Morgunblaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 3
MÖRGÚttBLAÐlÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1967.
3
Safnaöarheimili opn-
að á Sauðárkróki
rgangur — 19. tölublað.
JMH4 f
■MtíU't
** ,% <
t9» ue
■< ' • ■-
Róm, 24. janúar, AP — NTB.
NIKOI.AI V. Podgorny, forseti
Sovétrikjanna, kom til Ítalíu í
vikulanga opinbera heimsókn,
sem lýkur með fundi hans og
Páls páfa VI. 30. janúar.
Italir eru flestir sagðir fagna
þessari heimsókn sovézka forset-
ans og hafa móttökur verið hin-
ar veglegustu. Tók Giuseppe
Saragat Ítalíuforseti á móti Pod-
gorny á Ciampino-flugvelli
ásamt fríðu föruneyti, og þar á
meðal Aldo Moro forsætisráð-
herra, Amintore Fanfani utan-
ríkisráðherra og öðru stórmenni,
en hvarvetna blö'ktu við hún
fánar Sovétríkjanna og Ítalíu.
Lögreglan ítalska hafði mik-
Inn viðbúnað vegna heimsóknar-
innar og voru öryggisráðstafanir
efldar er ljóst var að ýmsir
öfgamenn hugðust nota tækifær-
ið til mótmælaaðgerða gegn Sov-
étríkjunum. í gærkvöldi sprakk
sprengja við aðalstöðvar ítalska
kommúnistaflokksins 1 Róm og
olli töluverðum usla þótt ekki
særðist þar neinn alvarlega. í
morgun snemma hófu nýfasistar
svo að dreifa í miðborginni mót-
mælamiðum sem á stóð: „Pod-
gorny farðu heim“, og tveir ung-
ir piltar, hægrisinnar, hófu á
loft merki sem á stóð „frelsi“
við eina götuna, sem bílalestin
með hinum tigna gesti fór um
en voru þegar gripnir. Einnig
kom til nokkurra átaka með
kommúnistum og nýfasistum, en
lögreglan skarst í leikinn og varð
ekki meira af.
Lögreglan heldur enn áfram
leitinni að þeim sem valdir eru
að sprengingunni í gærkvöidi,
sem eyðilagði með öllu hluta
byggingar þeirrar er hýsir aðal-
stöðvar kommúnistaflokksms
ítalska. Kommúnistar kenna
hægrisinnum um sprenginguna
og segja tilganginn hafa verið að
spilla heimsókn sovézka forset-
ans og rennir það nokkrum stoð-
um undir þá kenningu að
skammt þar frá sem sprengingin
varð fannst nokkru síðar tölu-
vert magn dreifibréfa með mót-
mælum gegn heimsókn Pod-
gornys; Engar fullnægjandi sönn-
ur hafa þó enn verið á það færð-
ar að nokkurt samband sé hér á
milli.
Ekki mun Podgorny sjálfur
hafa orðið neins vísari um mót-
mælaaðgerðir þessar, þar sem
hann ók um fánum skrýddar
götur Rómarborgar í dag frá
flugvellinum og kom við hjá
rústum Colosseum þar sem borg-
arstjórinn í Róm tók á móti hon-
um, en ef til vill hefur hann
grillt í upprétta arma og steytta
hnefa félaganna úr kommún-
istaflokki ítalíu (fjölmennasta
kommúnistaflokki á Vesturlönd-
um, telur hálfa aðra milljón
manna) sem vörðuðu göturnar
er hann ók um og sungu bylting
arsöngva af mi'klum móð — og
veitti ekki af, þvi öryggisráðstaf-
anir lögreglunnar meinuðu áhorf
endum að koma nærri bílalest-
inni.
Nikolai Podgorny er fyrsti
ríkisleiðtogi kommúnistalands,
sem sækir Ítalíu heim opinber-
lega og ekki hefur annar komm-
únistaleiðtogi háttsettari fyrr
gengið á fund páfa, sem ráðgert
er að sovézki forsetinn hitti að
máli 30. janúar n.k. er lýkur
hinni opinberu heimsókn hans.
Flestir eru þeirrar skoðunar
að heimsókn Podgornys kunni
að verða fyrirboði töluverðra
tíðinda í viðskiptum Sovétríkj-
anna og Ítalíu á sviði efnahags-
mála og enda eru í för með for-
setanum um fimm tugir manna
og þar í hópi nokkrir helztu efna
hagsmálasérfræðingar Sovétríkj
anna.
Nokkrir kommúnistar og fylgifiskar þeirra mótmæla við sendiráð
Bandaríkjanna á Laufásvegi. i
Mótmælfu oðstoð Bondu-
ríkjonnu við Suður Vietnnm
HÓPUR kommúnista og fylgi-
fiska þeirra safnaðist saman við
sendiráð Bandarikjanna á Lauf-
ásvegi um kl. 2 á sunnudag til
að mótmæla aðstoð þeirri, sem
Bandaríkin veita Suður-Víetnam
vegna innrásar kommúnistaherja
frá Norður-Víetnam.
