Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 14
14 MOKGUNBLAÖIÐ, MIÖVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1967. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar^ og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 1^5.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Siguröur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ERLEND VERKFRÆÐI AÐSTOÐ Tj’inkenniileg er sú iðja ■*-J sumra að ala stöðugt á tortryggni þjóðarinnar gagn- vart erlendum mönnum og starfi þeirra í ökkar þágu. Við þessa iðju er einskis svif- ist og gjarna gripið til fuil- yrðinga, sem eru algjörlega úrt í hött eins og glöggiega hefur komið í l'jós siðustu daga, vegna ummæla Ingólfs Jónssonar, samgöngumála- ráðlherra, um hraðbrautar- gerð á íslandi á næstu árum. En ráðherrann benti á nauð- syn þess að fá heimsþekkt verkfræðingafyrirtæki til að taka þátt í áætlunargerð um hraðbrautarlagningu til þess að unnt væri að fá erlend lán til stókra frambvæmda. Þessi ummæii Ingólfs Jónssonar hafa orðið Þjóðviijanum til- efni langra hugleiðinga um þátttöku erlendra sér- fræðinga í framkvæmdum hér á landi og reynist sann- leiksástin ekki ýkja mikil í þeim skrifum. Þannig gerir Þjóðviljinn að umtalsefni stt. sunnudag undirbúning að Búrfelisvirkjun og segir: „Fyrirtækið Harza Engineer- - ing Company Intemational var ekki va'lið ti'l verksins fyrir tilistilli allþjóðabankans heldur samkvæmt kröfu svissneska alúmhringsins.“ En hverjar skyldu staðreynd- imar vera í sambandi við starfsemd þessa tiltekna verk fræðifyrirtækis á íslandi? í stuttu máli þær, að vinstri stjórnin fékk það til ^ess að rannsaka haustið 1957 skil- yrði tiíl stórvirkjunar í Jök- ulsá á Fjöl'lum í sambandi við umræður, sem fóru fram um álverksmiðju hér á landi. í framihaldi af því fram- kvæmdi þetta bandaríska fyr irtæki athugun á því, hvernig heildarvirkjun Þjórsár og Hvítár yrði bezt fyrirkomið og árin 1961 til ’65 voru þeir að athuga og gera áætl'un um stórvirkjun í Þjórsá, Hvítá eða Jökulsá með álverk- smiðju fyrir augum. Vinstri stjórnin, sem kommúnistar áttu sæti í, taldi sér því nauð- syhlegt að leita til erlends verkfræðifyrirtækis á þess- um tíma og hafði Sigurður Thoroddsen þó starfandi verk fræðiskrifstofu hér á landi á þeim tíma. Þetta litla dærpi sýnir glögglega meðferð Þjóð viljans á staðreyndum. Sannleikurinn er auðvitað sá, að um áratuga skeið hafa íslendingar notfært sér þjón- ustu þekktra erlendra verk- fræðifyrirtækja við áætlunar gerð um virkjanir og fleira og ástæðan er ekki, að íslend ingar hafi á þessu tímabili ekki haít hinum traustustu verkfræðingum á að skipa, heldur fyrst og fremst sú að alþjóðlegar lánastofnanir krefjast þess að áætlunar- gerð sé undirbúin af heirns- þekktum fyrirtækjum. Þann- ig má benda á, að erlendir verkfræðingar gerðu áætlun um virkjun Ljósafoss millli 1930—1935, einnig um bygg- ingarhluta írafossvirkjunar og Steingrímsstöðvar. Erlend ir verkfræðingar gerðu áætl- un um fyrstu hitaveitu í Reykjavík og þeir gerðu einn ig áætlun um Skeiðsfoss- virkjun. Erlent verkfræðifyr irtæki gerði áætlanir um jarð hitaorkuver á Suðvestur- landi á árunum 1960 til 1964 og frá fornu fari og al'lt til þessa dags hefur það ákveðna fyrirtæki verið ráðunautur Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Sogsvirkjunar og Rafmagns- veitna ríkisins í ýmsum raftækniilegum málum, eink- um varðandi varmaafls- stöðvar. íslendingar eiga mikinn hóp vel menntaðra verkfræð ingá, sem þjóðin ber fullt traust ti'l og þeir hafa einn- ig sýnt það með verkum sín- um, að