Morgunblaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1967.
15
Hollsysturnar.
Höfum aftur íyrirliggjandi
ATIKA steypuhrærivélar
2 stærðir.
A. WENDEL IIF., Sörlaskjóli 26, sími 15464.
Leyndardómur ánægjulegra nýrra og mildari reykinga
■VMTTIER
^ZAUTIE R,
PERFECTO
FILTER VINDLAR
PAKKI MEÐ FIMM KR. 35.50
H54 filter^
Orvals milt vindlatóbak ^
Steinunn Guðmundsdóftir
hjúkrunarkona, Minning
F. 15. júlí 1928 — D. 15. jan. 1967.
ÞAÐ var á fallegum haastdegi
í byrjun september árið 1955,
að við hittumst í fyrsta sinn í
Hjúkrunarskóla íslands, 14 ung-
ar stúlkur alls staðar að af land-
inu. Allar horfðum við b.iörturn
augum á framtíðina, og ailar
áttum við sameiginlega eina
heita ósk, að vera góðar og dug-
andi hjúkrunarkonur.
Faestar höfðu nokkurn tíma
sézt áður, en áður en margar
vikur liðu var þessi hópuc orð-
inn ein órjúfanlag heild. sem
aldrei hefur rofnað, þó að leið-
ir hafi skilizt um tínia. Fyrst eft
ir námið dvöldu sumar erlendis
um tíma, og síðan hafa flestar
stofnað heimili og eignasl önn-
ur áhugamál utm hjúkrunar-
starfsins, samt erum við alitaf
eins og ein fjölskylda. Utan að
komandi fólk skilur ekki alltaf
orðið „hollsystir", sem svo oft
er á vörum okkar, en þetta orð
þýðir svo sannarlega að við er-
um eins og stór systrahópur og
böndin okkar á milli eru áreið-
anlega eins sterk og hin svoköll-
uðu blóðbönd. Nú er fyrsta stóra
skarðið höggvið í systrahópinn.
Hún Steina er ekki lengur á með
al okkar. Við vitum að veikindi
hennar og þjáningar á síðustu ár
um voru miklu meiri en við gerð
Um okkur í hugarlund, sífelldar
vonir um bata urðu aftur og aft-
ur að engu. Nú síðustu vikurnar
veik von um bata með upp-
skurði, og þó að reynsla okkar
í svona tilfellum hefði át.t að
leiða okkur í allan sannleika, þá
héldum við samt dauðahaldi í
þessa veiku von, og stöndum nú
hljóðar og hryggar og trúum
ekki að hún sé horfin. Við hugg
um okkur aðeins við, að hún er
laus við allar þjáningar og er
gengin í ríki Drottins síns, par
sem engar sorgir og sjúkdómar
fyrirfinnast, og þar fær hún ef-
laust stórt hlutverk að vinna.
Hún var elzt af okkur og hafði
líka öðlazt meiri reynslu í lífinu
en allar hinar.
Hún var aðeins rúmlega
fermd, þegar hún missti móður
sína og tók þá við heimili föður
síns, annaðist það og sá um upp-
eldi 4 yngri systkina sinna,
yngsta systirin var aðeins smá-
barn og þekkti því varla aðra
móður. Það má nærri geta hve
mikið er lagt á unglingstelpu,
að taka að sér þetta hlutverk og
það sýnir þó mest hve mikið er
í slíka stúlku spunnið, sem veld
ur slíku hlutverki jafn vel og
raun varð á.
Hún var því komin undir þrí-
tugt, þegar hún gat farið að.
hugsa svolítið um sjálfa sig, en
þá var barnahópurinn kominn
vel til manns. Þá hóf hún starf
við sjúkrahúsið á Akureyri sem
gangastúlka. Henni varð strax
ljóst að hjúkrun vildi hún gera
að ævistarfi sínu. Hún hafði auð
vitað ekki haft tíma til mikillar
skólagöngu, og hafði því ekki
gagnfræðapróf, sem til þarf að
setjast í Hjúkrunarskólann, en
hún settist í Iðnskólann á Akur-
eyri og tók próf þaðan í þeim
námsgreinum sem tilskildar
voru, og hóf hjúkrunarnám eins
og áður segir í september 1955.
