Morgunblaðið - 17.02.1967, Blaðsíða 10
4.
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1967.
Gaman aö sjá sandana gróa og
grasiö elta hörfandi jökulinn
Rabbað við Skarphéðinn
á Vagnstöðum
SKARPHÉÐINN á Vagnsstöð-
um í Suðursveit er landskunn-
ur maður, þó sveitin hans, þar
sem hann hefur alið allan sinn
aldur, sé eða hafi verið fram
undir þetta með afskekktustu
stöðum á landinu. Skarphéð-
inn hefur jöfnum höndum
starfað að búskap og smíðum,
setti m. a. upp margar raf-
stöðvar bæði innan héraðs og
utan, og hann hefur í 36 ár
haft á hendi mælingar á jök-
ulsporðum suður úr Vatna-
jökli, svo eitíhvað sé nefnt.
Skarpíhéðinn er nú að verða
72 ára gamall. Við hringdum
til hans um daginn og spjöll-
uðum við hann, en Skarphéð-
inn er alltaf hresisilegur.
— ógn var oft gaman að
ganga á hátinda Vatnajökuls
og sjá yfir láð og lög. Já, það
var dásamlegt að ganga 150
kílómetra á sumri hverju á
árunum 1936 til 39, sagði þessi
aldna kempa. Á þessum ár-
um aðstoðaði Skarphéðinn á
margan hátt Sænsk-íslenzka
Vatnajökulsleiðangurinn, sem
farinn var árið 1936 og hélt
síðan uppi snjómælingum á
HeinabergsjökU i þrjú sumur
á eftir. — Það gleður mig að
hafa getað leyst af hendi þess
ar oft mjög svo erfiðu göngu-
ferðir, segir Skarphéðinn enn-
fremur, mest fyrir fróðleiks-
löngun og sport. Fyrir þetta
hafði ég 1 kr. á klukkustund
hverja, frá því ég fór að heim-
an og þangað til ég kom heim
eða frá kr. 7 hverja ferð upp
í kr. 24, eftir 24 klukkustunda
þrotlausan gang upp í 1350
metra hæð yfir sjó. Frá þess-
um tíma segir hann okkur eft-
irfarandi sögu:
Enginn gjaldeyrir fyrir
skjólúlpu
Árið 1937 sótti ég um gjald-
eyrisleyfi, 25 kr. sænskar, til
kaupa á stormþéttum jakka
og buxum, sem mér var nauð-
syn á að fá til að nota uppi á
Vatnajökli. Því í þrjú surnur
mældi ég snjó- -og klaka-
bráðnun jökulsins fyrir is-
lenzka jöklamenn og jarð-
fræðistofnunina í Stokklhólmi
viku- og hálfsmánaðarlega,
eða þegar fært var frá vori til
hausts. En mér var neitað
um gjaldeyrisleyfið. Fram-
sókn gat ekki veitt 25 kr. af
mikilli fjármálaforsjá. Það
þurfti þó aðeins að taka þetta
af um 150,00 krónum, sem ég
fékk fyrir sumar hvert.
— Já, jöklarnir eru alltaf
að minnka og sérstaklega þó
að þynnast. Sorglegt? Jú, að
sumu leyti. En eitt er þó
skemmtilegt að sjá hvernig
grasið teygir sig jafnóðum á
eftir jökuljaðrinum. En svona
einn metra frá honum, og
fylgir á eftir jöklinum, þegar
hann hörfar. Fyrst koma
strjálar plöntur, en síðan upp-
gróið land. Það er líka gaman
að verða vitni að uppgræðsl-
unni hér á söndunum. Þar eru
komin geysimikil tún. í sumar
voru heyjaðir um 4000 hestar
á söndunum. Ég er búinn að
vera hér á Vagnsstöðum frá
fæðingu eða frá 1695, og
þekki vel þessa miklu sanda.
Nú er búið að girða fyrir
vötnin og árnar komnar í
fastari farvegi, og síðan er
sandurinn bara græddur. Það
er ánægjulegt að sjá þetta.