þeir eru þess trausts verðugir. E.t.v. gjalda þeir þess á erlendum vettvangi, að þeir eru synir fámennrar þjóðar, en af þeim sökum hafa þeir ekki átt þess kost að koma upp verkfræðifyrir- tækjum á heimsmælikvarða, sem alþjóðlegar lánastofnan- ír byggja lánastarfisemi sína á. — Þau ummæli samgöngu- málaráðherra, sem urðu kom'múnistum tilefni þessara skrifa snertu einmitt hrað- brautarlagningu og spyrja má, hvort það sé ekki einmitt á sviði vegagerðar, sem okk- ur skortir einna mesta reynslu. Aðrar og stærri þjóðir leggja fuM’komnar hraðbrautir á ótrúlega skömmum tíma, en fram til þessa höfum við aðeins lagt eina slíka braut og verðum að viðurkenna, að lagning þeirrar brautar tók mun lengri tíma en hefði orðið í öðrum löndum. Ef við æflum að Ijúka hraðbrautargerð á stuttum tíma, tekst það ekiki nema með alþjóðlegu útboði á erlendum lánamörkuðum og til þess að það beri ful'l- nægjandi árangur verðum við að fá erlend verkfræði- fyrirtæki til þess að vinna að áætlunargerð um slfkar fram kvæmdir, en auðvitað í sam- vinnu við íslenzkra sérfræð- inga Kosningar fram- undan í Indiandi 1 FJÓRÐA sinn frá því að þeir hlutu sjálfstæði munu Indverjar á næstunni ganga til frjálsra kosninga, þar sem kosið verður til sambands- þingsins í Nýju-Delhi og til þjóðþinganna í hinum ein- stöku sambandsríkjum lands ins, sem eru 17 að tölu. Eiga þessar kosningar að fara fram 15.-21. febrúar n.k. og hafa um 22 millj. manns kosning- arrétt að þessu sinni. Kosið verður um 521 þingsæti í sam bandsþinginu og um 3395 þingsæti í sambandsríkjun- um Þetta verða því umfangs- mestu lýðræðislegu kosning- arnar, sem fram fara í heim- inum. Stærsti flokkur landsins, Kongressflokkurinn hefur far ið með völd í landinu frá 1947. Örlög stjórnar hans kunna að verða ráðin nú, því að sl. ár var eitt erfiðasta, sem um getur í sögu landsins. Lamandi innanlandsóeirðir og kyrrstaða í utanríkismál- um settu svip á stjórnmál landsins og efnahagsástandið var þannig, að líf milljóna manna var undir því komið, að skip erlendis frá næðu á réttum tíma til indverskra hafna með gjafahveiti og hrísgrjón. Enginn efast um, að Kon- gressflokkurinn, sem hlaut 375 þingsæti af 509, sem kos- ið var til í síðustu sambands- þingkosningum, muni verða stærsti flokkur lands- ins að loknum kosningum þeim, sem í vændum eru. HEILDARLÖG- GJÖF UM ORKUMÁL TVíkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi mikinn lagabálk um orkumál og hef- ur þar verið steypt saman í eina hei'ldarlöggjöf einstök- um lögum, sem í gildi hafa verið á hinum ýmsu sviðum orkumáia og þeim breytt í samræmi við nýjar aðstæð- ur. Helztu atriði þessa frum- varps eru að bomið skal á fót sérstakri Orkustofnun, sem annast rannsóknir, áæt'lana- og skýrslugerðir á sviði orku mála og verði ráðherra til ráðuneytis í þeim efnum, jafnframt því sem stofnun þessari er ætlað að auðvelda samvinnu al'lra þeirra aðila er starfa að orkumálum. Stofnað verður embætti orku málastjóra, sem svarar nán- ast til embættis "aforkumála stjóra nú, með þeirri breyt- ingu að Rafmagnsveitur rík- isins eru teknar undan því embætti og faMa undir em- bætti rafmagnsveitustjóra ríkisins. Þá skal sarnkv. frv. skipa sérstaka Tækninefnd Orku- Frú Indira Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands. Síðustu mánuði hafa hins vegar komið fram greinileg merki þess, að öflug and- staða er að myndast innan Kongressflokksins og stjórn- málasérfræðingar eru þeirr- ar skoðunar, að svo kunni að fara, að flokkurinn klofni að kosningumum loknum og að örlagarík breyting muni þannig eiga sér