Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR Þjóðverjar styðja Breta Vinna að aðild þeirra að EBE Tákn Kongressflokksins. Nú standa yfir þingkosningar 1 Indlandi og eru það umfangsmestu lýðræðislegu kosningarnar, sem fram fara í heiminum, því að um 250 millj. manna eru þar á kjörskrá. Mynd þessi vartekin á kosningafundi Kongressflokksins í Nýju-Delhi fyrir skömmu og heldur enn fundar manna á tákni Kongressflokksins, tveimur uxum undir oki. London, 1*6, febrúar (NTB) HAROLD Wilson forsætis- ráðherra og George Brown utanríkisráðherra komu í dag flugleiðis herm tiil London að loknum tveggja daga viðræð- um í Bonn við vestur-þýzka leiðtoga. Skömmu eftir heimkomuna skýrði Wilson Neðri málstofu 'þingsins frá viðræðunum í Bonn, og sagði meðal annars að stjórn Vestur-Þýzkalands muni vinna ötullega að því að Bretar fái aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Áður en Wilson fór frá Bonn. ræddi hann við fréttanrvenn þar. Lýsti hann því yfir að hann hefði mælt fyrir hönid ríkisstjórnar- innar allrar er hann sagði í nóv- Kina: ember s.l. að Bretar óskuðu að- ildar að Efnahagsbandalaginu, ef viðunandi skilyrði fengjust. Er almennt álitið í London að með þessu hafi Wilson viljað setja ofan í við Douglas Jay, verzlunarmálaráðherra. Hélt Jay því fram á fundi með þingmönn- um Verkamannaflokksins í gær að aðild að Efnahagsbandalag- inu hefði í för með sér neyðar- ástand í efnahagsmálum Breta á þriggja ára fresti, missi er- lendra markaða utan Evrópu, og 4% hækkun framfærslukostnað- ar. Voru þessa stðhæfingar Jays helzta forsíðufrétt brezku blað- anna í morgun. Wilson lýsti því yfir í þing- inu í dag að austurlandamæri þýzkalands væru aðild Breta að Efnahagsbandalaginu algjörlega óviðkomandi. Hefði þetta mál Framhald á bls. 31 Picassosýningin Kosygin og Wilson helztu stuðn- ingsmenn heimsvaldastefnu USA Rólegra nú við sendiráð USSR slær öll met París, 12. febrúar. Peking, 16. febrúar. — NTB DAGBLAÐ alþýðunnar, aðal- málgagn kínverska komnjúnista- flokksins, skýrði lesendum sín- um svo frá í dag, að leiðtogar Sovétríkjanna styddu andstæð- inga menningarbyltingar Mao Tse-tungs. Sagði blaðið, að sovézku leiðtogarnir styddu nokkra áhrifamikla menn, sem hefðu lagt út á braut kapítalism- eftir öllu að dæma þeir Kosygin og Wilson virðast hafa náð í um- ræðum sínum um Vietnam. Fyrir utan sendiráð Sovétríkj- anna í Peking virðist ástandið vera að færast í eðlilegt horf, eftir að ofboðslegar mótmælaað- gerðir hafa átt sér þar stað sam- fellt í nærri þrjár vikur. Hinir mörgu hátalarar, sem þar hafði verið komið fyrir, hafa verið teknir burtu, og verzlanirnar í Framhald á bls. 31 í PARÍSARCTGÁFU dagblaðsins New Tork Herald Tribune segir, að um 35.000 manns hafi komið á listaverkasýningu Pablos Pi- casso í Grand Palais yfir síðustu helgi. Sýningin hefur nú slegið öll met í aðsókn fyrr og síðar. Frá því hún var opnuð, 11. nóv- ember í fyrra, hafa um 850.000 manns sótt hana. eða um 9.500 manns á dag. Til samanburðar má geta þess, að Vermeer sýn- ingin, sem haldin var í París í fyrra, dró að sér að meðaltali 4.600 manns á dag. Sýningu Picassos hafa sótt all- ar stéttir þjóðfélagsins, og er þess sérstaklega getið, að komm- únistísk sambönd verkamanna i „Rauða beltinu“ í úthverfum Par ísar fylktu liði á sýninguna tll að votta listamanninum virðingu sína. Frægt fólk hefur sótt sýning- una í hrönrvum, þ.