Morgunblaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1967.
— UTAN ÚR HEIMI
Framhald af bls. 14
engu að síður tilefni mikillar
ólgu í landinu og deilna
manna á meðal.
Aukinn áróður fyrir banni
gegn slátrun kúa um allt Ind-
land er náði hámarki með
blóðugum óeirðum í Nýju
Drfili 7. nóvember s.l., varð
ekki flokkaður undir annað
en kosningaáróður stjórnar-
andstæðinga, sem gripu þetta
taekifaeri þegar kosningar
voru í nánd til þess að vekja
enn á ný atíhygli á málinu.
Þessi áróður gegn slátrun kúa
magnaðist svo að frú Gandhi
gat loks sjálf ekki orða bund
izt og sagði: „Hversu má það
vera, að menn sýni ekki slík-
an áhuga á hag kúa nema á
fimm ára fresti (þ.e. er líður
að kosningum)?“
Ekki var frú Gandhi heldur
um að kenna — þótt henni
væri að vísu um kennt —
gengisfellingu gjaldmiðils Ind
verja, rúpíunnar, en á hinn
Kópavogur - Atvinna
Afgreiðslustúlka óskast í matvörubúð.
Upplýsingar í síma 40240 og 41303.
Bókari
Fyrirtæki í næsta nágrenni Reykjavíkur
óskar eftir að ráða mann til bókhalds-
starfa. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um ménnt-
un og starfsreynslu sendist blaðinu merkt:
„8731“.
bóginnn var ekki ástæðulaus
gagnrýnin sem hún sætti fyrir
að hafa ekki fylgt gengisfell-
ingunni úr hlaði með reglum
og ráðstöfunum til að koma
í veg fyrir frekari verðhækk
anir og minnkandi kaupmátt
rúpíunnar. Nú er svo komið
að sögð er brýn nauðsyn að
lækka gengið enn á ný —
þótt það verði að sjálfsögðu
ekki gert fyrir kosningar.
Það sem Indiru Gandhi er
einkum brugðið ■ um er með-
ferð hennar á mikilvægum
stjórnmálaákvörðunum og af-
skipti af alþjóðamálum og er
henni gefið að sök að velja
þeim oftlega rangan tíma,
taka ekki nægilegt tillit ti'l
afleiðinga þeirra sem ákvarð
anir hennar geti haft í för
með sér og síðast en ekki sizt
þykir það mikill Ijóður á henn
ar ráði hversu illa henni
helzt á mikilvægustu sam-
starfsmönnum sínum í stjórn-
málabaráttunni.
Til dæmis varð henni það á
í fyrrasumar, áður en hún
fór frá Nýju Dehli í opinbera
heimsókn til Arabiska Sam-
bandslýðveldisins, Júgóslavíu
og Sovétríkjanna, að gefa út
mikla yfirlýsingu um Viet-
nam-málið þar sem hún setti
fram ýmsar tillögur um
hversu mætti koma á friði í
Vietnam. Þetta þótti tíðind-
um sæta, en er betur var að
gáð kom í Ijós að ekkert ný-
mæli var í tillögum frúar-
innar heldur höfðu deiluað-
ilar áður hafnað öllum þeim
uppástungum er þar komu
fram. Það bætti svo gráu of-
an á svart að hún fylgdi
þessu framtaki sínu illa eftir
og það svo að í yfirlýsing-
unni sem gefin var út um
fundi þeirra Nassers Egyp'a-
landsforseta (sem hún gisti
fyrstan í ferðinni er áður
sagði) var ekki á Vietnam
minnzt.
Það varð henni næst til
ávirðingar að draga um of
taum Bandaríkjanna að því
er varðaði gengisfellingu, ér-
lent fjármagn og hlut er-
lendra manna í einkafyrir-
tækjum í Indlandi og það svo
að spillti sambúðinni við Sov
étrikin. Var svo kalt í milli
um stundarsakir að Alexey
Kosygin, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, hætti við fvr-
irhugaða opinbera heimsokn
Skrifa minningargremar 0«;
afmælispistla
Viðtalstími frá kl. 7—11 á kvöldin. Á laugardögum
og sunnudÖgum kl. 1—7.
Tek til starfa 27. janúar. Sími 17952.
LÆKNASTOFUR'
Höfum flutt lækningastofuna úr Vesturbæjar
apóteki að Klapparstíg 27, viðtalsbeiðnum veitt
móttaka frá kl. 10—16 í síma 15215.
Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir,
sérgrein: kvensjúkdómar og fæðingarhjálp.
Guðmundur Jóhannesson, læknir,
sérgrein: kvensjúkdómar og fæðingarhjálp.
Knattspyrnuþjálfun
K.S.Í. óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara til
starfa um lengri eða skemmri tíma á komandi
sumri, einkum meðal sambandsaðila utan Reykja-
víkur. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi vinsam-
legast hafi samband við Knattspymusamband ís_
lands, pósthólf 1011, eða í síma 24079.
