Morgunblaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 1
28 SIOUR Sambúð Evrópu rfkja í hættu — ef Bretar fá ekki aðild að EBE Herinn sagður hafa látið til skarar skríða gegn andstæðingum Maos og menningarbyltingarinnar * Atök með IVfao-sinnum og mönnum Liu Shao Chis Strasbourg, 24. janúar (NTB). FUNDUM var haldið áfram á ráð gjafaþingi Evrópuráðsins í Stras- bourg í dag, og lögðu þá ýmsir fulltrúanna áherzlu á að Efna- hagsbandalaginu og sambúð Evr- ópuríkja gæti stafað hætta af þvi ef de Gaulle, Frakklandsforseti, hindraði enn einu sinni að Bretar fengju aðild að bandalaginu. Einnig flutti Willy Brandt, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands og fyrrverandi borgarstjóri Vestur-Berlínar, ræðu þar sem hann hét því að hin nýja ríkis- stjórn í Bonn muni einbeita sér að því að draga úr spennu í Evrópu og vinna að betri sambúð við löndin í Austur-Evrópu. — Ég veit að stjórn Sovétríkj- anna er ekki reiðubúin að hefja viðræður um sameiningu t>ýzka- lands, sagði Brandt. En ég held hún sé reiðubúin að ræða um frið, og það erum við einnig. Enginn getur með -réttu ásakað ©kkur um að vera hernaðarsinna, sem leitum hefnda. Einnig er það rangt að haJda því fram að við sækjumst eftir verulegum breyt- ingum, eða að við viljum gleypa hinn hluta Þýzkalands. En við óskum ekki eftir að einangra 17 milljónir lánda okkar í öðrum helmingi Þýzkalands — þvert á móti tekur það okkur sárt að þeim skuli haldið einangruðum. Brandt sagði að verulegar framfarir hafi orðið í Austur- Þýzkalandi, en ekki væri unnt að komast hjá þeirri staðreýnd að enn stæði Berlínarmúrinn. Skoraði hann á þingfulltrúa að hjálpa til þess að koma í veg fyrir að tilgangur Vestur-Þjóð- verja væri rangtúlkaður. — Rik- isstjórn okkar vill leggja sitt af mörkum til að draga úr spenn- unni í Evrópu, sagði hann. Vanda mál Evrópu verða ekki leyst í skjóli kalda stríðsins. Við stefn- um þessvegna að því að bæta sambúðina við öll ríki Austur- Evrópu. Við vonumst til þess að geta komið á stjórnmálasam- bandi otkk«r í milli, og komast í persónulegt samband við fulltrúa ríkisstjórna landanna i Austur- Evrópu. — Við látum hvorki erf- iðleika né vonbrigði buga okkur, sagði utanríkisráðherrann. Van- trú á okkur, sem að vissu leyti er skiljanleg, og skuggar ólán- samrar fortíðar, munu víkja fyr- ir þeixri vissu að Þýzkaland er traustur félagi, sem fjölskylda Evrópuríkjanna getur reitt sig á. í seinni umræðum i dag um efnahagsmál og tilraunir Breta til að fá aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, tóku m. a. til máls norski þingmaðurinn Finn Moe og brezki íhaldsmaðurinn Dunc- an Sandys. Finn Moe kvaðst ótt- ast að ef tilraunir Breta bæru ekki árangur nú, yrðu ekki fleiri tilraunir gerðar af þeirra hálfu. Gæti það haft alvarlegar afleið- Framhald á bls. 27. Kína: Pekimig, Hong Kong og Tóklíó, 24. janúar, AP, NTB. MOSKVU-ÚTVARPIÐ hefur það eftir heimildarmönnum sínum í Peking í dag að her- lið hafi að boði Mao Tse- tungs tekið í sínar hendur ölil völd í ýimsum stórborgum landsins og þykir benda til þess að enn rílki miki.1 ólga í landinu, því jafnframt var vi'ðurkennt að átök hefðu átt sér stað milli manna Maos og liðsafla er lyti Liu Shao öhi, bæði í Peking, Tientsin og Ohangehun og einnig í norð- urhéruðunum og í Kiangsi- fylkinu. Sagði Mo®kvu-út- varpið fréttirnar byggðar á fregnmiðum sem festir hefðu