Morgunblaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1967.
J. William Fulbright
— umdeildur og áhrifaríkur stjórn-
málamaður, sem senn heimsœkir Island
FRÁ því hefur verið skýrt
í fréttum, að J. William Ful-
brigrht, öldungardeildarþing-
maður, hafi þekkzt boð um
að heimsækja Island, seint í
næsta mánuði. Er fyrirhugað,
að Fulbright komi hingað 22
þess mánaðar.
I»að er stjórnamefnd
Menntastofnunar Bandarikj-
anna hér á landi, Fulbright-
stofnunnarinnar, sem boðið
hefur öldungadeildarþing-
manninum hingað, í tilefni
þess, að 10 ár era nú liðin
frá þvi, að stofnunin tók til
starfa hér á landi.
Fulbright, sem nú er um
sextugt, er fæddur í Miss-
ouri, en alinn upp i háskóla-
bænum Fayetteville, í Arkans
as. Faðir hans var maður vel
efnum búinn, og á fjölskylda
Fulbrighte nú allvíðáttumik-
M skóglendi, timburverk-
smiðju, fasteignir, meirihluta
í banka einum, auk annars.
William Fulbright varð
stúdent frá Arkansasháakóla,
og fékk, tvítugur að aldri,
Rhodes-skólastyrkinn, sem
þykir mjög eftirsóknarverð-
ur. Ceceil Rhodes, sá, sem
styrkurinn er kenndur við, á-
nafnaði mestan hluta auðs
síns til stofnunar sjóðs, sem
styrkja skyldi þýzka, banda-
ríska og brezka nemendur
til náms I Oxford. 29 ára
gamall varð Fulbright lög-
fræðingur, er hann lauk prófi
í þeirri grein, fá George Was
hingtonháskóla.
Fyrst var Fulbright kosinn
á þing í öldungadeildinni
1943, og tók fljótlega sæti
í utanríkismálanefnd. Formað
ur hennar varð hann 1959, en
þeirri stöðu fylgja í senn
mikil völd og ábyrgð. Sú
staða veitti honum heimild
til þess að krefjast athugun-
ar á ýmsum utanríkismálum,
telji hann ástæðu til. Beitti
hann sér m.a. fyrir þv£ á js.l.
ári, að Vietnammálið var tek
ið til sérstakrar athugunar.
Utan Bandarrkjanna hefur
Ful'bright lengstum verið
þekktastur fyrir að vera frum
kvöðull laganna um náms-
styrki handa erlendum há-
skólaborgurum, er nema vilja
í Bandaríkjunum, og banda-
rískum stúdentum, sem læra
vilja erlendis. Þessir styrkir
bera nafn hans. Þeir hafa
gert tugum þúsunda stúd-
enta kleift að stunda nám
í Bandaríkjunum.
Það hefur löngum verið
Skoðun margra, að í stjórn-
málum væri Fulbright fyrst
og fremst lærdómsmaður,
sem setti fram sinar eigin
kenningar. Hefur hann verið
umdeildur maður vestan hafs.
Þótt hann hafi ætíð verið ó-
hræddur við að halda fram
skoðunum sínum, hvort sem
þær hafa notið vinsælda eða
ekki — og sumar kenningar
hans hafi ekki staðizt próf-
raun tímans — þá þykir full-
víst, að hann verði endur-
kjörinn öldungadeildarþing-
maður Arkansas, eins lengi
og hann hefuir sjálfur hug á
að gegna því starfi.
Það hefur löngum þótt at-
hyglisvert við Fulbright, eftir
að hann tók að skipta sér
fyrir alvöru af utanríkismál-
um, að hann virðist mynda
sér eigin kenningar og skoð-
anir á einstökum málum, er
varða kommúnisma, en ekki
fylgja ákveðinni heildarskoð-
un í þeim efnum. Þannig
hvatti hann frekar til und-
anlátssemi við Sovétríkin,
eftir heimsstyrjöldina síðari.
Þá hefur hann alltaf hvatt til
þess, að sætzt verði við
kommúnistastjórnina í Pek-
ing. Hins vegar tók Ful-
bright þá afstöðu, er Kúbu-
málið komst í hámæli, að rétt
ast væri fyrir Kennedy, þá-
verandi forseta, að gera inn-
rás á Kúbu. Er það mál hafði
verið til lykta leitt, og í
ljós kom, að afstaða forsetans
hafði leitt til góðrar lausn-
ar, viðurkenndi öldungadeild
arþingmaðurinn, að vel hefði
verið á málum haldið. Hins
vegar sagðist hann vera
þeirrar skoðunar enn, að
„andrúmsloftið hefði hreins-
azt betur“, hefði innrás ver-
ið gerð.
