Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1967. 17 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Nýja bíó: AÐ ELSKA Sænsk mynd. Höfundur kvikmyndahandrits og leikstjóri: Jöm Donner. Aðalleikendur: Harriet Andersson, Zbigniew Cybulski. Nýlega kom það fram í blaða viðtali, að íslendingar væru einna minnstu „ástamenn“ í heimi. Ekki komu þar þó frarn neinar tölur þessu til staðfesting ar, enda kannski erfitt að koma jþar við tölfræðilegum mæling- um. Væri þó gaman að vita, hvort sá sem þetta staðhæfði hef ur tekið tillit til mismunandi íbúafjölda þjóða í samanburði sínum. Hafi hann ekki gert svo, þá er okkur kannski nokkur vorkunn, þótt ástarmagn þjóðar- innar í heild sé heldur í rýrara lagi miðað við milljónaþjóðir. * Aðsóknin að ofannefndri mynd, þegar ég sá hana, bendir ekki til þess, að íslendingar séu mjög frábitnir því að sjá mynd- ir, sem fjalla um ástalíf, og það allnáið. Þarna var fólk á öllum aldri og af báðum kynjum, allt frá drengjum vart af fermingar- aldri til harðfullorðinna, lífs- reyndra kvenna. — Sé sögnin um rýrt ástarmagn íslenzkra manna rétt, þá er líklega ekki nema gott eitt um það að segja, að hin uppvaxandi kynslóð leiði sjónum erlendar fyrirmyndir af þessari gerð, ef það mætti verða til að slá hennl þann eld í hjarta sem logað hefur í daufara lagi með fyrri kynslóðum. Svo efnisþráður sé örlítið reif aður, þá hefst myndin á jarðar- för tryggingarfræðings nokkurs, sem látizt hefur af bifreiðaslysi. Hann lætur eftir sig unga ekkju, og er jarðarförin naumlega af- staðin, þegar ungur maður kem- ur á heimili hennar, gamall kunningi að því er virðist, og tekur að gera henni gælur. Hvað kemur á eftir? spyr hún. Nóttin, svarar hann. Næst koma svefnlherbergissen ur, sem einkennast af eld/heitum faðmlögum og sérlegri hug- kvæmni í ástaratlotum, svo að stundum er erfitt að henda reið- ur á stíl þeirra listaverka, sem þar eru sviðsett. Mörg þeirra standa þó greinilega mjög nærri súrrealismanum. Móðir ekkjunnar og ungur son ur koma einnig við sögu. Móðir in er frjálslynd og finnst gott, að dóttir hennar skuli taka svo fljótt gleði sína aftur. Það er frekar stáklingurinn, sem ger- ir sínar athugasemdir, oft á kát legan hátt, við þennan villikött í bóli bjarnar. Skólabræður hans hjálpa honum líka um það sem á vantar, til að honum vepði fyrirbærið skiljanlegt. Myndin fjallar svo nær ein- göngu um ástarleiki ekkjunnar ungu og aðkomumannsins. Verð ur þeim ekki lýst að neinu gagni í prentuðu máli, þeir gera kröfu til myndræns forms og lúta engu öðru lýsingarformi, svo að gagn sé í. Þótt mynd þessi sé nokkuð „djörf“, þá er varla hægt að kalla hana klúra. Leikstjóra hef ur tekizt að fela þau atriði, sem mestri hneykslun mundu valda, svo vel, að þau eru sjaldnast greinanleg auganu, utan einu sinni eða tvisvar. Og í þaö skipti er bersöglin milduð með léttri gamansemi og hugmyndaríkum senuskiptum. Hins vegar á það vel við Um þessa mynd, sem skáldið hvað, að „andann grun- ar ennþá fleira en augað sér“. Dirfska myndarinnar er oftast