Morgunblaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. JANÚAR 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
5ÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDU M
H4-44
m/UFIB/fí
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstaett leigagjald.
Bensán innifaiið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
K-j==>BHJk ir/*A*r
lryML/y/3t?
RAUÐARARSTÍG 31 SiMI 22022
ÖKUKENNSIA
HÆFNISVOTTORÐ
IÍTVEGA ÖLL GÖGN
VARÐANDI BÍLPRÓF
ÁVALT NÝJAR
VOLKSWAGEN
BIFREIÐAR
35481
Eyjóifur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
Flókagötu 65. — Sími 17903.
Húseigendafélag Reykjavikur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
• British Council
TTS skrifar:
„Frá því hefur verið skýrt,
að starfsemi „British Council“
á fslandi verði lögð niður fyrir
varalaust um þessi áramót.
Orsökin er sögð sú, að Harold
Wilson, forsætisráðherra Breta
um þessar mundir, sjái eftir
peningunum, sem fara í rekstur
þessarar ágætu menningar-
stofnimar. Hann hafi því ákveð
ið að ganga af útibúum hennar
dauðum í sex löndum, liklega
þeim, sem ómerkilegust þykja
í hans fína krataráðuneyti, og
er Island þeirra á meðal.
Atarna er táknvíst dæmi um
heimskulegan sparnað. Þótt
enginn dragi í efa, að brezka
ríkisstjórnin verði að vera að-
haldssöm um þessar mundir og
horfa í hvern skildinginn, þá
á hún ekki að skaða álit um-
heimsins á Englendingum með
því að draga úr þessari starf-
semi, sem hefur fært brezku
þjóðinni margfaldan, óbeinan
hagnað ag ótalda vini. Starf-
semi „Britsh Council“ hér á
landi getur ekki hafa kostað
mikið fé, en hún hefur gert
mikið gagn. Kynni íslendinga
af Bretum og menningu þeirra
hafa ætið verið til góðs, og
báðar þjóðirnar hafa hag af því
að viðhalda fornri vináttu, þótt
stærðarmunur sé allmikill.
• Velvakandi
og Wilson
Vonandi sjá brezkir ráða
menn að sér innan tíðar og láta
af þessari hættulegu nizku, eða
vilja þeir heldur að félög á
borð við MÍR fylli í skarðið?
Með kveðju til Velvakanda
og Wilsons,
TTS“.
Velvakandi þakkar kveðjuna
að sínu leyti, en ef svo skyldi
vilja til, að Wilson læsi Vel-
vakanda með morgunkaffinu,
þá hefði það tæplega skaðað
málstaðinn að hafa næstfyrstu
setninguna örlítið kurteislegar
orðaða.
• Einvígistilboði
svarað
Góði Velvakandi!
Af því að þú varst svo lið-
legur póstur fyrir Jóhann
Hannesson, prófessor, á dögun-
um, langar mig til þess að biðja
þig að koma til skila fyrir mig
eftirfarandi bréfkorni til hans:
Kæri Jóhann.
Ég held, að þér sé ekki nógu
mikill sómi að því að kalla ein-
föld orð mín um messusöng
guðfræðistúdenta „ódrengileg-
an sleggjudóm“, „krossferð
gegn piltunum", „úthúðun" og
sitthvað fleira, án þess að færa
þeim orðum stað. Um þetta vil
ég aðeins segja við þig hið
sama og ég sagði við þá, er þeir
birtu hina orðprúðu athuga-
semd sína í blöðum:
Mér vitanlega sagði ég ekk-
ert, sem er sannanlega rangt í
erindi mínu um daginn og veg-
inn 2. jan. s.l. Væri hiklaust
hægt að benda á það, er ég
meira en fús til þess að hafa
það, er sannara reynist. Það er
staðreynd, að þeir sungu „grall
arastef", og aftansönginn í
óvenjulegri og heldur dapur-
legri útfærslu, sem einhver
annar en ég kallaði munkasöng.
Hitt er annað mál, að það er
afstætt mat, hvort ég hafi tekið
of drjúpt í árinni um áhrif þau,
sem þetta hafði á mig, og um
það verður hver að álíta það, er
honum sýnist En ég gat ekki
séð, að þessi dökki og dapri
söngflokkur tæki nokkuð fram
míturkolli biskupsins sem hrifn
ingarvaldur í messunni.
Þá hlýt ég að neita því al-
gerlega, að erindi mitt hafi
verið nokkur „krossferð gegn
piltunum". Fyrst og fremst var
þetta aðeins nefnt sem dæmi í
miklu umfangsmeiri umræðu,
og ég var ekki að ráðast á þá,
heldur harma það, að kirkju-
leiðtogar skyldu kynna verð-
andi sálusorgara og andlega
leiðtoga þjóðarinnar með þess-
um dapurlega hætti. Ég var að
harma þetta vegna þeirra, því
að þeir áttu betra skilið. Krist-
ur sendi lærisveina sína út
meðal lýðsins til þess að boða
fagnaðarerindið. Þessir verð-
andi kennimenn hefðu átt að
stíga í stól í kirkjum.
