Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1967. — Já, já, og á fjögur bðrn. Oft er erfitt að vera lang- dvölum frá fjölskyldunni, en það kemst upp í vana eins og annað, en stundum langar mann heim aftur. Vertíðin er nú ekki ýkja löng, svona þrír mánuðir og er oft gott að koma heim. — Hvaðan ert þú í Fær- eyjum? — Ég er frá þorpi á Suð- urey, sem heitir Vog, um 1800 manna bær, en atvinna er ekki nóg í landi. Það er ávallt unnt að komast á bát, — Spjallað við tvo Færeyinga á leið á vetrarvertíð i Ólafsvík VETRARVERTfÐIN er að hefjast og í hvert sinn, sem skip kemur frá Færeyjum er hópur Færeyinga um borð, menn og konur í atvinnuleit. Kronprins Frederik kom til Reykjavikur siðastliðinn mánudag og með honum fjöldi Færeyinga. Að kvöldl mánudags brugðum við okk- ur í gistihús Hjálpræðishers- ins og hittum að máli tvo Færeyinga, sem komið höfðu þá um morguninn. Þeir ætl- uðu ekki að hafa langa við- dvöl í höfuðborginni, heldur ætluðu árla næsta morguns til Ólafsvíkur, þar sem þeir ætla að róa á báti. Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum á gistihúsum, dvelja Færeyingamir stutt þar. Þeir gista ekki nema hæsta lagi eina nótt og margir hverjir fara beint frá skips- hlið út í verstöðvarnar. Þeir félagar, sem við hittum að máli hétu Hans Arnfinn Poul- sen og Pétur Jakobsson. Þeir ætla, eins og sagt var, að stunda róðra frá Ólafsvík á vertíðinni, sem í hönd fer og virtust hlakka mjög til að geta hafizt handa. Hans Arnfinn segir okkur, að hann búi í Suðurey, sem sé 2000 manna bær. Hann er ekki kvæntur og segist ekki hyggja neitt á hjónaband a.m.k. ekki í náinni framtíð. Við spyrjum Hans, hvort þeir séu búnir að fá skipsrúm, og hann svarar: — Já, við ætlum að vera á báti, sem gerður er út frá Ólafsvík og heitir Stapafell. — Er erfitt að fá atvinnu í Færeyjum nú? — Já, segir Hans og dreg- ur svarið við sig — á sumum stöðunum er ekki mikið að gera, einkum minni þorpun- um og því voru tæplega 300 manns, sem komu með prins- inum í morgun, konur og karlar. Flestallt fólkið er ráðið fyrirfram. — Hefur þú verið hér áður? — Já, já. Ég hef verið hér mörg ár. Þetta er fjórða ver- tíðin mín á íslandi. íslend- ingarnir eru allflestir ágætir menn að vinna með. Pétur Jakobsson hefur tmnið á íslandi síðan rétt eftir að styrjöldinni lauk. Hann hefur eins og félagi hans ráðið sig á Stapafellið og eins og Hans líkar honum mjög vel við íslendinga og vill helzt ekki vinna með öðrum. Hann segir: — Ég er búinn að vinna á fslandi í mörg ár, ekki allt árið í einu, heldur á vertíð- um og á sumrin. — Þú talar allgóða ís- lenzku? — Það veit ég nú ekki, en maður bjargar sér, segir Pétur af lítillæti og kveikir sér í sígarettu. — Ert þú fjölskyldumaður? sem veiðir við Grænland, en þá er betra að vera á bát á íslandi. Það er allt ðru vísi að vera hérna. — Hver er munurinn? — Munurinn er, skal ég segja þér, að vinnan er allt önnur. Það er minna frí á fær- eyskum bátum. Fari maður á bát, sem veiðir við Græn- land má maður ekki reikna með þvl að túrinn sé styttri en 3 til 3% mánuður. Aflinn er allur saltaður og það er mikil vinna í sambandi við það. Fari maður á línubát fer mikill timi í það að beita og þá er unnið stanzlaust. — Það er ekki mikið um tima til að hvíla sig? — Jú, það eru til bátar sem hafa frívaktir, en ég hef aldrei verið á slíkum báti. Á togurunum eru vaktir eins og á íslenzku togurunum. — Hefur þú áður verið á