Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1967. Stórhríð í New York New York, 7. febr. AP-NTB STÓRHKÍB gekk yfir austur- strönd Bandarík.ianna í dag, og olli miklum umferðartruflunum i 14 ríkium. Loka varð flugvöll- um víða á þessum slóðum, og margir þióðvegir urðu ófærir. Einnig féll öll kennsla niður í skólum á hríðarsvæðinu. Vetur hefur til þessa verið mildur á austurströndinni, en i gær snjóaði lítillega. Hvessti og kólnaði £ nótt, og í dag sá vart milli húsa í New York borg í hryðjunum. Svo til öll umferð stöðvaðist um þrjá alþjóðaflug- veiiina við New York og flug- vellina tvo við Washington. Vind hraðinn var um 60 km. á klukku stund. og víða um 7 stiga frost. Kyngdi niður 7-25 sentímetra snjó allt sunnan frá Kentucky norður til Maine, og var ekkert lát á snjókomunni. Sunnar, við New Oreans, gerði mikla rigningu, og mældist úr- koman þar 210 millimetrar I nótt. Varð að flytja 150 fjölskyldur frá heimilum sínum vegna úrkom- unnar. Siglingar um St. Lawrence- fljótið í Kanada stöðvuðust vegna ísa, og tókst fjórum ís- brjótum ekki að halda siglinga- leiðinni opinni. Farþegaskipið „Scotia“ frá Cunard skipafélag- inu, danska flutningaskipið „Maja Dan“ og tvö skip önnur reyndu einnig að brjóta sér leið eftir fljótinu, en ekki var búizt við að þau kæmust langt. - STÁLU FLUGVÉL Fra.mhald af bls. 1 Riyad, utanríkisráðherra Eg- yptalands, sendiherra Jórdan- íu á sinn fund, og óskaði eftir að flugvélinni yrði skilað heim. Einnig krafðist ráðherr- ann þess að allir farþegar og áhöfn yrðu sendir heim til Karíó. Egypzka upplýsingaþjón- ustan ber á móti því að Hajjaj ofursti hafi starfað við leyni- þjónustuna. Segir í til- kynningu upplýsingaþjónust- unnar að ofurstinn sé þekktur afbrotamaður, og ástæða sé til að ætla að hann hafi neyðzt til að flýja land af þeim sök- um. f Amman var tilkynnt að flóttamönnunum 33 hafi verið veitt hæli sem pólitískum flóttamönnum í Jórdaníu. Og skömmu seinna var einnig til kynnt að nokkrir yfirmenn úr sýrlenzka hernum hafi sótt um og fengið hæli í Jórdaníu ' á sömu forsendum. - KOSYGIN Framhald af bls. 1 „rógburðartilraunum", sem gefa í skyn að Bandaríkin standi Evr- ópu mun framar tæknilega. „Ef Guðbjörn Guðmundsson, prentari, heldur á einni af mörgum gjöfum, sem Iðnaðarmannafé- laginu í Reykjavík berst í tilefni 100 ára afmælis félagsins. E'r það bréfapressa frá Iðnað- arbanka íslands og ber hún áletrunina 1867—1967. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.). Sýningu Iðnaðarmanna- félagsins lýkur í dag * f dag er síðasta tækifærið til ! þess að sjá sýningu Iðnaðar- • mannafélagsins, í máli og : myndum, um starfsemi þess i ; 100 ár, svo og þær gjafir sem ! það hlaut á afmælisdaginn, ■ 3. febrúar sl. Sýningin er í ; Iðnskólanum við Skólavörðu- j torg, — Inngangur frá Vita- ; stig. Svningin er onin frá kl. : 17—22 (kl. 5—10 siðd.). Sýning þessi veTður alls : ekki framlengd frekar, þar ■ sem nota þarf salinn til ann- arra þarfa skólans næsta dag. Þessi sýning félagsins hefir verið allvel sótt síðan hún var opnuð 28. janúar sl., enda þar margt að sjá til fróðleiks um sögu félagsins og þróun Reykjavíkur á liðnum þeim 100 árum, sem félagið hefir starfað. Iðnðarmannafélagið í Rvík er eina félagið í landinu, sem á samfellda starfssögu í 100 ár (auk Bókmenntafélagsins, en starf þess er og hefir verið að sjálfsögðu annars eðlis). Sérstök nefnd var af hálfu félagsins skipuð til þess að setja upp sýningu þessa og voru það þeir Sigurbjörn Guðjónsson, húsasmíðameist- ari, Guðbjöm Guðmundsson, prentari, og Helgi Hallgríms- son húsgagnaarkitekt, en þeir réðu sér til aðstoðar um upp- setningu sýningargripa og rit- un texta Kjartan Guðjónsson, listmálara. við lítum á Evrópu og Sovétrík- in sem eina heild, og metum nátt úruauðæfi þeirra, sjáum við að þau eru meiri og máttugri en auðæfi Bandaríkjanna. Spara má mikla vinnu með vísinda- legri samvinnu Sovétríkjanna og Bretlands, og Sovétrfkjanna og Frakklands. Ég álít mikla mögu- leika vera á hagkvæmri sam- vinnu á þessu sviði“, sagði Kosygin. í viðræðum þeirra Kosygin og Wilsons í dag kom Vietnam mál- ið á dagskrá, og haft er eftir