Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Dagrgjöld kr. 300.00 og kr. Z,50 á ekinn km. SENDUM BÍLfl LEIGA mmmm IV1AGINIÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlokun sími 40381 siMi -|_44_44 \mium Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagrstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg lií. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. ♦ --=*BUAir/GA* L5&/LIVJ/3F RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Laugavegi 31 - Simi 11822. PÁSKAFERDIR 1967 RHODOS 16 DAGAR . 19. MARZ NOREGUR 9 DAGAR . 21. MARZ LONDON 8 DAGAR . 25. MARZ FEROASKRIFSTOFAN LOND & LÉIDIR HF. AOAt'STRÆTI a RETKJAVIK S i M A * 2 4 J I J 2 0 8 00 • Mælirinn fullur Séra Árelíus Níelsson sendir eftirfarandi bréf með ofan- greindri fyrirsögn. „Jæja, eru nú loksins aiugu almennings að opnast fyrir þeirri reginfirru, sem lögin um hægri-handaraksturinn eru. Þar hefur enn verið flotið sofandi að feigðarósi og þagað við réttmætum áskorunum þif reiðastjóra og annarra, sem næst standa vandanum, um að spyrna nú við fótum og flana ekki lengra út í þessa vitleysu. Mun þó virðing mín og margra annarra fyrir hinu „virðulega", aldaforna Alþingi íslendinga aldrei komast á sama stig og fyrri, þvílíkt afhroð sem hún leið við slíka laga- setningu. En nú er reynslan sjálf að taka í taumana og flytja sann- inn um það, sem allir hugsandi menn hlutu að skynja strax. „Þar, sem fjársjóðurr þinn er, þar mun og hjarta þitt vera“. Þegar að pyngjunni kemur, tekur hjartað loksins kipp. Það kvað sem sagt kosta 600 þús. krónur að breyta einum einasta strætisvagni, þingmenn góðir. Og þá er kvæðinu vent í kross og „hægri-menn“ ætla að kaupa nýja, hvorki meira né minna en 32, áður en leik- urinn hefst. En hve margar milljónir ætli hver strætisvagn eftir nýjustu tækni og tízku kosti? • Hver er ríkissjóður nema við öll? Og hvar og hvaðan á að taka þær milljónir? Kannske úr borgarsjóði? Er hann ekki fremur léttur? Sér ekki oft í botn í skúffunum, sem von er? Margir þurfa þar við að koma og kröfur að gera. Eða ætti bara að hækka gjöldin í .,strætó“ enn þá meira og til hvers? Og kosti svona mikið að breyta strætisvögnunum, og verði að fá svona marga nýja, hvað kostar þá að breyta öllum eða flestum öðrum híl- um í landinu? Eða á kannske að kaupa nýja? Og hver á að borga? Ríkissjóður kvað greiða kostnaðinn við hægri-aksturs- breytinguna, sagði eitthvert blaðið um daginn. Það áttu vist að vera gleðitíðindi til bíl- stjóra og bíleigenda, og minna á, að þeir þyrftu ekki að bera kostnaðinn og ábyrgðina sjálf- ir! ! En hver er ríkissjóður nema þeir sjálfir og við öll? Og hvað fáum við öll í stað- inn? Ef hér væri um nýtt menningarstig og hugsjónir að ræða, þá væri auðvitað sjálf- sagt að fórna bæði tíma, fé og lífi. En um slíkt er því miður ekki að ræða, heldur er þetta einhver eftiröpun, sem enginn getur skýrt né skilið með rök- um. • Eftiröpun, fásinna, brjálæði Eftiröpun til að líkjast öðr- um sem hafa allt aðrar aðstæð- ur, eins og t.d. Svíum skilst mér helzt. En þeir hafa þús- und mílna landamæri við lönd með öðrum akstursreglum, þar seim við höfum Atlantshafið og auk þess fordæmi stærstu