Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 8
8 MOKG-UNBXjAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1967. Framhald af bls. 28 Einar Olgreirsson: Það mun löng nm hafa verið svo hjá okkor hér heima, að ríkisstjórnir hafa ekki haldið gerðabækur. Vitn- eskjan um, hvað gerzt hefur á ráðherrafundum, þegar þeir hafa verið beinir ráðuneytis- eða rík- isráðsfundir undir forsæti for- seta eða ríkisstjóra hefur mest- megnis verið það, sem síðan hef- ur komið út úr þessu sem lög eða annað slíkt, eða ákveðnar gerðir. Mér er hins vegar kunn- ugt um, að í tíð núverandi ríkis- stjórnar hafa verið haldnar Einar Olgeirsson gerðabækur, þar sem í hafa að minnsta kosti verið skráð þau mál, sem fyrir voru tekin, og höfuð niðurstöður. Hvað snertir viðtöl utanríkismrh. er ég hrædd ur um, að mjög lítið sé til af slíkum viðtölum skráðum. Eitt af því, sem olli því, að ég bar þetta frv. fram, er að ég vildi um leið r.ota tækifærið, meðan ein'hverjir þeirra manna eru enn hér á þingi og á lífi, sem fjallað hafa um þau mál, til að vita, hvort þeir kunna nánar að upplýsa ýmislegt af því, sem deilur kunna að vera um, en sem ég hef frá öðrum stöðum nokkrar upplýsingar um. Það eru þau atriði í því, sem gerizt á árunum 1940-41, sem ég í þessu sambandi mun sérstaklega minn- ast á. í fyrsta lagi er það her- námssamningurinn, eins og við höfum kallað hann, sá samning- ur, sem ísland gerir við Banda- ríkin í júlí-byrjun 1941 um, að Bandaríkin skuli taka að sér her vernd íslands, og það, sem þá fer fram á milli íslenzku ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa ensku ríkisstjórnarinnar og þeirrar amerísku. í Bandaríkjunum er nú búið að birta öll þau skjöl og 611 þau viðtöl, sem fram fóru á milli þáverandi utanríkismála- ráðherra, Summer Wells, og þá- verandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, Halifax lávarð- ar, þar sem m.a. er komið inn á afstöðu islenzku ríkisstjórnar- innar í þessum efnum. Stúdent við einn háskóla 1 Kaliforníu hefur nýlega skrifað sína prófritgerð um yfirtöku Bandaríkjanna á hervernd fs- lands 1941 og haft aðgang að öll- um þessum skjölum, sem nú eru birt í bandaríska þinginu. Þar er sagt frá því, að Haíifax lávarð- ur hafi komið til utanrikismála- ráðuneytisins 26. júní með skeyti og skýrt þáverandi utanrikis- málaráðherra frá þeirri skýrslu, sem komið hafi til brezka utan- ríkisráðuneytisins frá fulltrúa þess á íslandi og viðtali við hann þann 24. júní. Og þar er tekið fram í þrem liðum um af- stöðu íslenzku ríkisstjórnarinn- ar til þess máls, sem farið sé fram á. Hann segir þar í fyrsta liðnum, að brezki konsúllinn hafi talað við íslenzka forsætis- ráðherrann um nauðsynina á því að íslenzka ríkisstjórnin óskaði eftir, að ríkisstjórn Bandaríkj- anna tæki að sér vörn íslands og kæmi í staðinn fyrir brezka her- námsliðið hér. Síðan segir orð- rétt: „Forsætisráðh. hefði svar- að, að margir einstaklingar í ís- lenzka ríkinu væru hlynnt- k því skrefi, sem lagt væri til að taka, en að hann sjálfur, forsætisráðh., væri andvígur því“. Ég man ekki eftir, að þær upplýAngar hafi nokkurn tím- ann komið fram hér á íslandi, að ágreiningur hafi verið inn- an þjóðstjórnarinnar um þessi mál. En hér segir fulltrúi brezku rikisstj. í Bandaríkjunum, eftir skýrslum frá brezka utanríkis- málaráðuneytinu, og það aftur eftir skýrslu síns sendifulltrúa hér í Reykjavík, að þetta hafi komið fram í viðtali við forsætis ráðherra. Þá segir þar, að for- sætisráðh. hafi sagt, að það hafi verið nokkur hreyfing á íslandi