áreiðanlegum heimildum að þær umræður hafi lítinn árangur bor ið. En viðræðum um það mál verður haldið áfram siðar með- an á heimsókn sovézka leiðtog- ans stendur. TRYGGING ER NAUÐSYN © Allir heimilis£eður ættu að ha£a líf-og slysatryggingu Hugleiðið vel hver mikið öryggi það er fyrir fjölskyldu yðar, ef þér eruð líf- og slysatryggður. Ef þér eruð líftryggður, er eiginkonu yðar og börnum greidd tryggingarupphæðin, hvernig sem andlát ber að höndum. Ef þér eruð slysatryggður, eru greiddar bætur vegna dauðaslyss, eða varanlegrar örorku. Ennfremur dagpeningar, ef um tímabundna örorku er að ræða. Ræðið við umboðsmenn vora um þessar hagkvæmu og sjálfsögðu tryggingar. ALMENNAR TRYGGINGAR ” PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700 smmiNAR T auga veiklun Furðulegustu hlutir verða Tím anum að yrkisefni þessa dag- ana og skrif blaðsins benda tfl taugaveiklunar á háu stigi. Öðruvísi verður ekki túlkuð „forustugrein" sú sem birtist f Framsóknarblaðinu í gær i til- efni af frétt, sem Mbl. birti fyrir nokkrum dögum um áhuga út- gerðarfélags í ísrael á aðstöðu fyrir togara þess hér á landi. Óneitanlega virðist taugaveikl- un Framsóknarmanna vera kom- in á alvarlegt stig, þegar við- brögð þeirra verða slík við frétt sem þessari og þessi viðbrögð gefa raunar einkar glögga lýs- ingu á hugarástandi Framsókn- armanna um þessar mundir. Sjálfsagt er það fullmikið sagt hjá Tímanum, að hið ísraelska úteerðarfyrirtæki muni bjarga við togaraútgerð á fslandi, þótt erfitt sé raunar að sjá hvaða tjón þjóðin komi til með að bíða á sálu sinni, þótt fsraels menn seldu íslenzkum frysti- búsum fisk til vinnslu. En hins vegar er þetta ágætt tækifæri til þess að beina þeirri fyrirspurn til Framsóknarmanna og Tímans hvaða leiðir þessir aðilar vilja fara til þess að leysa vandamál togaraútgerðar á íslandi. Þeir hafá hingað til verið fáorðir um það. Kostuleg skrif Tíminn birti í gær kostuleg skrif um gjaldeyrismál og gerði þar hvoru tveggja í senn að játa að sparifjárbindingin er ein af forsendum gjaldeyrisvarasjóðs- ins um leið og blaðið opinberar næsta ótrúlega fávisku um við- skipti íslands við önnur lönd. f skrifum þessum segir: „Það leynir sér ekki, að komið hefur verið við kviku, þegar Helgi Beres benti á að skvnsamlegasta meðferð bess gialdeyriss.ióðs, sem ríkiccfíórnjn hefur mvndað á síðustu árum með þvi að krenna að atvinnuvegunum með sparifjárfr^ctingu oir báum vöxt um.......“ Hér með viðnrkenna Framsókna^menn í fvrcta skipti bað sem fram að k««n bafa ekki fen-izf til bess að játa, að snarifiárbindinp-in er ein megin forsenda gialdeyr*svarasióðcíns og að ítmkaðar ti|i;;nir beirra um margra ára skeið um að hætta sparifiárbindingu eru ekk- ert annað en tillögur um það að evða gjaldeyrisvarasjóðnum. l!n siðan kemur rúsínan í pylsueml- anum: „Það liggur í augu n uppi“ segir Tíminn, ,.hve frálett og léleg hagsýsla það er að frysta lánsfé atvinnuveganna og mynda með gjaldeyris«ióð seiit stendur ónotaður svo til vaxta laus meðan atvinnuvegirnir en sveltir og geta ekki endurnýjaí vélakost eða aukið hagræðingu og verða þannig ósamkeppnis- færir. Gjaldeyrisssjóður umfram nauðsyn er of dýru verði keypt- ur fyrir það.“! Þessi síðasta til- vitnun er vafalaust einhver sú kostulegasta í skrifum Tímans um efnahags- og gjaldeyrismál, og hefur blaðið þó ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum á undanförnum árum. Það er sem sagt „fráleitt og léleg hagsýsla" að mynda gjaldeyrisvarasjóð „sem stendur ónotaður svo til vaxtalaus". Verzlunarfrelsið, sem byggist á gjaldeyrisvara- sjóðnum skiptir auðvitað engu máli í augum Framsóknarmanna. Lánstraust þjóðarinnar erlendis sem byggist á gjaldeyrisvara- sjóðnum skiptir auðvitað heldur engu máli í augum Framsóknar- manna. Lán til Búrfellsvirkjun- ar, sem fékkst vegna gjaldeyris? varasjóðsins skiptir náttúrlega heldur ekki máli í augum Fram- sóknarmanna. Annars eru þessi skrif svo fráleit að menn rekur í rogastanz þegar slíkt sézt í dagblaði á íslandi. Hvernig skyldu þeir menn stjórna land- : inu, sem standa að slíkum fá- I vitaskrifum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.