Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967. 3 Nýir eriendir þættir í sjónvarpinu Útsendingadagar verða 4 í nœsta mán. ÚTSENDINGARDÖGUM sjón- varpsins verður fjölgað í fjóra í febrúarmánuði nk., og af þeim sökum hefur íslenzka sjónvarpið fest kaup á fimm nýjum erlend- um framihaldsþáttum. Eru það leiikrit eftir William Shakespeare sem nefnist „Öld konunganna“, sakamálaþátturinn Dangerman, sevintýraþátturinn Rogues, — teiknimyndaþátturinn Huckel- berry Hound, og skemmtiþáttur- inn „Hullabaloo". legu Fílharmóníuhljómsveitinni brezku. Þessi framíhaldsiþáttur verður ekki textaður, heldur mun Ævar R. Kvaran fylgja hverju leikriti úr hlaði með inn- gangsorðum. Fyrsta leikritið verð ur flutt mánudaginn 5. febrúar, og nefnist hann „Hinn fallvalta krúna“. Þessi leikrit verða flutt vikulega, og tekur flutningur þeirra klukkutima. Eins og fýrr segir koma og í gagnið í næsta mánuði tveir nýir Sviðsmynd úr einu Shakespeare-Ieikritanna, en sjónvarpið hefur sýningar á þeim hinn 5. febrúar næstkomandi. Huckleberry Hound eftir þá Ha nna og Barbera, en þennan þátt tekur sjónvarpið nú til sýninga. intýraþættir, eins konar nútíma útgáfa af Hróa hetti. Mikill fjöldi leikara koma fram í þess- um þætti, sumir mjög frægir, m. a. David Niven, Charles Boy- er og Gig Young. Þessir þættir eru af lengri gerðinni, og hafa þeir verið sýndir á hinum Norð- urlöndunum við góðar undir- tektir. Á sunnudögum bætist við nýr þáttur og verður hann hálfsmán- aðarlega á móti Denna dæma- lausa. Þetta er teiknimyndaþátt- urinn Huckelberry Hound eftir þá félaga Hanna og Barbera, sem skópu Steinaldarmennina, og fjall ar um ýmsa kynlega kvisti úr dýraríkinu. Að síðustu hefur sjónvarpið svo fengið nýjan þátt fyrir unga fólkið. Það er þáttur sem nefnist „Hullabaloo" og í honum koma fram ýmsir þekktir skemmtikraftar og leika nýjustu dans- og dægurlögin. Ágæt árshátíð Sjálf- stæðismanna á Ísafirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á fsa-1^ firði efndu síðastliðið laugardags- kvöld til árshátíðar að Uppsölum. Hófst hún með borðhaldi kl. 7.30. Aðalbjörn Tryggvason for- maður Sjálfstæðisfélags ísfirð- inga setti hófið með stuttri ræðu og bauð gesti velkomna. Ávörp fluttu alþingismennirnir Sigurður Bajarnason frá Vigur og Matthías Bjarnason. Litli leikklúbburinn sýndi n o k k r a gamanþætti og síðan var dansað við undirleik hljómsveitar Villa Valla. Þótti þessi árshátíð takast ágætlega. Á sunnudagskvöld efndu Sjálf- stæðisfélögin til Bingós 1 húsi sínu og var sú samkoma mjög fjölsótt. Hafa Sjálfstæðisfélögin á ísafirði haldið uppi miklu fé- lagsstarfi undanfarna mánuði. Leiksýning ffyrir verka- lýðsfélögin LEIKSÝNING á einþáttungum Matthíasar Johannessen, Eins og þér sáið og Jón gamli, verður fyrir meðlimi verkalýðsfélaga í Lindarbæ fimmtudaginn 26. jan. nk. kl. 8,30 e.h. Aðgöngumiðar fást í skrifstofu Dagsbrúnar. Mjög góð aðsókn hefir verið að einþáttungunum, uppselt á nær allar sýningar. Þáttur þá, sem gerður er eftir leikritum William Shakespeares er sérstaklega gerður fyrir sjón- varp af BBC. Nefnist þessi þátt- ur „Öld konunganna“, og fjalla leikritin um sjö einvaldskonunga á 15. öld. Þátturinn hefst á valda- ferli Ríkarðs II., heldur áfram gegnum veldisár Hinriks IV. V. og VI. og Játvarðs IV. og V. til Ríkarðs III. Meðal leikenda eru David William, Tom Fleming og Sean Connery. Tónlistirf er fylg- ir leikritinu er leikin af konung- framhaldsþættir, sem báðir eru brezkir, og verða þeir fluttir til skiptis annan hvern mánudag. Eru þessir þættir: Dangerman, sem er hálftíma sakamálaþáttur. en með aðalhlutverk fer Patrick McGowan. Þessi þáttur hefur t. d. notið mikilla vinsælda í Sviþjóð, og má ætla að hér fái Dýrðlingurinn harðan keppinaut. Hinn þátturinn nefnist á frum- málinu Rogues, sem merkir skrattakollar, eða eitthvað í þá áttina. Þetta eru spennandi æv- Fjölsóttur Varöbergs FÉLÖGIN Varðberg og Sam- tök um vestræna samvinnu héldu T sameiginlegan fund í Þjóðleikhús Frá liinum fjölmenna fundi Vardbergs og Samtaka um vestræna samvinnu í Þjóðleikhúskjallar- anum sL laugardag. fundur og SVS kjallaranum sl. laugardag .