Morgunblaðið - 17.02.1967, Side 5

Morgunblaðið - 17.02.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967. 5 ÞRJÁTÍU ára afmælisfagnaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat- ar var haldinn í Sjálfstæðishús- inu í fyrrakvöld. Var þar fjöl- menni og góður fagnaður, og bárust félaginu árnaðaróskir og Svavar Pálsson færir formanni Hvatar, Maríu Maack, silfurkeðju frá Landsmálafélaginu Verði. Aðrir sem sjást á myndinni, talið frá hægri, eru Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, frú Auður Auðuns, frú Ingibjörg Thors, frú Sigríður Björnsdóttir, Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, frú Eva Jónsdóttirog lengst frá eru borgarstjórahjónin Geir Hallgrímsson og Erna Finnsdóttir. Hvöt fékk silfurkeðju í afmœlisgjöf Ánœgjulegur fagnaður í Sjálfstceðishúsinu góðar gjafir. Auður Auðuns, forseti bæjar- stjórnar, var veizlustjóri. Dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra flutti ræðu. Baldvin Tryggvason færði Hvöt keðju frá Sjálfstæðisfélögunum. Og Svavar Pálsson afhenti með nokkrum orðum gjöf til félags- ins frá Landsmálafélaginu Verði. Var það falleg hálskeðja með silfurskildi, sem fálkinn, merki Sjálfstæðisflokksins, var á og áletrun hinum megin. Er keðjan ætluð formönnum Hvatar og eiga þeir að nota hana við hátíðleg tækifæri hjá félaginu. Þá flutti Gróa Pétursdóttir ávarp til heiðurs Maríu Maack, formanns félagsins. Og að lokum þakkaði María vinsemd og gjafir. Afmælisfagnaðurinn hófst með sameiginlegu borðhaldi og lék hljómsveit hússins undir borð- um og eins fyrir dansi á eftir. Kaffi var drukkið á hliðarsvöl- um og fóru þá fram skemmti- atriði. Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari söng, með undir- leik Skúla Halldórssonar og danspar úr dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýndi dansa. Var það mál manna að þessi afmælisfagnaður Hvatar hefði verið mjög ánægjulegur. Frá afmælisfagnaði Hva tar. Bjarni Benediktsson, íorsætisraðherra i ræoustoi. — Ræða Bjama B. Framh. af bls. 3 ir nokkur alvara. Og óneitanlega er það tímanna tákn og fróð- legt að athuga, að það s'kuli ger- ast nokkurn veginn sömu dag- ana, að það er hrækt ekki á fullorðna karlmenn af rússnesku kyni austur í Peking, heldur á konur og börn, sem þar verða að flýja sendiráð og land undan aínum kommúnisku flokksbræðr um og þau látin krjúpa frammi fyrir óaldarmönnum, áður en þeir komast upp í farkost sinn. Það eru brúðumyndir af for- ystumönnum Sovét-Rússa, sem verða fyrir misþyrmingu af menningarbyltingarmönnunum kommúnistisku austur í Kína og ýmislegt fleiri í þá veru. Sömu dagana Og þetta á sér stað, gengur forseti Sovét-Rússa á fund páfans. Það var sú tíð, að valdamesti maður í Rússlandi, Stalín, spurði í hálfkæringi: IHvað hefur páfinn mörg her- fylki? og gaf með þvi til kynna, að hann teldi ekki mikið upp úr því leggjandi, hvoru megin páf- inn væri, úr því að hann hefði ekki yfir vopnuðum hersveitum að ráða. Stalín var sem sagt sömu skoðunar eins og Mao er því sagt er, að hann hafi að orð- taki, að valdið liggi í byssuhlaup inu. En núverandi valdamenn í Sovét-Rússlandi hafa talið það gott að vingast við hinn her- fylkjalausa páfa, og Kosygin fer til Bretlands, bandamanna