verið upp í Peking og bætti því við, að þar hefði einnig verið lýst yfir töluverðu mannfaldd af Rauðum varð- liðum, sem veitt hefðu Mao, en engar tölur voru þó nefnd ar í því sambandi. Peking-útvarpið sagði í dag að menn Maos hei'ðu náð á sitt vald fylkinu Shansi í Norður-Kána með þvi að berja þar niður upp- reisn gegn yfirráðum hans. — Sagði útvarpið að þarna hefðu náðst miklar birgðir vopna og aðalstöðvar andistæðinganna ver ið eyðilagðar. Ekki er nánar greint frá atvikum, en ljÓ6t er af fréttinni að töluvent hefur gengið Iþair á. Óvíst er, hvort her inn hefuir láti'ð þarna til sán taka, en sag(t að Mao-sinnar hafi stað- ið af sér tmangar árásir andstæð- ingianna, sem unnið Ihafi þar ýmis hermdarverk og neynt að grafa undan efnahag manna í fylk'inu .og atvinnulífi. Eru menn hvattir til að mæta aftur til vinnu og styðlja menn Maos í viðleitni þeirra til þess að koma aftur á lögum og reglu og f'anga alla andstæðinga menningar- byltingarinnar. Svipað virðist hafa átt sér stað í Slhansi og víða annars staðar og viðlbrögð Mao-sinna söm og miða áð því að reyna að treysta valdaaðstöðu Maos í á- tökum þeim sem enn standa í KínaveLdi og erfitt er að henda neiður á hvern veg fani, þótt hinsvegar sé ijóst að Mao á langt í land að geta talizit ha,fa öll tögl og hagld'ir í landi siínu. Andstæð- ingar hans eiga ekki sáður við ramman reip að draga og engu er um það að sipá hvenaer valda- baráttan verði til lykta leidd. Margt bendir til þess að Mao rói nú að því öllum árum að fá» kinverska herinn — mannflesta her í heimi, með 2L4 milljón Framhald á bls. 27. Ky iila tekid I Auckland Auckland, 24. jan. AP, NTB NGUYEN Cao Ky, forsætisráð herra Suður-Vietnam og konu hans var tekið með áköfum mót- mælaaðgerðum er þau komu til borgarinnar Auckland í Nýja- Sjálandi frá Wellington þar sem þau sættu einnig mikilli andúð % íbúanna. Attu lögreglumenn með hunda sér til aðstoðar, fullt í fangi með að halda aftur af mannfjöldan- um sem réðist að bifreið forsætis ráðherrahjónanna á flugvellin- um í Auckland, kastaði að henni eggjum og viðarbútum, varpaði sér í veg fyrir hana og barði hana alla utar. en gerði hróp að Framhald á bls. 27. Stóraukin starfsemi fisk- veiðitæknideildar FAO segir Hilmar Kristjónsson, forstöðumaður hennar MORGUNBI.ADin hringdi í gær til Bómaborgar og átti tal við Hiimar Kristjónsson, yfirmann fiskveiðitæknideild ar FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Spurði blaðið Hilm ar frétta frá deild þeirri, sem hann veitir forstöðu. Hann sagði: — Það er helzt að frétta, að það er verið að tvöfalda hjá mér starfsliðið. Verða stanf- andi hér í Róm um 9 sérfræð ingar og 70-80 úti um heim, auk skrifstofuliðs. Er nú verið að ráða í viðbótarstöðurnar. Er þetta nauðsynleg fjölgun til að ráða við vaxandi verk- efni hjá fiskideildinni. — Nú getum við skipt liðinu í tvo hópa. Mun annar aðal- lega vinna að samningu ítar- legri bókar um veiðitæki, en ég hóf það verk með Stóru veiðarfærabókinni árið 1959. Haldið verður áfram á þeirri braut og útbúa kennslubækur og handbækur í fiskveiði- tækni. — En hinn hópurinn mun vinna að því að guka enn meira tæknihjálpina. Við höf um vaxandi fjölda sérfræð- inga að störfum um allan heim. Nú er unnið að ca. 25 venkefnum á sviði tækniihjálp ar í öllum heimsálfum og Framhalð á bls. 27. Hilmar Kristjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.