Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987. 27 Alvarlegt slys á HafnarfjarÖarv. er maður verður fyrir bifreið ALVARL.EGT slys varð síðari hluta dags í gær. er 47 ára mað- nr varð fyrir leigrubifreið á Hafn arfjarðarvegi á móts við Foss- vagskapellu. Við áreksturinn kastaðist hann upp á vélarhúsið, og skall með höfuðið i framrúðu bifreiðarinnar, svo að hún brotn aði, en féll aftur á götuna, er bifreiðin hemlaði. M.iög slæmt gkyggni var er slysið varð, og mikill bílastraum ur á móti. Kvaðsit ökumaður leigubifreiðarinnar af þeim sök- um hafa ekið mjög hægt, eða! 25-30 km hraða. Kvaðst hann ekki hafa séð manninn fyrr en um leið og hann varð fyrir bif- reiðinni. Að sögn rannsóknarlög reglunnar virðist svo á fótspor- um, sem fundust eftir manninn, að hann hafi verið á leið yfir veginn, þegar slysið varð. Maðurinn er mikið slasaður, og var hann fluttur meðvitundar laus í Landspítalann. Hefur hann fengið höfuðhögg og skorizt 1 andliti, auk þess sem hann fót- brotnaði. Ekki er að svo stöddu hægt að gefa upp nafn hans. A myndinni sest hvern ig rúða bílsins brotnaði, er mað urinn skall á hana. - KÍNA Framh. af bls. I. málakennimgum sovézku þióðar innar fordæmd svo og skrílslætin gagnvart sovézkum borgurum í Peking. Verkamönnunum fyrir framan sendiráðið fjölgaði stöðugt og hróþuðu þeir „Opnið dyrnar, nið ur með Mao, skömm fyrir sendi ráðsritarana". Kínverjarnir neit uðu enn að opna dyrnar. Einn þeirra birtist í glugga með Ijós- myndavél og kallaði þá fólkið til hans. „Þorið þið ekki að tala við okkur heiglarnir ykkar?“ Sama skeði þegar annar Kínverji kom með hátalara út í glugga. Nokkru seinna gengu 50 verka menn að dyrunum og börðu í gluggana á dyrunum svo að við lá að þeir brotnuðu. 5 mínút- Um síðar hófu Kínverjarnir að kalla í gegnum hátalara „Lifi Mao, Lenin og Stalin“, en verka- mennirnir sem æstust um allan fhelming við þetta kölluðu ó- kvæðisorð um Mao og börðu á dyrnar. Skyndilega opnuðust þær og 9 verkamönnum var Sileypt inn. í>ar mætti þeim veígur kínverskra diplomata og Bérþjálfaðra öryggisvarða. Kín- 'veriarnir tóku við orðsending- unni, rifu hana í tætlur, sem þeir köstuðu framan í verka- mennina og vörpuðu þeim síð- an á dyr. Nokkrir Kínverjanna tóku ákaft Ijósmyndir af Rúss- unum og í Moskvu er það talið víst að myndirnar verði notaðar í áróðursskyni gegn Rússum, að þeir hafi ráðizt inn á kínverskt tevæði. Vopnað lögreglulið var á •verði fyrir framan sendiráðið meðan á aðgerðunum stóð. f fréttastofufregnum segir að um gervöll Sovétríkin hafi verka- menn haldið fundi þar sem Mao og aðgerðir hans voru for- dæmdar. Sovézka b1"ðið Tzvesti’a saeði í dag, að allur heimurinn telii að Kínveriar reyni með Ofsóknum sínum að fá Sovét- menn til að slíta stjórnmála- Sar-ihandi við Kína. Albanska sendinefndin undir forustu Balluku varnarmálaráð- herra fór frá Peking f dag, án þess að hitta Lin Piao varnar- tnálaráðherra Kína að máli. Balluku kom til Peking i boði Lin Piao að sögn kínverskra fréttastofufregna, en ráðherr- arnir hittust aldrei. Velta menn nú mjög fyrir sér hvar Piao