Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÖJUOAGUR 24. JANÚAR 1967.
BÍLALEICAN
FERÐ
S/MI 34406
Daggjölð kr. 300.00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGIMÚSAR
sk!phoui21 símar2Í190
eftir lokun simi 40381
siH' 1-4444
\mim
Hverfisgötu 103.
Sítni eítir lokun 31160.
LITLA
bíluleigon
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Benstn innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir iokun 34936 og 36217.
ÖKUKENNSIA
HÆFNISVOTTORÐ
ÚTVEGA ÖLL GÖGN
VARÐAND! BÍIPRÓF
ÁVALT NÝIAR
VOIKSWAGEN
BIFREIÐAR
35481
Ejrjólfur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
Flókagötu 65. — Sími 17903.
Húseigendafélag Reykjavikur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kL 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
(______________________________
• Vandaspurning
lögð fyrir mæður
Þetta bréf barst Velvak-
anda nýlega:
„Virti Velvakandi.
Kunningjakona min, sem á
14 ára dóttur í landsprófs-
deild, sagði mér nýlega frá því,
að dóttir sín hefði komið heim
í öngum sínum og spurt, hvort
hún þyrfti virkilega að vanga
alla stráka, sem vildu það.
Þetta væri svo algengt, bæði á
skólaböllum en aðallega í eftir-
fermingarveizlum.
Fannst móðurinni þetta að
vísu slæmt, en sagði þó: „Þú
verður vist að gera það til þess
að vera eins og hinar". Þetta
sagði hún mér, blessunin.
Þetta svar fannst mér svo
fráleitt, að ég varð að skrifa
þér, og nú vil ég fá að vita,
hvort mæður séu almennt á
þessari skoðun, eða hvað finnst
þeim eiginlega?
Ein eftirvæntingarfuU1*.
• Að vanga eða
vanga ekki
Já, þetta er sjálfsagt mik-
ið vandamál á vissu aldurstak-
skeiði og fyrir mæður telpn-
anna (eða stúlknanna? Hvar
eru mörkin nú á dögum?) Ekki
er mjög langt síðan það var
ekki mjög almennt að dansa
vangadans á þessum aldri (les-
endur sjá, að Velvakandi tekur
óljóst til orða); a. m. k. var
það svo, að siður en svo þótti
sjálfsagt, að stúlka leyfði pilti
að dansa vangadans við sig,
nema e. t. v. „seinasta dans“,
ef hún var hrifin af piltinum
og alveg sama, þótt aðrir (aðal-
lega aðrar) vissu það. Mér
skilst, að vangadans hafi orðið
eitthvað almennari á seinni ár-
um, en við það hlýtur hann að
hafa glatað einhverju af töfr-
um sínum fyrir æskufólk. Það
nær samt engri átt, að eitthvert
tilbúið almenningsálit stráka
sé látið stimpla þær stúlkur
leiðindagemsur, sem vilja fá að
ráða því sjálfar hvenær og
hverjum þær leyfa vangadans.
— Fróðlegt gæti verið að
heyra skoðanir mæðra og imgl
inga á þessu, eins og um er beð
ið í bréfinu hér að ofan.
• Gervihnattaflug
„Kári“ skrifar:
„Mikið finnst mér, að þið
blaðamennirnir hljótið stund-
um að fylgjast illa með eða
vera barnalegir, eins of þegar
þið eruð að skrifa fréttir af
því, þegar einhver herra Nói
Nóason Nobody í Nóatúni 999
er sagður hafa séð „teikn á
himni“, „einkennilega loftsýn",
„skrítna ljósrák", „sermilega
gervihnött", (sem þið kaUið
oftast af einhverjum áistæð-
um „gðrfihnött" með eff-L þótt
annað hljóti ykkur að hafa ver-
ið kennt í barnaskólum, ungl-
ingaskólum, menntaskólum og
háskólum), „halastjörnu?“
o. s. frv. Svo er þess getið, að
hinn samvizkusami blaðamað-
ur, sem „náði“ fréttinni (senni-
lega af því að sjónarvotturinn
hefur hringt með andköfum til
blaðsins), hafi, ,haft samband
við Veðurstofuna1*, og þar hafi
einhver nafngreind veðurfræð-
ingsblók rutt úr sér nokkrum
spaklegum og hugsanlegum
skýrmgum á þessu „merkUega
fyrirbæri“.
Auðvitað er hér í flestum til-
fellum um alls konar athug-
unarbelgi vísindamanna eða
leikföng drengja að ræða. Þar
að auki eru nú á lofti mörg
hundruð eí ekki þúsund gervi-
hnettir og alls konar járnarusl
úr geimskotum stórþjóðanna.
