Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBliAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,0« og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGIXUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 ~ íími 1.4444 \mmiR Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 3116«. LITLA bíluleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f / =>BUA If/GAM RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 BÍLALEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 V' ÞR0STUR% 22-1-75 r> BíLALEIGAN GREIÐI Lækjarkinn 6 — HafnarfirðL Simi 51056. Fjaðrir, fjaðrabióð. hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gcrðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu • Kirkjan, prest- arnir og Guð „Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig fyrir eftirfarandi athugasemd- ir: Fyrir nokkru las ég í Morg- unblaðinu grein um bindindis- ráð kristinna safnaða. Er þar vikið að nauðsyn þess að hefja meira stmstarí bindindismanna og kirkjunnar þ.e. þjóna hennar prestana. Einnig þyrfti að stofna nýtt embætti í þessu skyni. Ég efast ekki um að gott eitt vakir fyrir höfundi grein- arinnar og hann sé sjálfur á- kveðinn bindindismaður bæði á vín og tóbak. Ég geri ráð fyrir að höfundur eigi við söfnuði þjóðkirkjunnar þegar hann nefnir „kristna söfnuði". En hvernig er þá ástandið í þess- um söfnuðum? Eru þeir ekki byggðir upp af mestum hluta þjóðarinnar? Svo blasir þessi óhrekjandi staðreynd við oss, að áfengis- og tóbaksneyzla fer ört vaxandi þ.e. mikill hluti þessara safnaðarmeðlima (á- samt mörgium prestum) neytir þessara hluta og lætur sér vel llka. Aldrei heyrist þess getið, að neinum sé vikið úr slíkum söfnuði þó menn séu uppvísir að hverskonar óreghi og spill- ingu. Hverrar hjálpar er þá að vænta úr þeirri átt? Hefir það ekki ávalt sýnt sig, að öll lög, sem sett hafa verið um þessi efni, hafa verið gegnumsmogm og þverbrotin, jafnvel af mönn um sem átfcu að gæta þeirra, vegna þess að þeir sjAJfir elsk- uðu þessa hluti? Aðrir koimi svo auðvitað á eftir. Ég hefi ekki trú á slíku samstarfi. Hinir raunverulegu bindindis menn þurfa sjálfir að herða sóknina og leggja meira að sér. Mér finnst t.d. ekki ná nokk- urri átt að þeir leigi samkomu- hús sin fyrir fylliríisdansleiki. Þeir ættu að sýna röggsemi og útiloka slíkt. Ef nægur áhugi væri fyrir hendi, gætu þeir sjálfir skiptzt á um að líta eftir því að settum reglum verði hlýtt og áfengi ekki haft um hönd. Mér finnst að áður nefndur greinarhöfundur hefði mátt sleppa því að nefna „kristna söfnuði" í þessu sambandi svo langt sem þeir eru komnir í flestu frá frumsöfnuðum kristn innar. Þá er það Herra biskupinn Sigurbjörn Einarsson. Erindi yðar flutt 1 útvarpi og síðan birt í Morgunblaðinu, er þér nefnið: „Hvað er að gerast í kirkjunrti?" Ég verð að játa, að ég varð fyrir sárum vonrigðum. Þér og aðrir sem um þessi mál deila, sneiðið algerlega hjá kjarna málsins, því það alvar- legasta sem er að gerast í kirkj unni er frá hvarfið frá endur lausnarkenningu Jesú Krists, frelsun fyrir hans dýrmæta blóð, sem er og verður hin eina sáluhjálp fyrir syndiuga menn. „Því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagð- ur er, sem er Jesús Kristur" 1. Kbr: 3. 11. Flest, sem þér tal- ið um; form guðsþjónustunnar og kirkjuskreyting, skrúði presta o.fl. er aukaatriði, sem ekki tekur að vera að deila um. Og því ekki meira um það hér að þessu sinnL r Á einum stað fannst mér rofa svolítið til er þér tilfærðuð orð Lúthers. Gerði ég mér von um framhald af því, sem þó fór á annan veg. Af gefnu tilefni mælti Lúther þessi orð: „Ef fagnaðarerindið er predikað og hjátrúnni útrýmt, þá geturðu svo sannarlega í Guðs nafni haft skrúðgöngu, borið kross úr silfri eða gulli og kórkápu** Hvað er það svo sem hefir gerst í hinni evangelisk Lút- hersku kirkju á íslandi? Hefir hjátrúnni verið útrýmt? Ég svara hiklaust: Nei. Þvert á móti hafa fjöldi presta þverbrotið sitt