Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967. 31 Samþykktu stofnun sölu- samlags síldarsaltc-nda A FUNDI í Félaffi síldarsalt- enda á Suðvesturlandi, sem hald inn var sl. þriðjudag, var sam- þykkt að fela stjórn þess að hefja undirbúning að stofnun heildarsölusamtaka síldarsalt- enda í samstarfi við Félag síld- arsaltenda á Norður- og Aust- urlandi. A fundi, sem haldinn var i Félagi síldarsaltenda á Suðvest- urlandi í Reykjavik 3. ágúst 1966, var gerð eftirfarandi sam- | þykkt um þetta mál: „Félag síldarsaltenda á Norð- ur- og Austurlandi hefir óskað eftir viðræðum við Félag síld- arsaltenda á Suður- og Vestur- landi varðandi möguleika á stofn un heildarsölusamtaka síldar- saltenda, er t/.ki til starfa á næsta ári og annist sölu og út- flutning á allri saltsildarfram- leiðslu landsmanna. Með tilvísun til þessa, sam- þykkir aðalfundur Félags síldar- CIA lokki stúd- enta til njósna Ásakanír um jboð bornar íram i dag Washington, 16. febrúar — NBT KRAFA um, að bandaríska þing ið láti fram fara rannsókn á greiðslum frá bandarísku leyni- þjónustunni, CIA, til ýmissa stú dentastofnanna, var borin fram af ýmsum aðilum þar í dag. Var því haldið fram, að leyniþjón- ustan hefði ráðið stúdenta í þjón ustu sína sem njósnara og í ákveðnum tiifellum útvegað þeim undanþágu frá herþjón- ustu. Mike Mansfield, leiðtogi demo krata í Öldungadeildinni sagði, að harma bæri samband leyni- þjónustunnar við stofnanir stú- denta og að bæði öldungardeild- in og Hvíta húsið ættu að láta fara fram ransókn. Samskonar kröfur komu einnig fram af hálfu Eugene McCartlhy, öldung ardeildarþingmanns og frá þing- mönnum í fulltrúadeild þingsins. Fimm stúdenta- eða æskulýðs hreyfingar eiga að hafa fengið fé frá leyniþjónustunni. Voru peningarnir greiddir með leynd og í gegnum bandarískar stofn- anir. Eitt af markmiðunum með þessu var að vinna gegn starf- semi kommúnista á meðal stú- denta í öðrum löndum. Á með- al 'þeirra, sem hlotið hefðu slíka aðstoð, er „World Assembly of Youtlh“, sem hefur aðsetur sitt í Brússel og alþjóðasamband stú denta í Leiden í HollandL saltenda á Suðvesturlandi að lýsa því yfir, að þrátt fyrir gott samstarf, sem félagið hefur á undanförnum árum haft við Síldarútvegsnefnd og skrifsto'fu hennar, um verkun og sölu af- urðanna, er það álit félags- manna, að eðlilegast sé að jafn- aði að samtök framleiðenda ann- ist sölu á útflutningi sjávaraf- urða og samþykkir fundurinn því, að verða við þeim tilmæl- um Félags síldarsaltenda á Norð ur- og Austurlandi að hefja við- ræður um málið. Felur fundur- inn otjórn félagsins að annast þær viðræður og leggja síðan niðurstöður þeirra fyrir félags- fund.“ A fundinum sl. þriðjudag skýrði stjórn félagsins frá því, að hún hefði að undanförnu átt viðræður við nefnd frá Félagi síldarsaltenda á Norður- og Aust urlandi og hefði komið mjög ákveðið fram í viðræðum þess- um, að saltendur eystra og nyrðra hyggðust stofna sölu- samlag og leggðu áherzlu á að samstaða næðist við saltendur sunnanlands og vestan um stofn- un samlagsins. Á fundinum var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun: „Með tilliti til þeirrar sam- þykktar aðalfundarins 3. ágúst ! sl. að félagið telji eðlilegast að ! jafnaði að sam Vik framleiðenda J annist sölu á útflutningi sjávar- afurða, leggur stjórn félagsins til að fundurinn samþykki fram komna ósk Félags síldarsaltenda ; á Norður- og Austurlandi um Upplýst 30 inn- brot í Kópavogi að hafinn verði undirbúningur að stofnun sölvi 'imlags allra salt síldarframleiðenda á landinu. Fundurinn samþykkir að fela stjórn F.S.S. að hefja undir- búning samlagsstofnunar í sam- starfi við F.S.N.A. og leggja nið- urstöður fyrir