Morgunblaðið - 17.02.1967, Side 22
22
MÓRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967.
Jóncas Bgarnason
frá Bíldudal
„I>ó að fornu björgin brotni,
bili himinn og þorni upp mar —
allar sortni sólirnar.
Aldrei deyr þótt allt um þrotni,
endurminning þess sem var“.
(Gr. ''homsen).
Eitt af því sem mér er sér-
staklega minnisstætt frá barn-
æsku minni, eru heimsóknir móð
urbræðra minna, Sölva, Bjarna
og Jónasar, sem sýndu mér
mikla ræktarsemi. Ég fylgdi
þeim ævinlega út fyrir túngarð
þegar þeir fóru og fékk þá pen-
inga í lófann að skilnaði. Þeirri
l.rónutölu hefi ég löngu gleymt,
t
Eiginmaður minn og sonur
okkar
Gylfi Snær Gunnarsson
andaðist á heimili sínu Vall-
arbraut 15, Seltjarnarnesi,
hinn 14. febrúar. Jarðarförin
fer fram frá Neskirkju þriðju
daginn 21. febrúar kl. 3 e. h.
Oddný Sigurðardóttir,
Kristín Eiríksdóttir,
Gunnar M. Magnúss.
t
Elsku litli drengurinn okkar
Steinar Smári
lézt að slysförum 15. febrúar.
Katrin Ágústsdóttir,
Guðbergur Sigursteinsson.
Halakoti, Vatnsleysuströnd.
t
Bróðir okkar
Eiríkur Björnsson
Garðastræti 19,
andaðist að Landakotssptíala
16. þ.m.
Guðríður Björnsdóttir,
Ráðhildur Björnssdóttir.
t
Jarðarför mannsins míns
og föður okkar
Ingólfs Jónssonar
loftskeytamanns, Bogahlíð 16, 1
fer fram frá Fossvogskirkju
laugardaginn 18. febrúar kl.
10,30 f.h. Athöfninni í kirkj-
unni verður útvarpað.
Petra Þórlindsdóttir
og börnin.
t
Jarðarför föður okkar, afa
og bróður
Guðmundar Haldórssonar
frá Þórðarkoti, Seivogi,
fer fram frá Strandakirkju
laugardaginn 18. þ.m. kl. 14.
Bílferð verður frá Umferðar-
miðstöðinni kl. 12.00.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Halldór Guðmundsson,
Guðmundur Sigurðsson,
Kristinn Halldórsson.
en hjartahlýjunni sem fylgdi
þessum gjöfum og heimsóknum
gleymi ég aldrei. Sá síðastnefndi
kom oftast og hans minnist ég
í dag.
Jónas Bjamason var fæddur
a5 Laugabóli við Arnarfjörð 27.
júní 1893. Foreldrar hans voru
Jónína Jónsdóttir frá Kirkjubóli
í Mosdal og Bjami Bjarnason,
skipstjóri, sonur Bjarna Þórlaug-
arsonar, sem frægur varð vorið
1856 fyrir að verjast einn í ná-
lega 4 klukkustundir móti 20 öl-
óðum fransmönnum um borð í
franskri skútu á Alviðrubót í
Dýrafirði.
Jónas var yngstur 14 barna
þeirra afa og ömmu. Sjö náðu
fullorðinsaldri. Afi fórst við ell-
efta mann í aftaka veðri í maí-
byrjun 1897 með skipi því, er
hann stjómaði.
Eins og að líkum lætur tvístr-
aðist þá bamahópurinn og böm
in fóru burt til að vinna fyrir
sér, þegar aldur leyfðL Þegar
Jónas hafði aldur til varð hann
smali hér og þar við misjafnt
atlæti, en stundaði sjó svo fljótt
sem unnt var eins og hinir bræð
urnir.
Haustið 1918 urðu þáttaskil í
lífi Jónasar. Þá réðist hann sem
ráðsmaður til Guðnýjar Friðriks
dóttur að Krosseyri í Suður-
fjarðahreppi. Guðný missti mann
sinn Elías Jónsson frá 5 ungum
börnum í aprílmánuði sama ár.
Var yngsta barnið skírt við lík-
börur föður síns. Næst yngsta
bam Guðnýjar var strax tekið í
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda vináttu og samúð við
fráfall og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu
Guðrúnar Daníelsdóttur
Laugaveg 76.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Innilegt þakklæti til allra
þeirra er auðsýndu okkur
samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför
Iiildar Magnúsdóttur
Kollsveit, Barðastrandarsýslu.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðbjartur Guðbjartsson.
t
Þökkum af alhug öllum
þeim mörgu, er auðsýndu
okkur samúð og vinarhug,
vegna andláts og útfarar
Árna Eiríkssonar
frá Reykjarhóli.
Guð blessi ykkur öll.
Vandamenn.
t
Hjartans þakkir flytjum
vér öllum þeim, er sýndu vin-
arhug við fráfall og jarðarför
Guðlaugs Guðmundssonar
Álfheimum 26.
