Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967. REYKJAVÍKURMÓTIÐ í svigi hefst um þessa helgi og verður þá keppt í svigi og stórsvigi. Var ráðgert að hefja mótið fyrir hálfum mánuði, en þá varð að fresta keppni vegna veðurs. Skíðadeild KR sér um mótið og verður keppt bæði á laugar- dag og sunnudag. Á laugardag fer fram keppni í stórsvigi í öll- Fórn heim í mótmælaskyni Austurríkismenn, V-Þjóðverj- ar og Svisslendingar hættu við þátttöku í „prufuleikum“ fyrir Vetrarleikana í Frakklandi í gær og hurfu heitn er þeir voru komnir á keppnisstað. Ástæðan var sú að þeir voru óánægðir með það húsrými sem keppend- um var ætlað að búa í. Attu 6-8 að vera saman í litlu her- bergi. Sögðu hinir óánægðu að frönsku keppendurnir hefðu miklu betri aðstöðu. Þeir gáfu mótsstjórn nokkurra klukku- stunda frest til að lagfæra það sem miður hafði farið — en hurfu heim er það var ekki gert. umflokkum. Keppni þann dag hefst kl. 2 síðdegis. Á sunnudaginn verður keppt í svigi í öllum flokkum og hefst keppnin kl. 12 á hádegi. 70 þátttakendur eru skráðir í þessar greinar. Ferðir í KR skálann í Skála- felli verða á sunnudag kl. 10 og kl. 1 á laugardag. Hægt er að fá heitar súpur, pylsur og fleira í skálanum og vænta KR-ingar þess að sjá sem flesta gesti á Reyk j avikurmótinu. Rúmenar unnu Pólverja í 16 liða keppninni um Evrópu- bikar meistaraliða í handknatt- leik mættust Dinamo Bukarest pólska liðið Wybrzeze frá Gdansk. Rúmenarnir sigruðu með 23—13. Undirbúningur Norðmanna fyrir OL: Kaupið norska sigursveiga U N D I R vígorðinu: „Kaupið norska sigursveiga" hefur Ól- ympíunefnd Noregs hafið mikið happdrætti og eru vinningar 150 ferðasjónvörp að verðmæti 283,- 500 n. kr. eða um 1.7 millj. ísl. kr. Tilgangurinn er að skapa fjárhagsgrundvöll fyrir myndar- legri þátttöku Norðmanna í vetrar ÓL í Grenoble og sumar- leikunum í Mexico. 50% tekn- anna rennur til þeirra félaga, hverra meðlimir selja miðana. Er sala miðanna geysilega vel undirbúin og gert ráð fyrir 1.3 millj. kr. tekna til ÓL-nefndar- innar og sömu upphæð til félag- anna. Norðmenn ætla sér að senda 40 manna lið til sumarleikanna í Mexico og taka þar þátt í frjálsum íþróttum, kajakróðri, hjólreiðum, sundi, siglingum, fimleikum og skotfimi Norð- menn hafa sent könnunarnefnd I þátttaka Norðmanna í vetrar- til Mexico og hrósar hún mjög leikunum í Grenoble verði mynd öllum undirbúningi þar. arleg, á því sviði rísa norskar Enginn þarf að efast um að íþróttir hæst. Unglingamót í sviffi á Húsavík SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram hér á Húsavík opið mót í svigi fyrir fjóra unglingaflokka, einn flokk stúlkna og þrjá ald- ursflokka drengja. Keppedur voru alls 61, þar af 32 frá Akur- eyri, 1 frá Reykjavík, 5 frá Siglu firði og 20 frá Húsavík. í aldursflokki drengja 11 til 12 ára sigraði Gunnlaugur Frí- mannsson Akureyri, annar varð Alfreð Þórsson, Akureyri og Frœgustu knaffspyrnulið Evrópu 6. Hollenzku meistararnir vonast til að komast í úrslitaleikinn Hollenskir knattspyrnuunn- endur bera í brjósti vonir um að meistaraliði þeirra í knattspyrnu, Ajax í Amster- dam, takist að halda sigur- göngu sinni áfram og kom- ast í úrslit — í fyrsta sinn — í keppninni um Evrópubikar meistaraliða. Þetta eru að sumra áliti fjarstæðir draumar, en Ajax var það lið er „sló út“ úr Evrópukeppninni ensku meist arana Liverpool. Nú mætir Ajax Dukla Prag í 8 liða úr- slitum og verða leikirnir 1. marz í Amsterdam og 8. marz í Prag. Gert Bals, fyrirliði Ajax, hefur varað stuðningsmenn félags síns við of mikilli bjart sýni. Hans spá er að Interna- zionale Milan — félagið sem vann Evrópubikar meistara- liða 1964 og 1965, verði í úr- slitaleiknum sem fram fer í Lissabon í maímánuði. En hann bætti því við, að Ajax gæti orðið hitt lio\ð — ef vel dregst eftir 8 liða úr- slitin. Hann þóttist ekki í vafa um að Ajax kæmist í 4 liða úrslit. „Inter Milan var eina liðið sem við vildum ekki mæta í 8 liða úrslitunum'* sagði Bals, sém er markvörður liðs síns. Hann ásamt Klaas Nuninga, innherja, sem þykir skærasta stjarna liðsins, vildu báðir þakka Michels 43 ára þjálfara Ajax velgengi liðsins á und- anförnum árum. Hann hefur byggt upp leik liðsins sem byggist á snöggum stöðuskipt ingum leikmanna til að skapa skotmönnum færl. Nuninga innherji segir að tæknilega séð sé Ajax-lið- ið mjög vel skipulagt lið og geti breytt um leikaðferðir meðan á leik stendur. Sókn- arleikurinn