Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967.
3
Meta veröur heimsástandið á hverjum
og haga vörnum eftir því
tíma —
Framh. af bls. 1
og fremst um þau, sem þar hefði
birzt ágengni Bandaríkjastjórnar
í garð íslenzku þjóðarinnar, sem
hefði sýnt staðfastan vilja henn-
ar, sennilega allt frá upphafi,
til að öðlast hér fastar herstöðv-
ar, að minnsta kosti í 99 ár. Og
vildi skýra viðhorf bæði Banda-
ríkjastjórnar og íslendinga út
frá þessu sjónarmiðL Hann
gleymdi þá að geta þess m. a.,
sagði forsætisráðherra, að það
var ekki Bandaríkjastjórn held-
ur hans eigin lærifaðir, sjálfur
Lenin, sem strax um 1920 varð
fyrstur alþjóðlegra eða frægra
stjórnmálamanna, til þess að
hafa orð á hernaðarþýðingu ís-
lands, og hefði sagt að hún myndi
Lögregla við
dyr kvik-
myndahúsa
Eftirlit haft með að
börn fói ekki aðgang
á bannaðar myndir
KVIKMYNDAHÚSAGESTIR
hafa eflaust veitt þvi athygli,
þegar um er að ræða myndir,
sem bannaðar eru börnum, að
lögreglan hefur verið við dyr
húsanna. Hefur verið haft eftir-
lit með að börnum sé ekki
hleypt inn á þessar myndir,
hvorki einum né í fylgd með fuð
orðnum.
Bjarki Elíasson, yfirlögreglu-
þjónn, upplýsti, að það væri út-
breiddur misskilningur, bæði
hjá dyravörðum kvikmyndalhúsa
og foreldrum, að börn mættu sjá
bannaðar myndir í fylgd með
fullorðnum, en í lögum væri
íkýrt tekið fram, að svo væri
ekki. Bjarki kvað þessa ráðstöf-
un vera einn þáttinn í herferð-
inni gegn útivist barna, sem
hann kvað hafa gengið mjög vel.
Barnið lézt
LITH DRENGURINN af Vatns-
leysuströnd, sem féll i tjörn,
eins og skýrt var frá í blaðinu
í gær, kom ekki til meðvitundar
og er látinn.
Drengurinn hét Steinar Smári
sonur Guðbergs Sigursteinssonar
og Katrínar Ágústsdóttur í Hala
koti á Vatnsleysuströnd. Hann
var tveggja ára gamalL
koma fram í síðari stórstyrjöld,
og einkanlega lýsa sér, varðandi
kafbáta og flugvélar. í þessu
reyndist Lenin sannspár, og það
verður að færast honum til við-
urkenningar, einnig af okkur,
sem teljum, að hans meginkenn-
ingar í stjórnmálum, sem hv. 3.
þm. Reyv. hérlendis hefur eink-
um gerzt talsmaður fyrir, hafi
að mestu leyti reynzt rangar.
Hv. þm. gleymdi einnig að geta
þess, að af öllum þm., ég held
bæði núlifandi og þeim, sem
horfnir eru, var hann sjálfur
fyrstur allra til þess að benda
á, að hlutleysisyfirlýsingin, sem
gefin var 1918, væri sáralítils
virði. Og hv. þm. sá þetta fyrir,
strax fyrir 1939. Og ég hygg, að
einmitt þá, á þeim árum, fyrir
1939, hafi hv. þm. gefið íslend-
ingum þá ráðleggingu, að við
ættum að leita hernaðarverndar
hjá sjálfum Bandaríkjunum. Það
munu að vísu vera fleiri aðilar,
sem hv. þv. nefndi, en Banda-
ríkin voru þar forustuþjóðin,
sem átti að veita okkur þá hern-
aðarvernd, sem hv. þm. nú telur,
að fráleitt sé, að íslendingar
þurfi að á halda. En þetta gerð-
ist fyrir 1939, fyrir alla þá stór-
atburði, sem þá hófust, og síðan
hafa haft úrslitaþýðingu fyrir
sögu íslands.