félagsfund áður en endanlega verður gengið frá samlagsstofnun, ef stjórnin telur ástæðu til. - STYÐJA BRETA Kópavogslögreglan hefur á undanförnum 5 dögum upplýst xun 30 innbrot og þjófnaði, sem framdir hafa verið á sl. 4 ár- um í Kópavogi. Er það megnið af þeim þjófnuðum, sem óupp- lýstir hafa verið þar. I»essi 30 innbrot frömdu nokkr ir unglingar, sem hafa ýmist brotizt inn einn eða fleiri saman, án þess að um þjófaflokk sé beinlínis að ræða. Eru þetta yf- irleitt smáþjófnaðir, t.d. hafa piltarnir oft farið inn i verzlun- ina Álfhól og fleiri verzlanir og stolið sælgæti, sígarrettum og Stundum skiptimynt. Hefur As- inundur Guðmundsson, varð- - KÍNA nágrenninu hafa aftur opnað fyr ir sovézka sendistarfsmenn og blaðamenn. Komið upp um samsæri Útvarpið í Peking skýrði frá því í dag, að í strandhéraðinu ÍFukieng hefði herinn hrundið nýjum árásum af hálfu andbylt- ingarsinnaðra Mao-andstæðinga. Sveitir byltingarmanna og her- manna hefðu samþykkt trúnað- aryfirlýsingar við Mao á fjölda- fundi í höfuðborg héraðsins Foochow. Samkv. frásögn frétta etofunnar AFP, var því haldið fram á veggspjöldum í Peking, að deildir úr hernum í Port Arthur hefðu gengið í lið með gagnbyltingarsinnuðum hreyf- ingum og að 400 stúdentar og aðrir, sem styddu Mao, hefði ver ið handteknir. Hefðu tveir þeirra verið drepnir og margir særzt í árekstrum, sem urðu. Á öðru veggspjaldi sagði, að flokksfjand samleg öfl ógnuðu flokksfor- ingjunum, verkamönnum og ' stjóri unnið í að upplýsa þessi mál undanfarna daga og vinnur enn. 6. þing LÍV. SEXTÍU fultrúar frá tuttugu sambandsfélögum sitja sjötta þing Landssambands íslenzkra Verzlunarmanna, sem sett verð- ur í húsi Slysavarnarfélagsins við Grandagarð klukkan 8.30 í kvöld. Það verður sett af for- manni sambandsins, Sverri Her- mannssyni. Fyrsta verkefnið verður að kjósa starfsmenn þingsins. í»á verður lesin skýrsla stjórnarinnar. Þinginu lýkur á sunnudag. byltingarsinnuðum stúdentum í héraðinu Heiluntkiang og hefðu 100 stúdentar verið handteknir. Sovézka fréttastofan TASS hefur það eftir fréttaritara búlg- örsku fréttastofunnar í Peking, að samkvæmt frásögn vegg- spjalda hefði landvarnarráðherr ann, Lin Piao, ráðist harðlega á flokksleiðtogana Teng Hsiao- ping og Tao Chu og fullyrt, að þeir væru að undirbúa uppreisn artilraun, sem fram ætti að fara í lok þessa mánaðar eða byrjun marz og ættu deildir úr hernum að taka þótt í henni. Potturinn og pannan í þessu samsæri væri Tau Chu, en Liu Shao-chi og Teng Hsiao-ping væru einnig viðriðnir auk annarra þekktra flokksforingja. Þá hafa borizt fréttir af nýjum átökum í héraðinu Sinkiang. Samkv. frásögn útvarpsins í borginni Nanchang hefði verið teflt fram hersveitum, sem væru hliðhollar Mao og hefðu þær hrundið öflugum árásum, segir í frásögn TASS. ekki verið til umræðu á fundum hans með Kiesinger kanzlara og Willy Brandt utanríkisráðherra. Ummæli þessi komu fram í svari Wilsons við fyrirspurn um það hvort rætt hefði verið um þá staðhæfingu Browns utan- ríkisráðherra að lokinni heim- sókn Kosygins, forsætisráðherra Sovétríkjanna til Bretlands á mánudag, að Bretar væru ef til vill reiðuúnir að viðurkenna Oder-Neisse línuna sem endan- leg austurmörk Þýzkalands. Einn af þingmönnum Verka- mannaflokksins spurði Wilson: „Án tillits til þess hvað George Brown utanríkisráðherra átti við með þessum ummælum sínum, er þá ekki kominn tími til að láta Vestur-Þýzkaland vita að Bretland lítur ekki á kröfur um endurskoðun á Oder-Neisse landa mæralínunni sem skilyrði fyrir aðild að EBE?