síðasta haust um að fara fram á þetta við stjórn Bandaríkj- anna, en á þeim tíma hafi amer- íski konsúllinn, sem hafi farið eftir fyrirskipun frá Was'hing- ton, lagzt gegn allri viðleitni í þá átt. Þá segir og, að brezki konsúllinn hafi látið í ljós þá skoðun, að það væri mögulegt, að forsætisráðherrann eða stjórn hans yrði fengin til þess, að tilkynna opinberlega, að rík- isstjórn íslands myndi sætta sig við ameríska hertöku í stað- inn fyrir brezka hertöku. Kons- úllinn efaðist um, að íslenzka ríkisstjórnin myndi biðja um slíka hertöku. Daginn eftir átti Halifax aft- ur viðtal við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og skýrði þá frá því, sem gerzt hafði í þeim efn um, og m.a. segir hann eftirfar- andi: „Halifax lávarður gaf Wells til kynna, að fyrirskipanir hefðu verið sendar til brezka konsúlls- ins á fslandi, að sjá um að ís- lenzki forsætisráðhérrann sendi ósk um vernd“ með öðrum orð- um, þegar þeir tala þarna alveg hreint sín á milli Halifax lávarð- Ur og utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kemur það 1 ljós, eins og við höfum heyrt ávæning af, að brezka ríkisstjórnin hafi fyrir skipað sínum fulltrúa hér að sjá um að íslenzka ríkisstjórnin færi fram á þessa hervernd. Eins og allir muna, stendur sérstaklega í samningnum frá 1941, að ísland geri þetta af frjálsum og fúsum vilja. Þetta eru hlutir, sem við raun- verulega eigum kröfu á að fá að vita um, og nú myndi ég vilja spyrja hér á Alþingi: Hvað er rétt í þessum hlutum? Ég skal til viðbótar taka það fram, að brezjki sendiherrann ■ í Reykjaviík hafði sámað uíanríkis ráðuneyti.nu brezka, föstudaginn 27. júní svohljó'ðandi: „Þrátt fyr- ir röksemdir miinar og kröfur neitar íslenzka ríkisstjórnin að — hann notar á ensku „invite" — biðja um ameríska her- inn. Þeirra afstaða er sú, að þegar þing hafi síðast setið hafi verið mikill meiri hluti í öllum flokkum gegn því að biðja um ba.ndaríska hervernd og stjórnin geti þess vegna ekki tekið að sér, — tekið að sér ábyrgðina á að bjóða Bandaríkjiunum hinga'ð, án þesis að ráðgast við Alþinigi, en þeir eru hræddir um, að fyr- irsetlunin kynni þá að verða að engu“. Svo segir hann í öðrum parti: „Eftir að við böfum lagt svo mik'la áherzlu á hernaðar- lega þýðingu íslands, neita ráð- 'herrarnir, að trúa því, að brezk- ur her myndi raunverulega fara, ef Bandaríkm kæmu ekki“. Eins og menn muna eftir, var það yfirvarpfð þá, að brezki konsúl'l- inn tilkynnti að brezki herinn mynidi fara héðan burtu, þess vegna ráðlögðu Bretar íslenzku ríkisstjórninni að biðja Banda- ríkjamenn um vernd. En Winston Churchill gaf rétt á eftir þær yfirlýsingar í brezka þinginu, að brezki herinn yrði auðvitað kyrr á íslandi. Þeir gætu ekkert haft á móti því, að Bandarikin tækju að sér vernd íslands. Það væri íslenzka ríkis- stjórnin, sem gerði þetta upp á eigin spýtur og hún væri frjáls og sjálfstæð stjórn. Þá var Churchill að reyna að afsaka sig gagnvart sínum brezku imperíal- istum í þinginu, að þeir skyldu vera neyddir til þess að afhenda ísland í hendurnar á Bandaríkj- unum. Hitt atriðið, sem ég vildi minn ast á hér og sem hefði Ifegið ljóst fyrir svo fremi sem sá háttur hefði verið á hafður, sem ég legg nú til með þessu frv. snertir þá afstöðu, þegar Þjóðviljinn var bannaður í aprílok 1941. Stefán Jóhann Stefánsson. fyrrv. forsrh. hefur skrifað minningabók, þar sem hann segir meðal ann- ars, að hann hafi verið hlynnt- ur því, að einhverjar ráð- stafanir yrðu gerðar til þess að hefta starfsemi kommún- ista, eins og