Það eru ekki margir dagar,
síðan hv. þm. stóð í þessum ræðu
stól og talaði vægast sagt mjög
blekkjandi um aðdraganda her-
verndarsamningsins frá 1941, og
vildi þá mistúlka ummæli í er-
lendu riti, sem hann hafði kom-
izt yfir á þann veg, að þáverandi
forsætisráðherra hefði verið
þvingaður til þess að fallast á
samningsgerðina. Þau orð, sem
hv. þm. notaði til þess að reyna
að gefa þetta í skyn, áttu hins
vegar einungis við deilu um það,
hvort íslendingar ættu að lýsa
því yfir, að þeir sérstaklega ósk-
uðu eftir hinni nýju skipan eða
ekki.
En í umræðum um hervernd-
arsamninginn 1941 á Alþ., lýsti
flokksbróðir hv. þm., þáv. þm.
Brynjólfur Bjarnason yfir því
efnislega, að ef það yrði til þess
að hjálpa Sovét-Rússlandi í bar-
áttunni gegn innrás Hitlers, sem
þá hafði hafizt fyrir fáum vik-
um, mætti skjóta á íslandi. Þetta
stendur skýrum stöfum í Alþing-
istíðindum.
Eftir þetta varð einnig allt
annað hljóð í strokknum al-
mennt hjá þeim flokksbræðrum
heldur en áður hafði verið, því
að það, sem áður hafði verið
kölluð landráðavinna, var nú
skoðuð af þeim félagsbræðrum
sem landvarnavinna, sem styrkja
bæri og halda yrði uppi til þess
að íslendingar legðu af sinni
hálfu það, sem þeir gætu í bar-
áttunni gegn Hitler. Aldrei kom
þetta þó skýrar fram heldur en
vorið 1945, þegar hv. þm. og hans
flokksbræður héldu um það marg
ar ræður, áð vísu á lokuðum
fundi hér í Alþ., svo að það er
ekki skráð. En það er engu að
síður í minnum okkar, sem þar
vorum staddir, hversu ríka
áherzlu þeir lögðu á, að íslend-
ingar ættu að lýsa því yfir, að
landið væri í stríði við Þýzka-
land og Japan, annað hvort ríkið
eða bæði.
Þá var ákefð hans í stuðn-
ingi við Sovétveldið og undir
því yfirvarpi, að við ættum að
gerast aðilar Sameinuðu þjóð-
anna, stofnaðilar, svo eindregin,
að hann hann vildi, að við lýst-
um því yfir, að við værum beinir
stríðsaðilar. Ég hef ekki vitað
neina aðra íslendinga hér á Alþ.
gerast málsvarar þessa heldur en
þennan hv. þm. og hans nánustu
flokksbræður í Sameiningar-
flokki alþýðu, Sóslfl., eins og
þeirra flokkssamtök munu þá
hafa nefnzt.
Þá var það og athyglisvert,
þegar hv. þm. talaði um gerð
Keflavíkursamningsins, að hann
gleymdi meginorsökinni til þess
að rétt þóttL að sá samningur
væri gerður. Og hún var sú, að
meðan ekki fengjust friðarsamn-
ingar við Þýzkaland, hvíldi sú
skylda á Bandarikjunum að
halda þar herliði og þess vegna
var eðlilegt, að þau vildu tryggja
samgönguleið sína loftleiðina til
Þýzkalands og þar var eins og
þá stóð ísland eðlilegur áfanga-
staður á leið. En á hverjum stóð
og stendur um samningagerð við
Þýzkaland, friðarsamningsgerð?
Það stendur einmitt á Sovét-
Rússlandi. Það er Sovét-Rúss-
land, sem einmitt með kröfunni
um tvískipting Þýzkalands, neit
un á viðurkenningu þess, að lýð-
ræði skuli ráða í öllu Þýzka-
landi, sem enn, rúmum 20 ár-
um eftir það, að bardagar hættu
í Evrópu, gerir það að verkum,
að friðarsamningar fást ekki
gerðir, þannig að sú efnislega
ástæða, sem leiddi til þess, að
Keflavíkursamningurinn var
gerður, það var ekkert áform
Bandaríkjanna um það að hafa
hér stöðugar herstöðvar, heldur
hindrun Sovét-Rússlands á því,
að þar kæmist eðlileg skipari á
mál Evrópu með gerð friðar-
samninga, eins og tíðkanlegir
hafa verið eftir stórstyrjaldir
hingað til. Nú, meira en 20 ár-
um síðar, stendur enn á þessu
volduga ríki, Sovét-Rússlandi, að
gera þessa samninga.