“ Wilson svaraði því til að landamæramálið væri mi’kilvægt, en á engan hátt tengt því með hvaða kiörum Bretar geta fengið aðild að EBE. Haft er eftir opinberum að- ilum í Bonn að Vestur-Þjóðverj- ar styðji ekki tilraunir Breta til aðildar jafn heilhuga og ríkis- stjórnir Ítalíu og Belgíu. Telja þeir það vera undir stefnu de Gaulles Frakklandsforseta kom- ið hvernig málinu lyktar. Þjóð- verjar muni halda áfram að vinna að aðild Breta, en jafn- framt taka tillit til athugasemda Frakka, sem fram hafa komið. Við heimkomuna frá Bonn voru Wilson tjáð gleðitiðindi. Gallupstofnunin hefur nýlega látið fara fram skoðanakönnun meðal kjósenda í Bretlandi, og samkvæmt henni hefur meiri- hluti Verkamannaflokksins um- fram íhaldsflokksins aukizt úr 8%% í 11%%, - JÖKULSÁRBRU Framh. af bls. 32 er talsverður krókur og hefur óhagræði í för með sér. En ágæt ur vegur hefur verið gerður að Eldvatnsbrúnni sem hrundi, beggja megin við Eldvatnið, og verður ekki hjá því komizt að endurbyggja þessa brú á næsta sumri. Lausleg áætlun er að hún muni kosta um 2 millj. kr. — En hvað um Jökulsá á Sól- heimasandi, sem skaddaðist í vetur? — Við erum tvisvar búnir að fá viðvörun þar, bæði í fyrra- sumar og í vetur, þegar brúin varð ófær til umferðar og heppni að hún varð ekki alveg ónýt, svaraði ráðherra. Við munum ekki biða eftir þriðja áfallinu, og að brúin fari þá kannski al- veg og Skaftafellssýsla verði án samgangna. Það verður óhjá- kvæmilega að byggja nýja brú þar í sumar. Ný brú þar verður mikið mannvirki, kostar senni- lega 10—-12 millj. kr. og verður að halda vel á öllu, ef sumarið á að endast til að ljúka því verki. - BORGARSTJÓRN Framh. af bls. 32 til þess að verja fjármunum sín- um eins og þeir óskuðu. Það er hægt að hafa áhrif eftir almenn- um leiðum á nýtingu fjármagns til íbúðabygginga en þeir sem stærra vilja byggja eiga að gera það fyir eigið fé og á eigin áhættu sagði borgarstjóri. Óskar Hallgrímsson tók einnig til máls við umræðuna. - ASHKENAZY Framh. af bls. 32 því tengdafaðir minn, Davíð Ashkenazy, getur nú loksins heimsótt okkur, en hann hef- ur fengið leyfi rússneskra yfirvalda til að fara til Londr on. Hann kemur líklega til okkar 10. maí. Það hefur lengi staðið til, að hann kæmi, en hann hefur ekki fengið ferðaleyfi fyrr en nú. Við höfum ekki hitt Davíð í 4 ár. — Tengdaforeldrar mínir búa í Moskvu og er ég að hugsa um að fara ; heimsókn til þeirra með börnin eftir eitt eða tvö ár. Ég hef nú feng ið íslenzkan ríkisborgararétt aftur og líka börnin mín bæði. Maðurinn minn er svo önnum kafinn, að hann getur ekki farið til Rússlands. — Endurfundirnir með tengdaföður mínum, sem einn ig er píanóleikari, verða ekki langir, því Vladimir leikur á hljómleikum í Englandi í maí, ó Norðurlöndum í júní og Ítalíu fyrrihluta júlí. Þaðan fer hann aftur til Bandaríkj- anna og leikur þar í júlí og svo í haust fer hann í 3ja mán aða hljómleikaför um Banda- ríkin. — Annars hafa hljómleikar Vladimirs verið afráðnir allt til ársins 1969, en þá leikur hann m.a. í Ástralíu. í febrú- ar n.k. fer hann í hljómleika- ferð til Japan. — Við erum sem sagt á sí- felldum ferðalögum og stund um eru þau þreytandi. Þó er meira þreytandi að fara aldrei neitt. — Við tökum okkur frí í ágúst og september og förum til Grikklands, en þangað för um við í frí á hverju ári. — En við ætlum að reyna að vera á íslandi um næstu JóL — Ræða Bjarna B. Framh. af bls. 5 Frakkar eða Frakkland hafi sagt sig úr varnarbandalaginu. Þeir eru / enn í Atlantshafsbandal. og síðast í gær eða fyrradag var birt yfirlýsing frá þeirra full- trúa um það, að þeir teldu að bandalagið ætti að halda áfram eftir að það verður 20 ára að tveimur árum liðnum. Það er út af fyrir sig rétt, að Atlantshafsbandalagið og varnar samningurinn við Bandaríkin eru að nokkru ieyti sitt hvort málið. En eins og hv. þm. tók