Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins píiH50nttiMííííií&' MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1967 Um 100 aðilar hafa af- salað sér lóðum í Fossvogi TTM 100 aðilar hafa afsalað sér lóðum í Fossvogi, sem úthlutað var á sl. sumri, og um 20 í Breið holti. Lóðum þessum hefur ver- ið úthlutað jafnóðum að nýju. Morgunblaðið átti í gær tal við Ellert Schram, skrifstoíustjóra borgarverkfræðings, og fékk upplýsingar um úthlutun lóða á þessum svæðum og lóðaafsölin. Ellert sagði: James K. Penfield — Á sl. sumri var úthlutað 80 einbýlighúsalóðum í Fossvogi. Um þær sóttu 333 aðilar. Af þeim sem úthlutun hlutu höfðu 36 af- salað sér lóðunum um sl. ára- mót og einn eftir áramótin, eða alls 30. Lóðum þessum hefur verið úthlutað aftur og hafa því 106 fengið umsóknum sínum um einbýlishúsalóðir fullnægt. — Útihlutað var 222 lóðum fyr- ir raðhús í Fossvogi og 26 að auki til erfðafestuhafa. Um þess- ar lóðir sóttu 711 aðilar. Af þeim 222, sem úthlútað var lóðum í upphafi, afsöluðu sér 48 lóðum þessum fyrir áramót og 8 eftir áramót, eða alls 56. Fullnægt hefur verið 278 umsóknum um lóðir fyrir raðhús á þessu svæði. — Þá var úthlutað 268 íbúðum í fjölbýlishúsum til einstaklinga í hópum og byggingasamvinnu- félaga. Um 50 hættu við umsókn ir sínar áður en til úthlutunar kom. I>ess vegna vwru umsókn- irnar aðeins 40, sem ekki var unnt að fullnægja. — Á sl. sumri komu 73 lóðir fyrir raðhús til útfhlutunar í Breiðholti. Um þær sóttu 01, enj 14 þeirra, sem úthlutun hlutu, hafa afsalað sér lóðunum, þann- ig að alls hafa 84 fengið um- sóknum sínum fullnægt. Penfield sendiherra lætur af embætti 1 FRÉTT frá Washington skýrir Associated Press fréttastofan frá því í gær að James K. Penfield hafi verið veitt iausn frá embætti sem sendiherra Bandaríkjanna á Ísiandi. Tekur hann við nýju em bætti sem eftirlitsmaður í utan- ríkisþjónustunni, og felur em- bættið í sér umsjón með sendi- ráðum Bandaríkjanna víða um heim. Morgunblaðið sneri sér til Penfields sendiherra í gær, og staðfesti hann að fréttin væri rétt. Kvaðst sendiherrann búast við að verða kvaddur heim til Washington í næsta mánuði. Þótt nýja starfið væri mjög skemmti- legt, sagðist Penfield sendiherra kvíða því að þurfa að kveðja ís- land og íslenzka vini, því sér hefði líkað afar vel við dvölina hér. James K. Penfield tók við sendi herraembættinu hér á landi í apríl 1961, og hefur starfað við utanríkisþjónustu Bandaríkjanna frá 1930. Hefur hann m.a. starfað í Kína, Mansjúríu, London, Vín og Aþenu. Árin 1958—1960 var hann aðstoðarráðherra í Afríku- deild utanrikisráðuneytisins í Washington. — Þá var úthlutað 96 einbýlis- húsalóðum í Breiðholti. Um þær sóttu 242, en 5 afsöluðu sér lóð- unum strax, svo 101 hafa fengið umsóknum sínum fullnægt. — Reynslan er sú, að allmarg- ir þeirra, sem sækja um lóðir, draga umsóknir sinar til baka eða afsala sér lóðum, þegar á reynir. Miklum hluta þeirra um- sókna sem bárust sl. sumar var fullnægt. En um 100 lóðum í Fossvogi hefur verið skilað aft- ur og_ um 20 í Breiðholti. — Ástæðurnar eru fjölmargar, en einna mest ber á því, að þeg- ar á reynir hefur fólk ekki bol- magn til að leggja út í fram- kvæmdirnar eða þá að þörfin er ekki svo knýjandi, að það vilji leggja á sig miklar byrðar vegna þeirra. Framhald á bls. 27 Starfsmönntim sjónvarpsins fjölgað ÚTSENDINGARDÖGUM sjón- varpsins hefur verið fjölgað í fjóra, og verður nú einnig sent út á mánudögum. í stuttu sam- tali við útvarpsstjóra kom það fram, að ákveðið hetfur verið af þessum sökum að fjölga starfs- fólki sjónvarpsins um tíu til við- bótar þeim 30 sem fyrir eru. Verður hér bæði um dagskrár- menn og tæknimenn að ræða. IUenntamála- ráðherra kosinn heiðursfélagi PEN-félagsins Á FUNDI, sem haldinn var í P.E N.