Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome raunverulega aldrei hætt að elska hann. >að er alkunnugt hér um slóðir, þótt sjaldan sé það nefnt. að Ewie er enn að aækjast eftir Brad. Og því er bætt við, að ef hún fari sér ekki varlegar en henni er títt, þá megi....... Þei, þei! Einihver er við dyrn- *r hjá mér. 4. kafli. Sama morgun kl. 6.46. Enn get ég ekki sofið. Það var Kerry, sem var við dyrnar. Hún kom inn, berfætf, og sloppurinn hékk lauslega utan á henni. Hún hélt annarri hendi varlega yfir þar sem sárið var, og var býsna niðurdregin á svip inn. — Það er dálítið sárt enn, Stevie, sagði hún. — Það er eins og ég geti ekki losnað við þenn- an verk. Og svo líður mér held- ur ekki vel, vegna hennar Evvie. — Viltu drekka? Hún hristi höfuðið. — Ég þarf að hugsa. — Gott og vel, sagði ég fýlu- lega, en ég bætti ekki við: Sjálf ur hef ég ekkert gert i nótt ann- að hugsa — á segulband — og því þá ekki halda því áfram? Kerry settist varlega i mjúk- an stól. — Það er ekkert gott ástand hérna, sagði hún, — og það er henni Evvie að þakka. — Já, ég er farinn að verða var við það. Er það þetta, sem þú hefur verið að hafa allar þess ar áhyggjur af. undanfarið? Þú hefur haft stöðugt sam'band við Brad síðan Evvie hljópst á brott? Þú gerir þér of mikiar álhyggjur út af þessu. Sennilega h'ður ekki á löngu áður en Evvie Vemur flögrandi aftur til hans Dicks, á fallegu fiðrildisvængj- unum sínum. — Dick yrði sjálfsagt ekki öðru fegnari en ef hún gerði það, en ég er bara hrædd um, að það verði ekkert af því. Þú skilur, Steve, það er ýmislegt i sam- bandi við Evvie, sem enginn veit nema við Brad. Það er það sjálfsagt, en ég veit bara fullvel sjálfur, hvers Vonar kvenmaður Evelyn Lang er. Hún hefði getað verið töfr- andi og hamingjusöm húsmóðir, ef hún hefði lagt rækt við hæfi- leika sína í þá átt. 1 stað þess er hún grunnfær, van'þroska og dæmigerð óánægð eiginkona. Óstandið með Evvie hófst i einu sum'arfríinu frá Vassar, þar sem hún hafði fengið eitthvert smávægiiegt lof fyrir leik i ein- hverjum ómerkilegum smá-leik- ritum. Eftir það taldi hún sig vera einíhverja foráttumikla leik konu. Hún hélt úrklippubók yf- ir þessa æskuvelgengni sína og er enn að rýna í hana. Stöðugt er hún að hrella vini sina úr leíkarastétt — til dæmis hann Jack Teele, sjónvarpsleikstjór- ann — fyrir að vanrækja hæfi- leikana hennar. En þá á hún ekki fremur en hvolpur . Hjónabandið með Brad varð i hennar augum grafreitur allra drauma hennar. Hún hafði eng- an áhuga á hinu ágæta verki, sem hann stundaði, en tók að 3f unda hæfileikakonur eins og Glendu Brent, sem var að „vinna afrek“. Og hún sökkti sér niður í vonlausa sjálfsmeðaumkun. Loksins leitaði hún fullnæging- ar í því að skilja við Brad, mis- heppnaðri tilraun á Broadway og loks í hjónabandi með öðrum manni. Og vitanlega varð þe*ta síður en svo til þess að láta drauma hennar rætast. Hún fór að lokum að hata seinni mann- inn sinn, fyrir að bregðast henni enn verr en sá fyrri. — Þetta hlaut svona að fara, Kerry. Evvie verður aldrei ánægð — aldrei nokkurn tíma. og þú berð að minnsta kosti enga ábyrgð á henni lengur, sökum venzla. — Víst geri ég það, Steve. Dick er að reyna að finna hana einn og hjálparlaust, og verður ekkert ágengt. Bf ekki fréttist neitt til hennar bráðlega, verður hann að fara