Þykja það ekki lengur nein tíð-
indL þótt gervihnettir sjáist á
næturhimninum, og hef ég
hvergi nema í íslenzkum blöð-
um séð slíkt gert að frétt. Að
vísu hef ég séð þess getið með
smáu letri neðan við veðurspá
í norsku blaði, að þessi og þessi
gérvihnöttur muni líklega sjást
kl. þetta og þetta í vissum hlut
um Noregs um nokkurn tíma.
Hér er það gert að feitleturs-
frétt, ef einhver sér gervihnött,
og meira að sgja tilgreint nafn
sjáandans!'*
— Þetta verður að nægja úr
bréfi Kára.
• Ánægð með
útsölurnar
Kona, sem kallar sig út-
sölufrú, skrifar:
„Þar sem Velvakandi hefur
verið svo elskulegur að bjóða
kvenþjóðinni að leggja orð í
belg um útsölur, þá finnst mér
endilega, að einhver okkar
verði að þiggja það góða boð.
Ekki efast ég um það, að
til séu ,útsölufrúr“ eins og þær,
sem Velvakandi minntist á nú
fyrir nokkru, þ.e.a.s. konur,
sem kaupa hitt og þetta aðeins
af því að það er útsala og hafi
svo engin not fyrir það á eftir.
En kona, sem kaupir fatnað eða
annað á þennan hátt, er aug-
sýnilega ekki hagsýn eða vant-
ar dómgreind, og væri því held
ur ekki líkleg til að gera góð
kaup undir öðrum kringum-
stæðum.
Ég get fullvissað Velvakanda
um það, að margar af þeim vel
klæddu konum, sem hann mæt-
ir á götu, eða hittir annars-
staðar eru líka „útsölufrúr".
Það er sem sagt hægt að fá
fyrsta flokks fatnað á niður-
settu verði, svo að ég nú ekki
tali um vandaða vefnaðarvöru,
ef konur vilja sauma föt sín
sjálfar. Það gera að sjálfsögðu
konur á öllum aldri, og eru
þær sízt verr klæddar en hin-
ar.
Oft heyrir maður fólk tala
með megnustu fyrirlitningu
um útsölur, en það mætti segja
mér, að þeir, sem það gera, séu
þessum málum lítt kunnugir.
Ég hélt, að það væri alkunna,
að mjög mikið er flutt hér inn
af tilbúnum fatnaði — eins og
reyndar mörgu öðru — og
verzlanir vilja augsýnilega ekki
liggja með þessar vörur, því að
annars væri eflaust ekki út-
sölur í annarri hverri verzlun
við aðalgötur bæjarins.
Niðurstaðan verður því sú,
að mínum dómi, að það getur
marg-borgað sig að fara á út-
sölu. Svo er ég alveg viss um
það, að sé Velvakandi giftur,
myndi hann áreiðanlega ekkert
hafa á móti því að gefa frúnni
t. d. kápu, sem kostar allt að
helmingi minna núna en hún
kostaði fyrir áramót.
Ánægð „útsölufrú**.
• Prentvillur
í spjalli Velvakanda um
skattaframtöl sl. föstudag eru
ýtnsar prentvillur, en verra er
þó, að niður hafa fallið orð og
hálfar setningar, svo að text-
inn verður næsta hjákátlegur
og brenglaður. Einnig hafa
þrjú orð bætzt inn í eina setn-
inguna á dularfullan hátt. Tvö
bréf voru birt frá lesendum
þennan fÖstudag, og verða höf-
undar þeirra að fyrirgefa prent
villurnar. Sunnudags-Velvak-
andi er einnig nokkuð brenglað
ur, þótt í mun minna mæli sé.
Annars nennir Velvakandi yfir
leitt ekki ag elta prentvillur og
línubrengl uppi, enda má oft-
ast lesa málið, ef góðviljaður
lesari á í hlut. Þetta nöldur
verður því að nægja fyrir
nokkra mánuðL
r r Utsala - Utsala Nýtt úrval á útsölunni af kápum, kjólum, drögtum, Orðsending frá Laufinu
pilsum, síðum kjólum, síðum pilsum, selst allt á Nýtt fjölbreytt úrval af táninga-kjólum,
hálfvirðL verð írá 1000 krónum.
LAUFIÐ, Laugavegi 2. LAUFID, Laugavegi 2.
Framkvæmdastjóri - Iðnaður Iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða fram- kvæmdastjóra. Aðeins duglegur, reglusamur maður á góðum aldri kemur til greina. Simi 10849. Sendisveinar óskast á afgreiðslu blaðsins. Vinnutími fyrir hádegi. 3Hor®unWaMI>
Aðalfundur Dómkirkjusafnaðarins i Reykjavík verður haldinn í Dómkirkjunni sunnu- daginn 29. janúar 1967 kl. 5 síðdegis. SÓKNARNEFNDIN. Blaðburðarfól k VANTAR I ÁLFHÓLSVEG H. Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími 40748.