STJÓRN K.S.Í.
Frystihús til sölu
Frystihús við Faxaflóa með aðstöðu til
sölu strax. Fyrirspurnir sendist Morgun-
blaðinu merkt: „Frystihús — 8732“.
Karlmanna-leður
KLLDASKÓR
SKÓSALAN
LAUGAVEGI 1
sína til Indlands. Ekki kom
þó þar í móti nein ívilnan af
hálfu Bandaríkjanna, því frú
in gerði stjórnarvöldum í
Washington gramt í geði með
endurteknum kröfum sínum
um að hætt yrði loftárásu.n
á Norður-Vietnam Og lílilli
sem engri gagnrýni á hiut
Viet Cong og Hanoi-stjórnar-
innar að styrjöldinnL
Heima fyrir varð Indira
Gandhi svo að sjá af mörg-
um nánustu vina sinna og
mikilvægustu pólitískra sam-
herja. Innanríkisráðherran-
um, Gulzari Lal Nanda, sem
tvívegis hafði gegnt forsætis-
ráðherraembættinu í fjarverú
hennar, var fórnað á altari
kúa-dýrkenda og ráðherra sá
er fór með mál járnbrauta
Indlands, S. K. Patil, fyrtist
er hún hafði að engu skoðan
ir hans þegar rikisstjórnin
var endurskipulögð.
Ágreiningur var einnig
með Indiru Gandhi og forseta
Kongress-flokksins, Kumara-
swami Kamaraj, um ýmis
mál og jókst svo jafnt og
þétt unz svo vár komið um
áramót að engum gat lengur
dulizt ósætti þeirra. Þar á
Indira Gandhi nú harðsnúinn
andstæðing í lykilstöðu, því
Kamaraj ræður manna mest
um það, hver kjörinn verður
til þess að gegna embætti for
sætisráðherra.
Loks er svo það að Indira
gat ekki rétt hlut V. K.
Krisna Menons, fyrrum varn-
armálaráðherra, fornvinar
síns er hann sagði sig úr Kon
gressflokknum þegar honum
var meinað að bjóða sig fra.n
í kjördæmi sínu í Norð'jr-
Bombay. Það spillti enn u.n
fyrir frúnni að henni var
ekki einasta um megn að fá
því framgengt að Menon yrði
í framboði, heldur lýsti hún
einnig yfir þessum óförum op
inberlega.
Indira hefur sætt æ harö-
ari gagnrýni í bloðum í heima
landi sinu og áhrifamikiir
ritstjórar og greinarhöfundar
hafa látið í ljósi efasemdir
um að til hennar verði leit-
að aftur að gegna embætti
forsætisráðherra. Krishan
Batia sagði nýverið í „Hind-
ustan Times“: „Frú Gandbi
yrði slæmur herstjóri. Húu
kann illa til tímavals. — Það
lýsir að sönnu hugrekki að
hún skuli láta skoðanir sínar
í ljósi óhikað og alls ósmeyx
við andstæðinga sína, en áföll
þau sem hún verður fyrir af
þessum sökum spilla mynd
hennar sem þjóðarleiðtoga f
hug landsmanna".
Þetta er baksvið ferða’aga
Indiru Gandhi út um lands-
byggðina nú, þar sem hún fet
ar í fótspor hins fræga föð-
ur síns með þá von að leiðar-
ljósi að hún geti fengið bænd
urna til að greiða atkvæði sin
eina stjórnmálaflokknum sena
farið hefur með völd í Ind-
landi síðan landið hlaut sjáif-
stæðL Henni kann að takast
þetta — en með erfiðismun-
um þó og fáir treystast til að
spá nokkru um hversu fari i
kosningunum i næsta mán-
uði.
FÍFA auglýsír útsölu
Alhir fatnaður með 20—60% afslættL
M. a. vinnufatnaður á börn og
fullorðna.
Molskinnsbuxur og úlpur á böm
og unglinga.
Peysur, skyrtur, nærföt, náttföt
á börn og fullorðna.
Dömuregnkápur.
Molskinnsbuxur á herra á hálfvirði.
Terylenebuxur á drengi í stærðunum
2—16 og 2—300 kr. afslætti.
KOMIÐ MEÐAN ÚRVALIÐ ER NÓG OG GERIÐ GÓÐ KAUP.
VERZLUNIN FIFA LAUGAVEGI 99
(inngangur frá Snorrabraut.)
Matvöruverzlun —
Söluturn
Höfum til sölu í fjölmennu íbúðarhverfi S góðum
stað í borginni nýlendu- og matvöruverziun ásamt
söluturni með kvöldsöluleyfi.
Allar nánari upplýsingar gefur
Skipa- og fasíeignasaian