stað á flokka- skipun landsins á næstu ár- um. Þegar hafa margir leiðandi stjórnmálamenn í sambands- ríkjunum sagt skilið við flokkinn og tilkynnt, að þeir muni stofna eigin flokk að kosningunum liðnum. Er þetta afleiðing þeirra deilna um stefnumörk, sem upp stofnunar og raforkusjóður og jarðíhitasjóður verða sam- einaðir í Orkusjóð og Orku- ráð kemur í stað ra/forku- ráðs. Það nýmæli er í þessu frumvarpi, að afnumin er einkaréttur ríkisins til þess að reisa og reka raforkuver en hins vegar er leytfi Aliþing is eða ráðherra áskilið til slí'ks rekstrar. Með frumvarpi þessu hef- ur rnikið starf verið unnið að því að koma orkumálum landsmanna á nýjan og hent- ugri grundvöl'l og er ekki að efa að þessi heMdarlöggjöf um orkumál mun hafa já- kvæð áhrif á nýtingu orku- linda landsins í ^ramtíðinni. OFSAFENGNAR ÖGRANIR ‘Kað fer ekki á milli mála, að " Kínverjar ha'lda nú uppi ví'svitandi ögrunum í garð Sovétríkjanna og virðast stefna að því marki að knýja Sovétríkin til róttækra að- gerða gegn Kína. Hinar ótrú- legu og ofsafengnu aðgerðir Rauðu varðliðanna gagnvart sovézkum sendiráðsstarfs- mönnium hafa tekið á sig slnk- ar myndir að menn hljóta að velta því fyrir sér, hvort þol- komu eftir dauða forsætisráð herranna Nehrus og Shastris. Indira Gandhi forsætisráð- herra og dóttir Nehrus hefur ekki alltaf getað jafnað á- greininginn milli vinstri og hægri arms Kongressflokks- ins að undanförnu, er mikl- ir erfiðleikar utanlands og innan hafa steðjað að. Ein- kennandi fyrir þessa þróun var sá árekstur, sem varð á milli hins hægri sinnaða jám brautarmólaráðherra, S. K. Patils og hins vinstri sinn- aða Krishna Menons fyrr- um utanríkisráðherra, þar sem hinn síðarnefndi varð að lúta í lægra haldi með þeim afleiðingum, að hann var ekki íramar hafður í fram- boði fyrir Kongressflokkinn. Samkvæmt varfærnislegu mati er gert ráð fyrir, að Kongressflokkurinn kunni að tapa 70 til 80 þingsætum. í komandi kosningum. Ef það yrði, þá myndi einnig að- staða Indira Gandhi verða veikari en áður. Möguleiki hennar á því að verða for- sætisráðherra að nýju er hins vegar undir því kominn, hvort hinir andstæðu hópar innan flokksins koma sér saman um annað forsætis- ráðherraefni en hana eða ekki. Fram til þessa hefur ekkert bent í þá átt, að svo myndi verða. Hinir 16 flokar stjórnarand stöðunnar leitast við í öllum sambandsríkjum að koma á fót kosningabandalögum gegn Kongressflokknum, en helztu Framhald á bls. 18 inmæði Sovétstjórnarinnar sé ekki senn á þrotum. Á sa-ma tíma og þessir at- burðir gerast í Kína er for- sætisráðherra Sovétríikj'anna í opinberri heimsókn í Bret- landi og sikoðun margra er sú, að þessi heimsó'kn hafi veru'lega þýðingu, þar sem Sovétríikjunum sé nú mjög í mun að komast að einhvers konar samkomuilagi um mál- efni Evrópu vegna hinna nýju viðhorfa í samskiptum Sovétrílkjanna og Kína. Enn haifa engar skynsam- legar skýringar komið fra-m á a'tburðunum í Kína, sem verða ofsafengnari með hverjum deginum sem líður. Margt' bendir til þess, að Sovétríkin muni '. 'engstu lög forðast stjórnmálasMt við Kína, þar sem þau geri sér grein fyrir því, að Kínverjar stefni vísvitandi að því mieð ögrunum sínum. Hins vegar er ljóst, að aðgerðir Kín- verja gagnvart sovézka sendi ráðinu í Peking og sovézkum sendiráðsstarf'smönnum þar geta ekki staðið tii lengdar án þess að tM sl'íks korni og hafa þá skapazt alveg ný við- horf í hinum kommúniska heimi, sem hljóta að hafa mjög víðtæk álhrif á aMa upp byggingu heimskerfis komm únismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.