meir fólgin í því, sem léjeftið felur, en því, sem það sýnir. Á það sama raunar við um flest- Ölafur Sigurðsson skrifar um Gamla bíó: SENDLINGURINN (The Sandpiper). f flestra augum er þessi mynd forvitnileg, fyrst og fremst vegna þess, að aðalhlutverkin eru leikin af þeim frægu hjónum Ridhard Burton og Elizabeth Taylor. Þriðja hlutverkið er leik ið af Eva Marie Saint, sem er miklu geðþekkari kvenmaður en Elizabeth Taylor. Svo strax sé snúið að athyglis verðustu atriðum myndarinnar, leikur Burton prest, sem er skólastjóri í drengjaskóla. Hann er meiri skólastjóri en prestur, því hann hefur gerzt mikill veraldarmaður. Leikur hann golf með ríkum mönnum, sem líklegir eru til að gefa fé til skólans og sinnir yfirleitt verald legum efnum meira en andleg- um. Elizabeth Taylor leikur stúlku sem eignast hefur dreng í lausa- leik, neitaði síðan að giftast pilt inum, og tók að læra málaralist. Hefur hún sezt að í afskekktu húsi við ströndina og elur þar upp drenginn og kennir honum sjálf, í stað þess að senda hann í skóla. Trúarbrögð hennar eru einhver þokukennd þvæla um náttúrudýrkun, sem meðal ann- ars ganga út frá því að maður- inn sé í eðli sínu ákaflega góður, ef veröldin ekki spillti honum. í þessari kenningu er að sjálf- sögðu þægilegt að sleppa því að veröldin er þó ekkert annað en samansafn af öðrum mönnum, væntanlega jafn góðum. Sonur hennar er svo í byrjun myndar- innar dæmdur í skóla prestsins, vegna smávægilegra óknytta. Eftir að drengurinn er kominn í skólann, byrjar skólastjórinn að heimsækja móðurina, til að fræða hana um framgang drengs ins. Tekur hún honum illa og er hin dónalegasta. Eins og allir vita er ekki hægt að hafa Burton og Taylor í sömu myndinni til lengdar, án þess að þau fari að elskast, og viti menn, Burton lýsir allt í einu yfir ást sinni, líkamlegri að vísu. Einn galli er á gjöf Njarðar. Elizabeth er of gömul fyrir hlutverkið. Eftir aldri drengsins á hún að vera um 25 ára, en getur ekki talizt vel ern. Einnig er hún feit úr hófi og klæðaburðurinn virðist allur miðast við að sem mest beri á því, þröngar peysur og þess hátt ar. Burton leikur hlutverk sitt af myndugleika og ákveðinni snilli þegar hann er ekki að fást við ástarævintýrið. Þar fer allt úr reipunum, því ekki er hægt að trúa því, að maður af þessari gerð, setji sig út í svona vit- leysu. Hlutverk hans er logiskt á meðan hann leikur skólastjór- ann, en ekki lengur. Það bezta við myndina er landslagið, sem er stórfenglegt. Hugsunin er óskir og myndin hefur alla galla venjulegs melo- drama. Fólk gerir þarna alla röngu hlutina og þegar upp er staðið kemur rétt útkoma. Því miður er þetta ekki svona auð- velt í lífinu. Það sem skarar fram úr í þess ari mynd er leikur Evu Marie Saint, stöðugur og jafn en frá- bærlega góður, og einnig beztu augnablik Burtons. ar vel gerðar ástarlífsmyndir. Vel hefði harmur ekkjunnar eftir mann sinn mátt koma bet- ur fram í byrjun myndarinnar. Því að þótt maðurinn hennar sál ugi væri víst ekki talinn mikill ástamaður, fremur en íslending ar, þá