Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967. Britt Eklund þykir falleg og eftir að hún giftist brezka grínleik- aranum Peter Sellers Tex frægð hennar sem kvikmyndaleikkona óðum. IÆIKHÚS ÁN LEIKTJALDA Það er ekki vitað meff vissu, hvenær fyrst var farið að nota leiktjöld og leik- myndir á leiksviðum. En það var tiltölu- lega seint. Ef ætlunin var að ieikið væri í svefnherbergi, varð einn af leikurunum að draga rúmið fram á sviðið frammi íyrir öllum áhorfendaskaranum. Meira að segja á tímum Shakespeares var áihorf- endunum gerff leiðin inn í ímyndunar- heiminn greiðfærari með því að draga fram á sviðið fyrir sérhvern þátt stórt spjald þar sem á var letrað, hvar leikur- inn gerðist í það og það skiptið. 150 ár- um síðar var þróunin komin svo vel á veg að danski ieikritahöfundurinn Ludvig JÚMBÖ Chien-Fu er sem sleginn í rot. Nú allt f einu eru það Júmbó og Spori, sem stjórna þyriunni og vélbyssunni. — Ef þið hefðuð veriff aðeins minna gráðugir og affeins meira skynsamir, hefði kannski farið betur fyrir ykkur, segir skipstjór- inn. — Gráðugir? Það er hann hérna, sem er gráðugur, þessi asni, öskrar Chien-Fu dapur í bragði. — Allt þetta er honum að kenna. Hann neyddi mig til aff koma meff sér. — Þetta er nú það ómerkilegasta, sem ég hef lengi heyrt, tautar vinur hans. — Það getið þið talað um á eftir, segir skipstjórinn. — Já, þið fáið nægan tima, skýtur Spori inn í. ■— Nú bindum við ykkur saman eins og stóra rúllupylsu, og svo getiff þiff verið hér og hugsað máiiff Holberg notfærði sér þetta atriffi til aff framkalla skoplegt atvik. Hann lét þjón- inn Chilian í „Ulysses von Itachia" 1 byrjun annars þáttar ganga yfir sviffiff með ljós í hendi, að skilti til að komast nánar að raun um hvar bann væri stadd- ur. „Hérna stendur jú skrifað skirum stöf um: Þetta skal vera Trója“. Teiknari: J. M O R A HJÓNIN Seilers, hln fagra Britt Eklund og grínleikarinn heims- frægi, Peter Sellers, hafa/á ný þá ánægju aff leika saman í kvik- mynd, — og gerist sú mynd í Bóm. Kvikmyndin heitir ,,Bobo“ og fjallar um söngvara og nauta bana, sem freistar gæfunnar í Barcelona. Það er Peter Sellers, sem lelk- or söngvarann og nautabanann. Hann reynir að fá vinnu hjá leikhússtjóra einum, en iyrsta fundi þeirra lyktar með, að þeir veðja um hvort Sellers muni tak ast að vinna ástir hinnar fögru en hlédrægu — Rritt Sellers — sem leikur fegurstu stúlkuna I þorpinu. Með því að leika boð- bera ríks hefðarmanns tekst Sellers að ná fundi ungu stúlk- unnar, — og smám saman fær Britt mætur á honum. Honum tekst meira að segja að dvelja næturlangt í húsi hennar, en tapar samt sem áður veðmálinu. Þessi vel uppaldi ungi maður kann ekki að færa sér tækifærið í nyt Hlutverk Britt Eklund I þess- ari mynd, gefur henni mikla möguleika. Það hefur lengi ver- ið henni metnaðarmál að sýna að hún hefur hæfileika til ann- ars en að líta vel út á hvíta tjald inu. Hún virðist ekki hafa í hyggju að draga sig í hlé og sinna húsmóðurstörfunum — heldur ætlar hún að verða mikil hæf kvikmyndaleikkona. Hún aetlar að minnsta kosti að reyna allt hvað hún getur . — Mig langar til að verða góð leikkona, segir hún og ég vona að leikkonan og húsmóðirin þurfi ekki að taka neitt frá hvor annarri. Einhvers staðar inni í hugskoti mínu sítur púki einn, sem i sífellu rekur mig áfram. Það eru ekki peningamir, sem ég er að hugsa um, aðeins ósk um að komast áfram, verða viður- kennd, og síðan að standa á toppinum. Mest af öllu langar mig til að leika alvarlegt hlut- verk í kvikmynd gerð af Ingi- mar Bergman — en auðvitaö langar alia til þess. Og blaðamaðurinn spurði Britt, hvernig henni félli að leika í mynd með eiginmanni sínum. — Það reyndist mér ekki erf- itt. Þegar við vinnum að kvik- mynd, vinnum við vel og hugs- um ekki um aðra hlutL Við leik- um sérhvert atriði svo oft, að þegar upptakan hefst, gengur allt af sjálfu sér. Ég er hætt að taka eftir upptökuvélunum, og þó svo ég mæti á