Morgunblaðið - 25.01.1967, Side 15

Morgunblaðið - 25.01.1967, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1967. 15 BRAGI ÁSGEIRSSOINI: Philip Guston, er ættaður frá MontreaL Hann hefur unnið í •bstrakt stíl síðan 1948. Hann á myndir I Museum of Modern Art, Whitney og Phillips auk annarra safna. Hann er hrjúfur kóloristi, og litur hans ber greinilega vott norðlægs upp runa. Umboðsmaður hans er Sidney Janis. Mark Rothko, er fæddur í Dvinska í Rússlandi 1903. Flutt- ist árið 1913 til Portland í Ore- gon. Nam frá 1921—’23 við Yale háskóla. Árið 1925 við Arts Students League New York. Kenndi með hléum frá 1929—’55 við ýmsa ameríska háskóla. — Einkasýningar síðan 1933 í leið- andi söfnum í Evrópu og Ame- ríku m.a. Stedelijk Museum, Amsterdam 1961, Kunsthalle Basel, Museum ’d Art Moderne, París 1962 og Museum of Mod- ern Art í New York. Tók þátt í 24 Biennalinum í Feneyjum 1948 og Dokumenta II í Kassel 1959. Auk fjölmargra annarra sýninga. Býr í New York. Hin stóru monuimentölu og massívu form hans virka fremur frá- hrindandi við fyrstu kynni en venjast vel. Sýnir á vegum Sidney Janis. AÐ ÞESSU sinni kem ég með stutta kynningu á nokkrum myndlistamönnum, sem framar- lega standa í þeirri hringiðu, er listalíf New York borgar er, og má það skoðast sem tilraun til að koma lesendum í nokkurs- konar New York liststemningu, áður en farið skal út í alvarlegri hluti. Inngangur er það alla- jafna. Að segja frá myndlist í heims- borg einsog New York og lífinu, sem er lifað kringum hana, er efni í mikinn doðrant. Þetta er orðið svo margþætt og flókið og dreift um borgina alla, síðan Greenwich Village, sem áður var Mekka listamanna er ekki leng- ur borgarhluti, sem einkennist af lágri húsaleigu. Einfaldasta lausnin er maður vill gera þessu einhver skil er að lýsa þeim áhrifum, sem maður verður fyrir við lauslega yfirferð, annars vex þetta allt yfir höfuð manni. Margur álítur, að New York hafi tekið forustuna af París í listum og þá einkum myndlist, en af því hef ég litlar áhyggjur, því að ég held, að það sé óþarfi að brjóta heilann um hugsanleg- an heimsmeistaratitil, þar sem myndlist er annars vegar. í mörgum tilvikum eru það ein- mitt aðkomumenn engu síður en innfæddir, sem blása nýju og fersku lífi í listirnar, jafnvel menn og konur, sem koma frá ólíkustu afkimum jarðskorpunn- ar. Það er nefnilega ávinningur að því að geta litið á hlutina úr fjarlægð, því þá sér viðkom- andi ‘svo margt, sem allflestir innfæddir eru blindir fyrir. og köttum bera vott um auðugt hugmyndaflug, litagleði og eru ríkar af kvenlegum yndisþokka, og það er höfundurinn ekki síð- ur. Hún er greinilega satýristi: höggmyndir hennar, sem eru nokkurs konar þrívíddar collage- myndir, eru áframihald súrreal- isma með tilhneigingu til hins absúrda (fjarstæðukennda). Robert Rauschenberg er nafn, sem aðdáendur poplistar þekkja og raunar allir, sem eitthvað fylgjast með nútímalist. Hann hefur ranglega verið nefndur upphafsmaður poplistarinnar, en vissulega er hann þar einn fremstur í flokki. Hann hlaut þá viðurkenningu fyrir nokkrum árum að hlotnast aðalverðlaunin á Biennalinum í Feneyjum, og vakti það heimsathygli á sín- um tíma og hneykslun margra. Hann var velþekktur ljósmynd ari löngu áður en nokkur minnt- ist á málverk hans. I grundvallar atriðum sér hann engan mun á málverki og ljósmynd. Honum finnst alltaf eitthvað magiskt við að