Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1967. 11 Sjötugur; Guðmundun B. Guimundsson í DAG er sjötugur Guðm. B. Guðmundsson járnsmiður, Hlíð- arbraut 15, Hf. Hann mun mörg- um Hafnfirðingum kunnur, enda er hann maður vinsæll mjög og vel látin. Hann er fæddur á Set- bergi við Hafnarfjörð 8. febrúar 1897, en þar bjuggu þá foreldrar hans, þau hjónin Guðrún Guð- mundsdóttir og Guðm. Jónsson. Nokkrum árum síðar flytjast þau að Hlíð í Garðahverfi og búa þar um nokkurt skeið, unz þau fluttu til Hafnarfjarðar 1907. Þar hefur Guðmundur búið síð- an, og þar hófst hans lífsbarátta. Hann lagði sjómennsku fyrir sig, eins og margir, ungir menn, sem ekki áttu margra kosta völ, á þeim árum. Sinn sjómannsferil hóf hann á opnum báti, sem reri frá Austfjörðum. En þar var formaður hinn velþekkti Hafn- firðingur Stígur Sæland og hef- ur hann sagt mér að hann hafi ekki í annan tíma róið með harð duglegri ungling en Guðmundi. Fljótlega réðist Guðmundur á togara, sem þá voru óðum að leysa eldri skipin af hólmi. Hann var alla sína sjómannstíð starfs- maður í vélarúmi, lengi vel kyndari eins og það var kallað og síðar meir vélstjóri. Guðmundur sigldi til Eng- lands í tveim heimsstyrjöldum síðasta, árið í hinni fyrri og það fyrsta í þeirri síðari, af því má marka að hann á langan sjó- mannsferil að baki. Það er aug- ljóst að allir þeir mörgu íslenzku sjómenn, sem háð hafa hildar- leik við hel um margra ára skeið, eins og stendur í siginga- vísum Jakobs Jóh. Smára, sú stétt manna, sem ætti að sýna meiri sóma, og greiða betur fyrir, SKODA 1202 Höfum til sölu mjög vel með farinn Skoda 1202 árg. 1964 á tækifærisverði. Bif- reiðin er til sýnis í Skipholti 35. Tékkneska bifreiðaumboðið. Sími 21981. en raun ber vitni, þegar f land kemur. Það getur verið álita mál, hve nær telja á menn gamia, og fer það þá siálfsaet eftir því, hvernig okkur tekst að bera byrðar þær, sem lífið leggur öllum á herðar einhvern tíma á lífsleiðinni. Svo er að siá, sem sumir eldist um aldur fram, en aðrir virðast fá í vöggugiöf ýmsa þá kosti, sem giörir þeim kleift að lifa lífinu létt, og láta sér hvergi bregða, þótt á móti blási. Einn í þeim hópi er sá, sem þessar línur eru ætiaðar, enda er hann enn léttur í lund og spori þrátt fyrir sjötíu ár að baki. Eftir að Guðmudur tók pok- ann sinn og fór í land, eins og siómenn orða það, kynntist ég honum að ráði, en við urðum samstarfsmenn í Vélsmiðju Hafn- arfjarðar fyrir um það bil 25 árum og höfum starfað þar sam- an síðan. Vissulega er gott að vera i góðum félagsskap, og þá ek'ki síður meðal góðra vinnufélaga, en af öllum þeim mörgu, sem ég hef starfað með á þessu tíma- bili ,veit ég engan betri en Guðm. Hans græskulausa gaman og ljúfa framkoma yfirleitt, gerir það að verkum, — að í návist hans þrífst engin ólund. Guðmundur er handlaginn mjög og vandvirkur, enda lætur hann ekkert út úr eldsmiðjunni fara, sem ekki ber handlagni hans vitni um leið. Hann er