Árni Gunnarsson fréttamaður flutti þar erindi um Vietnam og sýndi þaðan kvikmynd og litskugga- myndir, en hann fór til Viet- nams á sl. hausti. Var Árni þar í hálfan mánuð og fékk því all- gott tækifæri til þess að sjá og kynnast af eigin raun, hvernig ástandinu er farið þar í landi. Árni Gunnarsson hóf mál sitt með því að skírskota til um- mæla belgíska stjórnmálamanns ins Paul Henri Spaaks, þar sem Spaak komst þannig að orði, að ef Bandaríkjamenn yfirgæfu Vietnam, þá verða ekki aðeins ráðin örlög íbúanna í Suður- Vietnam án tillits til vilja þeirra heldur örlög ibúa heillar heims- álfu. Rakti Árni síðan gang styrjald arinnar frá upphafi, hvernig höf- uðborgin í S-Vietnam, Saigon kæmi ferðamanninum fyrir sjón- ir, skýrði frá þeim bardagaað- ferðum, sem beitt er í styrjöld- inni en einnig frá þeirri uppbygg ingu, sem unnið er að í S-Viet- nam o.fl. Fundurinn var mjög fjölmenn- ur, enda var þarna fjallað udi málefni, sem hvað tíðræddast er um nú í heimsfréttunum og því mikill áhugi ríkjandi á. STAKSTEIHAR Sviptir ráði og rænu ÝMISLEGT bendir til þess, *3 hin langa pólitíska eyðimerkur- ganga Framsóknarmanna, sé að svipta þá algjörlega ráði og rænu. Öðru vísi verður ekkl skýrð tillaga Helga Bergs um al við eigum nú að eyða öllum okk- *• ar gjaldeyrissjóðum og þau vMÞ brögð Tímans að kalla þessa ttt- lögu ,,stórmerka“. Gjaldeyrissjóðurinn er til þes» ætiaður að standa undir sveifl- um í gjaldeyrisöflun okkar. Und- anfarna mánuði hafa safnast fyrir í landi miklar birgðir af útflutningsafurðum, m.a. síldar- afurðum, þar sem framleiðendur hafa dokað við með sölur og von ast eftir hagstæðara verðlagi. Af þessum sökum hefur lítillega gengið á gjaldeyrisvarasjóðinn en ekki svo að orð sé á gerandL Nú vilja Framsóknarmenn hins vegar flýta sér að eyða honum. Hvernig mundu vinnubrögð slíkra manna verða, kæmust þeir einhvern tímann í stjórnarað- stöðu? Arfur vinstri stjórnarinnar Framsóknarmenn ætla nú greinilega að skálka í því skjól- inu að menn séu búnir að gleyma viðskilnaði vinstri stjórnarinnas. En hvernig var hann? Allt frá árinu 1956 fór greiðslu byrði þjóðarinnar mjög ört vaxandi vegna vaxta og afborg- ana af erlendum lánum. Hún var 87 millj. kr. árið 1958, 138 millj. kr. árið 1959, og um 163 millj. kr. árið 1960. Á árunum 1959 tU 1963 var talið, að greiðslu byrðin mundi nema að meðal- tali um 10% af heildargjaldeyris tekjum þjóðarinnar. Var þetta þyngri greiðslubyrði en I nokkru öðru landi heims, að einu undanteknu. í ársbyrjun 1958 starfaði á vegum vinstri stjórn- arinnar hagfræðinganefnd, sem fjallaði m.a. um þetta vandamál, m og sagði í áliti sínu: ,4 flestum þeim löndum, þar sem upplýs- ingar um þetta efni liggja fyrir er hlutfallið á milli greiðslu- byrði annars vegar og gjald- eyristekna hins vegar lægra en 5%. Af 53 löndum er það aðeins í 13, sem greiðslubyrð- in er meiri en 5% af gjaldeyris- tekjum, og aðeins í 3 þar sem hún ér hlutfallslega þyngri en á íslandi". En þessi áætlaða greiðslubyrðin reyndist raunar nokkru meiri en hagfræðingar áætluðu. y Slæm gjaldeYris- staða — greiðsluþrot í árslok 1954 áttu bankarnir hreinar gjaldeyriseignir í frjáls- * um gjaldeyri að upphæð 220 millj. kr. Þessi gjaldeyriseign var með öllu horfin í árslok 1959, og í staðinn komin hrein skuld að upphæð 65 millj. kr. Viðskilnaður vinstri stjórnarinn- ar var á þann veg, að um ára- mótin 1959 til 1960 var gjaldeyris staða íslands verri en nokkurs annars Iands, sem upplýsingar lágu þá fyrir um að einu eða tveimur undanskildum. Allir yfirdráttarmöguleikar íslenzkra banka erlendis höfðu verið nýttir til hins ýtrasta, og tilfinnanlegar hömlur voru á gjaldeyrisyfir- færslum, eins og menn muna, þegar vikum og jafnvel mánuð- um saman var ekki hægt að fá « hinar smávægilegustu gjaldeyris yfirfærslur í bönkunum. Þetta alvarlegá ástand hafði það í för með sér að við borð lá, að landið gæti ekki staðið vjð umsamdar skuldbindingar sínar erlendis, það er að segja að það var að komast í greiðsluþrot. Þetta var hinn „hagstæði“ viðskilnaður vinstri stjórnarinnar, sem Tím- inn gumar svo mjög af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.