þeirra sem eru að dómi hv. þm. og naunar Sovétstjórnarinnar lí'ka, beinir árásarmenn í Suður-Vi- etnam. Hann fer til Bretlands, og hann lætur sér ekki nægja þar að tala við verkalýðinn. Nei, hann situr, eins og hefðarmönn- um, ber hjá sjálfri drottn- ingunni og lýsir því yfir, að sér muni verða alveg sérstök ánægja að því, ef Bretadrottning heimsækti Sovét-Rússland. Það er satt, að þetta hvort tveggja gefur til kynna töluverða hug- arfarsbreytingu, svo og það, að hann lýsti því yfir á blaðamanna fundi, að nú væri illþolandi á- gengni einræðisherranna austur í Peking. Nú er sem sagt farið að velja alræði öreiganna austur í Peking sama nafnið og Hitler sálugi 'hafði þann tíma, sem þeir voru óvinir. Stundum voru þeir vinir Stalin og Hitler, eins og þegar þeir komu sér saman um að hleypa seinni heimsstyrjöldinni af stað. Nú viðurkenni ég, að þetta er góðs viti, og ég trúi því, að það sé margt, sem horfi til betri veg- ar í Sovét-Rússlandi. Ég er sann færður um það, að greindir og gegnir menn, mikilhæfir menn, eins og loksins forustumenn kommúnista í Sovét-Rússlandi, geta ekki farið með völdin áratugum saman, án þess að læra mikið og sannfærast um það, að megirshlutinn af þeirra kreddum er fjarstæður, sem ekki eiga neina stoð í veruleik- anum. Hins vegar hef ég óttazt enn, að þessi þróun muni taka langan tíma, og enn skulum við hafa í ihuga, að það er minna frelsi í Sovét-Rússlandi í dag en var á keisaradögunum. Þá þótti zar-dæmið rússneska vera ímynd hins svartaista afturhalds, sem frjálsum mönnum bæri að forðast og fordæma. En ef skoð- að er, þá er mir.na frelsi, meiri kúgun, meira ósjálfræði í Sovét- Rússlandi í dag en var á dögúm zaranna. Það er þess vegna enn lcr.g leið, sem Sovét-Rússi jnd á etfir að fara, þangað til þar Kemst á slíkt lýðræði, sem er bczta öryggið fyrir varanlegu.il friði. Ég vil sannarlega trúa á hugarfarsbreytingu, sem orð.ð hafi <hjá hinum mikilhæfu valda mönnum í Sovét-Rússlandi, og auðvitað eru þeir menn, sem nú fara þar með völd, á engan há1t sambærilegir við Stalín eða hans félaga. En það er einnig rétt að hafa það í huga, að mjög mikiis verðir og reyndustu stjórnmála- menn, sem nú eru uppi, hafa lát ið uppi, að menn skyldu trúa hugarfarsbreytingunni varlega, vegna þess að vel kynni svo sð vera, að þetta væri einungis herbragð. Sú vingun við Vestur- veldin, sem nú virðist eiga sér stað, sé einungis herbragð til þess að tryggja sig gegn árás að baki, ef Kínverjar ráðist að þeim framan að, ef svo má segja. Að þeir vilji forðast tveggja hliða stríð, sem vitanlegt er og t.d. hv. 3. þm. Reykjav., jafngóð ur sagnfræðingur og hann er, ef hann vill láta sinn betri mann ráða, kannast við að var plága Þjóðverja löngum, Bismarks og hans skynsamari eftirmanna. Að það sé til þess að koma sér úr því að verða þannig ínni- klemmdir á milli fjandsamlegra aðila, sem Rússar hafi nú breyti um aðferð, en þeirra stefna sé ekki breytt. Um þetta skal ég ekkert segja. Ég vonast til þess og vil trúa því, að það sé raunveruleg hug- arfarsbreyting. En enn vi;um við það ekki, við verðum að bíða eftir því og sjá, hvað reynsi an kennir okkur í þessu. Við vit um, að Atlantshafsbandalagið og þátttaka íslandis á einum úrslita