>á má minna á, að þegar
tundurskeytabátar frá N-Viet
nam, réðust á bandarísk her-
skip á Tonkinflóa, á rúmsjó,
1964, lýsti Fulbright fullurn
stuðningi við aðgerðir John-
sons, forseta. Stjórnaði Ful-
bright atkvæðagreiðslu þeirri
þar sem samþykkt var, að
Johnson hefði leyfi til að
gera allar „nauðsynlegar ráð-
stafanir," sem honum þættu
við eiga í styrjöldinni.
Síðan hefur margt breytzt.
Nægir þar að minna á rann-
sókn þá á Vietnammálinu,
sem áður segir frá, en al-
mennt er talið, að Fulbright,
sem fyrirskipaði rannsókn-
ina, vegna þess, að hann var
á öndverðum meiði við John
son, forseta, hafi að lokum
farið halloka í þeim yfir-
heyrslum, sem hann sjálfur
boðaði tU. Að þeim loknum
lýsti Fulbright því sjálfur
yfir, að rannsókninni væri
lokið.
Þekktur st jórnmálafrétta-,
ritari vestan hafs, Kenneth
Crawford, hefur sagt um Ful
bright: „Hann hefur hæfi-
leika sem er sjaldgæifur I
stjórnmálabaráttunni: Hug-
rekki til að gera skyssur. En
— hvers vegna er hann alltaf
að sanna það,“
Hvað sem dómum um Ful-
bright öldungadeildarþing-
mann líður, þá dylst hins
vegar engum, að hér er á
ferðinmi maður, sem hefur
sínar eigin skoðanir á gangi
mála. Hann fórnar heldur
vináttu sinni við forseta
Bandaríkjanna en skipa sér á
bekk með þeim, sem hann
telur hafa á röngu að standa.
Einn hópur manna mun þó
sammála um ágæti ölunga-
deildarþingmannsins, en það
eru þeir, sem lagasetningar
þeirrar vegna, er hann beitti
sér fyrir, hafa átt kost á að
stunda nám vestan hafs —
og þeir eru ekki fáir, víðs
vegar um heim.
LANGAH ykkur til að heyra
ósvikna James Bond sögu?
Efninu hef ég safnað saman
hér og þar, og líkist hún
helzt myndkrossgátu, en
þegar maður leggur tvo og
tvo saman verður sagan á
þessa leið.
Undanfarna mánuði hafa
leyniskyttur Viet Cong hvað
eftir annað fundizt í holum
sínum, eða við tréin, sem
þekr leynast í, með höfuðin
sundurtætt og stundum rif-
in af. Það sem gerir söguna
undarlega er, að vopn þeirra
hafa fundist við hlið þeirra
og í öllum tilfellúm var sá
hiuti þeirra, sem skotin eru
látin í sundursprungin. í
stuttu máli eigin vopn urðu
þeim öllum að bana, er þeir
hleyptu af. Aðeins leyniskytt
ur hafa fundizt þannig, en
menn vilja halda því fram. að
ef slíkir atburðir skeði inn-
an herflokks, þá séu líkin og
vopnin flutt á brott.
Ekkert væri óðlilegt við
þetta, ef aðeins væri vitað
um eitt tilfelli, en þegar þau
eru orðin mörg fer maður
að hafa áhuga. Vopn getur
aðeins sprungið svona, ef skot
hylkin eru hlaðin sprengiefni
eins og t.d. TNT eða jafnvel
dýnamiti. í slíku tilfelli verð
ur sprengingin í þá átt, sem
þrýstingurinn er mestur, og
hér er það svæðið umhverfis
gikkhamarinn. Slík hleðsla
myndi einmitt springa í höfuð
skyttunnar.
