Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967, Slapp út úr brennandi húsi í náttkjól og peysu Viðtal við húsfreyjuna að Minni-IVtástungu lBÚÐARHÚSIB að Minni-Más- tungu í Gnúpverjahreppi brann til kaldra kola um áttaleytiff í gærmorgfun og varff engu úr því ^ bjargaff. Húsfreyjan slapp fá- klædd út úr brennandi húsinu en maður hennar hafffi gengið út til verka skömmu áður. Aff Minni-Mástungu búa hjón- In Guðbjörg Finnbogadóttir og Árni Hallgrimsson. Morgunblað- iff náffi tali af Guðbjörgu í gær og fer frásögn hennar af atburff- inum hér á eftir: — Húsið fuðraði svo fljótt upp að mér fannst það ekki skipta mínútum heldur sekúndum þar til það var alelda. Það hafði orð- ið einhver sprenging í miðstöð- inni og ég býst við að hún hafi átt þátt í því hve eldurinn magn aðist fljótt. Maðurinn minn var rétt kominn út, og hann kallaði til min inn um gluggann. Og ég komst út á náttkjólnum og ull- arpeysu. Mér tókst þó að kom- ast í símann áður og hringdi á símstöðina en þar svaraði eng- inn. En Hörður Bjamason, næsti nágranni okkar, hafði þá séð reykinn og kallaði til konu sinn- ar að taka símann. Hún hringdi svo áfram fyrir mig. Hörður kom svo að rétt í því að ég kom út og svo dreif að fólk úr öllum áttum. Það var yndislegt veður fyrri- partinn en svo hvessti töluvert og það hefur orðið okkur til happs því að vindurinn bar eld- inn af útihúsunum sem eru á- föst við rbúðarhúsið. Það var hafizt handa við að bera vatn úr bæjarlæknum og við gátum bjargað öllu úr fjósinu þó að það væri fullt af reyk. Við höfðum þrettán mjólkurkýr í því og svo ungviði, tuttugu í allt. Hins veg- ar drápust tuttugu og fimm hæn ur. Það var að vísu vátryggt hjá okkur en í svona tilfellum brenn ur margt sem ekki er hægt að bæta og við urðum því fyrir miklu tjóni. Eitthvað framan af verðum við á Stóru-Mástungu en við ætlum sem fyrst að fá eitt- hvað skýli yfir höfuðið, hjól- hýsi eða eittvhað slíkt. Og svo er að byrja að byggja aftur. — Húsið er ekkert annað en brupa- rústir svo að við verðum að byrja frá' grunni. Við Árni höf- um búið hérna í sautján ár, en ég hefi átt heima að Minni-Más- tunug alla mína ævL Hlaut 3 mán. varðhald Athugasemd Irétta- stjóra útvarpsins Mbl. hefur borizt eftirfarandi bréf frá fréttastjóra Ríkisútvarps ins: „f ritstjórnargrein í Morgun- blaðinu í gær (15. febrúar) er fullyrt, að fréttastofa útvarpsins gerist hvað eftir annað ber að hlutdrægum fréttaflutningi og enn fremur, að einstakir frétta- menn hennar hafi iðulega brotið reglur hennar og ríkisútvarpsins. Hvorug þesei staðhæfing er rök- studd. í „Staksteinum“ Morg- unblaðsins í dag er síðan tekið dæmi um „pólitíska misnotkun fréttastofunnar", borin saman frásögn af fullveldishófi B-list- ans, sem birt var í hádegisfrétt- um útvarpsins daginn eftir, og síðustu þrjár línurnar í frétt kvöldið áður ai fullveldishátíða- höldum stúdenta þann dag. Gleggra hefði verið fyrir lesend- ur blaðsins að hafa þessa frétt i heilu lagi til samanburðar, og ég leyfi mér því að senda yður afrit af fréttum þessa dags um hátíðahöld stúdenta". Hér fer á eftir afrit af fyrr- greindum fréttum: Innlendar hádegisfréttir 1. 12. 