sé staddur, en hann hefur ekki Ikomið fram opinberlega siðan 26. nóvember sl. Sendinefndin átti að koma við í Shanghai á heimleið og eru taldir möguleik- ar á að Lin Piao muni hitta hana þar. Tass-fréttastofan sagði I dag, að Chen yi utanríkisráðherra Sveita^íma KR SVEITAGLIMA KR fer fram að Hálogalandi fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20,15. bátttökutiikynningar skulu berast Rögnvaldi R. Gunnlaugs- syni, Fálkagötu 2, eigi síðar en 21. febrúar. Kína hefði viðurkennt i hópi i sendiráði Ceylon í Peking, að menningarbyltingin væri í raun og veru valdabarátta, sem ekki ætti sér hliðstæðu. Kínversk yfirvöld hafa til- kynnt, að komið hefði verið upp byltingarnefnd í bænum Taiyuan í Shansihéraðinu, nefndin hafi ekki enn náð algerum völdum í bænum. í Chang-Ohung gekk herinn í lið með byltingamönn- um í baráttunni við flokksleiðtog ana í bænum, og voru margir þeirra handteknir. Víðsvegar ann ars staðar í Kína hefur herinn neitað að styðja stuðningsmenn Maos og í Hunan skutu hermenn úr vélbyssum á þá. Ljósmyndavél- um stolið UM síðustu helgi var brotizt inn á tveiimur stöðum í Vestmanna- eyjuim. Á öðrum staðnum hafði þjófurinn ekkert upp úr krafs- inu, en á hinum komst hann yfir tvær Konica-ljósmyndavél- ar, samtals að verðmæti um tíu þúsund kr. Voru þær í svörtu leðurhulstri. Vill lögreglan í Vestmannaeyjum biðja þá sem kynnu að hafa orðið varir við að slíkar vélar væru boðnar til kaups, að hafa samband við sig. Takmarkib er áfram óbreytt: Menn til tunglsins ’69 Washington, 7. feb. (NTB) BANDARÍSKTR vísindamenn stefna enn að því að koma mönn uðu geimfari til tunglsins seint á árinu 1969 þrátt fyrir slysið á Kennedyhöfða hinn 27. janúar s.l., þegar þrír geimfarar brunnu inni í Apollo geimfari sínu. Skýrði James Webb, forstöðu- maður bandarísku geimferða- stofnunarinnar, NASA, frá þessu á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í Washington í dag. Sagði Webb að þótt slysið væri alvarlegt áfall, og gæti haft ör- lagaríkar afleiðingar, væri enn stefnt að því að koma mönnuðu geimf^ri til tunglsins fyrir árið 1970. Ætlunin er að koma mönnuðu geimfari til tunglsins á síðasta ársfjórðungi 1969, sagði Webb, en fyrir þann tíma verður að gera 12 tilraunir með mönnuð Apollo geimför. Ef reynslan sýn ir að þörf er á fleiri tilraunum en þessum 12 — af öryggisástæð um eða öðrum sökum — er hins vegar ljóst að ekki verður unnt að senda menn til tunglsins fyrr en á árinu 1970, sagði Webb. Víkingur seldi Akranesi, 7. febrúar. TOGARINN Víkingur seldi í morgun í Bremerhaven 202 lest- ir af fiski, veiddum á heimamið- um, fyrir 186 þús. mörk og er það hátt í 10 kr. fyrir kg að með- altali. Línubáturinn Ásmundur er einn í róðri í dag í sæmilega góðu veðri, en líklega verður ekki róið í kvöld þar sem spáð er sunnan roki. Selfoss og Reykjafoss lesta hér saltsíld og frystan fisk. — HJÍ*. f dag er merkjasöludagur Rauða Kross í'Iands. Þessi mynd minnir okkur á að taka merkja sölubörnunum vel er þau bjóða merki R.K.