skv. upplýsingum, sem Geir Halilgrímsson, borgar- stjóri, gaf á borgarstjórnar- fundi fyrir nokkrum dögum er gert ráð fyrir að þeir hlut- ar sjúkrahússins, sem eru í núverandi áfanga og ekki er lokið við, verði fullbúnir 4 tiil 10 mánuðum eftir að fram- kvæmdir við sjúkrabúsið hefjast að nýju. Borgarstjóri tók þó skýrt fram, að fram- kvæmdir mundu ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi væri búið að semja við verk- taka og í öðru l<agi væri tryggt fjármagn er svaraði til þátt- töku ríkisins í byggingar- kostnaði á sl. ári, um 35 millljónir króna. Borgarsjúkraihúsið er mikil framkvæmd, sem á eftir að koma borgarbúum að veru- legu gagni. Af þeim ástæð- um, sem raktar hafa verið, hefur þessi mikla bygging gengið hægar, en æskilegt hefði verið, en hins vegar er ljóst, að þar hafa utanaðkom- andi áhrif átt mikinn hlut að máili og að af hálfu Reykja- víkurborgar hefur skelegg- lega verið staðið að þessumn framkvæmdum frá því að fjárfestingarhöft voru afnum in. Jafnframt er ljóst, að fljótvirkasta leiðin til þess að fjölga sjúkrarúmum í Reykja vík er að beina nú í ár nauð- synlegu fjármagni til þess að Ijúka þessum áfanga Borgar- sjúkrahússins. Fylgzt með tilraunum Rússa á Norðurlöndum Eftir Roland H untford HVORKI Bandaríkjamenn né Rússar hafa sprengt kjarn- orkusprengjur ofanjarðar und anfarin ár, eða frá þvi samn ingur um tilraunabann var gerður árið 1963. Hins vegar hafa báðir aðilar hadiðl áfram tilraunum neðanjarðar, og eru þær tilraunir nokkuð reglubundnar. Rannsóknar- stöðvar á Norðurlöndunum hafa auðveldlega getað fylgzt með tilraunum Rússa, þar sem tilraunasvæðin eru ekki langl undan og jarðfræðilega þannig staðsett að jarðhrær- ingar koma vel fram á mæl- um á Norðurlöndum. Ekki þykja þessar tilraunir sér- staklega athyglisverðar, og þeirra varla getið í fréttum nema um einhverjar nýjungar sé að ræða. Síðustu fréttir af þessum tilraunum Rússa hafa þó vakið athygli, því svo virð ist sem geislavirkt ryk hafi „lekið upp“ í andrúmsloftið við einhverja af siðustu til- raunum Rússa, og valdið mikilli aukningu á geisla- virkni á Norðurlöndum. Alvarlegustu áhrifanna hef ur orðið vart í þeim héruð- um Norðurlanda, sem næst liggja tilraunasvæðunum í Sovétríkjunum. Við rann- sóknarstöðina í Joensuu í Finnlandi, um 80 km. frá sovézku landamærunum, þre- faldaðist geislavirknin í and- rúmsloftinu í desember s.L milli jóla og áramóta. Sömu sögu er að segja frá Svíþjóð og Norður-Noregi. Rannsóknir á jarðhræring- um benda til þess að ástæðan fyrir þessari aukningu sé mikil neðanjarðarsprenigng í Kazakihstan um miðjan des- ember. Væri það ekki í fyrsta skipti, sem mistök hafa orðið við tilraunir Sovétríkjanna. Talið er að oft hafi orðið minniháttar slys við tilraun- irnar á s.l. ári, og fullsannað þykir að slys hafi orðið við sprengingu í lok ársins 1965. I>ær skýringar eru gefnar á aukningu geislavirkninnar á Norðurlöndum um síðustu áramót að sprungur hefðu myndast á yfirborðinu er sprengingin varð og geisla- virkt rykið sloppið þar út. Gæti þetta hafa orsakast ann að hvort af missmíði í jarð- göngum eða of mikilli sprengjuorku. Þessi tilraun var gerð í Semipalatinsk tilraunasvæð- inu í Kazakhstan, sem er eitt helzta tilraunasvæði Rússa, þar sem flestar tilraunirnar