Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÖAR 1967. FramSialdsaukafundur SH.s Rœff í dag við tjórnina ^sZZ 1 GÆR var haldinn framhalds- aukafundur Sölunniðstöðvar hrað frystihúsanna að H-'tel Sögu. Á fundi samtahanna í janúar var samþykkt að fresta fundinum á meðan nefnd hraðfrystiiðnaðar- ins og ríkisvaldsins fjallaði um vandamálin, sem að þessari at- vinnugrein steðjar. Á fundinum að Hótel Sögu í gær flutti formaður stjórnar S.H , Gunnar Guðjónsson, skýrslu um viðræðurnar við ríkisstjórn- Ina. Greindi hann frá störfum nefndar fulltrúa hraðfrystiiðnað- arins og ríkisvaldsins og hug- myndir sem fram hefðu komið um lausn á vandamálum hrað- frystiiðnaðarins. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, flutti ræðu um starfsgrundvöll frystihús- anna. Fundarmenn samþykktu að fresta enn aukafundinum, þar sem frekari viðræður við ríkis- stjórnina munu fara fram í dag. f viðræðunefndinni eiga sæti af hálfu ríkisstjórnarinnar þeir Jónas Haralz og Jóhannes Nor- dal, en af hálfu frystihúsanna þeir Eyjólfur fsfeld Eyjólfsson (S.H.) og Bjarni V. Magnússon (S.Í.S.). Frá framhaldsaukafundi S.H. í gær. Gunnar Guðjónsson í ræðustóli. — (Ljósm.: Ól. K. Mag.) Til 1, umræðu » M. deHd ■ gær: Heildarlöggjöf um orkumáí KaiTlar ur ræðu Ingólfs Jónssonar Stöplalínuritið sýnir áfengisneyzlu landsmanna tala í lítrum á mann allt frá árinu 1881. þar til á síðastliðnu ári. Tölur þessar fékk Mbl. hjá Áfengisvarnarróði osr eru þær samanlö->-ð n**vzla léttra vína o«r sterkra. Þar sem um fleiri en eitt ár er að ræða, er tekið meðaltal áranna. FRV. ríkisstjórnarinnar orkumál var til 1. umræðu í Neðri deild A'þingis í gær og fylgdi Ingólfur Jónsson, raf- orkumálaráðherra, frv. úr hlaði. Lýsti ráðherrann höfuð atriðum frv. og sagði að með því væri steypt saman í heild arlöggjöf lögum um orkumál. Þar væri byggt á 20 ára reynslu og kvaðst ráðherr- ann vonast til þess að frv. þetta yrði að lögum og að það yrði til þess að gera fram kvæmd þessara mála einfald- ari en verið hefur hingað til. Ino'ólfur Jónsson sagði m. a.: Það eru ekki gerðar róttækar um I breytingar á gildandi 1. í raf- orkumálum, en eins og áður er sagt, eru þau samræmd og felld saman í einn lagabálk. Þykir mikið við það unnið. En helztu nýmæli frv. varða stjórn orku- mála. Það er gert ráð fyrir að koma á fót sérstakri orkustofn- un er annist rannsóknir. áætlana og skýrslugerðir á sviði orku- mála og verði ráðherra til ráðu- neytis í beim efnum jpfnframt Framhald á bls. 21. Sterka bensínið komið Verðið á lítra hækkar um 5°]o hér Áfengisneyzía á mann jókst um 26 ml. árið 1966 — Aukin neyzla og minna smygl, segir forstjóri Afengisverzlunarinnar STERKA bensínið með oktantöl- unni er komið til landsins. Kom það með rússneska olíuflutninga- skipinu Moskovisky Festival, en skipið kom hingað til hafnar í fyrradag. Er það með 5000 tonn af hinu sterka bensíni, er kemur frá Tuapse við Svartahaf, og ennfremur allmikið magn af gasolíu frá Batumi. Ekki verður byrjað að selja sterka bensínið strax, þar sem selja verður þær birgðir sem fyrir eru af benisíninu með dkt- antölunni 87, en ráðgert er að sala á nýja bensíninu hefjist í seinni hluta þessa mánaðar. Er gert ráð fyrir að það verði um 5% dýrara