Þá var það einnig meira en
lítið skoplegt, að heyra nú hv.
þm. aftur tala um það, sem sér-
stakt dæmi um ágengni Banda-
rikjanna, að þau heföu beitt sér
fyrir Marshallhjálpinni. Það vita
nú allir, að Marshallsamstarfið
var höfuðlyftistöng Evrópu eftir
stríðslok og hin skjóta, ég vil
segja ótrúlega uppbygging, sem
þar hefur átt sér stað og það,
að ekki hefur skapazt nýtt
kreppuástand, eins og varð eftir
ófriðinn 1918 með þeirri upp-
lausn og heift, sem slíku fylgir, á
m. a. verulega rætur sínar að
rekja til Marshall-samstarfsins.
Það er að vísu rétt, að ég gerði
ráð fyrir því í fyrstu, þegar við
gerðumst aðilar að Marshallsam-
starfinu, að við þyrftum ekki á
beinum fjárstyrk samkv. því að
halda.
En þarna urðu aðrir örðug-
leikar og meiri heldur en við
höfðum séð fyrir. Það varð
mikið verðfall á íslenzkum af-
urðum á þessum árum, sem við
bæði fyrr og síðar höfum reynt
og það varð algert síldarleysi.
Marshall-samstarfið varð hér
til margháttaðrar uppbyggingar
og til þess að gera okkar hag
betri en ella. Nægir t.d. að vitna í
svo augljósa framkvæmd, eins og
bæði nokkurn hluta af virkjun-
um Sogsins og áburðarverksmiðj
una, ýmislegt fleira mætti telja,
ef timi gæfist til. En það er ekki
einungis ísland og Evrópa, sem
hefur notið mikils góðs af þeirri
hugmynd, sem lýsti sér í Mars-
hall-samstarfinu. í minna mæli
hefur hið sama átt sér stað víða
um heim, bæði fyrir forgöngu
Bandaríkjanna, einstakra ríkja
og nokkru leyti Sameinuðu þjóð-
anna. Og í fyrra gerðist það, að
hv. 3. þm. Reykv. hélt hér hverja
ræðuna eftir aðra um að ís-
lendingar ættu að beita sér fyrir
stórauknum framlögum í þessa
átt, til þess að rétta við hag
hinna vanþróuðu þjóða. Þá taldi
hann ekki, að slík hjálp eins og
samkv. Marshall-samstarfinu
væri til þess að ræna þær þjóðir,
sem fyrir því yrðu eða leggja á
þær hlekki.
Hann sagði einnig mjög vill-
andi frá aðdraganda þess, að
varnarsamningurinn var gerður
1951. Það er algerlega rangt, að
þm. hafi verið neyddir til þess
að gera þann samning, eftir að
hingað var komið lið og gert
hann í skugga af byssium eða und
ir áhrifum byssustingja, eins og
helzt var að skilja af ummælum
hv. þm. Sannleikurinn var sá,
að það var leitað samstarfs og
samþykkis allra flokka þingsins
um þessa samningsgerð, áður en
henni var lokið, allt meðan á
henni stóð og þegar hún lá full-
gerð fyrir. Það var leitað til allra
nema þeirra, sem við vissum, að
vitanlega voru á móti, af því að
Skoðið það nýjasta i húsgagnagerð...
í verzlun vorri að Laugavegi 103. Höfum á boðstólum
margar gerðir af húsgögnum, innlend og erlend. Seljum
ennfremur málverk og fallega muni til heimilisins.
Verzlunin .
VALBJORK
Laugavegi 103, Simi 16414
þeir voru erindrekar annara
veldis, það var hv. þm. og hans
flokksbræður.
Alþ. sjálft samþykkti þessa
samninga athugasemdalaust strax
og það kom saman. Og það var
einmitt að vilja og óskum hv.
þm., að þessi háttur var hafður
á.