Í. Finnskni hljómsveitorstjóri Bondnrískur einleikori NÆSTA fimmtudagskvöld fær Sinfóníuhljómsveit íslands tvo góða gesti. Annar er ungur, finnskur hljómsveitarstjóri, Paavo Berglund, sem nú er aðal- hljómsveitarstjóri finnsku út- varpshljómsveitarinnar. Berg- lund hefur stjórnað hljómsveit- um sem gestur víða um lönd. Hann hefur m.a. stjórnað austur í Tókíó eða Sindney og Mel- Ruggiero Ricci bourne auk hljómsveita í nær- liggjandi borgum. Hinn gesturinn er ekki síður víðförull. Það er bandaríski fiðlu snillingurinn Ruggiero Ricci. Ricci kom fyrst fram opinber- lega 8 ára gamall, og síðan hef- ur líf hans verið óslitin frægð- arganga. Gagnrýnendum stór- blaðanna vestan hafs fannst öll- um, að drengurinn „lofaði þá góðu“, en nú segja þeir allir, að hann hafi ekki aðeins uppfyllt æðstu vonir, list hans hafi borið - FOSSVOGUR Framhald af bls. 28 Sumir hafa afsalað sér lóðum í Fossvogi vegna þess, að jarð- vegurinn hefur r.eynzt óhentug- ur á einstaka stað, sérstaklega þar sem lóðir eru fyrirhugaðar fyrir einbýlishús. Þetta hækkar byggingarkostnaðinn. En þessi slæmi jarðvegur er alls ekki höf- uðástæðan fyrir afsali lóða. — Að lokum má geta þess að stefnt er að því að úthlutað verði lóðum áfram á næsta ári í aust- urhluta Fossvogs, svo og í Breið- holti. Kaupmannahiöfn, 7. fabrúar. NTB. — Talsmaður danska sjómanna- sambandsins sagði í gær, að þeir myndiu fara í verkfall 1. marz nk„ ef samningar takast ekki fyrdr þann tíma. Krefjasit sjó- mennirndr 22.5% launahækkun- ar. — Paavo Berglund hann lengra en ncfckurn grun- aði. Ruggiero Ricci er einn hinna fáu núlifandi fiðlusnillinga. sem í erlendum blöðum kallast „al- þjóðlegur", hann er sem sagt fiðlari, sem allar þjóðir vilja eigna sér. Honum halda engi.n landamæri, engu máli skiptir, þótt ófriðlega horfi í samskiptum þjóða, alltaf skal Ricci leika fyr ir troðfullu húsi áheyrenda, austan tjalds og vestan. Sumir gagnrýnendur hafa kallað Ricci „Paganini okkar tíma“, það verð ur því ekki ófróðlegt að heyra hann leika fyrsta Paganini kons- ertinn með hljómsveitinni á fimmtudagskvöldið. Efnisskrá hljómleikanna er: „Juventus variations“ eftir Sallinen. Fiðlukonsert nr. 1 eftir Pagan- ini. Sinfónía nr. 6 (Pastoral) eftir Beethoven. (Frá Sinfóníuhljómsveit ís- lands). - ELDUR Framhald af bls. 28 taldi h-nn fremur ólíklegt að skemnvhr hefðu orðið á tveim tonna skipsskrokk- um, sem verið er að smíða þar. • Jön sagði að strax yrði haf- izt handa um viðgerðir í skipa smíðastöðinni og yrði þá uim nóttina unnið að því að kanna skemmdir á raflögnum, og koma upp bráðabirgðaljósum. Myndi verða lagt kapp á að koma rafsuðuvélunum sem fyrst í gang, en þá ættu smíð- ar að geta hafizt aftur. Þó taldi hann að einhverjar smá- tafir myndi geta orðið á smíði skinanna í stöðinni. Jón sagði að sér virtist starfsmennirnir hafa farið mjög skynsamlega að eftir að vart varð við eldinn. Þeir hefðu strax lokað öllum hurð- um, fiarlægt gaskúta, rofið strauminn í húsinu skipulega, og sjálfir hafið slökkvistörf með handslökkvitækjum. —. Kvaðst hann vilja færa þeim þakkir s?nar fyrir hönd skipa- smiðastöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.