hann kallar það, sérstaklega að þrengja ein- hvern veginn að því prentfrelsi, 'sem Þjóðviljinn nyti. Og hann segist hafa hreyft því innan ríkisstj., að það væri rétt, að ís- lenzka ríkisstj. gerði slíkar ráð- 'stafanir og síðan segir hann orðrétt á bls. 185: „En innan ríkisstj. fékk þessi skoðun mín engar undirtektir, einkum var Ólafur Thors henni mótfallinn. Ég man vel, að hann hélt því fram, að ráðstafanir gegn rógi kommúnista gætu orðið til þess að varpa á þá einhverjum písl- arvættisljóma og auka fylgi þeirra og svo rekur hann lengur, hvað hann hafi hugsað." Mér finnst ekki gott fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að hafa þessa hluti ekki nokkurn veginn á hreinu. Ef tillögur hafa kornið fram í ríkisstj., hefur komið fram till. t. d. um að banna þá Sósíalfl. Hefur komið fram till. um að banna Þjóðv. Hefur komið fram till. um að gera einhverjar aðrar ráðstaf- anir? Hvaða afstöðu hafa hinir ýmsu ráðh. tekið gagnvart þessu Nú er svo, að báðir ráðh. Sjálfstfl. í þeirri ríkisstj. eru dánir Hvorugur þeirra er leng- Hermann Jónasson Afstaða hans 1941 til umræðu á Alþingi í gær. ur til frásagnar um þetta. Kannski hafa þeir sagt ein- hverjum frá því, sem þá hefur gerzt, en þetta eru hlutir, sem menn eiga að vita og sem á að liggja fyrir um svo að menn þurfi ekki að deila um það. Það er nóg, að menn rífiist um, hvort það hafi verið rétt eða rangt, praktískt eða ópraktískt. Bjarni Benediktsson: Það er rétt, að nú í 2—3 ár hefur það verið fastur siður hjá ríkisstjórn inni að halda gerðarbók, og þar eru ritaðar þær ákvarðanir, sem þar eru teknar. Þetta er ekki al- veg nýr siður. Honum hefur ver- ið fylgt öðru hverju allt frá því að þriggja manna stjórn var mynduð hér, og eru til í Stjórnar ráðinu gerðarbækur öðru hverju frá þessu tímabili. En því miður eru þær ekki heillegar, og ég hygg, að það sé rétt munað hjá mér, aðrir geta leiðrétt, ef mig rangminnir, að það hafi ekki verið siður í öðrum ríkisstjórn- um, sem ég hef setið í heldur en nú á þessum allra síðustu árum að halda gerðarbók. Hins vegar hefur það verið gert, eins og ég segi, öðru hverju, en það er auð- vitað til mikils hagræðis og raun ar alger nauðsyn, að slík gerða- bók sé fyrir hendi. Ekki einung- is sem söguleg heimild, heldur vill það oft verða, að menn greini nokkuð á um það að nokkrum tíma liðnum, hvað samþykkt hafi verið, og þarf þar enginn að vera í illri trú, heldur geta allir þótzt vera sannfærðir um, að þeir muni rétt. Og það var fyrst og fremst vegna þeirrar nauðsynjar, sem við ákváðum að taka þennan hátt upp og ég vona, að hann haldist. Ég tel nú út af fyrir sig ekki þörf á því að setja unvþetta laga- ákvæði. Ég vonast til þess að menn verði sammála um að halda þessum hætti héðan í frá. Hann er svo augljóslega til bóta og til þæginda að hafa þetta skráð. Ég þykist vita, að ástæðan til þess að menn hafi fallið frá þessu er það, að stundum, sér- staklega þegar ekki hefur verið of mikill trúnaður á milli þeirra, sen. í stjórn hafa setið eins og oft hefur verið, hafa menn verið feimnir við að láta embættis- Bjarni Benediktsson menn sitja inni og hlusta á allar þær umræður, sem fram fara. Slikt er með eðlilegum hætti kannske oft viðkvæmara í sam- steypustjórnum heldur en ef það eru hreinar flokksstjórnir. Ég hygg, að enginn okkar, sem í stjórninni höfum verið frá því, að þessi háttur var nú tekinn upp, hafi orðið þess var, að nokkuð hafi lekið út af stjórnarfundum frá þeim embættismanni, sem þetta annast. Og ég held nú, að það sé engin hætta