Sigriður Þorsteinsdóttir,
systkini hins látna og
aðrir aðstandendur.
fóstur af bamlausum velstæðum
hjónum í sömu sveit. Á öðru ári
frá komu sinni til Krosseyrar
gerðist Jónas meira en ráðs-
maður á heimilinu. Hann tók að
sér það göfuga hlutverk að ger-
ast faðir föðurlausu barnanna.
Því stóra og vandasama hlut-
verki valda ekki nærri allir, en
ég fullyrði að Jónas skilaði því
með sæmd, sem öllu öðru er
hann tók sér fyrir hendur. Sam-
búð Guðnýjar og Jónasar varð
gæfurík. Þau eignuðust 2 dætur,
Láru, gifta Matthíasi Einarssyni
vélstjóra og Steinunni, gifta
Birni Jónssyni, bifvélavirkja.
Báðar eru þær búsettar hér í
Reykjavík. Guðný og Jónas tóku
ömmu til sín að Krosseyri og
fluttist hún með þeim að Kalda-
bakka á Bíldudal 1928. Þar var
hún á þriðja ár, en fluttist þá til
sonar síns Bjarna og Sigríðar
konu hans, sem þá voru búsett á
ísafirði. Amma andaðist þar 12/3
1937 og hafðl þá verið blind í
19 ár.
Hjá Jónasi og Guðnýju á
Kaldabakka var ætíð mikill
gestagangur, enda voni þau
bæði góð heim að sækja. Guðný
var glaðlynd, söngelsk, prýði-
lega greind og víðlesin. Hún
hafði efalaust námsgáfur, likt og
bróðir hennar dr. Árni fiskifræð
ingur, sem lézt á síðast liðnu
hausti, en hvorki voru efni né
hefð í hennar æsku, að konur
gengju menntaveginn. Jónas var
sérlega dagfarsprúður, prúð-
meni mikið og orðvar. Hann var
snyrtimenni svo af bar og hef
ég engan mann á hans aldri séð
hirða svo vel um útlit sitt og
klæðaburð, meðan þess var
nokkur kostur heilsunnar vegna.
Jónas átti ekki langt að sækja
snyrtimennskuna. Amma var
orðlögð fyrir þrifnað. Þegar ég
var bam og heimsótti hana að
Laugabóli, þar sem hún var orð-
m ein eftir í litla húsinu sínu,
varð mér fyrst af öllu starsýnt
á hvítskúraða trégólfið hennar.
Allt annað var eftir því.
Jónas missti Guðnýju konu
sína 11. febrúar 1963. Það varð
honum þungt áfall. Heilsu hans
var þá tekið að hraka og fluttist
hann hingað til dætra sinna.
Fyrst Steinunnar, síðan til Láru.
Hann hafði mikið yndi af barna-
börnum sínum og síðast en ekki
sízt af fyrsta langafabarninu
Guðnýju litlu.
Jónas andaðist í Borgarsjúkra-
húsinu 7. þ.m., eftir langa og
stranga legu. Jarðarför hans fer
fram i dag frá Bíldudal þar sem
Innilegt þakklæti fyrir auð
sýnda samúð við andlát og
jarðarför móður, tengdamóð-
ur ömmu og langömmu.
Símon Konráðsson,
Jón Konráðsson,
Nikólína Konráðsdóttir,
Concordía K. Nielsen,
María Konráðsdóttir,
Stella Konráðsdóttir,
Ágúst Konráðsson,
Elinberg Konráðsson,
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn.
hann mun hvíla við hlið konu
sinnar.
Stjúpbörn Jónasar eru aðeins
3 á lifi, Liney, búsett á Siglu-
firðL Sigurður cand. agro, nú
búsettur hér í borg og Elín, einn
ig búsett hér.
Ekki get ég endað þessi orð,
án þess að minnast atviks sem
snart mig djúpt. Við líkbörur
hans í Fossvogskapellu, stóð
stjúpsonur hans upp til þess að
mæla nokkur kveðju- og þakkar-
orð. Hann byrjaði klökkum
rómi með orðinu: „Faðir“. Með
þessu eina orði eins og það var
sagt, fannst mér eiginlega túlk-
að allt sem sagt yrði í heilli
ræðu. Ástin, virðingin og þakk-
lætið fyrir allt sem hann hafði
verið fyrir móður hans og syst-
ini. Mér fannst að í þessu eina
orði fælist líka djúpur söknuð-
ur vegna þess að hafa ekki átt
þess kost í æsku að kalla stjúp-
föður sinn þessu nafni, eins og
hin systkinin gerðu.
Blessuð veri svo minning míns
góða frænda Jónasar.
Friðrika Guðmundsdóttir.
Minning
Elín Einarsdóttir
í DAG verður gerð frá Foss-
vogskirkju, útför Elínar Einars-
dóttur, húsfreyju. Hún varð
bráðkvödd í sjúkrahúsi hér í
borginni, síðastliðinn föstudag,
10. febrúar.