er látið að því liggja, að hún hafi saknað hans. Hefði sá söknuður verið gerður meira áberandi, þá hefði hin nýja ástar bylgja risið af dýpri grunni, og jafrthliða hefði þá átt að mynd- ast meiri tilfinningatogstreita innra með ekkjunni og myndin trúlega orðið dramatískari og áhrifameiri. Manni finnst „kvennagullið" í myndinni hafa óeðlilega lítið fyrir hlutunum, og stuttorð véfréttasvör hans við spurningum ekkjunnar eru mörg næsta tilgerðarleg. Þó að mynd þessi verði ekki talin stórbrotin, þá er léttur, hressandi blær yfir henni. Hún vekur fáar spurmngar og svara- enn færri, er mátulega löng til að þreyta menn ekki og hefur ýmsa beztu kosti góðrar skemmtimyndar. Öskudagurinn er í dag og er þá eins og venjulega gefið frí í öllum barnaskólum. Þennan dag verður sýning á barnaleiknum Galdrakarlinum í Oz í Þjóðleik- húsinu og er það 10 sýning leiks- ins. Mjög góð aðsókn hefur ver- ið að þessu vinsæla leikriti hjá Þjóðleikhúsinu. Myndin er af Sigríði Þorvalds- dóttur í aðalhlutverkinu. JTAPPDRÆTTI D. A. S. Vinningar í 10. flokki 1966—1967 ÍBÚO eftir eigin vaU fyrir 300 þús. 4021 EskifiörAur BIFREIB eftir eigin vali ffyrir 200 |m 27412 Aftalumboft Bífreift eftir eigin vali kr. 150 þút. 4763 Aðalumboð 30686 Bíldudlaur 52308 Aðalumboð 55923 Aðalumboð Húsbúnaftur eftir eigin vali kr. 2U þús, 40144. Isafjörður 43276 Aðlaumboð Húsbúnaftur eftir eigin vali kr. 35 þbb 44246 Aðalumboð Húsbúnaftur eftir eigin vali kr. 25 þdb 9973 Aðlaumboð Húsbúnaftur eftir eigin vali kr. 15 46692 Hafnarfj. 53540 Aðalumboð 55697 Hafnarfj. Húsbúnaftur eftir eigin vali kr. 10 þús. 8714 Aðalumboð 16370 Akureyri 17005 B.S.R, 17890 Aðalumboð 18956 Aðalumboð 21238 Aðalumboð 21246 Aðalumboð 22055 Hafnarfj. 24079 Aðalumboð 29837 Aðalumboð 32808 Gerðar 36300 Vopnafj. 36314 Hveragerði 40171 Isafj. 48380 Aðalumboft 48901- Hreyfill 52909 Aðalumboff 53224 Aðalumboð 58262 Aðalumboð 62495 Aðalumboí Húsbúnaftur eftir eigin vali kr. 5 þús. •69 Aðalumboð 201 Aðalumboð 628 Aðalumboð 854 Aðalumboð 861 Aðalumboð 864 Aðalumboð 1294 Vopnafj. 1367 Aðalumboð 1601 Bíldudalur 3664 Patreksfj. 2897 Aðalumboð 3046 Vestm.eyj. 3326 Aðalumboð 3404 Húsavík 3761 Aðalumboð 3901 Siglufj. 4722 Aðalumboð 4968 Aðalumbo* 5426 Þingeyri 5669 Aðalumboí 5900 Grindavík 5921 Grindavík 6144 Vestm.eyj, 6507 Akureyri Húsbúnaftur eftir eigin vali kr. 5 þús. 6572 Akuryeyri 17326 Aðalumoð 34159 Hella 51639 Verzl. Réttarh0% 6634 Aðalumboð 17632 Aðalumboð 34924 Aðalumboð 51710 Aðalumboft 6634 Aðalumboð 17984 Aðalumboð 35016 Húsavík 51885 Akranes 7095 Aðalumboð 38571 Hafnarfj. 35187 Dalvík 52805 Aðalumboð 7197 Aðalumboð 18693 Aðalumboð 35716 Aðalumboð 52845 Aðalumboð 7482 Aðalumboð 18738 Aðalumboð 35913 Aðalumboð 52974 Aðalumboð 7668 Aðalumboð 18769 Aðalumboð 36259 Keflavík 53530 Aðalumboð 7989 Aðalumboð 19192 HreyfiU 36156 Sjóbúðia 53625 Aðalumboð 8021 Borðeyri 19242 Hreyfill 36802 Aðalumboð 54071 Aðalumboð 8093 Stykkishólm, 19250 Hreyfill 37369 Selfoss 54474 Aðalumboð 8576 Hafnarfj. 