einn þeirra manna, sem ölium vill greiða gera, sé það á hans valdi. Oft veit ég að hann hefur unnið lengri vinnudag en hinir, til þess eins að afgreiða einhverja beiðn ina, fyrir ekki neitt, nema ánægj una af því að hafa getað gert greiðann. En ef til vill fær hann þá greiða greidda síðar meir í verðmeiri gjaldeyri en þeim, sem við breyskir menn sækjumst svo mjög eftir. Guðmundu er tvígiftur, fyrri kona hans var Þórunn Þorsteins- dóttir ættuð frá Ólafsvík hún lézt í júní 1934, með henni eign- aðist Guðmundur 3 börn sem öll eru uppkomin og búsett í Reykja, vík. Síðari kona hans er Vigdís Guðbrandsdóttir þau eiga upp komin fósturson sem búsettur er hér í Firðinum. Vigdís hefur bú- ið sér og mahni sínum mjög fallegt heimili, sem ber vissu- lega vitni þeim eiginleikum sem húsmóðurin er gædd, og þeir bezt vita er til þekkja. Ég óska Guðmundi og hans fjölskyldu allra heilla og vona að honum endist fjör og heilsa, enn um langan aldur. A. Þ. Byggingarsamv.félag vélstjóra Þeir meðlimir félagsins sem Setla á næstu misserum að fela félaginu forsjá og framkvæmd í húsnæðis- málum sínum eru beðnir að hafa hafa samband við skrifstofu Vélstjórafélags íslands, að Öldugötu 5 ,hið allra fyrsta. STJÓRNIN. HRINGSTIGAR Smíðum allar stærðir af hringstigum úr stáli. — Leitið tilboða. HÉÐINN Seljavegi 2. — Sími 24260. NORSKIBUDAR- OC SUMARHUS GERÐ „BJÖRN“ SUMARHÚS -*S -ís- vísífi&r's' ðs - GERÐ „27“ ÍBÚÐARHÚS Við höfum tekið að okkur umboð hér á landi fyrir norska fyrirtækið G. BLOCK WATNE A/S, sem er viðurkennt eitt bezta og vandaðasta fyrirtæki Noregs í framleiðslu timbur- húsa, enda hefur eftirspurnm verið slík. að þeir hafa ekki getað annað útflutningi fyrr en nú. Aðeins er notað valið efni og húsin framleidd til að standast ströngustu kröfur. Ef samið er strax, getum við útvegað örfá hús til afgreiðslu í aprfl. Velja má um nokkrar stærðir og gerðir og kaupandi getur að nokkru ráðið innréttingu. Önnumst uppsetningu. Upplýsingar gefur Björn Sigurðsson, byggingameistari frá kl. 4—6 næstu daga. G/obusH LÁGMÚLI 5, SlMI 11555 Merki Rauöa Krossins eru afgreidd: Vesturbær: 1. Efnalaug Vesturbæjar, Vesturgötu 53. 2. Melaskólinn. 3. Sunnúbúðin, Sörlaskjóli 42. 4. Síld og Fiskur, Hjarðar- haga 47. 5. Austurver, Fálkagötu 2. 6. Kron, Þverveg 36, Skerjafirði. 7. Egill Jacobsen, Austur- stræti. Austurbær A: 8. Fatabúðin, Skólavörðu- stíg. 9. Axelsbúð, Barmahlíð 8. 10. Silli og Valdi, Háteigs- veg 2. 11. Lidokjör, Skaftahlíð. 12. Lyngás, barnah., Safa- mýri 5. 13. Breiðagerðisskóli. 14. Borgarkjör, Borgargerðl 6. 15. Biðskvlið, Háaleitisbraut við Hvassaleiti. Austurbær B: 16. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. 17. Elís Jónsson, Kirkjuteig 5. 18. Laugarneskjör. Laugar- nesvegi 116. 19. Laugarásbíó. 20. Búrið, Hjallavegi 15. 21. Borgarbókasafnið, Sól- heimum 27. 22. Vogaskóii. 23. Saab, Langholtsvegi 113. 24. Árbæjarskóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.