Morgunblaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1087,
27
- STORAUKIN
Framhald af bls. 1.
ingar sem hcifa 3-4 skip til
vinna að þeim um 10 sérfræð
umráða. Að auki er unnið að
ca. 20 einstaklingsverkefnum,
þar sem sendur er út af örk-
inni einn fiskimaður eða einn
kennari.
— Jón Sæmundsson er að
leggja af stað nú i vikunni,
vona ég, frá íslandi til Aust-
ur-Pakistan. Ungur íslending
ur er hér hjá mér á skrifstof-
unni núna. Hann heitir Guðni
>orsteinsson og er frá Hafnar
firði. Hann hefur nýlega lok-
ið námi í Þýzkalandi t>g verð-
ur hér í nokkra mánuði til
þess að vinna að ákveðnu
verkefni. Guðni fer svo heim
og verður starfsmaður hjá
Hafrannsóknarstofnuninni og
verður veiðitækni verksvið
hans.
— Davíð Ólafsson, fiski-
málastjóri kom hingað til
Rómar í dag til að sitja
nefndafundi þar á meðal þeirr
ar nefndar, sem ráðleggur
okkur um skipulagningu starfs
liðsins og um starfsáætlunina
yfirleitt.
— Guðjón Illugason, skip-
stjóri frá Hafnarfirði, er nú á
Ceylon. Hann hefur verið
veikur, en byrjaði á sjónum
aftur rétt fyrir áramót.
— Deild mín fær nú meira
fé til umráða, svo hún hefur
sinnt fleiri beiðnum um taekni
hjálp. Ég hef verið talsvert á
faraldsfæti nú í haust og far
ið m.a. til Filipseyja, Japan,
Hawaii og Vestur-Afríku.
— Á Filipseyjum hef ég um
sjón með stóru hjálparverk-
efni. Þar er stunduð fiskileit
og tilraunaveiði með einum
þremur skipum, bæði togveiði
og snurpuveiði á sardínum
makril og túnfiski.
— Þessu verkefni á Filips-
eyjum stjórnar Einar Kvaarn,
en þar er líka starfandi ann-
ar íslendingur, Jakob Magnús
son, fiskifræðingur.
— Að lokum vil ég segja, að
það er mjög gleðilegt að ná
verður unnt að stórauka starf
semi fiskveiðitæknideildar-
-innar. Héðan er sem sagt allt
hið bezta að frétta.
• VARÐARFUNDUR
Framhald af bls. 28.
andsnúinn stefnu ríkisstjórnar-
innar. 1964 hefði orðið á þessu
nokkur breyting og' 1966 hefði
komið fram full viðurkenning á
aukningu kaupmáttar launa síð-
ustu ár. Pétur benti einnig á
vaxandi styrk lýðræðissinna á
ASÍ-þingum síðustu ár.
Þór Vilhjálmsson ræddi Iauna-
kjör opinberra starfsmanna.
vaktl athygli á launakjörum
hinna lægstlaunuðu í þeirra hópi
«vo og háskólamenntaðra manna,
sem teldu að ekki væri nægi-
legt tillit tekið til langrar og
kostnaðarsamrar menntunar
þeirra. Þór sagði, að gjörbreyting
hefði orðið á launakjörum opin-
berra starfsmanna 1963. Hins
vegar hefði sú fjölgun flokka,
sem þá var komið á haft í för
með sér ýmis vandkvæði. Ræðu-
maður sagði launabaráttuna nú
fyrst og fremst barátfu um
íkiptingu „kökunnar“ en laun-
þegahreyfinguna hefði brostið
kjark til þess að segja félags-
mönnum sínum sannleikann um
það. Mbl. mun síðar skýra itar-
lega frá umræðum á þessum fróð
lega Varðarfundi.
- EBE
Framhald af bls. 1.
ingar. „Þau lönd, sem reynt hafa
að efla einingu Evrópu, en kom-
ið að lokuðum dyrum, gætu hæg-
lega stefnt að því að finna lausn
mála sinna utan Evrópu."