-félagi íslands síðastliðinn laugardag kom fram tillaga frá stjórn félagsins að kjósa dr. Gylfa í>. Gíslason, menntamála- ráðherra, heiðursfélaga þess. Tillagan var samiþykkt ein- róma af fundarmönnum. Skipasmiðastöðin Stálvík hf skömmu eftir að tekizt hafði að ráða niðuriögum eldsins. Þokið fuðraði cipp á 7 mín, Eldur i skipasmiðastöðinni Stálvik MIKILL eldur kom upp í þaki nýbyggingar skipa- smíðastöðvarinnar Stálvík hf við Arnarvog í Garða- hreppi nokkru eftir kl. 5 í gær. Verið var að rafsjóða í suðvesturhorni hússins, og er talið að neisti hafi borizt í trefjaplastrúður, sem eru mjög eldfimar, og þaðan hafi eldurinn borizt upp í þakið. Fuðraði það upp á svip- stundu, og telja starfs- menn skipasmíðastöðvarinnar að ekki hafi liðið meira en 7 mínútur frá að eldsins varð fyrst vart, og þar til þakið varð alelda. Um 60—70 menn vinna í skipasmíðastöðinni, og þykir hin mesta mildi, að ekki urðu nein slys á mönn- um. Slökkviliðið í Hafiyirfirði kom á vettvang, og tókst því mjög bráðlega að ráða niður- lögum eldsins. Tvær slökkvibifreiðir fóru á staðinn frá Hafnarfirði með 4 tonn af vatni, en ekkert vatn var að hafa á staðnum, svo að flytja varð vatn á vörubifreiðum í vatnsgeym- uim frá Hafnarfirði og háði það slökkvistarfinu, að því er slökkviliðið í Hafnarfirði seg- ir. SlÖkkviliðið í Reykjavík var beðið að senda eina slökkvibifreið á staðinn, en ekki var þörf á að nota hana. Mbl. hafði samband við Jón Sveinsson, einn af forstöðu- mönnum skipasmíðastöðvar- innar, og spurðist fyrir um tjónið. Jón kvað mjög erfitt að segja nokkuð um tjónið að svo stöddu, þar sem of skuggsýnt hefði verið i hús- inu til þess að mögulegt væri að átta sig fyllilega á því, en taldi það allmikið. T. d. hefði þakið gjörónýtzt og einn hús- veggurinn skemmzt talsvert, og auk þess kvaðst hann ótt- ast, að einhverjar skemmdir hefðu orðið á stórum krana, sem er í stöðinni. Hins vegar Framhald á bls. 27 Fróðlegar umræður á Alþingi í gær um Fundargerðir ráðherrafunda liann ViAffti v^riiK KnAíii — og afstöðu þáverandi ríkisstjórnar til her- verndarsamningsins við Bandaríkin árið 1941 f GÆR urðu mjög fróðlegar umræður í neðri deild Al- þingis um fundargerðir ráð- herrafunda og skrásetningu á viðtölum utanríkisráðherra við sendimenn erlendra ríkja. Umræður þessar spunnust vegna frv. Einars Olgeirsson- ar um gerðabækur ríkis- stjórna og í framsöguræðu sinni varpaði flutningsmaður m. a. fram spurningu um af- stöðu þáverandi forsætisráð- herra til herverndarsamn- ingsins við Bandaríkin 1941. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra upplýsti, að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefði sá háttur verið upp tek- inn að halda gerðarbók og skrá ákvarðanir sem teknar eru á ríkisstjórnarfuudum. Ennfremur skýrði hann frá því, að hann hefði haft þann sið sem utanríkisráðherra að skrá þau viðtöl sem hann átti þá við sendimenn ann- arra ríkja. Varðandi fyrirspurn Ein- ars Olgeirssonar um afstöðu þáverandi ríkisstjórnar til herverndarsamningsins skýrði forsætisráðherra frá því, að hann hefði verið boðaður á fund ríkisstjórnarinnar 24. júní 1941 og á þeim fundi hefði sér verið falið, þá þeg- ar um nóttina að gera upp- kast að samningi við Breta og Bandaríkin um þetta mál. Sagði Bjarni Benediktsson, að ekki kæmi til mála að það hefði verið gert, ef forsætis- ráðherrann hefði verið mót- fallinn samningunum. Hér fer á eftir ítarleg frá- sögn af ræðum þeirra Bjarna Benediktssonar og Einars Ol- geirssonar um þessi mál. Framhald á bls. 8 Togarar selja afla erlendis TOGARARNIR Harðbakur og Neptúnus seldu afla sinn í Bret landi í gærmorgun. Harðbakur seildi 160 tonn 1 Grimsby fyrir 12.656 sterlings- pund og Neptúnus seldi 132 tonn í "Hull fyrir 10.024 sterlingspund. Þorkell máni seldi sl. mánu- dag í Bremerhaven 121 tonn fyr- ir 115.200 mörk. Frv. um Austur- landsvirkjun FRUMVARP Jónasar Pétursson- ar um Austuirlandisvirkjun vai til fyrstu um-raeðu í neðri deild Allþingis í gær. Flutti Jó>naa ítarlega ræðu um máldð og verð- ur hennar nánar getið í blaðinu á morgun. Umræðu varð ekki lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.