1966. Hátíðahöld stúdenta á full- veldisdaginn hófust með messu I Háskólakapellunni kl. 10:30 í morgun og var útvarpað þaðan. Halldór Gunnarsson stud. theol. predikaði. — Klukkan 14 i dag hefst fullveldissamkoma í hátíða sal Háskólans. Þar talar séra Þorgrímur Sigurðsson, prófastur á Staðastað um andl»gt sjálf- stæði. Fullveldisfagnaður verð- ur að Hótel sögu og flytur dr. Jakob Benediktsson þar aðal- ræðuna. — í kvöld er í útvarp- inu dagskrá Stúdentafélags Reykjavíkur og flytur Þór Vil- hjálmsson, borgardómari, þar ræðu um lýðræði á íslandi. v Innlendar kvöldfréttir kl. 19. 1. 12. 1966. Hátíðahöld stúdenta á fullveld- isdaginn hófust í morgun með messu í Háskólakapellunni. Halldór Gunnarsson stud. theol. prédikaði. í dag var haldin full- veldissamkoma í hátíðasal Há- skólans, og hófst hún klukkan 14. Sigurður Biörnsson stud. med., formaður hátíðamefndar, setti samkomuna. Anna Áslaug Ragn- arsdóttir stud. philol. lék ein- leik á píanó og Böðvar Guð- mundsson stud. mag. las frum- ort ljóð. Séra Þorgrímur Sigurðs son, prófastur á Staðastað, flutti aðalræðu dagsins um andlegt ^sjálfstæði. . . . (Hér er felld niður frásögn útvarpsins af aðalræðu dagins — Mbl.). Innlendar hádegisfréttir 2. 12. 1966. Auk þess fagnaðar stúdenta á fullveldisdaginn, sem áður hefur verið getið, var fullveldishóf B- listans síðdegis í gær í Þjóðleik húskj allar anum. Þar fluttu ávörp Jón Odds- »on og Ólafur R. Grímsson, Hjört ur Pálsson og Böðvar Guðmunds son lásu ljóð. Heimir Pálsson og Kristinn Jóhannesson sungu Glunta við undirleik Jóns Hlöð- vers Ásgeirssonar, og fluttur var einþáttungurinn „Ég er afi minn“ eftir Magnús Jónsson. Leikstjóri var Brynja Benediktsdóttir. Kynnir var Þorleifur Hauksson. +— ------------- - .............. NYLBGA var í sakadómi Gull- bringu- og Kjósarsýslu kveðinn upp dómur í máli, sem með á- kæru saksóknara rtkisins var höfðað gegn pilti á 19. ári fyrir brot á áfengis og umferðar- lögum svo og 219 gr. almennra hegningarlaga. Pilturinn, ók s.l. sumar að næturlagi um götur Keflavíkur. Hann var undir áhrifum áfengis og voru 4 farþegar í bifreiðinni, 3 piltar og 1 stúlka. Ökuferðinni lauk þannig, að pilturinn ók langt yfir lögleyfðum hámarkshraða á hús við aðalgötu bæjarins með þeim afleiðingum, að allir þeir, sem í bifreiðinni voru, slösuðst meira og minna, en mest einn farþeganna, sem kjálkabrotnaði og hlaut höfuðmeiðsli, sem ollu 12 daga meðvitundarleysi. Bií- reiðin gjöreyðilagðist. ökumaðurinn var dæmdur til að sæta varðhaldi í 3 mánuði, sviptur ökuleyfi ævilangt og hon um gert að greiða allan kostnað sakarinnar. (Frá sýslumanninum í Gull- bringu og Kjósasýslu). Daginn áður en brúin hrundi DAGINN áffur en brúin yfir Eldvatn hjá Ásum hrundi, tók Jón Þorbergsson þessar myndir af henni og sést þar greinilega sprungan i brúarendanum og hvernig einn stöpullinn hafði fariff í Skaftárhlaupinu sl. haust og annar skaddazt. En siffan í haust hefur brúin veriff að smá siga um miðjuna og hún veriff lokuð fyrir umferff. Þegar Jón fór þarna um, taldi hann sigið væri orðið um rúman meter um miðj- una og eystri endinn farinn að bila. Brú þessi sem var gerff 1965, var stálbitabrú meff steyptu gólfi, 54 m á lengd. Eru tveir stöplar af fimm farnir, svo og brúargólfið. En þegar brúin var gerff, vora settar þar miklar fyrirhleðsi ur, sem koma að notum aft- ur þegar brúin verður endur- byggff, aff því er Ámi Páls- son, brúarverkfræðingur Vegagerðarinnar, tjáffi blaff- inu. Annars sagffi