Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1967. Björg Signrönrdóttir Minning BJÖRG Sigurðardóttir, Þing- hólsbraut 31, Kópav-ogi, er látin. Sú frétt barst mér 24. þ. m., er ég kom heim úr vinnu minni hér 1 Kaupmannaþöfn Það lá bréf á borðinu. Það var svo sem ekkert nýtt þótt bréf til míai lægi þar. En aldrei þessu vant lá mér svo mikið á að lesa bréfið, 'ð ég opnaði það meðan ég gekk upp stigan. Ég var þó ekki eins fljótur að skilja efni þess, en þar var einmitt fréttin um a’ð Bjagga, eins og hún var oftast nefnd i daglegu lífi, lézt 22. janúar eftir 3ja daga legu á spítala. Ég las bréfið upp aftur og aftur, til að vera viss uim hvort mér hefði ekki mis- sýnzt, en það var ekki um að villast. Það stóð í bréfinu, henn- air síðasti dagur verið talinn og göngunni lokið hér á meðal vor. Mér er því Ijúft að reyna að t Hjartkaer móðir okkar, tengdaomóðir og amma, Ólafía Samúelstlóttir, Skúlagötu 70, lézt að Landsspitalanum 7. þ. m. Börnin. minnast hennar hér með nokkr- um fátæiklegum orðum, þótt mér sé það um megn að nota orð, það er frekar hugurinn, sem viil reika um, en penninn sem ég held á. Bjagga heitin ólst upp að mestu leyti hjá foreldrum mínum i Hrappsey á Breiðafirði, eða þangað kom hún 5 ára göm- ul, og ílengdist þar til fullorðins- ára. Og þannig atvikaðist það, að hún varð hvorttveggja í senn fósitursystir og mágkiona, hún var heitbundin elzta bróður min um, Skúla Júlíussyni. en hann var uppkominn og farinn að heiman þegar hún kom i Hrapps ey. Helztu eiginleikar Bjöggu voru mikils virði. Þau voru að- allega dugnaður glaðlyndi og tryggð. Dugnaðuriinn hefur sennilega veri'ð henni í blóð bor- in, það var eins og^ vinnan væri hvíld fyrir bana. Ég man ekiki til að hafa séð Bjöggu sitja auð- um höndum og aldrei kvartað um þreytu, þótt sjálfsagt hafi það verið afleiðing þess hve fljótt hún féll frá, rúmlega fimmtug að aldri. Það er þó ekki hægt annað að segja, en hún hafi goldið ávöxt verka sinna, því hún læftur eftir sig fjögur uppkomin og mannvænleg börn og þair eð fyrr; maður hennar, Skúli, féll frá fyri-r um það bil 8 árum, kom það í hennar hlut að sjá bömunum fjórum, sem nú eru uppkomin, farbor’ða. Hún varð því að herða sóknina, vinna meira og það tókst og meira segja mjög vel. Björg giftist aftur eftirlifandi manni sínum Gísla P. Jóhanns- syni. Með honum fékk hún m.a. tækifæri að ferðast um landið og heimsækja æskustöðvar og vini og ættingja, enda var Björg trygg manneskja, sem aldrei brást. Má með sanni segja að hún kveðji þennan heim með sóma. Ég hef því miður ekki tækfæri til að fylgja henni síð- asta spölinn, en ég færi hér með eiginmanni og börnum og tengdabörnum samúða.rkvéðjur. Vertu svo sæl Bjagga mín. Kaupmanna'höfn, 29.1.’67 K. J. UTAN UR HEIMI Framhald af bls. 14 flokkar stjórnarandstöðunn- ar eru hinn hóflega íhalds- sinnaði Swatantra flokkur, hinn öfgasinnaði hægri flbkk ur Hin'Vúa, Jan Sangh, sós- alístíski alþýðuflokkurinn Praja og klofningsflokkur hans, Samyuktha og að lok- um kommúnistar, sem klofn- ir eru í tvo flokka, eftir því hvort þeir fylg.ia Moskvu eða Feking að málum. Aðeins í Kerala sambands- ríki í suðvesturhluta lands- ins, hefur það tekizt að koma á fót þessu kosningabanda- lagi og telja má nærri víst, að Kongressflokkurinn muni tapa fyrir stjórnarandstöð- unni þar, en hún lýtur for- ystu Peking-kommúnista. Ker ala, sem hefur um 14 millj. íbúa, er stjórnað af ríkis- stjórninni í Nýja-Delhi, þar sem flestir hinna sigursælu frambjóðenda kommúnista voru settir í fangelsi eftir kosningarnar, sem fram fóru 1965 og gátu því ekki mynd- að eigin stjórn. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Indlandi eru hvorki læsir né skrifandi. Það sem mest áhrif hefur á skoðanamyndun á meðal þeirra, er þvi hvernig til tekst með að sjá fyrir þörf- um þeirra frá degi til daes, en flókin hugmyndafræði, sem gerir ráð fyrir róttæk- um breytingum á þjóðfélagi þeirra, á ekki upp á pall- borðið hjá almenningi, sem er að miklum hluta bundinn í þröngar skorður gamalla erfðavenja og trúarbragða. Minning: Ernst Norman Bróðir okka-r, Ágúst Hjartarson Fjeldsted, andaðist mánudaginn 6. febr. í Landspítal anum. Systkinin. t Jónas B^arnason frá Bildudal, andaðist á Heilsuverndarstöð inni 7. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. t Útför eigin.manns míns og föður, Jóns G. Magnússonar, Hjarðarhaga 62, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. febr. kl. 10.30. Athöfninni verður út- varpað. Fyrir hönd ættingja og tengdafólks, Helga Einarsdóttir, Kristin Björg Jónsdóttir. t Bálför Þorsteins Sveinssonar Kjarval fer fram frá Possvogskapellu föstudaginn 10. febrúar kl. 3 e.h. Karitas Bjargmundsdóttir Þórsteinn B. Magnússon Álfheimum 70. ER fregnin um lát Ernst barst okkur vinum hans hingað heim, setti okkur hljóða. Við vorum reyndar lengi búnir að vita, að hann átti í baráttu við erfiðan sjúkdóm, en innst inni vonuð- umst við að Ernst mætti fara með sigur af hólmi. Ernst lézt á sjúkrahúsi í Suður-Þýzkalandi 29. jan. sl. og var útför hans gerð í fæðingarborg hans, Ham- borg mánudaginn 6. þ.m. Ernst féll frá á bezta aldri, rétt nýlega orðinn 40 ára, en hann fæddist 16. okt. 1926 í Hamborg. Ernst kom hingað til fslands árið 1950 og dvaldi hér samfleytt t Sonur okkar, Guðbjartur Ólafsson, verður jarðsunginn frá Nes kirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 1,30.. Dóra Guðbjartsdóttir, Ólafur Jóhannesson. t Inniilegar þakkir fyrir auðsýnda sa'múð við andlát og jarðairflör, Jóns Haukfells Jónssonar. Sérstakar þakkir til for- ráðamanna Jámsteypunnar h.f. og samstarfsmanna hans þar. örn Sigurðsson. í 9 ár, og var þá aðalflautuleik- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands og munu margir gestir hljóm- sveitarinnar minnast hans frá þeim tíma. Ernst var mjög góð- ur tónlistamaður og flautuleik- ur hans þótti tær og fagur, og enn eigum við oft kost á að heyra hann spila í upptökum, sem útvarpið lét gera á þessum árum. Er Ernst kom hingað, var föðurland hans enn í sárum, og afkomumöguleikar þar litlir. Er honum bauðst því staða hér við Sinfóníuna, þáði hann það með þökkum. Ernst kunni mjög vel við sig hérna á íslandi, og hérna kynntist hann konu sinni Úrsúlu (fædd Viering), en hún starfaði hér sem hjúkrunarkona á elliheimilinu Grund um árabil. Hér í Reykjavík áttu þau síðan heimili með tveimur börnum sínum, Lars Svem og Sólveigu, en Sólveig fæddist hér. Á heim- ili þeirra var ávallt gott að koma, og eigum við vinir þeirra margar ógleymanlegar minning- ar frá þeim tíma. Ernst var um tíma miöe al- varlega að hugsa um að gerast íslenzkur ríkisborgari, og hefði vafalaust gert það, ef annað aðaláhugamál hans, flugið. hefði ekki að lokum dregið hann heim til Þýzkalands aft- ur. Snemma hafði hugur hans stefnt að flugi, og flugnám hóf hann mjög ungur, en hafði ekki lokið námi er lok heims- styrjaldarinnar nálguðust, en þá var hann sendur í landher- inn, og í stríðslok var hann tek inn til fanga af Rússum. Þaðan slapp hann þó furðu fljótt og náði sér að fullu á stuttum tíma. Flugið tók Ernst fljótlega upp hér