19334 Aðalumboð 87822 Aðalumboð 54683 Aðalumboð 8730 Aðalumboð 19638 Aðalumboð 87918 Aðalumboð 54852 Aðalumboð 8056 Sjóbúðia 20032 Verzl. Réttarholt 38158 Aðalumboð 54881 Aðalumboð 9060 Sjóbúðin. 20280 Seyðisfj. 88357 Aðalumboð 54979 Aðalumboð 9119 Hafnarfj, 21209 Neskaupst. 88384 Aðalumboð .55000 Aðalumboð 9194 Hafnarfj. 22223 Hreyfill 38514 Aðalumboð 55691 Aðalumboð 9393 Aðalumboð 22500 Aðalumboð 39772 Aðalumboð 55630 Hafarfj. 9649 Innri-Njarðvlk 22670 , Aðalumboð 39815 Aðalumboð 56697 Aðalumboð 10421s Hafnarfj. 22824 Keflav.fU 39865 Aðalumboð 56774 Aðatumboð 10680 Litaskálina 24344 B.S.R. 40259 Akureyri 57195 Hafnarfj, 307:15 Sandgerði 24830 Aðalumboð' 40681 Vestm.eyj. 57655 HreyfiU 11478 Akureyri 25009 Aðalumboð 41758 Aðalumboð 57917 Aðalumboð 11892 Aðalumboð '5022 Aðalumboð 12974 Aðalumboð 58167 Aðalumboð 12162 Hreyfill .5470 Aðalumboð. 13184 Aðalumboð 58408 Aðalumboð 12254 Aðaluniboð :6717 Hafnarfj. 13777 Aðalumboð 58465 Aðalumboð 12282 Hafnarfj. 16771 Aðalumboð '4063 Aðalumboð 58343 Aðalumboð 12656 Keflav.fL 27331 Aðalumboð 4141 Aðalumboð 58684 Aðalumboð 12764 Aðalumboð 27471 Aðalumboð 1-4368 Aðalumboð 58806 Aðalumboð 13416 Verzl. Roði. 27583 Aðalumboð 14690 Aðalumboð 58964 Aðalumboð 13485 Hafnarfj. 27600 Aðalumboð 44713 Aðalumboð 59017 HvolsvöIIm 13697 Aðalumboð 27619 Aðalumboð 45268 Aðaíumboð 59236 Vesltm.eyj, 14035 Aðalumboð 27678 Isafj. 45553 Hafnarfj. 59700 Grafamea 14196 Aðalumboð 28081 Aðalumboð 45654 Neskaupst. 59847 Keflavfk 14324 Aðalumboð 28187 Aðalumboð 45666 Neskaupst. 60041 Aðalumboð 14503 Aðalumboð 28237 Aðalumboð 45785 Aðalumboð 60421 Aðalumboð 15014 Neskaupst. 28616 Aðalumboð 46260 Aðalumboð 60539 Aðalumboð 15278 Grímsey 29146 Aðalumboð 46617 Keflav.fL 60762 Aðalumboð 15502 Flateyri 28205 Neskaupsst. 46903 Sjóbúðin 61007 Aðalumboð 15621 Sveinseyrt 29349 Aðalumboð 47008 Aðalumboð 61382 Aðalumboð 15988 Aðalumboð 29898 Aðalumboð 47646 Aðalumboð 61388 Aðalumboð 16075 Vestm.eyj. 30704 Patreksf j. 48109 Aðalumboð 61.540 Aðalumboð 16128 Vestm.cyj. 30828 Verzl. Ötraumnes 48208 Aðalumboð 62130 Akranes 16158 Aðalumboð 32332 Skagastr. 49202 Sjóbúðin 62690 Aðalumboð 16225 Hvolsvöllur 83084 Akúreyrl 49560 Aðalumboð 62877 Verzl. Roði 16617 Akureyri 33266 Keflavík 60072 Verzl. Réttarholt 63098 Litaskálinn 16672 Hjalteyri 33376 Vestm.cyjar 50281 Eskifj. 6310.3 Verzl. Réttarholt 16815 Aðalumboð 33699 Aðalumboð 61321 Bólstaðahlíð 63114 Verzl. RéttarhoK 16878 Siglufj. 81007 Verzl. Kéttarholt 51427 Hella 64642 Aðalumboð 17059 Aðalumboð 34061 Vestm.eyj. íbúð óskast Miðaldra hjón óska eftir íbúð til lengri eða skemmri tíma. Helzt í Laugarneshverfi. Tilboð merkt: „Laugarnes — 8594“ sendist Mbl. VÉLSMIÐJUEIGENDUR - JÁRNIÐNAÐARMENN Birgðastöð okkar í Borgartúni hefur ávallt fjölbreyttar birgðir af stálbjálkum og öðru efni til byggingar INNLEIMDRA STÁLGRINDAHIJSA Uppdrættir fyrirliggjandi. Efni þetta er keypt á lægsta he;msm arkaðsverði beint frá verk- smiðjum í höfuðviðskiptalöndu'n okkar. Standið vörð um íslenzkan iðnað. SINDRASTÁL borgartúni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.