heilaga vígsluheit um að „predika Guðs orð hreint og óskorað" og boða í þess stað aUskonar hjátrú, t.d. andatrú, guðspeki, kommún- isma o.fl. Hvað hefir verið gert við þessa heitrofa? Ekki neitt. Þeir eru frjálsir gerða sinna oð boða þjóðinni þessar blekking- ar, og ávextinir eru augljósir. Vaxandi trúleysi á Biblíuna sem Guðsorð og þverrandi siðgæði, og þarf engan að undra. Áður fyrr voru prestar settir frá „kjól og kalU“ fyrir opinber af brot. Nú heyrist það ekki nefnt, jafnvel þó margir prestar með villu kenningum sínum, leiði þjóðina út á þá braut sem hlýt- ur að leiða til glötunar Matt: 7.13. Hvað myndi Lúther hafa sagt um slíkt? Og það sem mestu máli skiptir. Hvað segir heilög ritning um slíkt atíhæfi? Ég vona að þér herra biskup, yfirmaður hinnar Lúthersku kirkju á íslandi, eigið eftir að gera þessu efni gleggri skil á opinberum vettvangi. Eins og yður rekur sjálfsagt minni tiL hefi ég áður vakið nrrfls á þessu við yður. Það var þegar þér réttilega vöruðuð þjóðina við villukenningu Jehóva votta. Guð blessi yður og styðji til slíkrar baráttu. „Því að barátt- an, sem vér eigum í er ek'ki við bltóð og hold, heldur við tign- irnar og völdin, við heims- drottna þessa myrkurs, við anda verur vonzkunnar í himingeimn um“ Efes: 6.12. Þá get ég ekki annað en vikið nokkrum orðum að grein hinn- ar rosknu konu sem birtist í Velvakanda 2Ö. jan. s.l. Um au'kaatriðin er ég henni sam- mála. En um aðalatriðið, hvaða boðskap prestarnir eigi að flytja þjóðinni, verðum við aft- ur ósammála. Henni finnst gæta of mikillar bókstaístrúar, og fer hæðnis orðum um frið- þægingarkenninguna, og þá einnig annað, sem henni er nátengt: Eilífa glötun. Þarna finnst mér sú góða kona fara með með Guðlast. Sögðu ekki Farisearnir „Hann Guðlastar“ þegar Jesús sagðist vera sonur Guðs? Og til hvers kom swnur Guðs í heiminn? „Til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilift líf“ Jóh: 3. 16. Hún talar orðrétt um þetta á þessa leið: „Virðist þar verið að reyna að vekja upp tvo gamla drauga kristninnar friðþægingar og helvíttókenn- ingar. Þær hefi ég altaf talið og mun alltaf telja „guðlast" Hvert er þessi lessuð kona að fara? Eða ber hún ekki skyn á, að þeir kennimenn, sem hún virð- ist aðhyUast, eru raunverulegir draugadýrkendur, sem jafnvel taka sér langar ferðir á hendur ef drauga verður einhvers stað ar vart, til þess að komast í samband við þá — t.d. á „Saur- um“ fara á andafundi út um allt land. Veit þessi kona ekki að heilög ritning talar um „að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni er gaf sig að villuöndum og lærdómum illra anda“ 1. Tím: 4. 1-2. Og að „Þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur kitlar þá á eyrunum og þeir hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum, og þeir munu snúa eyr um sínum burt frá sannleikan- um, og snúa sér að ævintýrum“ 1 Tím: 4. 1-2. Það er þetta sem þessir menn hafa gert. Hvernig getur svo þessi sama kona, eftir að hún eigi að „lifa og vera trú sínu upphaflega hlutverki, að halda, vörð um, og boða kenningar Jesú Krists". Predikaði hann ekki um tvo tilverustaði í eilífð inni? Mjóan og breiðan veg hér í lífi? Börn heimsins, og börn Guðs? „En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að vera Guðs börn“ Jóh: 1.12. „Sjáið hvílíkan kærleik faðirinn hefir auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn, og það erum vér. Vegna þess þekkir heimurinn oss ekki, að hann þekkti hann ekki. Þér elskaðir, nú erum vér Guðs böm, og það er enn þá ekki orðið bert hvað vér munum verða. Vér vitum. að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er“ 1 Jóh: 3. 1-2. Að síðustu vil ég svo minna & orð Jesú tii Nikódemusar ráðherra: ,Knginn getur séð guðsríki nema hann endur- fæðist" Jóh: 3. 