Morgunblaðið - 25.01.1967, Page 5

Morgunblaðið - 25.01.1967, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1967. Allt þjóðkunnir söngvarar konur og karlar standa að hinum nýja óperuflokki. „Skytturnar" byrja í kvöld 1 KVÖLD hefst flutningur á d’ Artagnan, Helgi Skúlason leik nýju útvarpsleikriti gerðu eftir ur Porthos, Rúrik Haraldsson Skyttum Alexanders Dumas. ■ Aramis og Erlingur Gíslason Marcel Sicarde bjó verkið í leik ! Athos. form, en FIosi Ólafsson fyrir | Skytturnar eru eitt frægasta Alexander Dumas var fransk- I ur, og var faðir hans hershöfð- ingi í her Napóleons mikla Missti Alexander ungur föður sinn, hlaut litla menntun í æsku, fór til Parísar og fékk stöðu hjá hertoganum af Orleans. Þar hóf hann ritstörf og srif- aði tvö leikrit, er nóðu mikilli hylli. Hóf hann eftir það ferðir um Evrópu og tók að skrifa skemmtisögur, er náðu feikna vinsældum. Þekktastar eru Skytturnar og Greifinn af Monte Christo, sem báðar hafa komið út í íslenzkri þýðingu. flutning í útvarp, og er hann leikstjóri. Leikritið er í 16 hlut- um, og mun því ljúka í maí. Aðalhlutverk leika Arnar Jóns- son, sem fer með hlutverk verk Dumas, og hefur það náð miklum vinsældum hér á landi. Er sagan frá tímum Richelieu kardínála. Skólanemar við útskipun Akranesi 24.1. 1967. Línubátarnir eru allir í róðri í dag, í austan stormi og búast menn við aflatregðu, þar sem bátar fara ekki á þær slóðir, sem afla er að vænta, nema í góðu veðri. Ásmunduir reri einn í gær ásamt trillunni Sigursæli. As- mundur fiskaði tæpar þrjár lest- ir og trillan tvö hundruð og tíu kíló. V.S. Goðanes lestar hérna í dag og á morgun 375 lestir af hvalkjöti til útflutnings, frá Heimaskaga, sem var fryst fyrir Hval hf., Hvalfirði. Gagnfræða- skólanemendur hjálpa til við út- skipuninni veigna S'kiorts á venka mönnum. — HJÞ. Leikstjóri og leikarar á æfingu. STOKVIS KÆLISKÁPAR HINIR MARGEFTIRSPURÐU OG VINSÆLU STOKVIS KÆLI- SKÁPAR í TEAKLIT, FYRIR EINSTAKIJNGA OG SKRIF- STOFUR AFTUR FYRIRLIGG JANDI. ÚTSÖLUSTAÐIR: EINKAUMBOÐ: KATSJA IAUGAVEGI 47 RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 HARALDUR BÖÐVARSSON AKRANESI YGGDRASILL H.F. Umboðs- og heildverzlun Suðurlandsbraut 6 — Sími 3-05-40. Islenzkur óperuflokkur Gera ráð iyrir fyrstu óperuna — Tilgangurinn með stofn- un óperuflokkslns er fyrst og fremst sá, að reyna að sanna að slíkt eigi rétt á sér hér- lendis og að gefa söngvurum okkar verkefni og þjálfun allt árið, sagði Ragnar Björnsson á fundi sem hann ásamt 10 óperusöngvurum boðuðu fréttamenn á í gær. Ragnar sag'ði, að forsaga stofnunar óperusöngflokksins væri sú, að í fyrravetur er hann dvaldi í Þýzkalandi hefðu þeir Jón Sigurbjörns- son hafið bréfaviðskipti og fjallað um möguleika á atf koma óperustarfsemi á fót hérlendis. f framhaldi af þess- um bréfaviðskiptum hefðu svo 8 óperusöngvarar komið til fundar í Reykjavík í maí sl. Þessir söngvarar voru auk Jóns þau Guðrún Á. Símonar, Sigurveig Hjaltested, Svala Nielsen, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Erl- ingur Vigfússon og Kristinn Hallsson. Síðar hefðu svo oð fnunsýna í morz hætzt i hópinn þau Hanna Bjarnadóttir, Eygló Viktors- dóttir og Magnús Jónsson. Strax eftir fundinn í vor hefði svo verið hafizt handa og byrjað á því að þýða óper- ur. Ætlunin hefði verið að frumsýna fyrstu óperuna fyrr, en ópera Þjóðleikhússins Martha, hefði sett nokkurt strik í reikninginn. Nú stæðu málin þannig að væntanlega yrði fyrsta sýningin í marz og verður þá sýnd óperan „Ást- ardrykkurínn" eftir Doni- zetti. Það er Guðmundur Sigurðsson sem þýðir óper- una, Gísli Alfreðsson verður leikstjóri, Baltasar teíknar leiktjöld og einsöngvarar verða þau Hanna Bjarnadótt- ir, Eygló Viktorsdóttir, Krist- inn Hallsson, Jón Sigurbjörns son og Magnús Jónsson. Sagði Ragnar að áherzla yrði lögð á það að syngja allar þær óperur er teknar yrðu til sýn inga á íslenzku og að hafa ís- lenzkan leikstjóra. Ætlunin væri ennfremur að hafa fleiri en eina óperu í takinu í einu og væri nú ver- ið að þýða 5 óperur, bæði ein- þáttunga og heilskvöldsóper- ur. Reynt yrði að hafa starfið á sem breiðustum grundvelli, og gefa • sem flestum óperu- söngvurum tækifæri. Sagði Ragnar, að áberandi væri hversu fáir íslendingar færu út í söngnám, en kvaðst vona að stofnun óperu- flokksins mundi örva menn til að söngmennta sig, m- ÚR ÖLLUM ÁTTUM þar sem hérlendis væri óvenju mikið um söngvaraefni. Ragnar sagði, að ætlunin væri að bera starfið upp fjár- hagslega með því að safna styrktarfélögum í Reykjavík og nágrenni og kvaðst vona að fólk sýndi málinu áhuga og stuðning. Starfsemi sem þessi væri mjög kostnaðar- söm og yrði ekki til að byrja með hægt að hafa hljómsveit á óperusýningum, en þess í stað yrðu notaðir tveir flygl- ar og yrðu undirleikarar í fyrstu óperunni þau Guðrún Kristinsdóttir og Ólafur Vign ir Albertsson. Þá sagði Pagn- ar að erfiðleikar hefðu verið miklir að fá húsnæði fyrir æf- ingar og sýningar. Ýrði starf- semin fyrst að minnsta kosti í Tjarnarbæ. Óperuflokkurinn gerir ráð fyrir því að hafa sýningar tvisvar í viku. Enn- fremur er ráðgert að ferðast út um land með óperur og sögðu þeir Ragnar og Jón, að menntamálaráðherra, sem sýnt hefði málinu mikinn áhuga og stuðning, hefði lagt áherzlu á að af því gæti orð- ið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.