hann aff hlaupið og því ekki strax svo virtist sem jarffvegurnm hægt að átta sig vel á því væri enn að jafna sig eftir hvernig ástandið væri. I Wm&LÆ STAK8TEIWAR • • Omurleg lýsing Á fundi þeim, sem haldinn var um sl. helgi í nafni samtaka ungkommúnista og ungra fram- sóknarmanna til þess að ræða afstöðuna til varna íslands og aðgerffir á því sviffi, komst einn af ræffumönnum hinna siffar- nefndu m.a. svo aff orffi um árangurinn af iðju þessarra afia fram til þessa; ' ' i >í ,3aráttan fyrir brottför varnar liffsins hefur á undanförnum ára tugum veriff margvisleg og má af henni draga ýmiss konar lær- dóma. Saga Þjóffvarnarflokksins, hnignun hans og endaiok, sýna ótvírætt að fiokkur með brottför hersins sem höfivibaráttumál nær ekki verulegu fylgi meff þjóðinni. Hvort sem mönnum líkar betur effa verr, er þaff ótví- rætt, að allur þorri landsmanna, sjálfsagt um effa yfir 90% er ekki svo andvigur dvöl herliffs- ins, að hann kjósi fiokk eingöngu vegna baráttunnar fyrir brottför þess. Hiklaust má fullyrða, aff stofnun annars flokks með her- máliff sem aðalstefnumál myndi skila litlurn árangri. Óbein viður- kenning á þessu sjónarmiði fólst í myndun Samtaka hernámsand- stæðinga, fólks úr öllum stjórn- málaflokkum. Þessi samtök störf uffu mikið i nokkur ár, iðkuðu göngur aff erlendum siff, bæði frá Keflavík og Hvalfirði, gáfu út blöð og lögffu kapp á annan áróður. Undanfariff hefur starf- semi þeirra hins vegar orðiff daufari og sífellt ópóliiískari, birtist meira í flutningi ljóffa og leikrita. Þaff mun raunhæft mat, að Samtök hernámsandstæðinga hafa aff mestu sýnt hvað í þeim bjó. Starf þeirra nú skortir þann öfluga baráttuvilja, sem slikum félagsskap er ávallt lifsnauff- synlegur. Viff verffum að gera okkur þess rækilega grein, og meðlimir samtakanna verða að horfast I augu við þá staffreynd, aff öll þcirra iðja hefur aff mestu veriff án árangurs, að herliðiff situr sem fastast og framkvæmd- ir á vegum þess aukast í sifellu, meðan máttur samtakanna þverr." * Abyrgðarleysi staðfest Þessi ömurlega lýsing sýnlr vissulega, hversu fjarri fer þvi, aff hugsandi fólk aðhyllist ábyrgðalausa meðferff öryggis- mála þjóðarinnar. En í staff þess aff viðurkenna í verki þann dóm, sem almenn- ingur hefur löngu kveðið upp yfir brambolti kommúnista og vinstri Framsóknarmanna á sviffi varnarmála, er höfðinn enn lamið viff steininn. Enn hafa sig mest í frammi innan Fra- sóknarflokksins menn, sem virff- ast meff engu móti geta slitiff sig frá þeirri hugsun, að hafa beri samstarf viff kommúnista hverju sem tautar, jafnvel á sviffum þar þeir hafa bezt sann- aff óheiðarleika sinn viff íslenzka hagsmuni. Glámskyggn þessara manna ( röðum Framsóknarflokksins kemur því enn átakanlega í ljós nú, þegar þeir í orði viðurkenna aff þjóðin hafi hafnað baráttu hinna svonefndu „hernámsand- stæffinga“ — en fara svo í verki á stúfana viff aff reyna að tina upp — meff kommúnistum — hin brotnu sprek í því skyni aff klambra saman — einnig meff kommúnistum — nýrri „stefnu". Ein af ógæfum Framsóknar- flokksins á undanförnum árum hefur veriff ábyrgffarleysi hans í utanríkismálum. Enn eru því miður ekki horfur á að þar verffl breyting á, þótt finna megi i flokknum menn, sem gera sér grein fyrir alvöru þessara mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.