heima. Starfaði mikið með Svifflugfélagi fslands og tók hér atvinnuflugpróf. Þegar svo var komið, vildi hann gera gamla drauminn að veruleika og gerast atvinnuflugmaður. Þar sem hér horfði erfiðlega á á því sviði þá, fluttist hann með fjölskyldu sinni heim til Þýzka- lands aftur árið 1959, og þar hef- ur hann búið síðan, og lengst af starfað sem einkaflugmaður hjá stóriðjuhöldinum Oesterheld, sem rekur einn umfangsmesta asbestiðnað í álfunnL Hr. Oest- erheld reyndist Ernst ekki að- eins góður húsbóndþ heldur einnig sannur vinur, sem svo glögglega kom fram eftir að Ernst kenndi sjúkdóms síns. Á vegum þessa fyrirtækis flaug Ernst vitt og breitt um Evrópu og einnig Afríku og ná- læg Austurlönd, og mun ekki hafa farið á milli mála, að Ernst hafi reynzt með afbrigðum traustur og úrræðagóður flug- maður. Húsbóndi hans notaði líka ávallt tækifærið og bauð íslendingum, sem voru gestir á heimili Ernst í lengi eða skemmri flugferðir, því hann mun hafa fundið hversu traustum böndum Ernst var bundinn íslandi. Ernst heimsótti ísland tvívegis eftir að hann fluttist héðan. Við vinir hans hér heima og samstarfsmenn úr músík og flugi kveðjum hann með sökn- uði og biðjum Guð að blessa eig- inkonu hans og börn, og vottum þeim, systkinum hans og öðrum vandamönnum innilega samúð. Þótt Ernst væri fyrst og fremst góður ÞjóðverjL þá var hann einnig góður íslendingur, og hér mun minnig hans lifa lengi. G.H. Nú er talað um, að kosn- ingarnar muni hafa heilbrigð áhrif á stjórnmál í landinu, skýra viðhorfin og skapa nýja möguleika, ef stjómar- andstaðan verður sterkari og samvinnan innan hennar verð ur nánari að kosningunum loknum. Vaknar þá sú spurn- ing, hvort hinir fhaldssinn- aðri og hægri sinnaðri stiórn málamenn í Konaressflokkn- um sem smátn saman hafa vaxið að áhrifum. eftir stjórn málamistök vinstri armsins, sem fvlgdi Nehrú að málum og mestu réð, muni þá kom- ast til valda í ríkísstjórninni. Leiðrétting t MINNINGARGREIN minni 1 Morgunblaðinu 4. febr. sl. um Þóru Júlíusdóttur Björnsson, hafði sú villa læðst inn að Guð- ný skáldkona Jónsdóttir, systir síra Magnúsar á Greniaðarstað, hefði verið móðir Hallgríms Sveinssonar biskups, en hann var sonur seinni konu síra Sveins. En Guðný fyrri kona hans átti með honum tvö hörn: Sigríði, sem giftist Níels bónda á Grimsstöðum í ÁlftaneshreppL Var hún formóðir margra Mýra- manna og móðir síra Haraldar Níelssonar, — og Jón Aðalstein Sveinsson kennara við Latínu- skólann, voru þau systkinabörn við Ingibjörgu móður Þóru Júlí usdóttur. S. E. BÚDAPEST, 6. febrúar. — AP. — Á laugardag lauk hér þriggja daga opinberri heimsókn Títóa Júgóslavíuforseta til Ungverja- lands. í sameiginlegri tilkynn- ingu, sem gefin var út að heim- sókninni lokinni um viðræður Títós við ungverska ráðamenn sagði að rætt hefði verið um al- þjóðahreyfingu kommúnismansi, um ástandið í a’þjóðamáluim og um samlbúð ríkjanna. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu mér vins.emd og virðingu á 75 ára afmæli mínu 17. janúar sL Guð blessd ykkur öll. Oddný Pétursdóttir Sjónarhóli, StokikseyrL Ég þakifca vinum og venzla- mönnum fjyrkr þeirra hlýhug á áttræ'ðisafmæli mínu. Kærar kveðjur. Jón Hafliðason. Hjartans þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug á sjötiu ára afmælum okkar 28. og 31. janúar s.l. með heimsóknum, gjöfum, skeytum og á annan hátt gjörðu okkur dagana ánægjulega. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Ólafsdóttir og Kristján Gíslason, Stykkisihól'mL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.