ey- ríkja heims og auðugustu, sem ekki dreymir um að breyta sínum akstursvenjum t.d. Bret ar og Japanir, að því er ég bezt veit. Nei, í staðinn fyrir milljón- irnar — hundruð milljóna eyðslu og fyrirhöfn. amstur og erfiði — fáum við enn á ný auknar hættur, fleiri slys, fleiri harma, meiri þjáningar, fleiri tár og auk þess öryrkja í tugatali til að sjá fyrir með almennum stuðningi ævilangt, fyrir utan heillatjónið. Getið þið ekki skilið hvílík fásinna, hvílíkt brjálæði þetta er? Burt með hægri- handaraksturs lögin jafnvel nafnið er hrylling- ur að lengd og hrengli, áður en þau koma til framkvæmda meira en orðið er. Þar er stefnt út í voða og vitleysu fyrir ógát þingmanna og blindni nokk- urra forstjóra, sem ekki þykj- ast geta tekið orð sín aftur. Væri ekki nær að leggja millj- ónirnar í vegina? Burt með þessi lög í nafni alþjóðar á islandi. — Árelíus Nielsson. • Friðþægingar- og helvítiskenningar „Ung kona skrifar: Vestm. 30 jan. 1967. „Roskin kona“ skrifar þann 29. janúar í Velvakanda. Yfirskriftin er „Friðþæging- ar og helvítiskenningar“. Hún talar um þessa gömlu drauga kirkjunnar, eins og hún orðar það, en draugarnir eru friðþægingar- og helvftiskenn- ingin. Hún segir m.a.: Þær hefi ég alltaf og mun alltaf telia guðlast. Ég er ekki roskin kona, að- eins ung kona, og ungar kon- ur hafa líka sitt álit á kenn- ingum kirkjunnar, og þess vegna langar mig að leggia spurningar fyrir þessa rosknu konu. Til hvers dó Kristur á krossi? Ég sé engan tilgang með krossdauðanum, ef þessar fvær kenningar eiga að þurrkast út úr hinni helgu bók. Einning langar mig til að vita, hvort frásögnin um Jesú og Satan á fjallinu forðum er ósönn, kannski felld inn í til að gera bókina meira spenn- andi aflestrar. í þriðja lagi, er ekki um- hugsunarvert að deila á prest- ana okkar fyrir að fara með guðlast? Einmitt þá presta, sem þora að viðurkenna sannleik- ann og segja frá honum, eins og hann er? Nei, þessir prestar fara ekki með guðlast af predik unarstólnum, vegna þess að þeir voru og eru sér þess með-. vitandi, að sú bók, sem allt lúterskt kirkjulíf byggist á, er ekki sorprit, þar sem vlð get- um hlaupið yfir þær línur og setningar, sem okkur geðjast ekki að. Ég hefi alltaf álitið, að þeir prestar, sem ekki boða bíblí- una, eins og hún er, trúi annað hvort ekki því, sem þeim geðj- ast ekki að, eða hreinn ótti gagnvart hinum skelfdu og fá- kænu sálum, sem svo voru nefndar í umræddri grein, stjórni gerðum þeirra. Ung kona“. DUPLOMAT leysir vandann. EINFÖLD FLJÓTVIRK ÓDÝR OPTÍMA Laugavegi 116 - S 16788. Útsala — Útsala Útsalan hefst í dag. Úrval af blússum, peysum, undirfatnaði, nylonsokkum og snyrtivörum á niðursettu verði. Notið tækifærið og gerið góð kaup. Útsalan stendur aðeins í fáa daga. Laugavegi 19. Innheimtumaður óskast Óskum eftir að ráða innheimtumann strax. Viðkomandi þarf helzt að hafa bif- reið eða bifhjól til umráða. Hugsanlegt fyrir mann sem vinnur aukastarf. Ailar nánari uppl. veittar á skrifstofunni á venjulegum skrifstofutíma. GLÓBUS Lágmúla 5 — Sími 11555. GARÐAR GÍSLASON HF. 11500 BYGGINGAVÖRUR Þaksaumur Pappasaumur HVERFISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.