3. Þetta vil ég undirstrika með persónulegum vitnisburði. Fyri mörgum ár- um síðan reyndi ég þetta að Jesús kom „til að leita að hinu týnda og frelsa það“ Lúk: 19.10. Ég hrópaði til hans í synda neyð og „Hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunar-gröf inni, upp úr hinni botnlausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mdg styrkan í gangi. Hann latgði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn“ Sálm: 40. 2-4. Þessvegna vil ég bera mínum blessaða Frelsara vitni. Ég hlustaði líka á útvarpserimdi Sæmundar Jóhannessonar rit- stjóra 7. þ.m. í hjarta mínu sagði já og amen við öllu sem hann sagði. Það var dásamlegt að heyra um prestinn, sem frelsaðist m.a. frá ofdrykkjunni. Þannig leysti Jesús mig eirnnig, á einu augnabliki undan valdi Bakkusar. „Jesús Kristur er 1 gær og í dag hinn sami og um aldir. Látið yður ekki afvega- leiða af ýmislegum annarlegum kenningum" Hebr: 13. 9. Jesús vill. að þín kenning klár, Kröftug sé, hrein og opin- skár Lík hvellum lúðurs hljómi. Launsmjaðran öll og hræsnin hál. Hindrar Guðs dýrð, en villir sál. Straffast með ströng- um dómL Passíus 10, 12. Frið- þæging Jesú, er og verður, það eina sem kristin kirkja getur flutt syndugum mönnum til sáluhjálpar. „Og ekki er hjálp ræðið í neinum öðrum því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“ Post: 4,12. Sé kenningin í einhverri annari mynd, þá er það eitthvað annað en kristin kenning. ,,Sérhver sem fer af langt, og er ekki stöðugur í kenningu Krists, hefir ekki Guð. Sá sem er stöð- ugur í kenningunni, hann hefir bæði föðurinn og soninn. Etf ein hver kemur til yðar, og kemur ekki með þessa kenning, þá tak ið hann ekki á heimili yðair, og biðjið hann ekki vera velkom- inn. Því að sá, sem biður hann vera velkominn, verður hlut- takandi í hans vondu verkum" 2 Jóhannesarbr: 0,-ll.»j í þ Guð styrfci þá kennimenn sem halda sér fast við Guðs orð og boða það „hreint og óskorað“ þrátt fyrir alla andstöðu frá vantrúaröflunum. Biðjið meirá um Heilagan Anda. Þá kemur sú „vakninig“, sem allir þeir, er elska Jesú, biðja um að verði með þjóð vorri. Þá gerist hið sama og á dögum postulanna“ En Drottinn bætti daglega við i hópinn þeim er frelsast létu“ Post: 2.47. S.B.V.* • Heilög1 ritning Lesandi skrifar: ,Ég las í dálkum þínum nf verið bréf frá „roskinni konu“. Ég varð satt að segja svo undr- andi á þeim mótsögnum sem mér fannst koma þar fram. að ég gat ekki stillt mig um að leggja nokkur orð í bel'g. Að visu er ég alveg sammála þessari konu þar sem hún talar um klæðnað þira sem messu görðir annast. Hann er alveg aukaatriði ef boðskapurinn er aðins boðskapur Krists. Síðan fer hún að tala um tvo gamla drauga, sem farið sé að vekja upp. Nú vita allir að boðskap- ur Krists er ekkert nýr. Langt kominn með að verða tvö þús und ára. En í fuilu gildi fyrir því. Ef um einhverja drauga f kenningu kristinnar er að ræða, eru þeir því allir jafntgamlir En því segir konan þetta? Fr* mínum sjónarhóli séð er ekki hægt að, kalla kristindóm, eða boðskap Krists annað en það er Kristur kenndi og hann kenndi bæði um friðþægingu og helvítL En þessi konia er því miður ek'ki ein með því marki brennd að vilja bara klij>pa af boð- skapi Krists það sem þægileg- ast þykir og bæta svo kannske bara ofurlitdlu inn í frá sjálfri sér. Þá athugar þetta fólk vist ekki að þá er þetta alls ekki lengur boðskapur Krists, heldur ara, eins eða annars, t.d. „rosfc innar konu“. Áður en þessi kona skrifar um boðskap Krista á opinberum vettvangi á ný mundi ég í allri vinsemd ráð- leggja henni að lesa Heilaga ritningu í einlægni — hverrar boðskap prestarnir eru í dag eiðsvarnir að boða en sem þeir því miður gera ekki allir. Af- kristnunin er líka auðsæ. Við þurfum ekki annað en lesa blöð, hlusta á fréttir eða bara líta i kringum okkur. Það er nefnilega enginn kær- leikur að kalla til unglingana á ísnum „Leikið ykkur — engin hætta“ þegar ís er ekki traust- ari en það, að hann brestur þegar mest á reynir og minnst varir. Þá vil ég heldur vera ein í hópi Guðlastaranna i aug um þessarar rosknu konu. G. K.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.