á.m. Robert F. Kennedy og frú Alexej Kœygin. Mesta furðu hefur vakið að lista- maðurinn sjálfur hefur ekki lát- ið sjá sig þar, en kaus fremur að dvelja á setri sínu á Cote d’Az ur, en að mæta í eigin persónu við opnun þessarar heiðurssýn- Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi i gær: ans. Blaðið birti einnig grein, þar uem ráðizt er harkalega af frétta stofurvni Nýja Kína að forsætis- ráðherrunum Aleksei Kosygin og Harold Wilson. Segir þar um fund forsætisráðherranna tveggja 1 London í sl. viku, að þar hafi komið fram, að þeir séu tveir helztu stuðningsmenn bandarískrar heimsveldisstefnu. Stjórnmálafréttaritarar í Pek- Ing eru þeirrar skoðunar, að hið háðslega orðalag greinarinnar eigi að nokkru leyti rót sína að rekja til raunverulegrar áhyggju út af því, hve miklum árangri 250 drukknu Ferju hvolfdi á Persaflóa Teheran, 16. feb. — (AP-NTB) ÓTTAZT er að um 250 manns hafi drukknað í Persaflóa sl. þriðjudagskvöld þegar ferju hvolfdi þar í miklu óveðri. Ferjan var á siglingu milli Bahrein og Danbi við Persaflóa, þegar slysið varð og voru far- þegar aðallega Indverjar, Iran- búar og Arabar. Þegar ferjan kom ekki á éfangastað á réttum tíma, hófst leit að henni. Var leitað bæði á sjó og úr lofti, en leitin hefur engan árangur borið. Atlantshafsbandalagið á meginþátt í friðvænlegra ástandi í Evrópu Algjörf varnarleysi fjörráð v/ð þjóðin í MERKRI ræðu um utan- ríkis- og varnarmál á Alþingi í gær sagði dr. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra m. a., að enginn vafi léki á því, að Atlantshafsbandalagið ætti meginþátt í því, að nú horfði mun friðvænlegar í þessum heimshluta en verið hefði um mjög langt skeið. Um varnarmálin sagði for- sætisráðherra: „Það, sem við verðum að gera okkur ljóst er: Viljum við hafa varnir? Teljum við að varnir séu nauðsynlegar, ekki vegna annarra, heldur vegna okkar sjálfra? Ef við teljum að svo sé, verðum við að hafa kjark til að segja það og fram- kvæma það.“ í frumvarpi því, sem þing- menn Alþýðubandalagsins flytja, er kveðið svo á, að ríkisstjórn- inni skuli nú þegar æskja end- urskoðunar á varnarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951, samkv. heimild í 7. gr. samningsins, og síðan segja samningnum upp, þegar sá endurskoðunarfrestur, er í sairm ingnum er ákveðinn, heimilar það. Fyrsti flutningsmaður frv. var Einar Olgeirsson, og fylgdi hann því úr hlaði. Vék hann m.a. að þeim atriðum, sem sérstaklega er getið í greinargerð frv. og taldi að ekki væru lengur for- sendur fyrir dvöl varnarliðs á íslandi. Að ræðu hans lokinni tók dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra til máls og kom hann víða við í ræðu sinni. Hann vék fyrst að því, að E. Olg. hefði látið á sér skilja fyrir nokkrum vikum, að þetta yrði hans síðasta þing. Ýmis tillögu- flutningur hans upp á síðkastið o, unz öruggum friði er náð l benti til þess, að hann vildi láta l 1 brottför sina verða nokkuð eft- I Bjarni Bcnediktsson. irminnilega. Samtímis frv. þvf sem hér væri til umræðu hefði t.d. komið frá hans hendi tillaga sem ætlaði íslendingum forystu um að bjarga öðrum þjóðum, og þó einkanlega Norðmönnum, frá einokunarklóm auðhringa í heiminum. í greinargerð þeirrar till. kæmi ljóst fram, að hv. þm. teldi sjálfan sig ekki einungis hafa betra vit en aðrir á því, hvað íslenzku þjóðinni hentaði, heldur einnig betra vit en for- ystumenn norsku þjóðarinnar á því, hvað Norðmönnum kæmi bezt. Þannig kallaði hann búsi- fjar og nauðungarsamninga fyr- ir Norðmenn það sem norska Stórþingið hefði samþykkt nær samhljóða. Forsætisróðherra kvað mjög athyglisvert, hversu glöppótt var su saga af varnarmalunum og áhrifum þeirra varðandi ísland, sem hv. þm. rakti í framsögu- ræðu sinni. Hann talaði fyrst Framh. á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.