Gott að fást við
margbreytileg störf
Skarphéðinn hefur margt
að segja um landsins gagn og
nauðsynjar og hefur ákveðn-
ar skoðanir á þeim málefnum,
sem efst eru ,á baugi. Við
spyrjum hann Etf hverju hann
skrifi ekki pistil um þetta.
Hann svarar því til að bezt
sé að láta það vera, hann sé
nú ekki menntaður maður.
— Hvað er trveggja og hálfs
mánaðar tilsögn í lestri, skrift
og reikningi fyrir fermingu-
segir hann. Ég sé eftir því alla
ævi að hafa ekki fengið dá-
lítið meiri tilsögn i þessum
greinum. Þessvegna vantar
kommurnar og punktana hjá
mér á réttum stöðum, og svo
er ég með öllu óviss um ý-in.
kostar þó sama sem ekki
neitt, segir hann. Ekki þarf
að kaupa dýrt sístreymandi
vatnið við bæina. Og þó eitt-
hvað þurfi að endurbæta
elztu rafstöðvarnar, hvar er
það hjá því að borga 40%
heimtaugargjald á hvert býli
og allar innleiðslur nýjar. Nú
kostar hvert kílóvatt í eina
En þar sem Björn Olsen er
sagður hafa neitað að nota y,
þá hlýt ég að vera sýkn saka.
Annars hefur það að vissu
leyti verið gott fyrir mig að
lenda ekki lengur á skóla-
bekk, bætir Skarphéðinn við.
Þá hefði ég aldrei lagt fyrstu
vatnsleiðsluna hér í sveit ár-
ið 1918, aldrei keypt fyrstu
hestahrifuna hingað í sveitina,
aldrei keypt fyrstu rafmagns-
dæluna 1930 og aldrei keypt
fyrsta radíóið austan við
Breiðamerkursand eða í aust-
urhluta sýslunnar. Og aldrei
hefði ég keypt fyrstu hey-
kvílslarnar í sveitina eða sétt
upp fyrstu súgþurrkunina í
sýslunni, og ekki smíðað um
30 báta til nota í áratugi hér í
sýslunni. Þá hefði ég heldur
aldrei hugsað um fyrstu raf-
stöðina í Höfn i Hornafirði 1
2Vz ár og ekki sett upp vatns-
leiðslurnEu- á flestum bæjum
í þessari sveit og víðar í aust-
urhluta sýslunnar. Og ég hefði
ekki sett upp um 18 heimilis-
rafstöðvar á 5 árum, haust og
vor í hjáverkum, því slátt
varð ég að stunda vegna
skorts á vinnuafli hér heima.
Ég hefði þá heldur ekki sett
upp miðstöðvar á flesta bæi í
þessari sveit og á 4 bæi á
Mýrum og svo aldrei sett upp
fyrstu og stærstu frystikist-
una hér í austurhluta* sýsl-
unnar. Bezt var að lenda i
svona margbreytilegu starfi.
Allir vilja nú fara i skóla,
sem eðlilegt er, því þá hafna
þeir flestir sólarmegin í lifinu
og þurfa aldrei að drepa
hendi i kalt vatn. Geta sezt 1
upphitaða skrifstofu við að
skrifa endalausar töflur.
Hjá sjálfum sér að taka ....
Þessi upptalning gefur mynd
af ævistarfi þessa ötula manns.
Og eftir þau miklu afskipti,
sem hann hefur haft af raf-
stöðvum og raflýsingu í þess-
um afskekktu sveitum, hefur
Skarphéðinn að sjálfsögðu á-
kveðnar skoðanir á rafvæð-
ingunni í sveitunum. Hann
telur mestu fásinnu að fara
frarn á að lagðar verði raf-
línur um alla Skaftafellssýsl-
una, þar sem flestir hafa sitt
eigið rafmagn. — Og það
Skarpfeé#Htn Gístason
á Vagnsstöðum.
klukkustund kr. 1,50 og þvl
kr. 36,00 um sólarhringinn
eða samtals kr. 13.140 á ári.