samfara því, þó að embættismaður sé hafður á þessum fundum heldur sé það nauðsynleg öryggisráðstöfun. Ég mundi einnig telja, að það hafi verið lengi tíðkanlegt, að utanríkisráðherrar rituðu niður helztu samtöl, sem þeir eiga við erlenda sendimenn. Sumir menn gera þetta yfirleitt um samtöl, sem þeir eiga við aðra og þeir telja merkileg. Ég hef nú ekki haft þann hátt á, nema þegar ég var utanríkisráðherra, þá hafði ég það fyrir meginreglu að rita niður þau samtöl, sem fram fóru og ég hygg, að þau séu öll geymd eða eigi að vera geýmd í skjöl- um Stjórnarráðsins. Þetta er nauðsynleg heimild, eins og hv. þm. sagði, líka til þess að menn átti sig á samhengi, þeir, sem á eftir koma. Ég vil ekki neita því, að stundum geti eitthvað komið fram sem menn vilji láta liggja milli hluta og þá einfald- lega sleppa að skrifa það niður, og getur þá enginn haft á þeim hemil, ef menn vilja hafa þann hátt á. En reglan mundi nú vera sú, að þeir telja sjálfra sín vegna og alls betra að hafa ekki sízt það, sem merkilegast er skráð. Að setja hins vegar heimild eða lagafyrirmæli um það, að allt þetta eigi að vera opinbert eftir 15 ár, er ég ekki viss um, hvort er allsendis hyggilegt. Ég efast mjög um, að því sé svo ræki- lega fylgt í Bandaríkjvmum eins og háttvirtur þingmaður vildi nú vera láta. Ég hygg, að það gangi í gegnum töluverða síu, sem birt er, áður heldur en það er birt og sjálfur vil ég telja, að ég hafi átt sum samtöl fyrir einum 15— 20 árum, sem ekki væri tímabært að birta, ekki vegna þess að það skaðaði landið eða sé neitt ljótt, sem þar hafi farið fram, heldur af því að það á þessu stigi máls- ins eigi ekki enn þá við að birta það. Það er ekki varðandi varnar mál, sem ég hef þar í huga, held- Framh. á bls. 21. Dagskrá Sam- einaðs Alþingis ■ dag 1. Diplomatiskt samband við Þýzka alþýðulýðveldið. 2. Fullnaðarpróf í tæknifræði. 3. Fiskirækt í fjörðum. .4 Olíumöl á Vesturlandsveg. 5. Dvalarheimili fyrir aldrað fólk. 6. Fyrirspurnir: a. Öryggisútbúnaður álverk- smiðju í Straumsvík. b. Rekstrarvandamál báta. c. Rafmagnsmál Austurlands. d. Jafnrétti íslendinga í sanv- skiptum við Bandaríkin. e. Staðgreiðsla skatta. 7. Hlutverk Seðlabankans a8 tryggja atvinnuvegunum láns fé. 8. Réttur til landgrunnsins. 9. Kaupmáttur tímakaups verki manna í dagvinnu. 10. Húsnæðismál. 11. Tillögur U Thants til lausnar á styrjöldinni í Vietnam. 12. Listasöfn og listsýningar. 13. Uppbygging sjónvarps. 14. Loftpúðaskip. 15. Skólaskip. 16. Staðsetningarkerfi fyrir sigl- ingar. 17. Lækkun dráttarvaxta í fisk- veiðasjóði og stofnlánadeild Búnaðarbankans. Fiskiskip Seljum og leigjum fiskiskip, af öllum stærðum. SKIPA. SALA _____OG____ SKIPA. LE|GA VESTURGÖTU 5 Sími 13339. Talið við ofckur um kaup og sölu fiskiskipa. Höfum kaupanda að Sigvaldahúsi í Kópa- vogi. Ófullgerðu eða full- gerðu, til skipta á 4 herb. nýrri íbúð í Háaleitis- hverfi. fasteignasalah HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTl i Sími 40863. FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Símar 24647 og 1522L Til sölu eða leigu Nýtt verzlunar- eða iðnað- arhúsnæði 400 ferm. á götu hæð. 7/7 sö!u 4ra herb. íbúð á 7. hæð við Ljósheima 5 herb. raðhús við Bræðra- tungu. 2ja herb. kjallaraíbúð við Laugarnesveg. Ámi Guðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson, lögfr- Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsími 40647. EIGNASALAN REYKJAVÍK 19540 19191 Til SÖlu 120 ferm 4 herb. hæð við Reynihvamm allt sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.