hafa verið gerðar að undan- förnu. Sværi þetta er víðáttu mikið og gróðurlítið, en vel staðsett í nánd við iðnaðar- borgir, og þaðan eru góðar samgöngur við önnur héruð Sovétríkjanna. í>að er á jarð- skorpubelti, sem leiðir vel jarðhræringar og liggur yfir til norðurhéraða Norðurland- anna. Novaya Zemlya, ein stærsta eyjan í Norður-íshafinu út af strönd Síberíu, er annað mesta tilraunasvæði Rússa. Liggur eyjan um 800 kíló- metra frá nyrztu ströndum Norðurlanda, þ.e. Norður- Noregs, og þaðan er auðvelt að fá heildarmynd af tilraun- utium. Færri tilraunir hafa verið gerðar á Novaya Zemlya en við Semipalatinsk að undan- förnu, og þær tilraunir, sem þar eru gerðar virðast þjóna öðrum tilgangi. Yfirleitt er um orkumeiri sprengingar að ræða á eyjunni, og ekkert virðist gert til að draga úr áhrifum sprenginganna. Hugs anlegt er að Rússar séu þar að gera tilraunir með „hrein- ar“ sprengjur nálægt yfir- borði jarðar, þ.e. með nýjar tegundir sprengja, sem valda lítilli geislun. I>ess konar sprengjur mætti nota sem nokkurs konar „dauðageisla“, sem útrýmdu óvinunum án þess að spilla andrúmsloftinu fyrir væntanlegum innrásar- her. Rússar virðast hafa verið Framhald á bls. 12 Sprengjustrókur frá atómsprengingu „HAGSTÆÐUR" VIÐSKILNAÐUR 17ramsóknarblaðið segir sl. 1 sunnudag að viðskilnaður vinstri stjórnarinnar hafi ver ið „hagistæður“. Um þann við skilnað er forsætisráðíherra vinstri stjórnarinnar, Her- mann Jónasson, vafalaust bezta og öruggasta vitnið. Hann sagði á Alþingi 4. des. 1958 er hann skýrði frá lausnarbeiðni stjórnar sinn- ar: „Við þetta er svo að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínu áliti geta stöðvað hdna háiska- legu verðbóiguþróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekiki næst samkomlag um þær raunhæfu ráðstafanir, sem lýst var yfir að gera þyrfti þegar efnahagsfrumvarp rík- isstjórnarinnar var lagt fyrir Aiþingi í vor.“ Þannig lýsti sjálfur for- sætisráðherra vinstri stjórn- arinnar viðskiilnaði ríkis- stjórnarinnar. Er þetta að mati Framsáknarmanna „hag stæður“ viðskillnaður? PÓLITÍSKT OFSTÆKI libískt ofstæki kommún- ista virðist nú vera að ganga út yfir öll heilbrigð og skynsamleg takmörk, ef marka má forustugrein blaðs ins sl. sunnudag, þar sem því er haldið fram, að rikisstjórn in líti á atvinnuileysi sem „hagstjórnartæki“. í þessum efnum fer bezt á að viftna tiíl ummæla forsætisráðherra, Bjarna Benedikbssonar, í áramótagrein er hann sfcrif- aði í Morgunblaðið á gamlL ársdag, en þar sagði hann m. a': „Hið eina raunhæfa hag- stjórnarráð, sem rífcisstjórnin hefur ekki viljað beita í bar- áttunni við verðbólgu-na, er að stofna til atvinnuleysis í því skyni að hafa þar með taumhaild á kaupgjaldi og standa á móti óhæfilegri þenslu.... Að óreyndu skal því ekki trúað að margir ís- lendingar gjörist talsmenn þviiíkra úrræða. Á valdatíma stjórnar „hinna vinnandi stétta“, sem sumir kölluðu svo, á árunum 1934 ti'l 1938, var abvinnuleysi hér í Reýkja vík stundum svo mifcið, að svaraði til þess að tóunda hver fjölskylda í bænum byggi við atvinnuleysi. Þeir sem þá hörmungartóma muna vilja áreiðanliega flestir, flest til vinna að koma í veg fyrir að nokkuð þviliíkt beri hér oftar að höndum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.