Þegar hún kvaddi okkur starfs
félaga sína í skógræktarstöð-
inni í FossvogL á hádegi þennan
dag, var hún glöð og hress í
bragði eins og hún átti vanda til.
Aðeins fáum stundum síðar var
hún látin. Andlátsfregnin kom
sem reiðarslag yfir aðstandendur
hennar og vini. Það er alltaf
jafn erfitt að átta sig á því að
svo skammt sé bilið milli lífs
og dauða.
Elín fæddist að Króki í Garða-
hreppi 9. júní 1917, en þar
bjuggu þá foreldrar hennar þau
Einar Guðmundsson og Valgerð-
ur Eyjólfsdóttir. Móðir hennar
veiktist í spönsku veikinni 1918.
Hún náði ekki heilsu aftur og
lézt af afleiðingum veikinnar.
Elín fór í fóstur á öðru ári cil
frændtfólks síns að Syðri-Rauða-
læk í Holtum og ólst þar upp
ásamt eldri systur sinni. Hjónin
á Syðri-Rauðalæk þau Guðný
Bjarnadóttir og Runóilfur Hall-
dórsson reyndust Elínu eins og
beztu foreldrar og síðan börn
þeirra hjóna. Þarna átti Elín
heimilL þar til hún fluttist til
Reykjavikur.
Elín giftist Gottskálki Guð-
mundssynL bifreiðastjóra, árið
1947 og bjuggu þau hér í Reykja
vík æ siðan. Þau eignuðust einn
son, Aðalstein, sem nú er fjórtán
ára að aldri. Gottskálk átti eina
dóttur af fyrra hjónabandi. Með
þeim Elínu var mjög kært og
svo börnum stjúpdótturinnar.
Fyrir tæpum tíu árum réðist
Elín til starfa hjá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur í skógræktar-
stöð þess í Fossvogi. Hafði hún
á hendi ráðskonustörf þar, nær
óslitið síðan. Vor og sumartím-
ann starfar all fjölmennur hópur
unglinga í stöðinni og féll það í
hlut Elínar að hafa stjórn á
þeim í kaffi- og matartímum dag
hvern. Fórst henni það starf
mjög vel úr hendL Hún stjórn-
aði án þess að beita stóryrðum
eða hávaða. Mestu réði þar um
reglusemi hennar og snyrti-
mennska í hvívetna. Ungling-
amir báru virðingu fyrir henni
og vildu gera henni til hæfis.
Hún var ungu stúlkunum, sem
þar hafa starfað, holl fyrirmynd
í öllum verkum sínum og hátt-
prýði í framkomu. Hún hafði
bætandi áhrif á alla, sem með
henni unnu.
Það er ómetanlegur styrkur á
hverjum vinnustað að eiga slík-
um starfskrafti á að skipa, sem
Elin var. Fyrir störf hennar í
þágu Skógræktarfélags Reykja-
víkur, árvekni og trúmennsku
skal nú þakkað að leiðarlokum.
Elínar mun saknað af öllum
þeim er henni kynntust, en við
fráfall hennar er þó þyngstur
harmur kveðin að eiginmanni
hennar og ungum syni. Ég flyt
þeim og stjúpdótturinni innileg-
ar. samúðarkveðjur frá mér,
fjölskyldu minni og samstarfs-
mönnum.
Einar G. E. Sæmundsen.
97,88°/o mjólkur
tóru / l.og 2.flokk
Á ÁRINU 1966 reyndist mjólk-
urframleiðslan betri en nokkru
sinni áður.
Tvö mjólkursamlög hættu að
starfa á árinu, þ. e. Mjólkur-
stöð Kaupfélags Suður-Borg-
firðinga, Akranesi, og Mjólkur-
Margrét leikur
aftur í „Galdra-
karlinum44
Margrét Guðmundsdóttir varð
fyrir því óhappi, að slasast á
fæö á sýningu í Þjóðleikhúsin
fyrir nokkru og tók þá Sigríður
Þorvaldsdóttir við hlutverki
hennar í leikritinu Galdrakarl-
inn frá Oz. Nú hefur Margrét náð
sér að fullu aftur og tekur hún
aftur við hlutverki sínu í Galdra
karlinum, n.k. sunnudag. Leik-
urinn hefur nú verið sýndur 10
sinnum og ávallt fyrir fullu húsi.
Myndin er af Margréti í hlut-
verki sínu í barnaleiknum
bú K.F.B., Djúpavogi, og eitt nýtt
tók til starfa, sem er Mjólkur-
bú Kaupfélags Langnesinga,
Þórshöfn.
Mjólkursamlögin eru því nú
17 talsins.
Gæðamat mjólkurinnar reynd-
ist þannig:
f I. og n. flokk fóru 99.497.673
kg, eða 97.88%.
í III. flokk fóru 1.994.681 kg,
eða 1,96%.
f IV. flokk fóru 156.130 kg,
eða 0,16%.
Þakka hjartanlega mér auð
sýnda vinsemd á áttræðisaf-
mælinu.
Ingimundur Jónsson,
Keflavik.