Mjög auðvelt er að setja
sprengiefni í stað púðurs í
byssUkúluna. Það þarf að-
eins að hella púðrinu úr og
setja hitt í staðinn og koma
kúlunni fyrir aftur. Sé þetta
vandlega gert, er svo til ó-
gerningur að aðgreina hættu-
lega skotið, nema með því að
skjóta þvi og í því tilfelli
fýkur af þér höfuðið með
vitneskjuna. Vopnin sem fund
ist hafa eru framleidd í Kina
eða af leyfishöfunum í Hanoi
og skothylkin eru af venju-
legri kinverskri gerð, sem
framleidd er á báðum stöð-
unum.
Ályktunin, sem maður
dregur af þessu er auðvitað
sú, að einhver eða einhverjir
komi þessum sprengiefmun í
ácotin, ekki mörg, lrklega eitt
af hverjum hundrað. Sú saga
hefur borizt með liðhlaupum
Viet Cong, að þeir séu orðn-
ir hræddir við að skjóta af
sínum eigin vopnum og ofsa-
hræðsla grípi nú inn sig í
herbúðum þeirra.
Nu er spurningin hvar, af
hverjum og hversvegna? Eru
þessar litlu sprengjur gerðar
í kínversku verksmiðjunum,
eða er það einhver af send-
ingar eða móttökuaðilunum.
Eru það andstæðingar Rauðu
Varðliðanna í Kína, eða er
það einhver andspyrnuhreyf-
ing í Hanoi. Það er vel
kunnugt, að bæði N-Vietnam
og Viet Cong eru rugluð og
skipt í deilum Rússa og Kín-
verja. Nokkrir eru þeirra
skoðunar, að Rússar geri
þetta, til að rýra stuðning við
Kínverja, einkum vegna þess
að þeir hafa neitað að ieyfa
flutning á hernaðaraðstoð
Sovétmanna við N-Vietnam
yfir kínverskt land. Allt eru
þetta auðvitað tilgátur.
Orðrómurinn segir, að hver
sem sá seki svo sé, þá séu
skæruliðar orðnir hræddir
við vopn sín. Sumir eru sagð
ir neita öllum kínverskum
vopnum og einnig segir sag-
an að rni'kil fjölgun liðhlaupa
eigi rót sína að rekja til ótta
við þessa starfsemi.
Eips og ég sagði í upphafi,
get ég ekki sannað neitt af
þessu. Leyniþjónustufólik okk
ar og hernaðarsálfræðingarn-
ir fara bara undan í flæmingi
og ég hef heyrt, að hermönn-
um okkar sé harðbannað að
hleypa af óvinabyssu, sem
þeir kunna að ná á sitt vald,
hvað sem á gengur. Eitt af
því sem ég hef heyrt, er að
„Life Magazine" eigi myndir
af skæruliðum, sem þannig
hafa drepizt og vopnum
þeirra, en en að ritstjórarnir
þori ekki að birta þær, eða
hafi verið beðnir um að birta
þær ekki.
Jæja, þetta er nú eins ólík-
ieg saga og þú hefðir viljað
og dæmigert atriði úr njósna
skáldsögu. Eins og ég hef
sagt ykkur, varð ég einskis
vísari af fyrirspurnum mín-
um til yfirvaldanna, þeir
steinþegja bara og líta á þann
sem spyr.
Ástæðan fyrir þvi að ég
skrifa þessa sögu er sú, að
ég hef séð nokkur þessara
vopna og ef einhverjum dytti
í hug að spyrja mig hvar,
mun ég bara þegja og líta á
hann.
Ykkar John.
T ryggingarf élag
óskar eftir að ráða menn til starfa á skrif-
stofum sínum. Umsóknir ásamt upplýs-
ingum um aldur, menntun og fyrri störf
sendist blaðinu merkt: „8968“.
LAUGAVEGI 33.
Útsalan helduráfram
TELPNAKJÓLAR frá 95.—
TELPNAKÁPUR — 95.—
BUXNADRAGTIR — 995.—
TÆKIFÆRISKJÓLAR — 275.—
10% afsláttur af ölllum öðrum vörum.
KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP.
Fulltrúi
Þrítugur maður með alhliða þekkingu á öllum hlið-
um viðskiptalífsins og reynslu í skrifstofustörfum,
óskar eftir starfi. Aðeins vellaunað starf kemur til
greina. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðs-
ins fyrir 1. febrúar n.k. merkt: „Fulltrúi — 8971“.
Blaðburðarfólk
VANTAR I ÁLFHÓLSVEG H.
Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími 40748.