Þú segir, að ég muni þurfa
að bera víðar niður, ef ég eigi
að útrýma öllum „grallara-
söng“. Það er rétt, að mörg góð
sálmalög og ljóð, sem enn eru
í gildi, voru í grallaranum. En
góði Jóhann, þú veizt eins vel
og ég, að þegar við tölum um
grallarasöng, þá eigum við ekki
endilega við ljóðið eða lagið,
heldur þann söngstíl, sem beitt
er. Á það hefur verið bent, að
meira að segja Savanna-tríóið
hafi sungið grallaralag. En við
mundum samt ekki kalla það
grallarasöng. Vegna hvers? Af
því að þeir sungu það með
hljómi, stíl og hætti síns tima.
Eitt langar mig til að benda
þér á enn í bréfi þínu til mín.
Þú segir:
„Svo gerðist þú fundvís og
finnur skyldleika með nýju
Biblíusögunum og „íslenzku há
kirkjunni". Eru þó sögurnar
ekki verk presta, heldur kenn-
ara, og er mér sem ég sjái á
þeim svipinn þegar þeir verða
taldir til hákirkjumanna".
Gæsalappirnar um íslenzku
hákirkjuna eru þínar og benda
til að þú viljir undirstrika, að
þetta sé svona hárrétt eftir mér
í erindinu:
„Ég minnist á þessar nýju
biblíusögur handa börnum hér
vegna þess, að mér sýnist þær
vera grein af sama meiði aftur-
hvarfsins í messugjörðinni".
Hvergi minnzt á skyldleika
við hákirkju, hvað þá að
telja höfundana hákirkjumenn.
Svona málafylgja hæfir ekki
presti, hvað þá guðfræðipróf-
essor. Ég vona, að guðfræði-
kennsla þín sé ekki með þessu
marki daglega.
Og þá erum við komnir að
einvígisboði þínu í bréfinu. Ég
þakka auðvitað svo óverð-
skuldaðan heiður, en þú verð-
ur að virða á betri veg, þó að
ég tæki þessu með blöndnum
fögnuði fyrst i stað. Ég er nefni
lega í hálfgerðum beyglum, og
nú skal ég segja þér sögu.
Fimmtudaginn 12. janúar var
ég beðinn að eiga samtal við
öndvegisklerk af Suðurlandi í
útvarpinu. Presturinn tók mér
með virktum, er við hittumst,
og kvaðst harla glaður yfir að
ná svona fljótt í skottið á mér,
eins og hann orðaði það. Svo
töluðum við hressilega og virðu
lega saman á segulband, og
skyldi þessu útvarpað yfir lands
lýðinn viku síðar.
En hvað skeður. Næstu fregn
ir, sem ég fæ af þessu, eru þær,
að klerkurinn hafi bannfært
með öllu þetta spjall okkar og
bannað birtingu þess. Að svo
búnu vék hann sér að því að
skrifa eintal um málið og birti
í Morgunblaðinu.
Og ekki er sagan öll enn.
Fáum dögum eftir að mér
barst bannfæringin bréflega,
veður þú fram og skorar mig á
hólm í þessu sama útvarpi um
sama efni. Er nú furða, þótt
mér bregði? En ég veit auðvitað
ofur vel, að þú hefði ekki farið
að vega svona að mér i sama
knérunn, þar sem ég lá fallinn
í banninu, ef þú hefði verið bú-
inn að frétta um þessar ósléttu
farir mínar. Svo drengilegur
ertu.
En nú skilurðu vonandi,
hvers vegna ég varð ekki til-
hlýðilega uppveðraður, þegar
mér var boðið upp að nýju, og
nú af manni, sem messað hefur
a. m. k. á fjórum tungumálum,
eins og þú tíundar. Þess vegna
datt mér í allra auðmýkt í hug
að stinga því að þér, hvort það
mundi jafnvel ekki verða enn
meiri frægðarauki fyrir þig, en
að spjalla við mig í útvarpinu,
að messa nú á fimmta tungu-
málinu — tungu íslenzkrar
samtiðar þinnar og liíandi kyn-
slóðar.
Með beztu kveðju
Andrés Kristjánsson.
Við Reynimel
Til sölu eru 3ja herb. íbúðir á hæðum í sambýlis-
húsum við Reynimel. íbúðirnar seljast tilbúnar
undir tréverk og sameign úti og inni fullgerð.
Hitaveita. Malbikuð gata. Örstutt í Miðbæinn.
Teikningar til sýnis á skrifstofunni.
ÁRNI STEFÁNSSON, hrl.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4. — Sími 14314.
Vélstjóra
vantar á 70 tonna bát.
Upplýsingar í
Sjávarafurðadeild SÍS
íbúð í Reykjavík
íbúð 3—4 herbergi og eldhús óskast til leigu sem
fyrst. Tilboð sendist til Hermanns Ragnars Stef-
ánssonar, Box 223.
Skemmtilegt starf
Skrifstofustúlka helzt með þekkingu á
bókhaldi og góða málakunnáttu getur
fengið vinnu 1 skrifstofu okkar hálfan eða
allan daginn. Umsækjendur komi til við-
tals kl. 4—6 síðdegis.
Engar upplýsingar veittar í síma.
Ferðaskrifstofan ÍJTSÝN
AUSTURSTRÆTI 17.