Duncan Sandys benti á að
Efnahagsabndalagið væri öflugt,
en án Breta gæti það ekki verið
pólitísk rödd Evrópu. „Án aðild-
ar Breta getum við kvatt sér-
'hverja hugsun um Atlantshafs-
samtök á jafnréttisgrundvelli
milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Án Bretlands getum við kvatt
draum okkar um stjórnmálaein-
ingu Evrópu. Án Bretlands getur
Efnahagsbandalagið aldrei orðið
annað en annars flokks veldi. Ef
umsókn okkar um aðild verður
hafnað að nýju, munu margir í
Bretlandi Iíta svo á að Evrópa
hafi í eitt skipti fyrir öll snúið
við okkur baki. Hefur brezka
þjóðin þá ekki um annað að
kjósa en leitast eftir einhvers
konar tengslum þvert yfir Atl-
antshafið", sagði Sandys.
- RANN
Framhald af bls. 28.
spurðist samt ekki fyrr en kl. 10
um kvöldið. Það var einn skóla-
félagi Júlíusar, sem vissi um
þessa ætlan hans.
Skátar og Björgunarsveitin
brugðu skjótt við og eftir tæp-
lega klukkustundar leit fannst
Júlíus. Hann var með meðvit-
und, en mikið skaddaður á höfði
og gál sig ekki hreyft.
Júlíus var að stytta sér leið
yfir hjarn 1 fjallinu, en skrikaði
fótur og rann 50—60 metra niður
hjarnið þar til hann stöðvaðist í
grjóturð.
Sigurður Þorsteinsson, skip-
stjóri á Haferninum, bauð strax
aðstoð sína og skipverja, strax
og hann vissi um leitina. En um
það leyti, sem skipverjar voru að
leggja af stað til leitar, fréttist
um fund piltsins. En um tíma
höfðu skipverjar á Haferninum
lýst upp fjallshlíðina með ljós-
kastara frá skipinu.
Júlíus Jónsson er í landsprófs-
deild Gagnfræðaskóla Siglufjarð-
ar og er 15 ára að aldri.
Júlíus var fluttur í sjúkrahús-
ið, þar sem gert var að sárum
hans. Líður honum eftir atvikum
í dag.
Júlíus var allmikið þjakaður er
hann fannst, enda var 2 stiga
frost.
Aðstandendur piltsins hafa beð
ið fyrir þakkir til allra þeirra er
tóku þátt í leitinni. — SK.
Leiðrétting
f FRÉTT í Mbl. í gær sliaeddust
inn tvær leiðinlegar prentvillur.
Sagrt var að Ómar Ragnarsson
hefði komið fram í jiólagervi á
álfabrennu á Akureyri, en átti
auðvitað að vera jólasveinsgervá.
Þtá var getið um það að skemmt-
unin hafi endað á því að skotið
var flugeldum, og hefðu notkkur
logandi sviflblys farið inn yfiir
mannflj'öldann. Síðan sagði:
„Ur'ðu nokkrir fiyrir fataskeimmit
un“. Hér átti að sjálfsögðu að
standa fataskemmdum.
Skipasmíðanemi
ÞAÐ var ranghermi, sem stóð í
fróttinni í gær um fæðingu þrí-
buranna í Hafnarfirði, að faðir-
inn, Einar Sturlaugsson, sé skipa
smiður. Hið rétta er að hann er
skipasmiðanemi.
Þarna sést sárið í fjallinu, þar sem hrunið hefur úr, og er ný brotni veggurinn 304—444
hár. Fyrir framan er vatn.
- MIKIÐ STYKKI
Framhald af bls. 10.
sjálfu hrauninu, en hann hefur
- KY
Framhald af bls. 1.
lögreglumönnunum og forsætis-
ráðherrahjónunum. Er kom að
gistihúsi þeirra hjóna réðist ung
stúlka að konu Kys og ætlaði að
slá til herrnar með priki en náði
ekki og hvarf í mannþrönginni.