í lögregluna. Og hún hefur rannsókn, sem getur rótað upp í ýmsu, sem engum getur orðið til annars en skaða og skapraunar. — Hverjum? — Ég er nú bara að hugsa um Brad og Glendu. Ég vil ekki að þau verði fyrir neinni skapraun. — Nei, vitanlega. Heldur ekki ég. En ég býst við, að þau séu menn til að gæta sín hjálpar- laust. — Það er ekki vist, að svo verði nú. Ég hef afskaplegar álhyggjur af þessu. Það er eitt- hvað í undirbúningi — eitthvað hættulegt. Eitthvað, sem eins er til, að þau ráði ekkert við, ef það fær að færast í aukana. — Þú talar eins og þú treyst- ir mér ekki, Kerry. En það veiztu samt mætavel, að það get- ur gert. Vertu nú ekki að fara kringum þetta eins og köttur kring um grautarpott, heldur segðu mér það berum orðum. Hún hikaði ofurlítið. — Þetta er rétt hjá þér, Steve. Og hérna hefurðu allt, sem ég veit um mál ið. Hún dró hægt að sér andann og hélt áfram: — Áður en Ewie hljóp burt frá Dick, var hún að hitta Brad í laumi. Þetta líkaði mér ekki að heyra. — Hvar? 6 — Stundum heim-a hjá sér. Dick er mikið að heiman. — En stundum niðri við ána. — Rómantískt umhverfi. sem Evvie hafði sjálf sýnilega valið. — Hversvegna? — Evvie hafði verið í vand- ræðum með sjálfa sig. undan- farna mánuði, og leið enniþá verr ef hún var ein sins liðs, og því hvarf hún aftur til Brads. En þú mátt ekki misskilja þetta, Steve. þó að bað líti ekki vel út. þá veit ée. að ekkert ósæmilegt gerðist hjá þeim. — En til hvers var Evvie þá að reyna að fá hann? Kerry hikaði. en ég hafði sæmilega góða hugmynd um, hvað svarið yrði. Evvie hafði raunverulega aldrei gert sér þá staðreynd ljósa, að allt var búið að vera hjá Brad og henni. All- an tímann síðan þau skildu, hafði henni fundizt þau vera 'hvort öðru bundin. Á öllum stig um málsins — fyrst þegar hún yf irgaf hann, þá meðan skilnaðar- málið var í gangi og loks þegar hún tilkynnti væntanlega gift- ingu sína og Ritíhard Langs — var hún enn að vona og þrá, að Brad kæmi hlaupandi og grát- bændi hana um að halda ekki áfram með þetta, heldur koma aftur til sín. Og, sem meira var, þá hefði hún komið til hans. En Brad lét sér það ekki til hugar koma. Hann lofaði henni bara að fara, og hún gat varla trúað því sjálf........ Versta áfallið fékk þó hégóma girnd Evvie þegar Brad svo gift- ist Glendu, sem er yngri, fallegri og þar að auki leikkona, ;em Ewie myndi aldrei geta nálgast. auk heldur meira. Og til þess að bæta gráu ofan á svart, kom svo þessi sjónvarpsþáttur, sem Ewie hefði talið eins og sniðinn handa sjálfri henni. Oft hlaut hún að hafa skammað sjálfa sig fyrir að hafa nokkurn tíma sleppt Brad, fyrst og fremst. — Ewie var að reyna að selja Brad hugmynd — sniðug- ustu hugmynd í heimi, að því er hún sjálf sasrði. svaraði Kerry. — Evvie ætlaði að skilja við Dick og Brad við Glendu og svo ætluðu þau Brad og Evvie að gifta sig aftur, og verða nú ham- ingjusamari en nokkru sinni áð- ur. Ég starði á Kerry. — Kvensan hlýtur að vera spinnvitlaus. — Brad reyndi nú með hægð inni að sýna henni fram á, hvílík fásinna þetta væri. — Og gerðist svo ekkert ann- að þeirra í milli, en þessi vit- firringslega uppástunga hennar? — Brad segir, að það sé allt og sumt, sem gerðist. — Hvað mikið veit Dick um þetta? — Líklega hefur hann ein- hvern grun um það. Fablon - Fablon Ný munstur tilvalin til