Hópfólkið bar spjöld, sem á
voru letruð „vígorð bæði á ensku
og íslenzku", að þvi er Þjóð-
viljinn skýrði frá í gær.
Loks var mótmælabréfi ýtt inn
um hurð ’sendiráðsins, en undir-
skrift þess var „Frá andstæðing-
um styrjaldarstefnu Bandaríkj-
anna í Norður-Víetnam". Bréfið
var stílað til Johnsons, forseta.
Ekki sáust spjöld með mótmæl-
um gegn hryðjuverkum Víet-
Cong gegn saklausum borgurum
Suður-Víetnam né aðstoð þeirri,
sem Kínverjar, Rússar og fleiri
kommúnistaþjóðir veita innrás-
arherjum Norður-Víetnam.
Leiðrétting
f GÆR átti Jóhann B. Loftsson,
Stóru Háeyri, Eyrarbakka, 76
ára afimæli. Birtist smágredn uim
hann (hér í blaðinu, en í fiyrir-
sögn urðu ’þau mistök að Ihann
var sagður á Stokkseyri. Leið-
rétti&t 'þetita hiér með.
Fljúgandi diskur á miööldum
ÞAÐ má til tíðinda telja i
handritamálinu, að á hand
riti nr. 2507 AM 427, 12 mo
irá 1638, hafa nokkrir fróð
leiksfúsir Danir fundið fá-
brotna teikningu, sem þeir
telja að sé af fljúgandi
diski. Furða þeir sig að
vonum mjög á hvaða er-
indi teikning þessi eigi á
handritið, því að það fjall-
ar eingöngu um sálma og
kvæði. Mynd af siðu úr
þessu handriti þar sém
hinn fljúgandi diskur er
uppdreginn, birtist í
danska tímaritinu UFO-
Nyt, sem fjallar um ó-
Handritið með hinni dular-
fullu teikningu í hægra horni
neðst.
kennilega, svífandi hluti í
andrúmsloftinu.
íslenzki ddskuirinn, segja
dönsku timaritsmennirnir, að
svipi greinilega tiíl Adamski-
disksins svonefnda, en það er
íræigur diskuir, sem sást á
filuigii fyrir fiáeinum árum og
ljósmyndaður var í bak og
fiyrir og er óútskýrður. Telja
Danirnir vant koma annað tii
en hér sé um disk sömu teg-
undar að ræða. Hins vegiar er
á teikninigunni í íslenzka
handritinu ókiennileg áletrun,
sem enginn hefur geitað lesið
úr og vaeri nógu íróðiegt, að
vita hvað þar stœði.
NÝLEGA var opnað safnaðar-
heimili á Sauðárkróki, og er það
nýjung í starfi kirkjunnar, þar
sem þetta er fyrsti staðurinn ut-
an Reykjavikur, þar sem ris upp
safnaðarheimili. Safnaðarheimil-
ið er næsta hús við kirkjuna, eða
gamla sjúkrahúsið, og eru hafnar
á því endurbætur, og hefur verið
gengiff frá teikningum. Er gert
ráð fyrir að ljúka endurbótum á
þessu ári eða næsta. Verður þar
70 fermetra salur, ásamt snyrt-
ingu, eldhúsi, fundarherbergi, og
herbergjum fyrir klúbbstarfsemi
og föndur.
Fjár til safnaðarheimilisins hef-
ur verið aflað þannig að þærinn
hefiur lagt fram 20 þúsund kr.,
áfengisvarnarráð 10 þúsund, en
sáðan hefur peninga verið aflað
með skemmtunum og sölu á
fcortum og skeytum, en ein-
staklingar og félög hafa stutt
þessa starfsemi með stórgjöfum.
Séra Þórir Stephensen sagði í
viðtali við Mbl. að hann væri
Reyndu að spilla heim-
sókn Podgorny til Ítalíu
mjög þakklátur fyrir þann hlý-
hug og álhuga sem kæmi fram
bæði í fjárgjöfum og aðstoð í
sambandi við safnaðarheimilið,
en þarna væri ætlunin að koma
upp góðri aðstöðu fyrir félagslíf
yngri sem eldri safnaðarfélaga.
Áður hefði ekki verið til á Sauð-
árkróki aðstaða fyrir slíkt æsku-
lýðsstarf, en kirkjan vildi nú
reyna að leiða æskufólk inn á
þroskavænlegar brautir í félags-
málum. Hér væri um að ræða
viðleitni kirkjunnar til að finna
leiðir til að laða yngri sem eldri
að kirkjulífi og starfi.