stað í vörnum bandalagsins hef- ur átt í því að friða þennan heims hluta og það, að Sovétstjórnin sýnir Vesturveldunum þá vin- semd og virðingu sem þau nú gera, kemur af því, að þau virða þeirra samtheldni og þeirra vald. Þess vegna væri það mesta fjand skaparbragð við friðinn, við framfarir, við heill almennings, við framtíð heimsins, ef menn nú ryfu þessi samtök og hættu að vilja leggja fram þann skerf, sem enn þarf til þess, að örugg- um friði verði áður en lýkur náð. Það er einnig algerlega vill- andi, sem hv. þm. segir um stöðu Frakka í þessum efnum. Við getum haft mismunandi skoðan- ir á því, hversu heppilegar ýmsar aðgerðir de Gaulles séu. Ég efast mjög um, að það sé allt rétt, sem sá aldni herfor- ingi tekur ákvarðanir um. En það er a.m.k. víst, að 'hann vill ekki, að Frakkland fari úr At- lantsihafsbandalaginu, og þó að hann hafi sagt sig úr, sem er kallað hernaðarstofnun innan bandalagsins, NATO í þrengri merkingu, þá leggur hann líka áherzlu á; að bandalagið eigi að halda áfram, og vitanlega vill hann samhæfa varnir Frakklands við aðgerðir þessarar hernaðar- eða varnarstofnunar flestra hinna aðildarríkjanna. Við get- um ekki sagt, að við séum eigin- legir þátttakendur í þeirri varn- arstofnun. Við getum sagt, að bæði við og Frakkar nú höfum í þessu sérstöðu. En þó að við séum ekki beinir aðilar í varnar stofnuninni, höfum við notið góðs af henni. Með því að varn- ir séu til á íslandi, tryggjum við varnir bandalagsin® í heild, alVeg eins og de Gaulle telur, að franski herinn og hans nýju kjarnorkuvopn tryggi varnir bandalagsins eins vel eða betur en þátttaka í þessari varnarstofn un af hálfu Frakka mundi gera. Það er þess vegna algerlega vill andi að tala á þann veg, að Framhald á bls. 31 ALLTMEÐ EIMSKIP Á NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands sem hér segir: ANTWERPEN: Seeadler 25. febrúar Mánafoss 7. marz**. Skógafoss 16. marz Seeadler 25. marz. HAMBURG: Bakkafoss 17. febrúar** Skógafoss 20. febrúar Askja 26. febrúar Goðafoss 10. marz Bakkafoss um 11. marz**. Skógafoss 20. marz. ROTTERDA M: Skógafoss 17. febrúar Askja 25. febrúar Goðafoss 6. marz Bakkafoss um 8. marz**. Skógafoss 17. marz Askja 25. marz. LEITH: Gullfoss 24. febrúar. Gullfoss 17. marz LONDON: Gullfoss 21. febrúar Seeadler 26. febrúar Mánafoss 10. marz**. Marietje Böhmer 20. marz. HULL: Bakkafoss 22. febrúar. Seeadler 3. marz Baikkafoss 13. marz**. Marietje Böhmer 23. marz. NEW YORK: Fjallfoss 24. febrúar*. Selfoss 3. marz Brúarfoss 17. marz Fjallfoss 31. marz*. GAUTABORG: Tungufoss 21. febrúar**. Lagarfoss 26. febrúar Tungufoss 15. marz**. KAUPMANNAHÖFN: Marietje Böhmer 17. feb. Lagarfoss 27. febrúar. Gullfoss 15. marz GuILfoss 5. apríl. KRISTIANSAND: Tungufoss 22. febrúar**. Lagarfoss 1. marz. Tungufoss 16. marz** BERGEN: Tungufoss 23. febrúar**. Tungufoss 17. marz**. FINNLAND: Dettifoss um 9. marz. VENTSPILS: Dettifoss um 6. marz GDYNIA: Reykjafoss um 8. marz. * Skipið losar á öllum aðal- höfnum Reykjavíkur, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. •* Skipið losar á öllum aðal- höfnum auk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykja- vík. ALLTMEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.