Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967. Æwatotrtt Pélur Sigurðsson á Alþingi í gær: Nauðsynlegt að rýmka aðild að lífeyrissjóði togarasjómanna PÉTUR Sigurðsson flutti framsöguræðu í neðri deild Alþingis í gær fyrir frv. sínu um rýmkun á rétti til aðildar að Lífeyrissjóði togarasjó- manna. Benti flutningsmað- ur á, að því væri skv. logum mjög þröngur stakkur skor- inn hverjir rétt hefðu til að- ildar að sjóðnum, en það eru einungis lögskráðir sjómenn. Pétur Sigurðsson taldi eðli legt, að á sama hátt og tog- arasjómenn hafa rétt til þess að fá framlag sitt til sjóðsins endurgreitt nytu togaraút- gerðir sama réttar, ekki sízt með tilliti til ástands togara- útgerðarinnar og beindi hann því til þeirrar þingnefndar, lem fær málið til meðferðar að taka þetta atriði til at- hugunar. Þess væru einnig dæmi, að aðrir sjómenn en togarasjómenn og undir- menn á farskipum óskuðu eftir aðild að lífeyrissjóðn- um. Kvaðst Pétur Sigurðsson telja eðlilegt að þetta atriði yrði einnig athugað í nefnd. Pétur Sigurðsson gerði í upp- hafi máls síns grein fyrir megin- efni frv. en það að rýmka aðild að lífeyrissjóði togarasjómanna á þann hátt, að starfsmenn sjó- mannasamtaka eigi rétt til þátt- töku í honum, svo og sjómenn sem starfa á vegum útgerðarfé- lags, þótt skip áe um stimdar- sakir í viðgerð eða þeir ekki lögskráðir af öðrum ástæðum. Ennfremur að sjómenn, sem stunda nám í sjómannafræðum eigi rétt til þátttöku í sjóðnum meðan á námi stendur. Sagði Pétur Sigurðsson, að það kæmi fyrir, að sjómenn veigruðu sér Pétur Sigurðsson við að setjast á skólabekk nú vegna þess að þeir misstu líf- eyrissjóðsréttindi þann tíma. Sparnaður í innheimtu gjalda að leggja Viðtækjaverzl. niður GYLFI Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra gerði grein fyr Ir frv. ríkisstjórnarinnar tun afnám einkasölu ríkisins á Útvarpstækjum í Efri deild Alþingis í gær. Ráðherrann sagði að hér væri fyrst og fremst um að ræða sparnað i innheimtu, þar sem ríkis- sjóður mundi nú innheimta beint gjald, sem Viðtækja- verzlunin hefði áður annazt innheimtu á og jafnframt létta af ríkinu hallagreiðslum af Viðtækjaverzluninni. Menntamálaráðlherra sagði að Viðtækjaverzlunin mundi eiga nokkrar nettóeignir og væri •ðlilegt að þær rynnu til þess eð greiða ógreidd framlög til 6infóníuhljómisveitarinnar svo og til Þjóðleiklhússins til greiðslu byggingarskúlda, en að öðru leyti mundu eignir fyrirtækis- ins ganga til framkvæmdasjóðs Ríkisútvarpsins. Alfreð Gíslason (K) spurði ráðherrann, sem j'afnaðarmann, bvort ekki hefði verið atlhuguð *rú leið að hressa Viðtækjaverzl- Ný mól Björn Pálsson og Jón Skafta- «on hafa lagt fram í Nd. frv. um breytingu á lögum um launa- •katt. Ragnar Amalds o.fl. hafa lagt fram frv. um breytingu á lögum um utanríkisráðuneyti íslands og fulltrúa þess erlendis.______ Þingmál í gær Auður Auðuns (S), mælti í gær í Efri deild fyrir áliti menntamálanefndar um frv. um breytingu á lögum um vernd- un barna og ungmenna. Frv. var samiþykkt til 3. umræðu. unina við og taldi að vegur hennar hefði minnkað undanfar in ár vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar til hagsbóta einkaaðil- um. Gylfi Þ. Gíslason svaraði og sagði, að sú leið hefði verið atihuguð af nefnd, sem um þetta fjallaði og hefði hún verið sam mála um að það væri ekki hægt og hefði forstjóri fyrirtækisins sagt að til þess þyrfti 40—50 millj. króna í nýju fjármagni og þrefaldað starfslið. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, sagði á Alþingi í gær, að niðurfelling einkasölugjalds af sjónvarps- og hljóðvarpstækjum og hækkun verðtolls í þess stað mundi auka tekjur sjónvarpsins af innflutningi sjónvarpstækja töluvert. Ekki væri ætlunin með hækkun verðtolls að auka tékj- ur ríkissjóðs heldur mundu þess ar tekjur renna til tiltekir.na þarfa, sem einkasölugjaidið hefði áður staðið straum að. Ráðherrann sagði, að aðstaða varðandi dreifingu á viðtækjum væri nú allt önnur en áður. Hann kvað alþingismenn sam- mála xim nauðsyn þess að hraða uppbyggingu sjónvarpsins og væri þess því að vænta að, hækk un verðtolls og niðurfelling einkasölugjalds að sama skapi mundi hljóta stuðning þing- manna. — Viðtækjaverzlun Framhald af bls. 32. að ríkissjóður leggi fram 40—50 milljónir til reksturs einkasölu til sams konar þjónustu og bindi þar við 30 manna starfslið. Þar sem mjög óráðlegt virðist að halda áfram rekstri einkasölunn- ar með núverandi sniði, leggur nefndin til, að hún verði lögð niður.“ Tvímælalaust verður sparnað- ur að að leggja Viðtækjaverzl- un ríkisins niður, en hækka jafn framt verðtoll af viðtækjum, svo sem lagt er til í frumvarpi um breyting á tollskrárlögum, sem lagt verður fram samtímis þessu frumvarpi. Starfslið Viðtækja- verzlunarinnar er 10 manns. Er starf þess að verulegu leyti skatt heimta, er tollyfirvöld geta haft með höndum án nokkurs auka- kostnaðar. í annan stað er til mikils hagræðis fyrir innflytj- endur viðtækja, að skattheimta af innflutningi sé færð á eina hendi. í þriðja lagi mundi halla- rekstur Viðtækjaverzlunarinnar að sjálfsögðu hverfa, og pening- ar þeir, er verja hefði orðið til greiðslu hallans, yrði til annarr- ar ráðstöfunar. Gildandi lög um einkasölu á útvarpsviðtækjum eru heimildar lög. Með hliðsjón af gerbreyttum aðstæðum almennings til að afla sér viðtækja, þykir rétt, að heim ild ríkissjóðs til að hafa á hendi einkasölu á viðtækjum verði úr gildi numin. Upphaflega var gert.ráð fyrir, að hagnaður af viðtækjaeinka- sölunni rynni í framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins, en í lögum nr. 115/1951 segir, að hagnaðurinn skuli renna í ríkissjóð til greiðslu á byggingarskuldum Þjóðleikhússins. Síðar var þeim lögum breytt og skyldi hagnað- inum þá skipt milli Sinfóníu- hljómsveitar íslands og Þjóðleik- hússins. Nú hafa verið teknar upp beinar fjárveitingar í fjár- lögum til rekstrar bæði Þjóðleik hússins og Sinfóníuhlj ómsveitar innar. Byggingarskuldir Þjóð- leikhússins eru að fullu greidd- ar, en nokkrar framkvæmdir við húsið þó enn nauðsynlegar. Þyk- ir rétt, að þær framkvæmdir vérði kostaðar af tekjum Við- tækjaverzlunarinnar frá fyrri árum, en gert er ráð fyrir, að þær muni kosta 1.0 milljón kr. Þá er og eðlilegt, að Viðtækja- verzluniin greiði í ríkissjóð það fé, sem hún á ógreitt vegna Sin- fóníuhljómsveitar íslands á ár- unum 1965—67, en það nemur 1.8 milljón kr. Að öðru leyti renni eignir hennar í fram- kvæmdasjóð Ríkisútvarpsins, eins og ráðgert