Stapafellinu? — Nei, aldrei, en ég hef verið á báti vestan frá Grund arfirði í tvær vertíðir og 1962 var ég eina vertíð á báti frá Ólafsvík. Fyrst eftir striðið var ég á litlum báti frá Horna firði. Þá voru bátarnir ekki eins og þeir eru nú. Stærsti bátur þar var um 25 tonn, og hefur margt breytzt síðan. — Hvar hefur þér líkað bezt? — Ég veit það ekki, segir Pétur og hugsar sig um stund, en bætir svo við. — Mér líkaði býsna vel í Grundar- firði — annars vil ég segja þér að flestallir, sem ég hef unnið með og átt eitthvað samneyti við hafa verið ágætismenn yfirleitt. Það geta verið einn og einn, sem ekki hafa komið vel fyrir, en menn eru eins misjafnir og þeir eru margir, segir Pétur um leið og við kveðjum þá félaga og óskum þeim farar- heilla vestur til Ólafsvíkur. Færeysku félagarnir, Petur Jakobsson og Hans Arnfinn Poulsen. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) .......................................................................................................I „Menn eru eins misjafn- ir og þeir eru margir" Góðir dómar um verk Hallgríms Helgasonar ÍSLENZK svíta fyrir etrok- blgóims-veit eftir Hallgrí'm Helga oorv, sem er forlagsverk hjó hinu heimskunna útgáfufyrirtæki Dreitkopf & Hartel, er nú flutt oiloft á meginiandi Evrópu. Síðusitu i >pfærsluT voru I Ber M n ar-ú t varpi nu í sept. og áeo. sl. Stjórnandii var Dietrich Knothe. önnur verk í sama pró- grammi voru eftir Sohumann, Eckartz, Novák og Mozart. Gagnrýnandinn Alfred Fritzsdh lætur svo ummælit um verk Hallgríms: „Gaman hefði verið að hilusta lengur á þessa norrænu tóna. Þessi íslenzka þjóðlaga&víta va<r hvorttveggja í senn viðkvæm og hrjúf, glaðleg og þó alvörublandíin, tiifinninga- rí'k og um leið skorinort í mál- efnislegu innihaldi. Hér voru andstæður lifsins meistaralega aameinaðar í knöppu formi.“ Svita Hallgríms var einnig flutt á hljómleikun í Ghem.nitz af kammerhljómsveitinni Er- win Walda í marz sl. Þá hefur franski fiðluleikar- inn Janine Volant-Panel tvíveg- is flutt rómönzu^ Hall.gnim* í París á »1. sumri. f Cliib Franco- Scandinave og í Salle Detoussy- Pleyel og var ,j 'ta 1097. kon- sert hljómleikafélagsins Le ^/■]Ítt tt íl o HÖFUM MIKIÐ ÚRVAL Höfum mikið úrval af hinum þekktu Alundco Jersey kjólum. Einlitir og munstraðir. Heilir, tvískiptir og þrískiptir. Allar stærðir. Athugið að Alundco kjólarnir hafa ávallt verið taldir beztu Jerseykjólarnir á markaðinum. TÍZKUVERZLUNIN (ju&i run Rauðarárstíg 1. — Sími 15077. Bílastæði við búðina. Triptyque. Flutt voru eingöngu nútímaverk. í hinni rómuðu listvinaborg Meisenheim í Rin-Pfalz lék Janka Weinkauff píanósónötu nr. 2 eftir Hallgrím, ásamt verk- um eftir Handel, Beethoven og Brahms í nóv. sl. Gagnrýnandinn Peter Rusa segir í Meisenheimer Tagtolatt: „Síðast á efnis'S'kránni var sónata eftir Helgason, djúptæk í norrænni tjáningu. Með snjöllu kohtrapunkfíiS'ku handlbragði birtir hún gnótt fegurðar með listrænu, göfugu yfirtoragði.” 1 Skuldabréf Vil selja fasteignatryggð skuldabréf til stutts tíma, 40 þús. til 2ja ára, 70 þús. til 2\í árs og 70 þús. til 3V2 árs, með 8% vöxtum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „994 — 8597“ fyrir föstudagskvöld. HÖSMÆÐUR munið matarkynninguna í dag, miðvikudag, kl. 2 — 6 Kynntir verða kjötréttir. Uppskriftir af réttunum fást í verzluninni. Kynnið yður úrvals matvörur LÍDÖ-KJÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.