Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins ÞRHOJUDAGUR 24. JANÚAR 1967 Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Cullfoss leggur af stað í suðurl andaferðina. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Gullfoss hreppti versta veður Símtal við Sigurð A. Magnússon GCLLFOSS siglir nú um suðræn | um líkindum og sleikja sólskinið höf og farþegarnir liggja að öll- og láta sér liða vel. Meðal þeirra er einn af fréttamönnum Morg- unblaðsins, Sigurður A. Magnús- son og átti Mbl. stutt símtal við hann um kl. átta síðastliðið sunnu dagskvöld, þegar skipið var að koma að landi í Azoreyjum. — Við höfum það dásamlegt hérna. Það er sextán stiga hiti og veðrið mjög gott. Ferðin hing að til hefur verið dálítið erfið, því við fengum versta veður á leiðinni en vonum að nú sé það úr sögunni. Þjónusta hefur verið með afbrigðum góð o.g allt gert til að okkur megi líða sem bezt. — Klukkan er nú átta að kvöldi, eins og hjá ykkur og við erum rétt að renna irm í höfn- ina. Ég veit ekki hvort verður mikið um landgöngur í kvöld, en skoðunarferðir eru fyrirhug- aðar á. morgunn. Eftir að hafa skoðað Azoreyjar verður haldið lil Spánar og Madeira heimsótt, þá borgirnar Teneriffe og Las Palmas á Kanaríeyjum, Casa Blanca í Marokkó og Lissabon í Portúgal. í Lissabon yfirgefa farþegarnir Gullfoss og halda flugleiðis til London þar sem dvalizt verður í tvo daga áður en flogið verður áfram til Reykjavíkur. Verður komið þang að aðfararnótt áttunda febrúar. Þremur dögum áður leggur hundrað og þrjétíu manna hóp- ur upp flugleiðis frá Reykjavík til Lissabon og fer um borð í Gull foss. Skipið fer svo sömu leið til baka og skilar þeim heim til Reykjavíkur. til Azoreyja. Rökræöur á Varðar- fundi í kvöld — IMý viðhorf i launamálum 1 KVÖLD efnir Landsmálafélagið Vörður til fundar í Sjálfstæðis- húsinu með nýju sniði. Verða það rökræður fjögurra þekktra borgara um ný viðhorí í launa- málum. Þátttaíkendur verða Björgvin Sigurðsson framikvstj. Vinnuveit- endasambandsins, Már Elísson, skrifstofustjóri, Pétur Sigurðs- son, alþm. og Þór Villhjálmsson, prófessor. Stjórnándi verður Sveinn Björnsson, verkfr. Að rökræðunum loknum verða frjáls ar umræður og er fundarmönn- um þá heimilt að beina fyrir- spurnum eða atíhugasemdum til þátttakendanna fjögurra. Vörður hefur hér bryddað upp á athyglisverðri nýjung í fundar- höldum og er ekki að efa að Sjálfstæðisfólk þyki forvitnilegt að sækja þennan fund, enda er þar einnig tekið til meðferð- ar málefni, sem almennur áhugi er á. Banaslys varö á Lönguhlíö Aldraður maður beið bana Fyrsta dauðaslysið á götum borgariunar í ár FYRSTA banaSlysið í umfer’ð- inni í Reyikjavik á þessu éri varð sl. sunnudagskvöld. Slysið varð í Lönguhilúð. Varð þar Jón Hauk feld Jónsson til heimilis Háteigis- vegi 17, 72 ára að aldiri, fyrir bifreið með þeim afleiðinguim að hann beið samstundis bana. Slyisið varð með þeim 'hætti, að Jón heitinn var á leiðinni yfir Lönguhlíðina, skammt sunnan við Háteigsveg. Bifrei'ðin var á leið norður Lönguihlíð. Ökumað- urinn kvaðist ekki hafa séð tá'l ferða mannsins fyrr en hann átti eftir um einn metir að hon- uim. Hafi hann þá snögigthem'lað, en engum togum hefði skiipt — maðurinn hafi orðið fyrir vinstra framhorni bifreiðarinnar. Við áreksturinn tókst Jóm á loft og lenti uipp á véllarhiúsi bif- reiðarinnar, en barst svo