Ég segi um frændur mína og
vini í Vestur-Skaftafellssýslu,
enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Ætli
þeim bregði ekki í brún, þeg-
ar þeir fara að borga kr. 1,50
fyrir hvert notað kílóvatt,
sem hingað til hafa aldrei
þurft að greiða fyrir það. Ég
er hissa á því að þeir, sem
hafa stöðvar skuli ekki halda
þeim við. Og þeir sem eiga
rennandi vatn við bæjarveggi
sína og geta vírkjað þá til
allra heimilisnota eiga að
virkja læki sína hið fyrsta.
Betra er frá sjálfum sér að
taka en sinn bróður að biðja.
Það er nokkuð dýrt að eiga
að kaupa rafmagnið, ef við
eigum sjálf vatnsafl við bæj-
arvegginn okkar. Það getum
við látið lýsa bæina okkar
úti og inni, sjóða og hita upp,
þurrka heyið í hlöðunum á
sumrum o. s. frv. því bæjar-
lækurinn verður sú gullnáma,
sem ber að hagnýta á kom-
andi tknum, ef tök eru á að
virkja hann. Þó dýrt sé allt
til rafstöðva nú, þá er langt-
um ódýrara að halda við
gömlu stöðvunum. Og dísil-
stöðvarnar eru orðnar svo
góðar. Þessar sveitir eru líka
svo langt frá orkusvæðunum.
Það fáanlega er engum of
gott, en möguleikar verða að
vera til allra hluta, eins og
að leiða rEifveitur um alla víð-
áttu okkar lands. Þó mætti
gera mikið fyrir allar milljón-
irnar, sem fara í sjón/VEirps-
prjálið, sem ég kalla svo. Ég
vil láta vinna allt það nauð-
synlegast fyrst og leika sér
svo siðar.
Að skoða landið sitt
— Hvenær fáum við þrjár
stórbrýr, svo við getu/m ekið
í kringum landið og fjöldinn
geti skoðað og kynnzt landi
sínu af sjón og raun? Ég segi
fyrir mig, guði sé lof fyrir að
hafa fengið að ferðast í kring-
um landið á hestum eftir að-
alpóstleiðunum. Það var og
verður mér lengi ógleyman-
lega ánægjulegt að hafa þá
séð mest af landinu á einum
mánuði og hafa haft tækifæri
til að kynnast svo mörgu
góðu og elskulegu fólki.
Við spurðum Skarphéðinn
að lokum að því hvað hann
væri nú að fást við, hvort
hann væri enn að setja upp
rafstöðvar. Hann kvað nei við,
því væri hann hættur. — Ég
er kominn á áttræðisaldur og
nýir menn taka við, sagði
hann. — Hvað ég er þá að
fást við? Það eru nú ekki
mörg verkefni fyrir gamla
menn í sveitunum. En ég geri
við eina og eina klukku fyrir
náungann og við saumavélar
og allt smálegt sem lagfæra
þarf, þegar frændur og vinir
vilja nota mig til að vinna
fyrir sig. Oft sit ég og hugsa
til manna, ríkra og fátækra,
sem ég hefi þekkt, og minnist
þess með aðdáun hvernig
margir klifu þrítugan hamar-
inn til að lifa og sjá sér og
sínum farborða. Þetta bless-
aðist vel. Út af þessu fólki
er einmitt komið okkar ágæt-
asta fólk til sjávar og sveita,
margt flutt til Reykjavíkur.
Þessvegna get ég ómögulega
skilið að æskufólkið skuli
geta hagað sér eins og argasti
skríll, og aumustu skítmenni,
eins og sagt var t. d. að það
hefði gert s.L sunnudagsnótt
í Reykjavík.
En ekki spyr maður svo
frétta úr sveitum að ekki sé
rætt um veðurfar. Og Skarp-
héðinn segir, að sl. mánuð
hafi úrkoma verið 228,2 mm
í Suðursveit. Þar er nú snjó-
laust að kalla upp í miðjar
fjallahlíðar og þar var vor-
blíða og 5 stiga hiti, er við
áttum tal við hann, síðasta **
dag janúarmánaðar.