skreytinga, t. d. í eldhús, böð, forstofur og skápa. Ennfremur viðarlíkingar í úrvali. Útslustaðir: Brynja, verzlun, Laugavegi, Klæðning h/f., Litahöllin, Langholtsvegi 138, Litaver s.f., Grensásvegi 22, Málarabúðin, Vesturgötu, Málningarverzl. Péturs Hjaltested, Suðurlandsbraut 12 og Snorrabraut 22, Skiltagerðin Skólavörðustig, J. Þorláksson & Norðmann, Veggfóðrarinn h/f., Haraldur Böðvarsson & Co., Akranesi, Byggingavöruverzlun Akureyrar, Kf. Hafnfirðinga, Hafnarfirði, Kf. Suðurnesja, Keflavík, Háaleiti s.f., Keflavík, Kf. Árnesinga, Selfossi, Framtíðin, verzlun, Vestmannaeyjum, Málarabúðin, Vestmanna- eyjum. FABLON KI,/EÐNINGIN ER SJÁLFLÍMANDI OG ÞVÍ AUÐVELDASTA EFNIÐ TIL VEGGKLÆÐN- INGA OG SKREYTINGA. PABLON - FABLON — En Glenda? — Brad hefur ekki sagt henni það. Og ef Glendu grunar eitt- hvað, er hún of stillt til þess að láta á því bera. — Þú átt við, að ef löggan færi að rannsaka málið, mundi allt þetta koma upp á yfirborð- ið? Hvernig væri það hægt? Eng inn hefur orðið sjónarvottur að stefnumótunum þeirra? — Það veit ég ekki, en ég er bara dauðhrædd um, að þau kynnu að koma fram í dagsljó* ið, á einn eða annan hátt. Það gæti haft beinlínis eitruð áhrif á hjónabandið þeirra Brads og Glendu. Ef eitthvað kemst upp á milli þeirra, þá dey ég. — Sjáðu nú til, Kerry. Þú sem ert eins og þú ert á taugun- um, ættir ekki að gera þér svona mikla rellu út úr þessu. — Ég get ekki annað en haft áhygSjur af því, Steve. — Gætirðu samt ekki reynt það? Þú manst, að þú komst hingað til að hvíla þig svolítið. Og ég hefði reyndar gptt af svo- lítilli hvíld, líka. Kerry horfði á mig. — Br þetta kannski sama sem afsvar? — Já, og ég get orðað það bet ur ef á þarf að halda. — Ég held, að við ættum að reyna að finna Evvie — og það sem fljótast, áður en...... — Æ, góða Kerry, hættu þessu. Þú þarft fyrst og íremst að hvíla þig. Farðu nú i rúm- ið aftur. Hún geispaði og kinkaði kolli. Ég hjálpaði henni að rísa upp úr stólnum. Úti við dyrnar, stanz- aði hún og brosti raunalega. — Ég þarf bara að vera svolítið úthaldsbetri, það er allt og sumt. Brad var líka enn á fótum. Ég gekk niður stigann í þöglu og dimmu húsinu, og yfir gras- völlinn. Sólaruppkoman var perluglitrandi neðst á austur- himninum. Stóra hlaðan vai einnig dimm, að undanteknu björtu Ijósi, sem skein út um bakdyrnar. Brad var einmitt að ljúka við næt.urvinnuna í rann- sóknarstofunni sinni, sem var hreint og hvítt herbergi, þar sem allt glitraði af glösum og áhöldum, sem hann notaði við líffræðirannsóknir sínar. Brad var sjálflærður kunnáttu maður og fær í sinni grein. Þarna geymir hann skýrslurnar sínar yfir fóðrunartilraunirnar. Sérstakt viðeigandi mataræði er mjög eftirsótt af hanaræktar- mönnum. Einn mjög fær maður í stéttinni fóðrar hanana sína á alveg sérstakri fæðu' úr ostrum, eplum, höfrum, eggjum og kök- um, sem eru gegnvættar i frönsku konjaki. En Brad tekur þetta vísindalegri tökum. Núna hafði hann eytt mörgum klukku trmum í vandlegar líkskoðanir á hönunum, sem höfðu beðið lægri hlut, til þess að komast eftir árangrinum af sérstökum fóður- blöndum, sem hann hafði sjálf- ur fundið upp. Þegar ég kom inn, fann ég hann með bogleðurshanzk* á höndum og með svuntu, þar aem hann var að safna jarðneskum leifum hananna á stálbakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.