fram með bifreiðinni, sem rann nor'ð- ur undir gatnamót Lönguhiiiíðar og Flóíkagötu. Þar beygði bifreið in til vinstri og snerist í háif- hring og stöðvaðist. Samkvæmt frásögn ökumanns og vitma var ekki að sjá neitt Mfsmairk með manninum, er komið var að honum. Sjúkrabif- reið kom mjög fljótlega á silys- stað og flutti Jón í Slysavarð- stofuna, en hann var látinn þeg- ar þangað kom. Jón heitinn var ókvæntur og barnlaus. Ökumaður bifreiðarinnar, sem slys þesisu olli, hafði fengið öku- réttindi 9. þ. m., og hai'ði hann á sinum stutta akstursferili verið tekinn fyrir of hraðan akstnr á Reykjanesibnaut aðeins fimrn cbög um eftir að hann fékk réttindin. Þríburar fæddust í Hafnarfirði Drengurinn fæddist ÞAÐ þykja alltaf nokkur tíð- Indi, er þríburar fæðast hér á landi, en svo gerðist í sjúkra- húsinu Sólvangi í Hafnarfirði um helgina. Þar eignaðist ung kona Svala Valgeirsdóttir tvær stúlkur og einn dreng, og voru þetta fyrstu börn hennar og manns hennar Einars Sturlaugs- sonar, skipasmiðs, en þau hafa verið gift í um eitt ár. Það var drengurinn sem kom fyrstur í heiminn, hinn 21. þ.m. og vóg hann rúmar átta merkur. Stúlkurnar fæddust ekki fyrr en 22. þ.m. og vóg hin stærri rúm- ar níu merkur, og en hin smærri sjö merkur. Móðurinni og börn- 21. en stúlkumai 22. unum heilsaðist mjög vel, er Mbl. hafði samband við ljósmóð urina á Sólvangi í gærkveldi. Svala mun hafa unnið við vinnu sína á sýsluskrifstofunni í Hafnarfirði allt fram á siðustu stundu og látið þau orð falla er hún þurfti frá að hverfa, að hún kæmi aftur strax eftir þrjár vikur. Virðist það nú eftir þenn an atburð heldur ósennilegt. Samstarfsmenn hennar á sýslu- skrifstofunni hafa hafið fjár- söfnun, og eins starfsmenn skipa smíðastöðvarinnar Dröfn, þar sem maður hennar vinnur, til þess að létta undir með þeim hjónum. Frambo3 Siálfstæðis- flokksins í Norðurlands- k|ördæmi vesfra ákveðið Fundur Sjálfstæðis- félaganna á Siglufirði Fjölmenn drshátíð Sjálfstæðismanna í Skagafirði Sauðárkróki, 23. janúar. SÍÐASTLIÐINN laugarda.g kom kjördlæmisráð SjáMstæðisflokks- ins í Norðurlandakijördæmi vestna saman til fundar á Sauð- árkrókL Á fundinum var sam- þykkt framiboð Sjá'lfstæðis- flokksins í al'þin.giskosningunum í vor. Um kivöldið var haldin mjög fjölmenn árshátíð Sjálf- stæ’ðismanna í SkagafirðL Var þar kunn.gert, hverjir skipa þrjú efstu sæti listanis. Eru það þeir séra Gunnar Gíslason, Pálmi Jónsson, bóndi, AkrL og Eyjólf- ur Konráð Jónsson, ritstjóri, en þeir voru ræðumenn kivöldsine. Var þeim vel fagnað. Veizluetjóri var Ámi Þor- björnsson, kennari, en skemmti- atriði voru undir'búin af Antoni Angantýssymi, kaupmannL Tókst hiófið með ágætum og er ákveðið að slíkt hóf verði árlegur liður í starfsemi skagfirzkna sjáilf- stæðismanna. — Framboðs'listinatt í heild verður birtur síðar. — Jón. SJÁLFSTÆÐISFÐLÖGIN á Sigluíirði efna till samueigin legs fundar í Sj ál'fetæðishús- imu á miðvikudaginin 25. janú ar og hefst fundurinn IdL. 20.30. Á fundinum munu þrtír efstu menn á framiboðslista Sjálfstæðisfiokkisi ns í Norð- uríandsikjördæmi vesitra mæta og flytja ávörp, þeir sr. Gunnar Gfolason, Pálmi Jónsson, bóndi, Akri, og Eyj- ólfur Konráð Jónsson, rit- stjórd. Síðan verða kaffiveiit- ingar og er Sjá'llfstæðfotfó Ik á Sigiliutfirði hvatt tiQ. þess að fjölmeona á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.