»-K"K,K">,K,»»,:"K,I‘é4,>»M"K,,!"i,K,K">,>,!"K»>,K":"!>WK"K/,K"i"K,4,K"> ♦»♦»»»»»»»»♦ » » » »
Vörusýning viöskipta-
landa í A-Evrópu
hér í júlí
EFNT verður til vörusýningar
▼iðskiptalanda í Austur-Evrópu
dagana 20. maí til 4. júlL Verður
gýningin í sýningarskálanum í
Laugardal í Reykjavík og hefur
Kaupstefnan milligöngu um
hana. Þátttakendur verða utan-
ríkisverzlunarmiðstöðvar í
Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi,
PóllandL Austur-Þýzkalandi og
Sovétríkjunum. Frá fyrstu þrem
ur löndunum verður þátttakan
oþinber á vegum verzlunarráða
landanna, en frá síðasttöldu
tveimur löndunum verður sýning
in ýmist frá sölumiðstöðvunum
eða fyrir milligöngu umboðs-
manna þeirra hér.
Sýningarsvæðið er um 2500 fer
metrar innanhúss og 1500 fer-
metra útisvæði. Verða þar sýnd
ar margskonar framleiðsluvörur
landanna, bæði iðnaðarvörur og
neyzluvörur. í sambandi við
sýninguna verður gefin út sýn-
ingarskrá, sem prentuð verður í
um 10 þús. eintaka upplagi.
Verður hún 160 síður, kápusíða
í tveimur litum. Á titilsíðu grein
ir frá verndara sýningarinnar,
framkvæmdanefnd og heiðurs-
sýningarnefnd, þá er skrá yfir
hin ýmsu útflutningsfyrirtæki
sýningarlandanna, grein um þró
un viðskiptasambands íslands
við þessi lönd, hagskýrslur, við-
skiptasamningar o.fl., síðan skrá
yfir sýningarvörur og -framleið-
endur o.fl. Greinargerð verður
anna, ásamt nokkrum landfræði
legum og sögulegum staðreynd-
um.
Viðskiptamálaráðherra ís-
lands verður verndari sýningar-
um þjóðarbúskap sýningarland-
Akureyri, 15. febrúar —
LEIKFÉLAG Akureyrar frum-
sýndi í gærkvöldi „Karamellu-
kvörnina“, sem er gamanleikur
með söngvum ætlaður börnum.
Höfundur er Evert Lundström
og þýðandi óbundins máls Árni
Jónsson, bókavörður. Kristján frá
Djúpalæk þýddi ljóðin og frum-
samdi sum, en lögin eru etftir Jan
Moen og Birgi Helgason, kenn-
ara.
Leikstjóri er Guðmundur
Gunnarsson, ljósameistari Árni
Valur Viggósson og hljóðfæra-
leikarar bræðurnir Ingimar og
Finnur Eydal. Leikendur eru:
Páll Snorrason, Saga Jónsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Þráinn Karls
son, Emil Andersen og Helga
Unnsteinsdóttir.
Leikhúsgestir, sem flestir voru
á mjög ungum aldrL skemmtu
sér mjg vel og tóku jafnvel'
óafvitandi þátt í leiknum. Húsið
dundi ELf lófaklappi að lokinni
innar og mun opna hana með
ræðu. Borgarstjóri Reykjavíkur
og formaður Verzlunarráðs fs-
lands munu ávarpa gesti og heið
ursgestur verður forseti íslands.
sýningu og leikendum bárust
blóm.
Næsta sýning verður á fimmtu
dagskvöld. — Sv. P.
Fyrirtæki hér í borg vill ráða
röskan og ábyggilegan mann
með nokkra fjármálareynslu, til að annast stjórn á auglýsinga-
stofu. Tilboð, merkt: „Auglýsingastofa 107 — 8660“ sendist afgr.
blaðsins fyrir 24. þessa mánaðar.
„Karamellukvörnin“ á Akureyri