en benisin það sem fyrir er, en lítrinn af því kostar 7,05 kr. Á SÍÐASTLIÐNU ári jókst áfengisneyzla, miðað við hreinan vínanda á mann, um 26 millilítra Er þá miðað við tölur frá árinu áður. Mest var aukninein í sterk um vínum eða sem svarar 22 millilítrum. Aukningin í Iéttum vínum nam aðeins 4 millilítrum. Áfengisneyzlan á mann árið 1966 nam 2,33 lítrum og hefur aldrei náð svo miklu magni síðan á ár- uniim 1881—1885, en meðaltal þeirra ára er 2.38 lítrar á mann. Aukningin hefur ekki verið svo mikil frá ári til árs sem nú allt frá árinu 1057, en þá jókst áfengisneyzlan um 40 millilitra frá árinu áður, eftir að hafa minnkað 3 árin á undan. Á ár- unum 1041 — ‘45 var áfengis- neyzla á mann að meðaltali þessi ár 1.16 lítrar, en næstu fimm ár (1946-‘50) að meðaltali 1.76 lítr ar. Hafði neyzlan því aukizt um 60 milhlítra. Mbl. hafði tal af Jóni Kjartans syni, forstjóra Áfengis- og tóbaks verzlunar ríkisins og spurði hann álits á þessari miklu aukningu sið astliðins árs. Jón sagðist telja, Rauðu skikkiunni seinkar NOKKRAR tafir hafa orðið I á afhendingu kvikmyndarinnar Rauða skikkjan, sem tekin var hér í sumar. Var ráðgert að hún yrði tekin til sýningu i tveimur kvikmyndahúsum í Peykjavík um síðustu mánaðam^t, en þar sem framköllun hefur seinkað i Danmörku, er ekki von á film- unni hingað til lands fyrr en 14. þ. m., að því er Guðlaugur Rós- inkrans þjóðleikhússtjóri tjáði Mbl. Bjóst hann við að byrjað yrði að sýna hana strax upp úr miðjum mánuðinum. fslenzkt tal hefur verið sett inn á kvikmyndina, og sagði Guðlaugur, að hann hefði nýlega fengið bréf frá Danmörku, þar sem greint væri frá því, að það hefði tekizt mjög vel. að aukningin væri mjög mikil, en hins vegar hefði dregið mjög úr smygli á áfengi og hækkuðu því tölurnar. Söluaukning áfeng is hjá Áfengisverzluninni nam á síðastliðnu ári 102 milljónum króna. Jón sagði, að málin hefðu ver ið tekin öðrum tökum en áður á síðastliðnu ári, takmarkað hefði verið með reglugerð, það áfengis magn, sem fólk hefði fengið að fara með inn ? l=ndið og stuðlaði það að aukinni sölu hjá Áfengis- verzluninni. Lægðin við Grænland hreyf þá hvessa á miðunum vestan ist fremur hægt en ákveðið til lands. í gær var gott veður á norðausturs í gær og var bú- landinu. 2ja - 4ra stíga hiti og izt við regnsvæði hennar til úrkomulaust að kalla. landsins nú í morgun. Mundi -^i. Þingsályktunartilla^a Axews J«^iis~oTi«irs Olíumöl á VesturSamSsveg — trá Ártúnshöfða fil Þingvallavegar AXf?L Jónscon hefur flutt á Alþingi þingsályktunartil- lögu þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta gera ítarlega athugun með lagn- invu olíumalar á fjölfarnasta kafla Vesturlandsvegar, þ. e. frá Ártúnshöfða að vegamót- um Þingvallavegar. Er þings- ályktunartillaga þessi á dag- skrá Sameinaðs Alþingis í dag. f greinargerð með tilliögunni segir flutningsmaður: Um Vesturla.nidsveg fer öll bif- reiðaumferð til Vestur.lands, Vest fjarða, Norðurlands og Austur- lands. Auk þess er mikil um- fer’ð í hin þéttbýlu héruð Kjós- arsýslu og um Þingval.laveg. Við Kollafjörð og víðar eru starf- ræktar malarnámur og efnið flutt þaðan til höfuðborgarsvæð- isins. Framhald á bls. 21. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.