fram, verða þau að skoðast í saxn hengi, og verður ekki hjá því komizt, að svo sé gert. Nú von- um við allir, að það takist fyrr en síðar að friða heiminn, svo að það sé óhætt að láta ísland verá óvarið. Þetta verður að metast á hverjum tíma. Varnarsamning urinn er einmitt þess vegna gerð ur með þeim tímafrestum og ein- hliða uppsagnarfresti og rétti, sem íslendingar fengu settan inn í samninginn — og var alger forsenda fyrir samningsgerðinni, að við gerðum okkur ljóst, að þarna er ekki hægt að sjá nema skammt fram í tímann, og ástand ið verður að metast af þeim, sem ábyrgð bera á stjórn lands- ins á hverjum tima, eftir þvi sem þeirra sannfæring og þekk- ing segir til um hverju sinni, þó að auðvitað of skjótar og of tíð- ar breytingar í þessu séu óhyggi legar og raunar óframkvæman- legar. Nú er að ýmsu leyti orð- ið mjög breytt frá því sem áð- ur var. Ég held, að það séu eng- ar ýkjur, þó að við segjum, að ísland sé nú ámóta sett og það væri niðri í Mið-Evrópu. Svo mikil er umferð af allskonar farartækjum, í lofti í hafinu um hverfis landið, að ef menn kynna sér það, er það svipazt því, að rnaður væri staddur á fjölmenn- um umferðarstað í stórborg, ef svo má segja. Við komumst þess vegna ekki hjá því, að meðan hættuástand er í heiminum, — og ótvirætt er svo ennþá eru það fjörráð við íslenzku þjóð- ina að skilja landið eftir varn- arlaust. Hitt er svo allt annað mál, hvernig menn vilja koma þeim vörnum fyrir nú, hvort menn telja á vissu stigi, að varnar- á'byrgð Atlantshafsbandalagsins ásamt vissum framkvæmdum og aðgerðum hér innanlands sé nóg til þess, að við þurfum ekki að hafa erlent varnarlið. Þetta er atriði, sem sjálfsagt er að skoða og kynna sér til hlítar. En ég legg áherzlu á hitt, að meðan við þurfum á raunverulegum vörn- um að halda, þá skulum við ekki vera að reyna að blekkja sjálfa okkur eða aðra með því að halda, að þær varnir hætti að vera hernaðarlegar, þó að við skírum mennina, sem eigi að taka við störfunum, upp og köll um þá sérfræðinga. Það, sem við verðum að gera okkur ljóst, er: Viljum við hafa varnir? Telj um við, að varnir séu nauðsyn- legar, ekki vegna annarra, held- ur vegna okkar sjálfra? Ef við teljum, að svo sé, verðum við að hafa kjark til að segja það og framkvæma það. Þá verðum við annað hvort að semja við aðra um það eða taka að okkur varnirnar sjálfir. En við kom- umst ekki hjá því á þann hátt að stinga höfðinu í sandinn eða með því einfalda ráði að fara að kalla þá, sem eiga að annast störfin „sérfræðinga, ef viðíslend ingar förum að taka upp varnar störf, 'hernaðarstörf, og kalla það, að við séum búnir að fá svo og svo marga sérfræðinga, sem þetta eigi að annast. Nei. Ef við teljum, að ísland verði eins og önnur þjóðlönd að hafa varn- ir, verðum við að hafa mann- dóm til þess að segja: Annað Ihvort tökum við varnirnar sjálf- ir, og þá getið þið farið, eða við verðum að semja við þann, sem við treystum, til þess að ann- ast varnirnar. Hitt liggur svo auðvitað fyrir, að meta einnig á hverju stigi sem er: Er það óhætt vegna heimsástandsins, vegna þeirra horfa, sem eru á 'friði á hverjum tíma, að láta landið vera alveg varnarlaust? Og eins og ég segi, einmitt vegna þess að við vildum áskilja okk- ur rétt til þess að geta kveðið á um þetta einhliða, eru þessi ákvæði í varnarsamningnum. Og það er ekki nema gott um það að segja, nauðsynlegt, að þetta sé rætt opið og hreint öðru ihverju. Þess vegna taldi ég ekki rétt að láta hv. þm. mælast hér einan við, bæði vegna þess, að málefnið sjálft þarfnast um- ræðna og skýringa, og einnig að vísu vegna þess, að hv. þm. hall 1 aði mjög réttu máli í sinni ræðú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.