Fjöldi fólks var handtekinn
eftir mótmælaaðgerðir þessar
sem voru hálfu meiri en þær sem
forsætisráðherrahjónin urðu fyr
ir á flugvellinum í Wellington I
gær, þar sem mannfjöldi var sam
ankominn að gera hróp að þeim
og lá við að móttökuathöfnin
færi út um þúfur af þeirra völd-
um, þar sem varla heyrðist til
Keith Holyoake forsætisráðherra
er hann flutti þeim ávarp og
bauð þau velkomin.
Ky og kona hans komu til
Nýja Sjálands frá Ástralíu, þar
sem þeim var yfirleitt vel tek-
ið en sums staðar fálega og
hvergi þó svo sem í Nýja Sjá-
landi. Mótmælaaðgerðir höfðu
verið undirbúnar í Sydney en
fóru að mikl'u leyti út um þúfur
vegna breyttrar tilhögunar á mót
töku þeirra. Forsætisráðherra-
hjónin halda heimleiðis á fimm-
tudag úr þessari opinberu heim-
sókn sinni til Ástralíu og Nýja
Sjálands, sem staðið hefur í
tæpa viku.
þó alltaf borizt mörg hundruð
metra.
— Hlaupið hefur komið mður
Steinsholtsá, en hún rennur í
Krossá og nær hið framborna
grjót þvert yfir Krossáraurana.
Þeir sem fara slóðina inn í
Þórsmörk fara því yfir þessa
stórgrýtisdreif, en nokkrir ferða-
menn voru þar um helgina, eins
og skýrt var frá í blaðinu í gær.
Tók Jóhannes Ellertsson þá
myndirnar, sem hér fylgja, og
þá sem birtist í blaðinu í gær, en
hún sýndi skarð milli Stakk-
holtsgjár og Steinsholteárfarveg-
arins.
Guðmundur Kjartansson sagði
að hrikalegt væri á að líta þarna
innfrá. En þeir sem hefðu hug á
að skoða þetta, þyrftu að gera
það áður en jakahrunið með-
fram jöklinum hverfur.
- KENNSLUBOK
Framhald af blis. 2
á bakkanum með beran atgeir-
inn.
— Þetta er víst allt mér að
kenna. Ég fékk engin fyrirmæli
um teikningarnai og mér var
ekkert mótmælt, er ég afhenti
þær, en ég leyfi mér að taka mér
í munn orð kerlingarinnar, að
ekki sé gaman af guðspjöllun-
um sé enginn í þeim bardaginn.
Lítt þýðir að breiða yfir það, að
fornsögur lýsa mjög bardögum
og drápum, enda væru þær Iit-
lausar án slíks.
Frá hinum fjölmenua og fróðlega Varðarfundi í gærkvöldi. >
- KINA
Framhald af bls. 1.
manna innan sinna vébanda —
til þess að heita sér fullum og
einlhuga stuðningi. Til þessa hef-
ur herinn látið átökin afskipta-
laus að kalla en nú virðist svo
sem hann muni láta þau æ meir
til sín taka og engan veginn víst
að hann veiti allur Mao lið, þótt
stuðningsimenn hans láti mjög að
því liggja og gumi af valdi hers-
ins og mœtlti.
Tókíóblaðið Asa'hi Shimbun
sagði í frétt í gær að Mao hefði
sent herlið að ráða niðurlögum
andstæðinga sinna í Fang Shan,
sem er um 50 km vegar frá Pek-
ing, en ekki hefur þetta fengizt
staðfest af öðrum fréttum.