upptökustað- inn með höfuðverk eða illa fyrir Peter Seilers, semdeikur söngv- ara og nautabana í myndinni „Bobo“ — heldur hér á dóttur þeirra Britt. - SOLUMENN Framhald af bls. 23 Starf sölumannsins í dag er allt af að varða vandasamr.ra vegna aukinna krafa almennings og fjöl breyttara vöruframboðs. Aukin menntun sölumannsins tryggir því betri þjónustu neyt- endum í hag. Fyrsti formaður var kosinn Elís Adolphsson hjá Solido. Aðrir í stjórn eru: Klemens R. Guðmundsson, sjálfstæður sölumaður. Birgir Rafn Jónsson, hjá Magn úsi Kjaran, heildverzlun. Páll Stefánsson, hjá Johnson & Kaaber hf. Eggert Bogason, hjá Eggerti Kristjánssyni hf. Jón Rafnar Jónsson, hjá Gunn ari Ásgeirssyni hf. Einar Kjartansson, hjá SÍS. Endur skoðendur: Ásgeir Einarsson, hjá Geva- foto hf. Jóhann Kristjánsson, hjá Saab umboðinu. kölluð, hverfur allur lasleiki jafnskjótt og ég_ heyri kallað: Allir að vinna! Áhugi minn er svo mikill á starfinu, að athygl- in helzt óskert allan tímann, sem upptaka á sér stað. En þeg- ar kallað er: „Hættið nú“ tekur höfuðverkurinn sig upp á ný, og það verri en nokkru sinni fyrr. Síðasta mynd, sem Britt Ete- lund lék í var hryllingsmyndin „Tvífarinn". f þeirri mynd 14% hún á móti Youl Brynner. En hún vill frekar leika í grínmynd um en hryllingsmyndum, því ein* og hún sjálf orðar það er leik- urinn í grínmynd einlægari og nákvæmari en í hryllingsmynd. Ólafur Sigurðsson skrifar um KVIKMYNDIR Hafnarbíó Greiffvikinn Elskhugi (A very special favour) Ekki verður annað sagt, en að þessi mynd sé frábær af sinni gerð. Það er algengt að menn leggis sömu mælistiku á allar myndir og óhjákvæmilegt að út koman úr slíku mati verði ein- kennileg. Það þýðir ekki að miða þessa mynd við myndir Bergmans, Renoir eða Fellini. Enginn skyld- leiki er þar á milli og útkoman því röng. Mynd þessi er gerð eingöngu sem skemmtiefni og gerir engar kröfur til að usm hana sé hugsað, umfram þær stundir, sem tekur að horfa á hana. Myndin fjallar um ungan mann, (Rock Hudson) sem nýtur aldeilis óvenjulegrar kvennhylli. Franskur lögfræðingur (Charles Boyer) á dóttir í New York, sem hann hefur ekki séð í 26 ár. Þegar hann svo sér hana. er hún orðin þrítug, ráðrík og harð skeytt. Mislíkar honum þetta og semur við unga manninn um að hann skuli taka hana á löpp og reyna að kalla fram í henni kveneðlið. Leslie Caron leikur stúlkuna og kann sumum að þykja það langt sótt að kalla fram í henni kveneðlið, svo kvenleg sem hún er. Gerist Rock Hudson sjúklingur hjá henni og leitar lækninga við sjúkdómi sín um, sem hann segir vera það, að hann sé ómótstæðilegur fyrir kvenfólk og geti ekki sagt nei. Verður úr þessu mikið mál og flókið og endirinn er fyrirsjáan- legur. Rook Hudson hefur mér aldrei þótt skemmtilegur, en kvenfólk segir mér að hann sé alveg „gasa lega myndarlegur". Leslie Caron er aftur á móti kona, sem alla eðlilega karlmenn langar að taka á hnéð og vera ákaflega góð ir við, og verja gegn öllum áföll- um og erfiðleikum heimsins. Virðist hún nú vera að taka sæti Doris Day, sem búin er að standa af sér margar og harðar árásir á dyggð sína, í svipuðum myndum og þessari, svo sem Pillow Talk og fleirum. Gildi þessarar myndar liggur í því einu, að henni tekst að vera það, sem ætlunin var frá upp- hafi, gott skemmtiefnL Það er meira hrós en hægt er að veita mörgum myndum, þar sem miklu meira stendur til. Þessi mynd er ekki að reyna að vera list, held- ur vel unnin söluvara. Og ég verð að segja eins og er, að held ur vil ég það, en myndir sem reyna að vera hvorttveggja, sem segja má um flestar þeirra kvik mynda, sem athyglisverðar eru taldar. Kjósarsýsla AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags ins Þorsteinn Ingólfsson, Kjósar- sýslu verður haldinn fimmtudag- inn 26. janúar næstkomandi klukkan níu eftir hádegi að Hlé- garði. Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. KVIKSJA FRÓÐLEIKSMOLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.