var, þegar Við- tækjaverzlunin var stofnuð, enda taki hann að sér að greiða skuldbindingar hennar. Tekjur af hækkun verðtolls af viðtækj- um renna að sjálfsögðu í ríkis- sjóð, enda tekur hann að sér fjárframlög til þeirra verkefna, sem hagnaður Viðtækjaverzlun- arinnar skyldi áður renna tiL Til sölu við: Sólheima Glæsileg 5 herb. íbúðarhaeð í þríbýlishúsi. Fallegt út- sýni. Bugðulæk 4ra herb. kjallaraíbúð, lítið niðurgrafin. Sérinngangur, sérhiti. Góð íbúð. Góð lán áhvílandi. Fasteignasalan Uátúni 4 A, Nóatúnshúsið Sími 2-18-70 Til sölu m.a. Hrísateig 3ja herb. hæð auk bílskúrs. Þrjár íbúðir í húsinu. Ræktuð lóð. Hagkvæm kjör. EskihliÖ 3ja herb. kjallaraibúð, lítið niðurgrafin. íbúðin er í mjög góðu ástandi. 5 herb. íbúð á 4. hæð í sam- býlishúsi. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. / GarBahreppi Fokhelt einbýlishús af ýms- úm stærðum og gerðum. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN 4USTURSTRÆTI 17. 4. HÆÐ SlMI: 17466 íbúðir og hús óskast Okkur vantar sérstaklega einbýlishús, raðhús, svo og 2—3 herbergja íbúðir ásamt gúðum hæðum í tví- og þríbýlishúsum- Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414 17. Til sölu 4ra herb. íbúð á efstu hæð við Þorfinnsgötu. 4ra herb. nýjar íbúðir við LjóSheima, Skólagerði. 4ra herb. hæðir við Víði- hvamm, Skipasund og víðar í borginni, Kópavogi og Hafnarfirði. Raðhús nýleg og fullgerð í Kópavogi. Einbýlishús í SmáSbúðahverfi og Kópavogi. 4ra—6 herb. hæðir ásamt bíl- Skúrum í smíðum í Kópa- vogi. PASTEIGNASAIAN HÚS&EIGNIR BANK ASTRAETI A Sími 40863 SÓFASETT - BÍLL Óska eftir góðum sendiferða- bíl, helzt með drif á öllum hjólum, í skiptum fyrir glæsi- legt nýtízku sófasett í léttum stíl, með 3 stólum og 4ra sæta sófa. Tveir stólarnir eru með háu baki með nýtízku nælonáklæði. Uppl. á verk- stæðinu, Laufásveg 4. Gengið niður sundið. Sími 13492. 2ja herb. íbúðir við Reynimel, Hvassaleiti, Samtún, Kópa- vogsbraut og Laugarnes’veg. 3ja herb. góð íbúð á 2. hæð við Kleppsveg. 3ja herb. ný íbúð á 2. hæð við Hraunbæ. 3ja herbergja efri hæð ásamt • tveim herb. í risi við Hring- braut, bílskúr. 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Hraunteig. 3ja herb. kjallaraíbúð við Miðtún. 4ra herb. góð risíbúð við Hraunteig. 4ra herb. íbúð ásamt herb. í kjallara við Stóragerði. 4ra herb. 110 ferm. íbúð á 2. hæð við Álfheima. 4ra herb. íbúð á 7. hæð við Ljósheima. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Sogaveg. 4—5 herb. lúxus íbúð á 11. hæð við Sólheima. 5 herb. nýleg íbúð við Fells- múla. 5 herb. sérhæð við Rauðalæk. 5 herb. íbúð á 1. hæð við Bogahlíð. 5 herb. íbúð á 3. hæð við Grænuhlíð. 5 herb. íbúð á 1. hæð við Kambsveg. 5 herb. sérhæð við Lindar- braut. 5 herb. sérhæð við Bugðulæk. Einbýlishús við Holtagerði. Einbýlishús við Smáraflöt. Einbýlishús við Vallargerði. Fokhelt raðhús við Sæviðar- sund. Uppbyggður bílskúr. Hilmar Valdimarssou FasteignaviðskiptL Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. Fiskiskip Seljum og leigjum fiskiskip, af öllum stærðum. SKIPA- 06 VERÐBRÉFA* SALAN skiraT [leiga , VESTURGÖTU 5 Sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. SKÍÐA... PEYSUR BUXUR HÚFUR HANZKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.