Sl. sunnudag var haldin sýn-
ing á handavinnu í safnaðcir-
heimilinu, og þar var einnig inn-
ritun á ný námskeið, þar sem
verður ýmiss konar föndurvinna,
en auk þess námskeið í bridge,
skák, meðferð ljósmyndóuvéla og
myntsöfnun. Hafa þegar skráð
sig nær 100 manns, en leið'bein-
ingar á námskeiðunum er að
mestu leyti unnar í sjálfboða-
vinnu.
STAKSTEIIAR
Vilja eyða gjald-
e yris varas j óðnum
Ummæli Helga Bergs, alþingis
manns, benda til þess, að
Framsóknarmenn hafi nú kom-
izt að þeirri niðurstöðu að eyða
beri gjaldeyrisvarasjóðnum.. —
Þegar annar stærsti stjórnmála-
flokkur þjóóarinnar flytur slík- «
ar tillögur er nauðsynlegt, að
menn geri sér grein fyrir hinu
mikilvæga hlutverki gjaldeyris-
varasjéðs við rekstur nútíma
efnahagskerfis, en það getur
ekki síður verið án gjaldeyris-
varasjóðs en vélar án olíu. Um
þetta gilda og fastar venjur f
heiminum og yfirleitt er talið að
gjaldeyrisvarasjóður megi ekki
vera minni en 30—40% af inn-
flutningi þjóða. Okkar varasjóð-
ur hefur náð þessu marid. Ef
hinsvegar gjaldeyrisvarasjóður
okkar á að fara niður fyrir þetta
mark er venileg hætta á þvi að
innflutningsfrelsið sé í voða, því
að þá má efckert út af bera til
þess að landið geti staðið við
skuldbindingar sínar erlendis.
Lánstraustið byggist .
d gjaldeyrisvara-
sjóðnum
Því meiri sem sveiflur eru i
útflutningsframleiðslu þjóða,
þeim mun öflugri þarf gjald-
eyrisvarasjóðurinn að vera og
ekkert land, sem ekfci hefur við-
unandi gjaldeyrisvarasjóð nýtur
lánstrausts hjá alþjóðlegum lána
stofnunum. Þannig er óhætt að
fullyrða, að eitt frumskilyrðið
fyrir þvi að við fengum brezfca
lániff á sínum tíma og lán til
Búrfellsvirkjunar nú er hinn
öflugi gjaldeyrisvarasjóður. —
Loks má benda á að gjaldeyris-
varasjóðurinn er til þess ætlað-
ur að standa undir neikvæðum
sveiflum í útflutningi okkar og
fyrirsjáanlegt er að gjaldeyris-
varasjóðurinn mun minnka nofck
uð á þessu ári vegna verðfall*
á útflutningsvörum ofcfcar.
Vöruskipta-
jöfnuðurinn
Helgi Bergs hefur haldið þvi
fram, að þar sem vöruskipta-
jöfnuðurinn við útlönd hafi ver-
iff óhagstæður á sl. ári muni
verulega ganga á gjaldeyrisvara
sjóðinn af þeim söfcum. Óhætt er
að fullyrða, að gjaldeyrisstað*
okkar hefur efcki versnað á sl.
ári en jafnframt er ástæða tii að
benda á að fullyrðingar Helga
Bergs um hallann á vöruskiptun-
um við útlönd á sl. ári eru mjög
villandi þar sem þar er reiknað
með innflutningi CIF en útflutn-
ingi FOB. Við flytjum útflutn-
ingsafurðir okkar að mestu leytl
út sjálfir og fáum þannig veru-
lega duldar tekjur og einnig hef-
ur verið um töluverðar eriendar
lántökur að ræða. Helgi Bergs
leggur nú til að gjaldeyrisvara-
sjóðnum verði eytt að mestu
leyti á þessu ári tH kaupa á véia-
fcosti og ýmsum tækjabúnaði. 1
því sambandi skal bent á, að inn
flutningur á vélum og tæfcjum
hefur verið sérstaklega mikill á
undanförnum árum og ómögu-
legt er að halda því fram að
skortur á fjárfestingu í vélum
og tækjum hafl staðið iðnaðin-
um í landinu fyrir þrifum.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn er
undirstaðá þess efnahagskerfis,
sem viff höfum byggt upp á und-
anfömum árum, hann er undir-
staða innflutningsfrelsisins, hann
er undirstaða lánstrausts okkar <-
erlendis, sem hefur gert okkur
kleift að ráðast í viffamiklar
framkvæmdir á borð við Búr-
fellsvirkjun. Öllu þessu viija
Framsóknarmenn nú kasta fyrir
borð með þvi að eyða gjaldeyris-
varasjóðnum í einu lagi. Það er
ekki að undra, þótt menn furðt
sig á slíkum málflutningi for-
ustumanna annars stærsta stjóm
málafilokks landsins.