er byggður upp af varnarleikmönnum og leika útherjarnir stórt hlut- verk í þeirri uppbyggingu. Bals markvörður og fyrir- liði segir að liðsmenn hafi lært að standast mikinn sókn- arleik mótherjanna og breyta vörn í sókn ef nokkurt færi gefst. Hann segir að ensk og þýzk lið skorti fjölbreytni í leik miðað við Ajax-liðið. Ajax hefur aldrei náð svo langt í Evrópukeppni sem nú. Vinni liðið Dukla Prag og komist þannig í undanúrslit nær liðið jafnlangt og annað bollenskt lið, Feyenord, hefur lengst náð fram til þessa en 1963 komst Feyenord í und- anúrslit. Ajax er yfirburðalið í hollensku 1. deildinni og markahlutfall liðsins var 76 skoruð gegn 18 í 19 leikjum í deildinni. 19 ára piltur, Johan Cruyff ber af í liðinu. Hann er mið- herji og langmarkhæstur hollenskra knattspyrnu- manna. Hann er háfættur, fljótur og einstaklega skot- viss. Hann var settur í árs keppn isbann í leikjum við erlend lið vegna vandræða er hann lenti í landsleik við Tékkó- slóvakíu. A-þýzkur dómari í þeim leik sagði að Cryuff hefði slegið sig. Cryuff sagði að hönd hans hefði óvart rek ist í dómarann — en refs- inguna varð hann að þola. Ajax var stofnað 1893 og vann hollensku meistara- keppnina í fyrra í 11. sinn. Fimm leikmenn liðsins eru landsliðsmenn, Suurbier 21 árs h. bakvörður, Muller, 28 ára gamall h. framvörður, Swart h. útherji, Kunninga innherji og Keizer. /rír aðr- ir í liði Ajax hafa áður leik- ið í landsliði Hollands. Bals mai yvörður og fyrir- liði liðsins er sá eini sem ekki er atvinnumaður að fullu. Hann vinnur í raftækja firma og æfir með B-liði Ajax á kvöldin að vinnutíma loknum. Hinir æfa 4 sinnum í viku að morgni til. Liðinu bættist nýlega júgó- slavneskur landsmaður frá 1‘artizan í Belgrad. Hann hef ur sameinast liðsmönnum einkar vel. „Þetta var bara spurning um tungumál" sagði Bals fyrirliði. „Hann talar ensku og það gerum við allir í Ajax.“ þriðji Ólafur Halldórsson Akur- eyri. í drengjaflokki 13 til 14 ára sigraði Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyri, annar varð Guðmund- ur Frímannsson, Akureyri, og þriðji Þorsteinn Baldvinsson, AkureyrL í flokki stúlkna 14 til 16 ára sigraði Sigþrúður Sigurlaugs- dóttir, Akureyri, önnur varð Sig- rún Þórhallsdóttir, Húsavík, og Pessl mynd er Ira lelK Framx *:] og Honved, Ungverjalands-" * •{• meistaranna, en þann leik! \ | unnu Framarar með 18—16.] ] ]•; Ingólfur Óskarsson sýndi> • •{• sinn bezta leik um langan] ] ]•; tíma og sézt hér skora eitt af ] ] v sínum 5 mörkum í leiknum.. > •{• — Ljósm. Sv. Þorm. I ••• .> I* ♦{» %»*{♦♦!* **• %♦ «*♦ »*• **• < i þriðja Barbara Geirsdóttir, Akur eyri. í flokki drengja 15 til 16 ára var keppnin mjög spennandL Brautin var 300 m. löng og á henni 54 hlið. Eftir fyrri um- ferð höfðu þessi beztan brautar- tíma: Þórhallur Bjarnason, Húsavík 31.5 sek. Björn Haraldsson, Húsavík 32.0 sek. Árni Óðinsson, Akureyri 32.2 sek. Ingvi Óðinsson, Akureyri 33.0 sek. Síðari umferðin mistókst fyrir þeim Þórhalli Bjarnasyni og Árna og Ingva Óðinssonum. Björn Haraldsson náði þá bezta brautartímanum, 31.0 sek. Sigurvegari varð Björn Har- aldsson Hú. (32.0+31.0) = 63.0 sek. 2. Björn Þórsson, Akureyri (33.4+33.3) = 66.7 sek. 3. Jónas Sigurbjörnsson, Akur eyri (35.5+35.5) = 71.0 sek. Björn Haraldsson var íslands- meistari í svigi í sínum aldurs- flokki í fyrra. Mótið fór hið bezta fram, veð- ur var all gott, en mikið harð- fenni. Áhorfendur voru all marg- ir og skemmtu sér vel. Að keppni lokinni bauð íþrótta félagið Völsungur, sem sá um mótið, starfsmönnum og kepp- endum til kaffidrykkju og þar voru afhent verðlaun. Næsta skíðamót á Húsavík verður háð á sunnudaginn kem- ur. Það er firmakeppni og taka um 80 firmu þátt í henni. Nýr golf- klúbbur NOKKRIR áhugasamir golfmenn hafa ákveðið að boða til stofn- fundar nýs golfklúbbs og er ætlunin að félagssvæði hans nái yfir Hafnarfjörð, Garða- og Bessastaðahrepp og Kópavog. Verður stofnfundurinn haldinn i Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði á morgun, laugardag kl. 2 e.h. — Að undirbúningi þessa máls hafa starfað í undirbúningsnefnd þeir Sigurbergur Sveinsson, Rúnar Guðmundsson, Jónas Aðalsteinsson, Sigurður Helgason og Hafsteinn Hansson. Er það von nefndarmanna að sem flestir er áhuga hafa á þessu máli mæti á stofnfundinum á morgun. Svig og stórsvig fer fram um helgina 70 skráðir þátttakendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.