Síðan tóku við námsárin þrjú,
íbúðaskipti
4ra — 5 herbergja íbúð óskast í skiptum fyrir 5 her-
bergja raðhús við Sæviðarsund, tilbúið undir tré-
verk. Húsið er 160 ferm. með innbyggðum bílskúr.
Tilboð merkt: „8695“ sendist afgr. MbL
en þau eru án efa beztu ár æv-
innar í augum okkar allra. Vinn
an var þroskandi og skemmtileg
á hinum ýmsu deildum Lands-
spítalans og á sjúkrahúsum úti á
landi. Frístundir áttum við marg
ar og ógleymanlegar, við vorum
kátar og lífsglaðar og lífið lék
við okkur. Við sungum og ort-
um vísur um allt milli himins
og jarðar m.a. um allar hollsyst-
urnar. Steina var síðust i st'af-.
rófinu og hennar vísa byrjaði
svona:
Hér hefur farið fagurt fé,
fremst þó teljum eina.....
Þetta er ef til vill ekki mikill
skáldskapur og framhald vísunn
ar skiptir ekki máli, en hún sýn
ir bara örlítið brot af þeim hug
og virðingu, sem við bárum fyr-
ir Steinu. Hún var okkar fremst
á svo margan hátt. Hún var mjög
dul og hlédræg daglega, en í
okkar hóp var hún kát og glöð
og gat hlegið dátt með okkur.
Hún var mjög tíúuð og sótti
fundi í K.F.U.M og Kristilegu
félagi hjúkrunarkvenna.
Hún var elskuð af sjúklingum
sínum, enda var hún framúrskar
andi vandvirk og skyldurækin
við öll sín störf. Eftir að námi
iauk tvístraðist hópurinn og
Steina fór til Akureyrar, þar
sem hún tók að sér mjög erfiða
deild. Hún vann myrkranna á
milli, en hjúkrunarkvennaskort-
urinn var þá mjög tilfinnanleg-
ur fyrir norðan. Hún ætlaði að
fara til Svíþjóðar ásamt þrem
hollsystrum ári seinna, en þá
syrti í lofti. Hún hafði alveg
ofgert sér með vinnu og heilsan
var að bjia. Hún lá fyrst á
sjúkrahúsinu á Akureyri, kom
síðan suður og var alla tíð und-
ir læknishendi helztu sérfræð-
inga Landsspítalans upp frá því.
Öðru hvoru hresstist hún svo að
hún gat farið að vinna stund og
stund. Nú síðast vann hún á
Reykjalundi í Mosfellssveit, og
var aftur orðin bjartsýn á bata.
Eins og áður segir voru vonir
tengdar við uppskurð, sem gerð-
ur var 13. jan. sl., en langvar-
andi sjúkur og þreyttur líkami
hennar stóðst ekki raunina og
hún andaðist tveim dögum
seinna.
Við vottum öldruðum föður
hennar systkinum og öðrum
vandamönnum okkar dýpstu
samúð.
Við kveðjum þig elsku holl-
systir og þökkum þér allt, sem
þú varst okkur. Vertu guði fai-
in um alla framtíð.
Blitza plastlakk
Clitza mattiakk
Gluggaplast
Múrhúðunarnet
Saumur, svartur
og galvaniseraður
EGILL ÁRNASON
SLIPPFÉLAGSHÚSINU
SÍMAR: 14310 OG 20275
VÖRUAFGREIÐSLA: SKEIFAN 3
SÍMI 38870.
KAUPMENN
KAUFÉLÖG
DORRES
TízkusCæðnr
ALLTAF í TÍZKU
Nýkomið.
Mikið litaúrval.
SAMA LÁGA
VERÐIÐ.
DORRIS slæðurnar eru notaðar sem
Höfuðklútar — Hálsklútar og Herðasjöl.
HEILDSÖLUBIRÐIR:
S. Óskazssott &
heildverzlun
Garðastræti 8. — Sími 21840.