fylgjast með tilorðningu mynda í myrkraklefanum — hvernig myndin verður til stig af stigi — og þegar hann málar, finnst honum hið sama. Jafn- framt því sem hann málar, dans- ar hann einnig o gsemur ablletta á nútímavisu. Hann sýnir hjá Leo Castelli, sem er velþekktur stuðningsmaður poplistamanna. Allir þekkja áíhrifin við að koma í áður óþekkt en fallegt hérað — en þeir dást að fegurð- inni við heimamenn, þá reka þeir sig á, að þeim þykir fátt til finnast um hrifninguna. Aftur á móti breytist viðhorf heima- manna, er þeir flytjast á mölina og fá samanburð. Þá birtast æsku Marisol (Esoobar), er fædd í París af Venezulönsku foreldri. Hún nam list í París, Los Angel- es og New York. Höggmyndir hennar af fjölskyldum, hundum stöðvarnar í nýju ljósi. Vinsældir átthagamálverka verða auðskil- in, ef þetta er haft til hliðsjón- ar. Svo vill til að flestir þeirra, sem ég valdi hér til kynningar af handahófi, reyndust einmitt aðkomumenn, er ég gáði betur að, og sumir jafnvel langt að komnir. Hér skal ferill eins málara tek- inn til meðferðar, nokkurnveg- inn sæmilega, tilviljun réði hver varð fyrir valinu, en hvað aðra snertir, læt ég duga örstutt ágrip. Eins og flestir vita má finna allt, sem mannlegt ímyndunarafl getur hugsað sér, í þessari borg — auk mesta ríkisdæmis og al- gerustu örbirgðar. Þetta hlið við hlið. LIST NEW YORK Ad Reinhardt, fæddist í Buff- aló í New York fylki 1913. Kom til New York 1915 og nam við Columbia College, þar sem hann tók Baohelorgráðu í listum — nam einnig við New York há- skólann frá 1946—’50. Ferðaðist um Evrópu og Asíu. Kennir síð- an 1947 við ýmsa leiðandi há- skóla og hefur skrifað í ýmis fremstu listtímarit vestra um nútímalist. Hefur haldið einka- sýningar síðap 1944 m.a. í New York, Leverkusen, París og Los Angeles. Hefur tekið þátt í mörg um sýningum amerískrar nútíma listar í Ameríku og Evrópu. Myndir hans einkennast af hárfínum yfirgángi mjög dökkra tóna — oft svo fínum að augu áhorfandans sjá bara svartan flöt í upphafi en greina svo smám saman fleiri fleti og marga liti (!) Hefur þetta oft valdið misskilningi fljótfærinna áihorf- anda og komst m.a. í heimspress una fyrir nokkrum árum, er blöð birtu fregnir af sýningu í New York, þar sem sæjust bara kolsvört málverk og allt seldist! Sýnir hjá Betty Parson. William de Koonig fæddist í Hollandi 1904 og nam list i Rott- erdam. Hann vann upphaflega fyrir sér sem húsamálari, út- stillingamaður og geirði vegg- málverk, m.a. á heimssýninguna í New York 1939. Sýnir hjá Sidney Janis. Flest söfn, er eittíhvað kveður að varðandi nútímalist í Banda- ríkjunum og víðar, eiga eftir hann verk. Hann málar í kröft- ugum abstrakt — expressjónisk um stíl. Franz Kline fæddist í Pennsyl vania 1910 og vann sem realisti til ársins 1945. Hann er frægur fyrir hin hvít-svörtu kalligraf- ísku málverk sín, sem orka mjög sterkt á áhorfandann í öflugum einfaldleik smum. Hann dó langt fyrir aldur fram árið 1963 og var það mikill skaði amerískri myndlist. Hann sýndi aðallega hjá Sidney Janis. Harold Rosenberg, gagnrýn- andi með óræðið augnaráð og skuggalegan svip, ræður örlögj um manna með penna sínum. Hann hefur skrifað í fremstu listtímarit Ameriku og nýtur miils álits þar vestra. Hann hef- ur látið frá sér fara bækur um ýmsa nútímamálara — ein af síðustu bókum hans er um Arshile Garky. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.