Tékkneska fréttastofan Ceteka
hermir að sézt hafi til liðsflutn-
inga á leið til stöðva andstæðinga
Maos og ber Lin Piao varnar-
málaráðherra (í ræðu sem hann
er sagður hafa flutt á fundi »í
framkvæmdastjórn miðstjórnar-
innar) fyrir því að púðurlykt sé
nú af átökunum milli Maos og
andstæðinganna. Eru þar til
neíndir Lo Jui-ching, fyrrum
yfirmaður herráðsins, Peng Chen,
borgarstjórinn sem fyrrum réði
fyrir Peking og Lu Ting-ye, sem
var aðstoðarforsætisráðherra hér
áður fyrr. Á varnarmálaráðherr-
ann að hafa sagt að þremenning-
arnir ýnnu nú að því af alefli að
fá kínverska herinn á sitt band,
svo unnt yrði að gera byltingu
og steypa Mao og stjórn hans af
stóli. Síðan er því bætt við að
Mao hafi að sjálfsögðu séð þetta
flyrir og látið herinn gera nauð-
synlegar ráðstafanir til að flyrir-
byggja þetta, en þvú hafi Mao vit
að um al'lt þetta að hann byggi
yfir meiri þekkingu og reynslu
en bæði Marx, Erigels og Lenin.
Marx og Engels hefðu að sönnu
verið stórmenni, en ekki þó stað-
ið fyrir slíkum herskara öreiga
sem Mao formaður og Lenin
hefði á minnstri reynslunni að
byggja þar sem hann hefði ekki
ráðið fyrir slíkum öreigalýð nema
í fjögur ár. Er þetta haft eftir
fregnum af ræðu, sem dreift var
í Peking í gær, en dagsett er 11.
janúar. Ekki verður af henni ráð-
ið hvenær fundur þessi í fram-
kvæmdastjórn miðstjórnarinnar
var haldinn.
Kína varaði í dag alla óvini
sína utan landamæranna við því
að hver sá sem hygðist eyði-
leggja starf menningar byltmgar-
innar ætti við að etja hinn öfl-
uga og fjölmenna her Kína-
veldis. Viðvörun þessari var eink
um talið beint til þjóðernis-
stjórnarinnar á Formósu, sem oft
hefur lýst yfir þeirri ætlan siimi
að gera innrás í meginlandið
þegar tækifæri bjóðist. Þykir
mörgum sem forðum flýðu meg-
inlandið er kommúnistar ráku
þjóðernissinna af höndum sér
1949 sem þeir hafi lengi beðið og
stjórnmálaátökin í Kína nú séu
hið langþráða gullna tækifaeri,
sem gripa beri þegar í stað.
Það var fréttastofan Nýja
Kína sem viðvörunina birti og
fylgdi henni frétt um loftorrustu
sem sögð var hafa átt sér stað
13. janúar sl. milli orrustuþota
þjóðemissinna af gerðinni F-194
og Mig-véla kommúnista yfir
Formósu-sundi. Sögðust kotnm-
únistar hafa skotið niður eina vél
af þjóðernissinnum en enga misst
sjálfir, en þjóðernissinnar sögðu
að allar sínar vélar, 12 talsins,
sem verið hefðu á eftirlitsferð,
hefðu komið aftur heim heilar á
húfi en skotnar hefðu verið nið-
ur tvær vélar af kommúnistum.
Macao
Kínverjar í Macao, Mao-sinn-
ar, lýstu því yfir í dag að þeir
myndu beita efnahagslegum refsi
aðgerðum gegn portúgölskum yf-
irvöldum nýlendunnar Macao frá
og með miðvikudeginum. Er
þetta hefndarráðstöfun Kínverja
fyrir það að ekki hefur tekizt að
ná samkomulagi um hversu skuli
orða afsökunarbeiðni yfirvald-
anna vegna dauða átta Kínverja
í óeirðum sem urðu í nýlendunni
í. desember sl. Verður lagt bann
á sölu matvöru og annars varn-
ings til yfirvaldanna portúgölsku
og bann á alla þjónustu við þau,
en fyrst um sinn ná efnahags-
refsiaðgerðir þessar aðeins til
yfirvaldanna, ekki óbreyttra
borgara. Allt um það urðu marg-
ir Macao-búar til þess að flýja
til Hong Kong í dag af ótta við
frekari átök og fer þá að fækka
fólki í nýlendunni, því áður voru
flúin þaðan hálft fimmta þúsund
m.nna.