Varðandi varnarsamninginn,
þá hefur hv. þm. raunar síðar
tekið fuUa ábyrgð á honum með
öðrum. Hann var einn af örugg-
ustu stuðningsmönnum vinstri
stjómarinnar 1956. Eg efast ekki
um það, að hv. þm. ætlaðist til
þess, að þeirri samþykkt yrði
fylgt eftir, að varnarliðið færi,
þegar hann gerðist stuðnings-
maður vinstri stjórnarinnar sum
árið 1956. En það leið ekki fullt'
hálft ár, þangað til stjórnin gerði
samning um það að afturkalla
alla tilburði í þá átt að segja
varnarsamningnum upp.
Þeir samþykktu þennan samn-
ing — en um leið og þeir sam-
þykktu það var sagt í Þjóðvilj-
1 anum:' „Silfurpeningarnir eru
alltaf 30.“ Það fylgdi nefnilega
með, þá var samið um það, að
Bandaríkjamenn áttu að veita
lán, sem í fyrstu var sagt, að
væri 30 millj. dollarar en reynd-
ist nú eitthvað töluvert minna.
En hv. þm. vissi ósköp vel, að
þarna var verið að kaupa stjórn-
ina til þess að falla frá seinni
ákvörðun. En hann hélt áfram
að styðja stjórnina allan tímann,
og það verður að segja alveg
eins og er, að það var ekki vegna
þess að þessi hv. þm. snerist á
móti stjórninni, að hún loksin*
féll, vinstri stjórnin.
Og það var ekki fyrr heldur
en alveg sömu dagana og
stjórnin hröklaðist frá, sem Al-
þýðubandalagið mannaði sig tfl
að segja, að ef ekki yrði eitt-
hvað gert í varnarmálunum,
kæmi nú kannski að því ein-
hvern tíma seinna, að það yrði
að slíta stjómarsamstarfi af
þessum sökum. Nú skilst mér að
vísu á nýlegum fundi um þetta
mál, hafi enn hv. þm. þessa
flokks lýst því yfir, að auðvitað
yrði ekki seta varnarliðsins gerð
að skilyrði fyrir stjórnarsam-
vinnu. Það er miklu betra að
lýsa þessu yfir strax, því að
við vitum það, auðvitað dettur
þeim ekki í hug að gera þetta
að skilyrði frekar heldur en
Framsókn að fylgja eftir þvi,
sem hún er nú að samþykkja.
Þetta er allt gert í annarlegum
tilgangi.
Nú er það svo, að það er síður
en svo hv. þm. til hnjóðs, þó
að hann hafi þarna um nokkurt
skeið stutt rétt og gott mál, þ.e.a.
s. tekið ábyrgð á vörnum
land§ins og þátttöku okkar í At-
lantshafsbandalaginu. Það er
auðvitað enginn vafi á því, að
Atlantshafsbandalagið á megin-
þátt í því að nú horfir mua
friðvænlegra í þessum heims-
hluta heldur en nokkru sinni
fyrr um mjög langt tímabil. Hv.
þm. gerði mjög mikið úr því,
hversu það horfði miklu fri4-
vænlegra, kalda stríðið væri úr
sögunni o.s.frv. Og margt af því
get ég tekið undir. En ég vU
þó minna hv. þm. á, að um þetta
hafa menn nokkuð misjafnar
skoðanir, þvi að einkavinur og
skjólstæðingur hv. þm. ritstjóri
Þjóðviljans, hefur gert það að
sérstöku árásarefni á mig, að
ég hafi haldið því fram í orð-
um, sem ég sagði á gamlársdag,
að nú væri friðvænlegra en áð-
ur. Hann taldi þetta vera merki
um mína fáfræði, vegna þess að
harnl vildi telja, að það hefði
sjaldan verið eins uggvænlegt í
heiminum eins og einmitt nú.
Og studdi hann þá kenuingu við
þann mikla ágreining, sem er
kominn upp milli Sovét-Rúss-
lands og Kína. Ég held, að ég
hafi sagt frá því hér áður, að
á sínum tíma sagði Macmillan
við Ólaf Thors, þegar þeir áttu
viðtal hér úti á Keflavíkurflug-
velli, að sá timi kynni að koma,
að Sovét-Rússland óskaði inn-
göngu í Atlantshafsbandalagið
til verndar gegn Kína-kommún-
istum. Þetta var nú sagt, ef ég
skildi frásögn Ólafs rétt meira í
hálfkæringi, en öllu gamni fylg-
Framh. á bls. 5